Sunday, December 30, 2007

Jólauppgjör :þ

Jæja... þá er að sjá hvað tölvan endist lengi, sennilega er vinnsluminnið í henni alveg að gefa sig, fáum reglulega bláan skjá og allt dettur út... frekar pirrandi og þar af leiðandi höfum við lítið kveikt á þessari tölvu síðan fyrir jól. Blogspot er hinsvegar svo fín síðan að hún vistar sjálfkrafa Draft af öllu sem ég geri þannig að ég ætla að reyna að blogga... sé til hvenær það kemst inn á síðuna hehehe

En allavegana, smá um jólin :o) Jólin eru alltaf æðislegur tími, það er bara svoleiðis... og það kemur að því eitthvert árið að við eigum eðlileg jól :þ þessi árin erum við að læra það að jólin koma alltaf sama á hverju gengur!!!
Þetta árið byrjaði ég að kvöldi 22. des... lasin :( svaf nánast ekkert alla nóttina, var bara á flakki úr rúminu á klósettið í rúmið á klósettið.... og endaði svo á að æla og æla um morguninn og fór svo í vinnuna!!! Það er eiginlega ekki hægt að redda öðrum í vinnuna klukkan 7 á sunnudagsmorgni, daginn fyrir jól!!! Ég bara vann og hljóp á klóið inn á milli, brjálað að gera því miður en þetta gekk. Aðalvaktin mín mætti kl 10 og ég var svo komin heim fyrir kl 12, upp í rúm og lá þar restina af deginum með beinverki, liðverki, hausverk, hita og almenna vanlíðan. Missti af skötunni hjá tengdapabba :( en Siggi fór með börnin, pabba, mömmu og Möllu í skötuveislu (börnin borðuðu bara saltfisk hehehe).
Svo á aðfangadag var ég nú aðeins hressari, mamma og pabbi komu (af því að Siggi þurfti að vinna) og mamma hjálpaði mér að taka aðeins til og hún bjó líka til tvær gerðir af ís til að hafa í eftirmat á jóladag. Svo kom Siggi heim upp úr kl 12 og var þá orðinn ansi slappur, lá inni í rúmi og leið illa, slapp reyndar við að æla.
Mamma fór í hádegismat til Þorgerðar og svo ákváðum við Siggi bara að taka því rólega þessi jólin... því betur var enginn væntanlegur í mat af því að jólasteikin var bara geymd, við Siggi borðuðum ristað brauð með graflaxi og sósu en börnin vildu ekki graflax og borðuðu bara ristað brauð með mysuosti :o) ekki spennandi jólasteik en það var ótrúlega jólalegt hjá okkur engu að síður.
Við skelltum okkur öll í spariföt, ætluðum fyrst bara að hafa börnin í sparifötum en svo bara drifum við okkur í bingógallana líka :þ Svo vorum við með dúk á borðinu og notuðum sparidiska, spariglös og sparihnifapör og höfðum svo kveikt á jólamessunni í útvarpinu. Yndisleg stund og ekkert stress. Svo bara höfðum við ekki orku í frágang, frestað fram á næsta dag hehe og fórum bara beint í að opna pakkana, fyrir kl 7!! og af því að við vorum svona snemma í þessu öllu þá voru börnin auðvitað stillt og prúð, allt gekk ljómandi vel fyrir sig og bara einn pakki opnaður í einu og ekkert grátið!!! Enda eru þau þriggjaoghálfs og alveg að verða fullorðin :o) Það var svo gaman að sjá þau opna pakkana að við gleymdum bara að barma okkur og vera lasin :þ fullkomlega frábær jól í rólegheitum.
TAKKTAKK fyrir alla pakkana og öll jólakortin (sem voru opnuð fyrir kvöldmat... til að hugsa um eitthvað annað en lasleikann hehehe).
Svo bara fóru börnin að sofa í náttfötunum frá Kertasníki og við Siggi vorum sofnuð fljótlega á eftir þeim :o)
Gleymdi einu... gerðum DAUÐALEIT að myndavélinni okkar á aðfangadag... leituðum út um allt m.a. í dótinu hjá börnunum og í óhreina tauinu og hún bara fannst ekki, en til að redda málunum þá lánaði elsku Hildur Valdís okkur myndavélina sína :D takk fyrir það elsku frænka.
Gleymdi líka að segja að í hádeginu á aðfangadag borðuðum við möndlugraut sem elskuleg systir mín hún Þorgerður bjó til kvöldinu áður :o) þar sem ég átti eftir að kaupa möndlugjöf þá höfðum við bara tvær möndlur og börnin fengu saman DVD disk með Doddaþáttum sem þau áttu að fá til að stytta sér stundir á aðfangadag.

Jæja... þá er komið að jóladag. Vorum aðeins brattari, fórum eftir hádegi með börnin út á sleða (já... við fengum LOKSINS hvít jól) og enduðum á að labba til Þorgerðar sem á afmæli á jóladag eins og Jesúbarnið og fengum þar kakó og kökur. Svo fórum við heim að elda... systur mínar, foreldrar mínir og börn komu í jóladags-hangikjöt til okkar að kvöldi jóladags. Ekki flókin eldamennska, við suðum kjöt og kartöflur, Malla flysjaði kartöflurnar og mamma gerði jafninginn. Svo var ísinn sem mamma gerði á aðfangadag étinn upp til agna. Mikill hávaði en yndisleg stund engu að síður :o) og góður matur... þó við hjónin höfum verið listarlaus ehehhehe

Á annan dag jóla voru bara rólegheit hjá okkur. Helstu tíðindin eru að við elduðum loksins jólasteikina, hreindýralund og flotta villibráðarsósu með, waldorfsalat og eitthvað fleira. Aftur var dreginn fram dúkur og sparistell og allt og var allt ljómandi fínt hjá okkur og gott hreindýrið :þ

Svo bara var vinnan aftur, fámennt á leikskólanum en þeim fannst æðislegt að fara þangað, voru báða dagana á elstu deildinni :þ rosa montin... og þar sem það voru fá börn þá var auðvitað dekrað við þau :o).
Fórum á jólaball Siglfirðingafélagsins eftir vinnu 27. des og hittum þar fullt af ættingjum, systur pabba og þeirra afkomendur (ekki allir en margir samt!!!). Rosa gaman og Þorlákur var hæstánægður með að hitta Hurðaskelli sem er "góður jólasveinn af því að hann gaf mér sjóræningjaskip" hheehehe

Í gær voru bara rólegheit hjá okkur, Íris, Jónas og Anton Oddur kíktu við í vöfflukaffi í gær (þau gáfust upp á að finna bílastæði við Smáralind og komu bara til okkar í staðinn) og í gærkvöldi var jólamatur hjá tengdaforeldrum mínum, Berglind mætti með alla sína stórfjölskyldu og Ingunn og Gísli mættu með sín börn :o) frábær matur (matarlystin er alveg að koma aftur!!!) fengum tvær gerðir af lambalæri, graflax í forrétt og ís og frómas í eftirmat. Vorum ekki komin heim fyrr en um hálf ellefu og þar af leiðandi fengu allir að sofa lengi í morgun, börnin vöknuðu ekki fyrr en um hálf tíu

Svo bara erum við í rólegheitunum í dag... fór með smá pakka til litla frænda míns, Óðins Nikulásar. Erin frænka mín var ólétt af honum þegar við vorum í heimsókn hjá þeim í febrúar, á leiðinni heim frá Bahamas. Vonandi náum við að hitta þau aðeins áður en þau fara heim aftur til New York en ég vildi drífa mig með pakkann og jólakortin til þeirra, ætlaði að keyra það út á Þorláksmessu en það gekk ekki hehehe

Í kvöld ætlaði ég að hafa fisk í matinn, bara til smokkfiskur og saltfiskur í nettó hehehe þannig að það verður bara pylsuréttur. Svo fer ég að vinna á morgun, mætt kl 10 og er á bakvakt... vonandi slepp ég heim um kl 16-17... og ef allir verða stilltir þá ætti ég ekki að þurfa að vinna meira, verð samt á bakvakt til kl 8 á nýársdagsmorgun.
Á gamlárskvöld verðum við í mat hjá Möllu og Össa og þau koma svo til okkar á Nýársdagskvöld. Mamma og pabbi fóru norður að morgni 28. des og Þorgerður og fjölsk. keyrðu norður í gær.

Vona að þið hafið náð að lesa í gegnum allt og vona að almættið sé búið að átta sig á því að við vitum alveg að það koma alltaf jól sama hvernig ástandið er!!! Sjáum til hvernig næstu jól verða hehehe

Gleðileg jól allir sem lesa þetta og eigið yndislegt næsta ár
kv
Kristín E.

ps... fengum bréf frá Gunnari Birgissyni á aðfangadag... fengum lóð :þ Kollaþing 4. Þar ætlum við að reisa æðislegt hús :þ þar sem við komum öllu draslinu okkar fyrir hehehe. Stefnum á að eyða jólunum 2009 í nýja húsinu, fáum lóðina afhenta ca í desember 2008

Friday, December 21, 2007

Jólagógó

Of þreytt til að blogga......... en alveg til í að auglýsa Gogogic :o) fyrirtækið hans Sigga míns (og nokkurra annarra líka reyndar :þ)

Jólaleikur: http://www.gogogic.com/jolagogo2007/
Flugmiðar í verðlaun... reyndar með Iceland Express en so.......

kv
Krizzza
að fara að spila... þó ég geti ekki unnið vegna tengsla við fyrirtækið :S

Friday, December 14, 2007

Helgarfrí :þ

komin í helgarfrí.... ætla að hætta að vera stressuð fyrir jólin og ætla í staðinn að njóta jólanna....

í fyrramálið byrja ég á klippingu, ætlaði svo á jólaball í Sigga-vinnu eftir hádegi en það er víst klukkan 11 þannig að ég missi af því :S smá klúður

í kvöld ætla ég að hafa það huggulegt... Survivor á eftir...

klára jólagjafir á morgun eða sunnudag, 5 eftir og svo ætla ég að kaupa smátterí sem ofurkrílin geta gefið hvort öðru :þ

jólakortin tilbúin... nennti samt ekki með restina í póst í dag, hrikalegt rok í dag þannig að mig langaði bara beint heim

yndislegasti maðurinn ever fór svo í Nettó og keypti kjúkling fyrir okkur í kvöldmatinn, eldaði svo og gekk frá öllu, algjör dúlla... er að reyna að ná þreytunni úr mér hehehe

jæja... farin að horfa á smá Friends áður en Survivor byrjar

kv
krizzza

Wednesday, December 12, 2007

................................

Þreytt.. þreytt..

var að vinna í 19 tíma á sunnudag og er ennþá þreytt... en í gær var jólasaumó :þ rosalega gaman auðvitað, á morgun er jólamatur í boði Fastus fyrir nokkra úr minni vinnu :o) og á föstudag er jólamatur í vinnunni!!

Pakkaleikur í gær í saumó, fékk jólasveina kökudisk frá Þórdísi frænku - takktakk - og á föstudag er pakkaleikur í vinnunni minni, pakkinn tilbúinn uppi á fiskabúri

Dagur Elís er í heimsókn :þ stal honum í leikskólanum

Farin að skrifa á nokkur jólakort í viðbót

kv
Krizzza

Thursday, December 6, 2007

Jólasnór :o):o):o):o):o):o):o):o):o):o):o):o)

jeijei það er geðveikur jólasnjór úti... er að vinna í uþb 38 mínútur í viðbót og svo verður spænt heim, Siggi ætlar að taka gormana heim í snjógöllum þannig að ég er að fara út á sleða um leið og ég kem heim :D geðveikt

elska snjó.... hann er það sem ég sakna næstmest frá Akureyri, sakna auðvitað fjölskyldunnar lang mest en snjórinn er í öðru sæti

kv
Kristín snjó-lover hehehe

Tuesday, December 4, 2007

Vinnnnnaaaaan

Er að vinna... og ekki að nenna því... búin að vera ein frá kl 19 og lítið að gera en samt þarf ég að hanga hér :S
Er alveg að fara í að vera dugleg og sauma hehehe kom með saumana mína... og á eftir að setja utan um rúmið, sem systur mínar vita að ég HATA!!! eitt af því leiðinlegasta sem ég geri (fer í flokk með að skúra og þurrka af hehe).
Er aftur á vakt á sunnudag... svo kemur ný vika og ný helgi, þá eru 2 jólaböll og jólaklippingin mín, svo er ég bæði að vinna 22. og 23. des :S og svo koma jólin... og svo er ég á bakvakt á gamlárskvöld, fæ helling borgað fyrir það og þarf vonandi ekki að vinna mikið... vonivonivoni (reyni að hugsa bara stíft um launaseðilinn sem kemur eftir desember :þ )

Allir kommenta og gleðja mig á vaktinni

kv
Krizzza

Sunday, December 2, 2007

Voðalega skrifa ég sjaldan... 2 helgar

Jæja.... verð að fara að standa mig betur í þessu bloggi, facebook-ið tekur allt of langan tíma hehehe
En allavegana, smá uppgjör, byrja á síðustu helgi:
Föstudagur: vorum auðvitað að vinna eins og vanalega og drifum okkur svo af stað til Akureyrar... við fjögur og Helga Margrét með okkur (foreldrar hennar í Manchester). Ferðin gekk auðvitað glimrandi vel enda úrvalsbílstjóri undir stýri. Þorlákur reyndar sofnaði næstum því í göngunum en með því að kveikja ljós og syngja bullutexta við "Pósturinn Páll" þá vaknaði drengurinn fyrir kvöldmat í Hyrnunni í Borgarnesi. Lentum á Akureyri upp úr kl 23 og þá vöknuðu öll börnin 3 og sofnuðu svo aftur í ömmu rúmi (Helga reyndar á gólfinu á dýnu en afi greyið flúði bara niður á neðri hæð hehe).
Laugardagur: foreldrarnir fengu að sofa :þ börnin fengu hafragraut í morgunmat og svo mjólkurgraut í hádegismat (sem reyndar kallast grjónagrautur hjá börnunum að sunnlenskum sið). Við fjögur löbbuðum í Norró í snjógöllum, Siggi dró systkinin á snjóþotu nánast alla leið (ég sá um að draga þau niður Höfðahlíðina hehehe). Svo var hnoðað upp í laufabrauð og byrjað að fletja það út, ætluðum að skera út daginn eftir en svo gekk svo glymrandi vel að við skárum út í 3 eða 4 deig af 4 eða 5 sem búin voru til (ekki alveg með tölurnar á hreinu). Þorlákur var duglegur að hjálpa Láka frænda sínum, Láki var að fletja út og Þorlákur fékk svo að skera kökurnar út með kleinuhjóli... Ingibjörg var meira í að leika sér en fór svo líka aðeins í að bretta upp á laufabrauðið með pabba sínum. Um kvöldið var öllu liðinu hópað saman í Steinahlíðina hjá afa og ömmu og þar var hangikjöt í matinn og ís í eftirmat (allt liðið er Norðurgötulið og Siggi, Annette og dætur).
Sunnudagur: Kíktum aðeins við í Norró, fengum þar hádegismat og svo var haldið áleiðis til Húsavíkur. Byrjuðum í kaffi hjá Ástu Birnu, hún var auðvitað búin að baka handa okkur, frábæra súkkulaðiköku og marensköku með karamellusósu og rjóma.... jummí :o). Svo fórum við í heimsókn til Önnu Bjargar, Kidda og Davíðs Leó... vissum reyndar að Davíð Leó væri sofandi en við höfum aldrei séð íbúðina þeirra þannig að við ákváðum að kíkja. Fórum svo þaðan á Sjúkrahúsið að hitta Öddu ömmu Sigga, hún var bara nokkuð hress en er að mestu rúmliggjandi. Rakst á Óla gamla frá Skútustöðum, hann er líka á Sjúkrahúsinu á Húsavík... hef ekki hitt hann í mörg mörg ár. Svo var matur hjá Ástu og fjölskyldu um kvöldið, Anna Björg, Kiddi og Davíð Leó komu líka í mat og nú var Davíð Leó vakandi þannig að við náðum öll að knúsa hann. Ingibjörg var þvílíkt spennt að halda á honum en Þorláki leist ekkert á það en ég narraði hann til þess að lokum ;). Við vorum ekki með myndavél en Anna Björg myndaði þetta allt fyrir okkur og nú á ég bara eftir að hnupla myndum af síðunni hennar til að setja hér inn og barnanetið. Um kvöldið keyrðum við svo aftur til Akureyrar í töluverðri snjókomu en því betur var ekki mikil hálka af því að það var 11 stiga frost hehehe
Mánudagur: 10 stiga hiti og allur snjórinn farinn :þ fórum í mat til Lillu, pabbi hitti okkur þar og kvaddi okkur. Svo fórum við aðeins inn í bæ og svo í vinnuna til mömmu til að kveðja hana og svo bara spændum við heim. Borðuðum í Varmahlíð (fínt að geta keypt þægilegan mat fyrir krílin og pylsur fyrir okkur hehehe þau eru ekkert fyrir pylsur). Vorum komin heim rúmlega 19, komum við á Papinos og sóttum okkur pizzu. Helga gisti svo hjá okkur þar sem Þorgerður og Gilli lentu í 5 tíma seinkun frá Manchester úffff
Svo bara vikan eins og vanalega... vinna og vesen og tvær bakvaktir...

Svo helgin sem er að klárast:
Föstudagur... bakvakt, kom heim rétt fyrir kl 22 og fór bara beint að sofa :S
Laugardagur: Byrjaði í danstíma eins og vanalega, síðasti danstíminn fyrir jólafrí (og öfundum Hildi Ýr danskennara töluvert mikið af jólafríinu hennar hehehe). Svo fórum við í Garðheima og keyptum efni í aðventukrans (eða réttara sagt aðventuskreytingu... myndir koma síðar... eru enn í myndavélinni) og svo keyptum við eitt stykki málverk. Ég fór á sýningu hjá Hildi Soffíu sem er litla systir Brynju vinkonu, passaði hana oft með Brynju þegar hún var lítil. Ég sá hjá henni mynd sem mig langaði í og pantaði hana. Svo kom ég heim og fór að lýsa myndinni fyrir Sigga og sýndi honum heimasíðuna (sem er by the way www.viva.is ) og þá langaði Sigga í mynd eins og ég pantaði nema bara stærri gerð. Við fengum myndina lánaða á laugardag og nú er hún komin upp á vegg í stofunni (vegginn sem við máluðum um daginn!!!). Líka búin að hengja upp báðar myndirnar sem við fengum í brúðkaupsgjöf og aðra myndina sem við eigum eftir séra Örn... hin þarf að fara í viðgerð, búin að síga niður í rammanum... og svo fer sú mynd upp á vegg líka. Svo hengdum við upp hillu í hjónaherbergi (sem Siggi by the way málaði aleinn og sér meðan ég var að vinna á þriðjudag!!! Bar rúmið fram aleinn... dýna er heil 186x213!!! veit ekki hvernig hann fór að því....
Sunnudagur: fengum að sofa ótrúlega lengi, Þorlákur vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir kl 9!!! Byrjuðum á sunnudagaskólanum... sem var öðruvísi en vanalega út af fyrsta sunnudegi í aðventu, bara stutt helgistund og svo jólaföndur. Rosa fjör... bjuggum til 2 stk hreindýr hehehe Svo var bara spænt heim, skelltum engjaþykkni í börnin á methraða og skelltum okkur svo á fyrsta jólaballið í ár, með hinum danskrökkunum. Rosalega gaman :o) Ingibjörg og Þorlákur voru alveg dáleidd þegar 2 pör sýndu dans... enda ótrúlega flott. Jólasveinninn var reyndar sá undarlegasti sem ég hef séð, í búningi úr RL búðinni sem var allur að detta utan af honum heheh en krílin mín voru hæstánægð með að hafa hitt Hurðaskelli og þá var markmiðinu náð!!!
Svo komum við heim og skreyttum pallinn úti, ég gerði svo kakó/súkkulaði (nánast ekkert suðusúkkulaði til hehehe) og svo erum komnar seríur í gluggana hjá börnunum og aðventuljós í stofugluggann!!!

Ótrúlega dugleg þessa dagana hehehe, ég verð að nýta helgarnar fram að jólum, næstu helgi er ég að vinna, svo eru 2 jólaböll helgina þar á eftir, svo er ég aftur að vinna helgina eftir það (22. og 23. des) og svo bara koma jólin hehehe sjittttt alltof stutt til jóla hehehe

Jæja.... farin að horfa á Friends á E4
kv
Kristín Facebookari í nýbreyttri íbúð :þ

Tuesday, November 20, 2007

Helgin....

Jæja.... aðeins að stelast í vinnunni, er að bíða eftir að matsalurinn opni (kl 12) og er orðin skelfilega svöng heheh

Helgin, laugardagur: Byrjuðum auðvitað á danstíma, gekk vel :o) prófuðu nýjan dans og systkinin vildu dansa saman í paradansinum (Ingibjörg valdi sér annan herra í síðustu viku hehehe enda þá var Þorlákur í prakkaraskapi :þ þá var hún voða sæt með Heiðari Snæ tvíburavini sínum).
Svo var bara hundleiðinlegt veður þannig að við ákváðum að skella okkur í heimsóknir... ætluðum að ná að fara til Berglindar og Ingunnar fyrir jól þannig að við buðum okkur í kaffi til Berglindar og svo í kvöldmat til Ingunnar :þ ljómandi fínt. Kíktum aðeins á hestana hjá Berglindi en drifum okkur svo bara inn og fengum m.a. vöfflur sem vöktu mikla lukku hjá gormunum okkar. Svo léku þau sér eins og ljós í dótinu hennar Eydísar, voru búin að ræða Playmo-dótið hennar langa stund á leiðinni í Ey hehehe.
Svo er alveg eðall að koma við hjá Ingunni og Gísla á heimleiðinni, gott að stytta keyrsluna til baka aðeins. Fengum þar mexíkanskan mat og ís í eftirmat :o). Jóhanna Sigríður var reyndar ekki hress að sjá okkur til að byrja með hehehe var hálfhrædd við okkur en svo lék hún sér við tvíbbana, leyfði þeim alveg að skoða dótið sitt.
Svo sofnuðu þau bara á leiðinni heim... í hávaðaroki (fuku t.d. 2 hjólhýsi á Selfossi) en aksturinn hjá okkur gekk bara vel þrátt fyrir rokið.

Á sunnudag fór Siggi með þau í sunnudagaskólann, ég fór ein með þau síðustu 2 skiptin og fékk því frí hehehe Svo fórum við í Sorpu og svo að kaupa málningu og máluðum grænu veggina... voru bara full dökkgrænir fyrir okkar smekk hehehe komnir með ljósan lit í staðinn... náðum að mála 3 umferðir áður en við fórum að sofa :þ þvílíkt dugleg hehehe Tengdamamma kom svo í mat um kvöldið, lambalærasneiðar í raspi... smá flashback hjá okkur Sigga heheh

Í gær var bara vinna og svo matur hjá Möllu systur, konurnar í minni vinnu öfunda mig voða mikið af þessum systrum sem eru alltaf að bjóða okkur í mat!!!

Í dag er vinnan og svo saumó í kvöld hjá mér, Mývatnssveitarstelpurnar (og við systur og Fjóla) og vonandi verður mætingin betri til mín en undanfarin ár, síðast komu 3 og þar áður komu bara 2!!! Fer í fýlu ef það gerist í þriðja skiptið hehehe

Jæja... farin að vinna, búin í mat og blogga svo inn á milli :þ
kv
Kristín

Friday, November 16, 2007

Update

Ingibjörg búin að vera lasin, var bara heima í 2 daga og svo bara eldhress og í leikskólann aftur.... og nánast beint í 3 og hálfs árs skoðun í leikskólanum... gekk bara glymrandi vel auðvitað enda tveir snillingar á ferð hehehe

Afmælið hennar múttu gekk ljómandi vel :o) Fínn matur og svo varð hún voða hissa þegar gestirnir fóru að streyma inn um kvöldið, hissa og glöð. Svo var víst óvænt partý þegar hún kom norður á miðvikudagskvöldið, ostapinnar, bleikt freyðivín og rauður dregill og allt hreint... á eftir að heyra hvernig það gekk.

Jæja... farin að vinna áfram, er að bíða eftir sýnum....
kv
Krizzza

fíkill í Muse.... sérstaklega Knights of Cydonia heheh

já... og eitt enn... fengum ekki fínu lóðina okkar í Vatnsendahlíðinni :( allir að lemja Heimi og frú sem fengu okkar lóð heheheh

Tuesday, November 13, 2007

Lasnað barn :þ

Heima í dag með litla lasna mestumús, Ingibjörg búin að vera með hita síðan á sunnudagskvöld... bara 4 kommur í morgun en í gær fór hún að slappast um kl 3, vonum að hún verði hress í kvöld þar sem elskuleg móðir mín er sextug í dag :o) og fjölskyldan verður í mat hjá Þorgerði í kvöld, ætla að tala mýsluna með ef hún verður ekki hundslöpp.
Þorlákur í leikskólanum og Siggi í vinnunni, hann var heima í gær með Ingibjörgu.
Þorláki fannst ekki spennandi að fara í morgun, hann er algjör mömmustrákur og leist ekkert á að fara í leikskólann þegar í boði var að vera heima hjá mömmu hehehhe

Vonum að þetta gangi yfir sem fyrst.
kv
Krizzza

Sunday, November 11, 2007

Helgaruppgjör...

Helgin að verða búin.... góð helgi auðvitað :o)
Í gær var dans, svo bara heim og í rólegheit og svo stal ég pabba frá Möllu systur (hann var þar að passa en fór á flakk með mér á meðan Kristján Örn svaf... Ingibjörgu langaði ekki með og var heima :þ ). Hann langaði að kíkja á opnunarhátíð Hljóðfærahússins, ég vissi ekki einu sinni af því en skellti mér þangað með karlana þrjá.
Þetta er hrikalega flott búð, skoðuðum út um allt og það var mikið verið að prófa hljóðfæri og Einar Örn og Þorlákur voru alveg heillaðir... svo var ég aldeilis heppin, Bjarni töframaður steig upp á svið og fór að kynna fyrsta atriðið (vissi ekki að það væru skemmtiatriði!!!) og það var Mugison :o) ég var bara alveg í skýjunum með það hehehe og við hlustuðum á þá spila þrjú flott lög, laglega rokkuð heheh, vorum nálægt hátulurunum og pabbi greyið fékk bara illt í eyrun. Þorlákur var svo hræddur fyrst, sérstaklega þegar trommarinn var að testa trommurnar... svolítið mikill hávaði... og svo kom ljósmyndari og tók myndir af honum skíthræddum og spurði svo hvað hann héti, allir fylgjast með öllum blöðum næstu vikuna heheheh

Svo skilaði ég pabba og skellti mér heim með Þorlák, beint í pönnukökubakstur og Fjóla, Ingó, Esra og Róbert Elí komu í kaffi... búið að standa til síðan í ágúst :o) rosalega gaman að hitta þau og krakkarnir léku sér vel saman.
Um kvöldið var svo bara kakósúpa enda enginn svangur eftir pönnsurnar :þ

Í dag var svo sunnudagaskólinn í morgun en Siggi fór ekki með, var að hjálpa Svenna og Kristjönu að flytja í nýja húsið í Njarðvík (sem er til þess að IS og ÞS segjast búa í gömlu húsi hehehe).
Svo fór ég í bakarí og með það til Möllu þar sem mamma og pabbi voru. Svo fóru þau til Þorgerðar og komu svo til mín í kvöldmat... mamma kom frá Minneapolis í morgun og var orðin ansi þreytt.... enda búin að vaka nánast stöðugt í meira en sólarhring!!!

Tengdamamma á afmæli í dag, til lukku með daginn, og svo er stórafmælið hennar mömmu á þriðjudag, það verður aldeilis gaman....

Farin að horfa á Friends og svo kannski bara Guitar Hero í kvöld :þ
kv
Krizzza

Friday, November 9, 2007

HELGI!!!

Komin helgi og ég ekki að vinna vúhú :þ

Pabbi kemur að norðan í fyrramálið og mamma frá Minneapolis á sunnudag :o) og verða fram á miðvikudag... bara gaman að því

Dans í fyrramálið og svo bara huggulegheit... vonandi

kv
Krizzza

Sunday, November 4, 2007

Myndir.... afmælisdagur o.fl.


Nokkrar myndir :o)

Með afmælisgjöfina frá fjölskyldunni minni :þ
Bleikur GSM sími


Afmæliskakan hehehe, búin að blása á kertin :þ


Kvöldmaturinn, hvítlaukslambalæri úr kistunni




Krílin mín að máta búningana sem ég keypti handa þeim í Glasgow
Ofurhetja og Öskubuska


Sætilíus nýklipptur af Sollu :o) fyrsta klippingin þeirra á stofu

Ingibjörg nýklippt, fékk snúða í hárið og var því með krullur um kvöldið




Farin að sofa eftir afmælishelgina... stefni á vinnuna á morgun :þ
kv
Krizzza

Saturday, November 3, 2007

Afmælisdagurinn

TakkTakk fyrir allar afmæliskveðjurnar, hringingar, SMS, kveðjur hér, mail og á Facebook :o)

Afmælisdagurinn byrjaði ekki sérlega vel... var svo mikið að drepast í bakinu að ég gat varla staðið upp úr rúminu :( Fékk fyrst kalt á bakið til að jafna mig aðeins og fór svo í sjóðandi heitt bað (og fékk mega svima hehehe) og þá var ég skárri. Fékk mér svo eina Voltaren Rapid og skellti mér með Sigga og börnunum í danstíma :o) sem gekk ljómandi vel. Fórum svo aðeins í Hagkaup til að kaupa límmiðabækur handa börnunum (þau fá límmiða í verðlaun í dansinum og líka heima ef þau standa sig vel í að borða!!!).
Svo bara heim og slappaði aðeins af. Keyrði svo mömmu og Stínu vinkonu hennar til Keflavíkur, þær eru farnar með fleiri starfsmönnum Giljaskóla til Minneapolis og verða þar fram á sunnudag.
Svo fór ég í Ný-ung sjoppuna í Keflavík og keypti NóaKropp fyrir krílin svo þau svæfu ekki á heimleiðinni líka hehehe
Svo bara í bakaríið til Ássýar frænku og svo heim að gera pönnukökur... og fékk líka bananaköku úr bakaríinu, restin af fjölskyldunni söng fyrir mig og ég blés á kerti og allt hehehe
Svo fór ég inn í rúm að hvíla mig og horfði á einn þátt af Grey´s :o)
Svo verðum við fjölsyldan saman í kvöld, lærið komið í ofninn, bara eftir að gera sósu og kartöflur og meðlæti... ákváðum að bjóða bara engum í mat þar sem heilsan er ekki upp á marga fiska
Stefni á vinnuna á mánudag
kv
Krizzza gamlari
11x eldri en börnin mín hehehe

Friday, November 2, 2007

Lasarus....

Var heima í dag líka.... fór í göngutúr og fékk þvílíkt svimakast þegar ég kom heim :( og svo á leiðinni út í bíl í kvöld líka :(
Vona að þetta fari að lagast....

Ætla allavegana ekki að fá neitt svimakast á morgun, ætla að njóta dagsins þegar ég verð gömul hehehe

allavegana gamlari :þ

Thursday, November 1, 2007

Veik......

Búin að vera veik heima í 2 daga, með hrikalegan svima, smá hausverk og auðvitað ógleði (sem ég fæ reyndar nánast á hverjum degi :( ) ætla að reyna að fara í vinnuna á morgun.....

Saumaklúbbur hjá mér á þriðjudag, grunnskólapíurnar. Rosalega gaman eins og alltaf :o)

Saturday, October 27, 2007

MyndirMyndirMyndir

Nokkrar myndir....

Siggi sæti eiginmaðurinn minn á afmælisdaginn...
að fara að blása á kertin :þ


Fallegustu krílin í heiminum að hrúga í sig súkkulaðiköku



Nörrahjónin í Guitar Hero hehehe



Þóra beib orðin dáleidd með gítarinn hehehhe


Ein í restina af bestu systrunum ever og Þórdísi frænku...
tekin í sjötugsafmæli Láka frænda í ágúst

Glasgow og fleira :þ

Átti alltaf eftir að skrifa um Glasgow... kom heim á sunnudag, sofnaði fyrir kl 9 á mánudagskvöld, saumó á þriðjudag, vakt á miðvikudag (og það er læstur aðgangur á blogspot-síður á LSH!! óþolandi) og svo komu Tinna, Gunnar og Siggi frændi í mat á fimmtudagskvöldið hehehe og svo bara þreytt í gær heheheh
Glasgow var ljómandi, ég og Ágústa vorum fínar saman í búðunum... skiptum okkur í hópa 2 og 2 saman og hittumst svo inn á milli, Sigrún og Hildur voru mest saman. Hittumst í hádegismat og kaffi og borðuðum svo kvöldmat saman, fyrra kvöldið á indverskum stað sem var frekar undarlegur... leit út eins og glataður Hawaii staður en var svo með ljómandi góðan mat og smeðjulegan þjón sem hefði gert allt fyrir okkur hehehe. Svo borðuðum við á ítölskum stað einu sinni í hádegi og svo á TGI Friday´s (var ekki mín hugmynd hehehe og matseðillinn var mun styttri en í Stokkhólmi og Kópavogi hehehe).
Á föstudeginum fórum við loftið kl 7:20 um morguninn, flugið bara 1:50 og svo bara beint í leigubíl og beint upp á hótel. Frekar mikið fyndið að sjá innfallnar tómar töskur á færibandinu á flugvellinum hehehe. Svo hittum við Sigrúnu og Hildi og fórum að borða og svo að versla :o). Á laugardeginum var verslað frá 10-18... var svo sárfætt á sunnudagsmorguninn þegar ég steig út úr rúminu að ég hefði ekki trúað því að þetta væri hægt heheh Sunnudagurinn fór bara í að koma sér í flug, morgunmatur á flugvellinum og síðustu búðirnar og vorum svo lent heima kl 12:30.

Nóg um Glasgow... takk fyrir ferðina stelpur og við drögum hinar tvær með í næstu ferð :þ

Nóg að gera alla vikuna... fékk að sofa í morgun :þ Starfsdagur í leikskólanum fimmtudag og föstudag... Siggi var heima á fimmtudag... og ég reyndar líka en ég var sofandi eftir næturvinnu. Svo þegar ég vaknaði um kl 13 þá skelltum við okkur í Kringluna og keyptum kuldaskó á krílin, buxur á Sigga og smá í Duka fyrir gjafakort :o)
Á föstudag var bara allt í rólegheitum hjá okkur þremur, Siggi að vinna... fórum út á róló eftir hádegi og löbbuðum í búðina... vorum svo heppin að við vorum rétt komin inn þegar skall á rok og haglél (eða boltasnjór eins og við köllum það hehehe) fengum okkur bara heitt kakó og þau fengu snúð en ég brauð með osti... fengum öll að dýfa í kakóið heheheh

Jæja... Hildur Valdís í mat (restin af familíunni á Akureyri) krílin að sofna og laugardagslögin í imbanum...

kv
Krizzza

Thursday, October 18, 2007

Glasgow beibí

Glasgow here I come.... fer í fyrramálið :o) Ágústa ætlar að mæta hér kl 4:45 til að sækja mig, taskan nánast tilbúin og ætlaði snemma að sofa en nú er Þóra beib í heimsókn og við auðvitað í Guitar Hero hehehe ekkert smá snilld... hún hefur aldrei prófað aftur og ég held bara að hún endi á að kaupa Playstation2 og Guitar Hero þegar hún kemur heim til Bahamas hehehe

Jæja.... farin að sinna gestinum og spila hehehe
Takk fyrir öll kommentin :þ
kv
Kristín

ps... VISA frændi verður sko tekinn með hehehe fær aðeins að svitna :D

Monday, October 15, 2007

Ofurnörrar.....

Sit hér og blogga meðan Siggi minn er að spila Police lag í Guitar Hero 80´s hheeh gaf honum leikinn í afmælisgjöf um helgina... höfum ekkert spilað í marga marga mánuði, var búin að gleyma hvað þetta er gaman hehehe
En er þreytt í puttunum og höndunum núna, dottin úr æfingu....

Glasgow á föstudag, hlakka svo til

kv
Kristín

Saturday, October 13, 2007

13. október

Góður dagur í dag... Siggi minn 35 ára, tengdapabbi 59 ára og litli sæti Davíð Leó Lund fékk nafn á Húsavík í dag :o) til lukku þið þrír :þ

Fórum með krílíusana í dans í morgun, gekk rosalega vel. Þorlákur var með óþægð síðast og fékk því engin verðlaun og er búinn að tala um það alla vikuna að hann ætli að standa sig vel næst!!! sem hann og gerði og þau fengu bæði límmiða í verðlaun í dag og svo smá nammi heima eftir hvíldina :þ
Ég fór í Elkó og svo í Smáralindina og keypti 3 afmælisgjafir, Guitar Hero 80´s handa Sigga og svo gjafir handa Degi Elís og Hildi Valdísi, afmælisveislan þeirra er á morgun.
Eins og í fyrra þá eru Þorlákur og Ingibjörg orðin alveg ringluð á öllum þessum afmælum hehehe enda ekki skrítið.
Þegar ég kom heim fór ég svo í það að baka köku handa Sigga, krílin fengu að hjálpa mér. Fínasta súkkulaðikaka sem var skreytt með skrautsykri og nafninu hans Sigga hehehe
Í kvöld er svo von á gestum, Þorgerður, Gilli og börn og afi Einar með Einar Örn og Kristján Örn ætla að koma í mat... Malla og Össi eru í Þýskalandi og afi Beggi og amma Ingibjörg eru á Húsavík í skírnarveislu... þau koma bara seinna í mat.

Takk fyrir öll fallegu kommentin....
kv
Kristín

ps... Helga og Pési Nesbúar eru verulega grunuð um að vera Mannfreður Mannson... hafa ekki borið af sér sakirnar enn!!!

Wednesday, October 10, 2007

Tókst ekki...

Jæja... þá kom að því, blóðprufAN mikla var í morgun og þá komumst við að því að þessi meðferð okkar tókst ekki. Við eigum eina lokatilraun eftir en niðurstöðu úr því er ekki að vænta fyrr en í mars/apríl... stefnum á að byrja meðferðina í jan/feb og tekur hún allavegana 8-10 vikur...

Auðvitað er erfitt að takast á við þetta en svona er þetta bara. Sigginn minn var svo yndislegur að sækja krílíusana fyrir mig á Dal og þegar þau komu heim þá knúsuðu þau mig þvílíkt mikið :o) börn eru svo næm á það hvernig manni líður.

Nú er bara næst á dagskrá að halda áfram afmælistörninni miklu sem byrjaði í gær með 4 ára afmæli Dags Elísar og svo er Malla litla systir orðin jafn gömul mér frá og með deginum í dag :o). Til lukku með afmælin :o). Næsti afmælisdagur er svo á laugardag, þá á Siggi minn afmæli og líka tengdapabbi og þann dag fær litli Lund (sem gerði Sigga minn að ömmubróður heheh) nafnið sitt. Svo á Hildur Valdís "litla" frænka 16 ára afmæli á mánudag... og svona heldur þetta áfram.

Friðarsúlan hennar Yoko Ono byrjaði að lýsa í gær á afmæli Dags Elísar og mun lýsa á hverju kvöldi þar til afmælisdagur afa Sigga rennur upp (8. des) þá er mesta afmælistörnin gengin yfir :þ

Eftir rúma viku fer ég svo til Glasgow með tvíburamömmunum... við förum reyndar bara 4, ein gat ekki komið með okkur og svo veiktist Guðrún Óla og kemst ekki heldur :( hugsum til hennar. 2 fara út 18. okt og ég og Ágústa förum svo saman 19. okt og svo komum við allar heim aftur 21. okt... ég hlakka þvílíkt til að slappa aðeins af í búðunum heheheh og svo auðvitað að fara út að borða og sofa út :þ

Takk fyrir allar góðar hugsanir undanfarna daga, fann alveg fyrir því þó ég hafi ekki viljað að allir vissu allar dagsetningar, það fylgir því smá óþarfa pressa.
Heyrumst
kv
Krizzza

ps... leitin að Mannfreði er alls ekki hætt... nú er Helga Sigurborg grunuðust
pss... er komin á Facebook :þ

Saturday, October 6, 2007

Stóra spurningin.....

..... hver er Mannfreður Mannsson???

Tillögur óskast í comment.... sem flest heheh

kv
Krizzza

Thursday, October 4, 2007

Karma.....

Hætt að vera dóni heheheeh í bili

Undarlegt í gærkvöldi, heyrðum allt í einu brothljóð, þvílíkan hávaða. Hlupum inn til barnanna og allt ok þar, inn í eldhús, fundum ekkert. Kíktum út og út á pall og bara sáum ekkert.... fyrr en ég opnaði eldhússkáp og fann þar eitt stykki glas í tætlum, botninn ekki einu sinni heill!!! Hafði greinilega verið neðra glas af því að eitt glas lá á hliðinni... krafturinn var svo mikill að það voru glerbrot ofan í hinum glösunum í skápnum!!!
Siggi minn hreinsaði þetta allt og skolaði öll glösin og alla diskana úr þessari hillu.... skiljum ekkert í þessu.

Kannski slæmt karma eftir að gera grín að barnanöfnum??? hehehhe

kv
kr.e.

Tuesday, October 2, 2007

Karkur...... áfram

Fór aðeins í það að gúggla þessi undarlegu nöfn....

Karkur er leyfilegt íslenskt karlmannsnafn, karkur um kark frá karki til karks.
Karkur er líka flugvöllur í Ísrael
Karkur er nafn á þræl í Ólafs sögu Tryggvasonar (og ég hélt að þetta væri nýmóðins nafn)
Karkur Talh er dalur í Líbíu-eyðimörkinni

Irpa er skammstöfun fyrir International Radiation Protection Association (www.irpa.net)
Irpa er líka skammstöfun fyrir Institut Royal de Patrimoine Artistique (belgísk stofnun um verndun á lista-arfleifðinni)
Irpa er líka skammstöfun fyrir Institut Régional du Patrimoine (sem ég skil ekki af því að ég kann ekki frönsku)
Irpa stendur fyrir lög í Kanada sem heita Immigration and Refugee Protection Act
Irpa er skammstöfun fyrir Islamische Religionspaedagogische Akademie í Austurríki
Irpa er nafn á fyrirtæki í Ítalíu sem selur feldi og skinn
Á bloggsíðu fann ég fínar myndir af foldaldi sem heitir Irpa

ÍMA er skammstöfun fyrir íþróttafélag MA
Íma og Jón frá Berunesi er saga úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar
Íma Jonsdottir er fiðlukennari... með heimasíðu á ensku
Íma frá Dunhaga er hestur fæddur 1940
Skil ekki spænsku en til er eitthvað sem heitir Íma de Geladeira

Siggi segir að ég sé dóni að skrifa svona ljótt um þessi fínu barnanöfn..... vona að enginn verði sár...
kv
Kristín

Monday, October 1, 2007

Undarleg nöfn.....

eru greinilega í tísku í dag......

Fann stórundarleg nöfn á börnum framan á Fréttablaðinu í morgun....
Aumingja litlu börnin heita Irpa, Karkur, Hekla, Viktor og Íma.... hvað er í gangi????

Hef bara aldrei heyrt annað eins, Hekla og Viktor skera sig reyndar út úr með því að vera eðlileg nöfn en hin þrjú hef ég bara aldrei heyrt, vona að blaðamaðurinn hafi heyrt nöfnin eitthvað skakkt... það er alltaf smá sjens á því :o) vona það barnanna vegna hehhee

kv
Kristín (alþjóðlegt og gamaldags íslenskt nafn!!!)

Friday, September 28, 2007

blabla

blelbelelel

Komin með "nýja" tölvu... fartölvan sem Siggi fékk úr vinnunni bara dó endanlega á þriðjudag, ömurlegt að vera netlaus... og svo hef ég bara ekkert að segja hehehe

Nema eitt... krílin mín eru orðin svo fullorðin. Í gær kom Ingibjörg með poka heim úr leikskólanum, hafði verið að búa til kókoskúlur :o) sem voru bara þrælgóðar. Þorlákur kom svo með poka heim í dag :o) litlu snillingarnir mínir :þ

Takk fyrir öll kommentin
kv
Krizzza

Monday, September 24, 2007

Rólegheit.............

Lítið að frétta... vinna í dag og vinna á morgun...

Fór í saumó í gær, Glerárskólapíurnar :o) ljómandi fínt og tvö 6 vikna kríli mætt (2 dagar á milli þeirra) og ekkert smá gaman að sjá þau. Var samt ekkert að kássast í þeim af því að ég er með fokking hálsbólgu :S Þau heita Andri Már og Heiður og eru bæði algjörlega yndislega dásamlega falleg :o)

Næsti Glerárskólaklúbbur verður hjá mér eftir ca mánuð en annað kvöld er aftur saumó hjá Írisi Dögg Mývetningi :o) ljómandi... svo ætla tvíburamömmurnar að hittast 3. október :þ

Ég er sem sagt í þremur "saumaklúbbum" og það er bara alveg ljómandi hreint fínt hehehe

Jæja... ætla að horfa aðeins á "Star Trek II The Wrath of Khan" með Sigga og svo á bara að fara snemma að sofa
kv
Krizzza

Sunday, September 23, 2007

Nú er ég að telja niður.... Siggi fékk að sofa lengur í morgun og kl 10 má ég vekja hann og fara sjálf inn að kúra :þ og það er enn hálftími eftir hehehe

Krílin þrjú eru hér að horfa á Öskubusku... eitt af því sem fannst á flakkaranum :o) upprunalega Disney útgáfan. Þau horfðu á þetta hér í gær, ég hélt reyndar að Dagur Elís myndi ekki vilja horfa á þetta en eftir að myndin var búin fóru þau öll í Öskubuskuleik... prinsessurnar voru á leiðinni á dansleik.
Svo í morgun eftir morgunmatinn þá máttu þau horfa á barnaefni en þau völdu öll að horfa frekar aftur á Öskubusku en að horfa á Herkúles á RÚV hehehe

25 mínútur eftir :þ

kv
Krizzza þreytta

Saturday, September 22, 2007

Ja men det er jo lördag.....

eða eitthvað svoleiðis... hehe ekki svo sleip í dönsku :þ

En sem sagt laugardagur og loksins tókst okkur að muna eftir danstímanum kl 10 í morgun... klikkuðum síðustu tvo laugardaga :S en í morgun vorum við Siggi bæði með reminder í símunum okkar og svo sendi Hildur Ýr danskennari okkur líka SMS í morgun til að minna okkur á þetta hehehe Hún er sem sagt ein af tvíburamömmunum 6 sem ég hitti reglulega... við vorum þarna með 10 af 12 tvíburum, foreldrar einna tvíburanna eru í New York þessa helgina :o)

Þetta gekk allt vel, þau þorðu aðeins að taka þátt og eru búin að tala mikið um þetta í dag.
Svo voru bara rólegheit restina af deginum, sótti Victoria´s Secret dótaríið sem ég pantaði með Möllu systur um daginn (tengdaforeldrar hennar voru í USA og komu með þetta heim... enginn tollur heheh) og svo kom Dagur Elís til okkar í pössun. Átti að vera hér til kl 21 en við buðum honum að gista og nú eru þau öll 3 í Ingibjargar herbergi að reyna að sofna... eða sem sagt að reyna að sofna ekki, enda sennilega öll í sínu hvoru herberginu en við ætlum að prófa hehehe

Þau fengu McDonald´s í kvöldmatinn og við Siggi fengum KFC... og nú á að fara að horfa á nýjustu Harry Potter myndina á flotta nýja flakkaranum :o)

Lovely.....
Farin að reyna að tjónka við börnin hehehe
kv
kr.e.

Góða nótt

Á að vera sofnuð..... en finnst bara svo vont að sofna ein :þ Siggi er í vinnupartýi....

Er samt alveg að sofna í stofunni :o)

Fríhelgi framundan.... ætlum að skella okkur með krílin á dansnámskeið í fyrramálið... gleymdum því síðustu tvo laugardaga en erum núna bæði með reminder í símunum okkar þannig að þetta á EKKI að gleymast í þetta skiptið.
Svo er spurning um að kaupa 3 nýja fiska... það eru samtals 4 farnir í klóið og bara 1 kominn í staðinn, á eftir að kaupa nýja Ariel fyrir Ingibjörgu :þ

Svo bara rólegheit og huggulegheit og svo kaffi hjá Guðnýju á sunnudag, vill svo heppilega til að það er á saman tíma og ManUtd/Chelsea leikur og Guðný er með enska boltann :o) sérvalið hjá henni svo Siggi nái leiknum :o) bara snilld.

Jæja... farin að sofa
kv
kr.e.

Thursday, September 20, 2007

hmmmm... ekkert blogg í gær og engar hugmyndir í dag.....

Kom heim í kvöld og sá þá mann uppi á þaki, var að tengja okkur við diskinn sem elskulegir nágrannar okkar eiga :o) hann er búinn að draga víra í réttar áttir og nú eigum við bara eftir að fá einhverja græju og þá erum við komin með Sky og að mér skilst um 160 stöðvar vúhú....
Svo keypti Siggi flakkara sem hægt er að tengja beint við sjónvarpið jeijei og svo sótti hann fulltfullt af myndum í vinnuna og Gray´s Anatomy þætti, reyndar seríu 3 en hann ætlar að redda seríum 1 og 2 fyrir mig líka :o)

Sem sagt.... get legið fyrir framan sjónvarpið næstu vikurnar hehehhe

verð hugmyndaríkari í næsta bloggi.... vonandi
kv
krizzza

Tuesday, September 18, 2007

úfffffff

Þorlákur þreytti..... hann vill alls ekki sofa í leikskólanum, finnst hann bara of stór fyrir svoleiðis hehehe en það þýðir að eftir kl 18 er hann bara allur ómögulegur og öfga þreyttur. Þau voru búin að borða kl 19 í kvöld... hann grét og grét fyrst og vildi ekki byrja að borða en svo gekk það vel... af því að hann fékk að hringja í Láka frænda, vildi reyndar fara út í bíl og í heimsókn til Láka frænda en það er víst ekki í boði í kvöld hehe aðeins of langt.
Svo hringdum við í Láka og Þorlákur varð voða glaður að heyra í nafna sínum :o) Ingibjörg vildi ekkert tala í símann.
Svo blaðraði ég aðeins við Láka (fyrst reyndar við Lillu) og varð svo að hætta þegar gráturinn byrjaði aftur hjá herra Þorláki... stóð yfir meðan ég kom honum í bælið úffff en hann sofnaði líka nánast samstundis.
Ingibjörg var aðeins lengur að sofna en samt sofnuð rúmlega kl 8 :o) ekkert smá frábærlega stillt börn... þegar þeim hentar hehehhe

Jæja... er að horfa á SuperStorm... Siggi í Njarðvík að hjálpa Svenna og Kristjönu við húsið....
Þorlákur sagði í kvöld að við þyrftum að fá bankara til að banka á nagla ef við ætlum að búa til hús handa okkur hehehe kannskikannski....

Farin í imbann, takk fyrir kommentin... þá nenni ég að blogga heheh
kv
Kristín

Monday, September 17, 2007

Frí í dag :o)

.... af því að ég var að vinna í gær og í nótt.... mætti reyndar kl 12 á hádegi, vann alveg slatta til kl 18 og svo bara gerðist ekkert fyrr en um kl 7:40 næsta morgun :o) ljómandi.
Þannig að ég gat sofið í friði (sofnaði um kl 1 og rumskaði 1x af því að mér fannst einhver vera að banka á gluggann... en steinsofnaði aftur þegar ég ákvað að mig hafi verið að dreyma hehe) og gat því notað daginn í dag í eitthvað annað en að sofa :o)

Í morgun voru fyrst rólegheit, smá þvottur og tiltekt og svo afslöppun fyrir framan imbann.
Svo hitti ég Möllu systur á American Style í hádeginu ;o) hún var í Hlöðunni að læra... dugleg :o) og svo fór ég í Kringluna og notaði rúmlega helminginn af gjafabréfunum sem við fengum í brúðkaupsgjöf í Duka :o) bara gaman að því.
Svo keypti ég efni í ostakörfu til að gefa konunum á bláu lind á Dal í kveðjugjöf frá Þorláki og Ingibjörgu... þau fluttu yfir á gulu í morgun (og við Siggi vorum auðvitað bæði á staðnum... fengu fylgd frá leikskólastjóranum á milli og líka frá Elsu af bláu yfir á gulu... svo frábær leikskóli).
Svo setti ég rúmlega 200 myndir inn á heimasíðu krílanna og sótti þau svo og fór til Þorgerðar.... Dagur Elís bauð mér í heimsókn "með börnin mín" hehehe honum finnst þau svo mikil smábörn, enda heilum 7 mánuðum yngri en hann hehehe

Svo bara kvöldmatur með þreyttu krílin sem sofnuðu frekar fljótt og meiri þvottur og meira sjónvarp og auðvitað smá krús á netinu :þ

Er að horfa á CSI:NY og svo nýjan þátt á RÚV á eftir... trúnaðarmannanámskeið í fyrramálið og svo bara vinna og heim og..... life goes on :þ

Takk fyrir öll commentin
kv
Kristín

Sunday, September 16, 2007

...við eigum svo undurvel saman við tvö...

Er að vinna og hugsa um Siggann minn og krílíusana mína :o)
Rosalega er ég rík :):)

Fer að sofa eftir smá stund... ef tækin fara að hlýða mér heheh

Saturday, September 15, 2007

heheheh

Þakka hlýðnum lesendum síðunnar fyrir commentin :o)

ennþá þreytt... en ekki eins þreytt :o)
vann í 22 tíma á fimmtudag og það verða ca 20 tímar á morgun en svo á ég enga vakt eftir það í 1 eða 2 vikur (vona að þær séu tvær hehe).... verð alveg ROSALEGA rík þegar ég fæ næst útborgað... reyni að hugsa bara um það á morgun.

Mamma og pabbi eru hér fyrir sunnan, komu í gær og fara á morgun.
Þau eru í brúðkaupsveislu Helgu Fjólu frænku minnar og Egils eiginmanns hennar í kvöld, hlakka til að heyra allt um það og óska þeim til hamingju með daginn :o)

Fór með ma og pa í Smáralindina í dag og keypti mér skó... svört flott leðurstígvél sem passa!!! Ekki að spauga með það... þau eru nr. 36 en pínkulítil númer þannig að þau smellpassa :o) verða gegt flott í vetur við buxur eða pils... svo keypti ég nýjan traktor með kerru handa Þorláki (sá sem við keyptum í Stokkhólmi allur að brotna í sundur) og svo fékk Ingibjörg prinsessu númer 5 (á fyrir Öskubusku, Karlottu, Viktoríu, litlu prinsessuna og þessi átti að heita Edda en Hildur Valdís lét hana skipta um skoðun og nú heitir prinsessa nr. 5 auðvitað Hildur hehe).
Svo kom allt liðið í kaffi hingað (þ.e. Malla og co, Þorg og co og auðvitað ma og pa) og það var auðvitað rosa fjör :o)... nóg til af kaffi hér ;þ

Jæja.... ætti að drattast í háttinn, fyrir vinnutörnina :S
kv
Kristín þreytta hehehe

Tuesday, September 11, 2007

Þreeeeeeyyyyyyyyyyyttttt

Hvað er hægt að vera endalaust þreyttur..... vinna í gær 9-17, afmæli 17:30-20 og svo saumó 20:30-23 og ég bara var of upptjúnuð eftir allt að ég sofnaði ekki fyrr en um kl 1 og svo var ég að vinna 10-21:30 í dag.....

Bara allt of gaman að hitta Írisi, Jónas og Tona og svo að hitta tvíburamömmurnar... gat ekki sleppt því þó ég væri þreytt hehehe

Sef bara seinna... ekki satt :þ

Takk fyrir öll kommentin.... vona að það verði önnur keiluferð í saumó fljótlega :o)

kv
Kristín
sem ætlar að leggja sig eftir vinnu á morgun :þ

Stóru börnin

Þau fara í fyrstu heimsóknina yfir á gulu lind á morgun... sem er deild fyrir "miðaldurinn" á Dal :o)
Græna og bláa lind eru fyrir minnstu börnin, svo fara þau á gulu lind og svo er rauða lind fyrir þau sem eru alveg að fara í skóla :o)

Við erum voða spennt... þau byrja í aðlögun innan skólans á morgun og flytja svo alveg yfir með okkur og fylgd frá gömlu deildinni á mánudag :o)

Spennó

kv
Kristín.... að fara að sofa :o)

ps... eigum núna 11 fiska.... tveir af fjórum minnstu fiskunum fundust dánir í dag, búið að narta smá í þá greyin... komnir út í sjó :S

Sunday, September 9, 2007

Flutt....

Alveg að fara að flytja hingað, á eftir að kópera færslurnar af gamla blogginu og skella hér inn.

Þreytt þreytt... en fékk að sofa í morgun af því að ég er svo vel gift :þ
Húsdýragarðurinn í gærmorgun, svo Dýraríkið (fleiri fiskar í búrið sem við keyptum fyrir viku, komin í 13 stk) og svo heim í smá rólegheit. Svo bauð Agga mér á kaffihús í Smáralindinni og það var alveg ljómandi gaman að komast í smá blaður, kakó og eplaköku :o) Takk fyrir það Agga. Svo dró ég hana í Söstrene Grenes þar sem við versluðum smá heheh ég keypti t.d. vatnskönnu sem ég ætla að nota í að skipta um vatn í fiskabúrinu... finnst svo ógeðslegt að nota okkur vatnskönnur í það heheh pjattrófa.
Svo fórum við fjölskyldan saman í Nettó og svo hnoðaði ég pizzabotn í nýju hrærivélinni (algjör snilld) og svo fengu Þorlákur og Ingibjörg að búa til sínar eigin pizzur sem við skelltum í ofninn og svo fengu þau að hjálpa okkur að setja á tvær pizzur til viðbótar :o) rosa fjör og þeim fannst þetta ekkert smá spennandi.

Svo voru bara rólegheit í gærkvöldi, hringdi í múttu í tæpan klukkutíma, hef ekki heyrt í henni síðan í afmæli Láka frænda í ágúst. Þau eru væntanleg næstu helgi, eru að fara í brúðkaup Helgu Fjólu frænku minnar og Egils. Spennandi :o)

Ætla að myndast við að baka eitthvað til að hafa með kaffinu í dag :o) hrærivélin komin með sinn stað uppi á eldhúsbekk og á að vera notuð reglulega hehehe
Siggi vann sér inn að fá að horfa á Formúluna alveg í friði heheheh og svo á að gera eitthvað skemmtilegt á eftir.... etv að kaupa afmælisgjöf handa Antoni Oddi vini okkar sem á afmæli á morgun :o)

kveð í bili
Krizzza bullukolla

Wednesday, August 29, 2007

Af gömlu síðunni


August 26
hmmmmmmmmmmmm
HæHæ......
Annars er lífið að skríða í réttar skorður, ég tók reyndar smá aukafrí í síðustu viku, miðvd. fimmtud. og föstud. og skellti mér í bústað til Láka frænda í Selvík, hann varð sjötugur á fimmtudag, 23. ágúst. Veislan var haldin helgina á undan, 18. ágúst í Þrastarlundi. Þá helgi gistum við í frábæra bústaðnum þeirra Didda og Sigynar... sem ýmist er kallaður Lúpínulundur eða Álftagerði hehehe
Afskaplega yndæl vika.
Í gær voru Kristján Örn og Einar Örn hér í pössun, Malla og Össi voru í brúðkaupi. Það gekk auðvitað ljómandi vel... þrátt fyrir að ég yfirgæfi pleisið um kl 19:30 til að skella mér á tískusýningu... Siggi var sem sagt einn að gefa 4 börnum að borða og koma þeim í rúmið, öll komin í rúmið um klukkutíma eftir að ég fór hehehe Snillingurinn minn :þ
Tískusýningin var geðveik.. nú langar mig þvílíkt í kjól eða peysu eftir hann Gumma litla frænda... sem er reyndar með listamannsnafnið MUNDI... þarf að kíkja í KronKron og sjá hvort ég hef efni á einhverju hehehhe
Jæja..... ætla að leggja mig aðeins og reyna að jafna mig eftir afmæli Róberts Elí, Ingó og Fjóla með geðveika veislu eins og vanalega jummí

August 06
Brúðkaupsdagurinn
Smá lýsing á deginum fyrir þá sem komust ekki og þá sem fengu ekki boðskort... sorry hefðum viljað hafa um 300 manns með okkur en það gekk víst ekki :S
Brúðkaupsdagurinn var æðislegur.... rosalega fínt veður, frábært í kirkjunni... börnin okkar sátu eins og styttur og hlustuðu á, voru hjá ömmum sínum :þ svo þegar búið var að gifta okkur og Palli Rós söng þriðja lagið þá slepptu ömmurnar þeim og fjölskyldan var sameinuð við altarið :o)
Páll Rósinkrans söng fyrst sálm sem heitir "Dag í senn" og svo lagið "Ást við fyrstu sýn" og svo "All I ask of you" úr Phantom of the Opera.
Svo fórum við með vini okkar sem er áhugaljósmyndari, hann tók fyrst nokkrar myndir af okkur fjölskyldunni inni í kirkjunni og svo úti í garði við kirkjuna. Svo fóru börnin með móðurbróður mínum og við fórum í Elliðaárdalinn og tókum myndir í garðinum við salinn... rosalega vel heppnaðar myndir. Svo fórum við aftur að kirkjunni að skila ljósmyndaranum, skoðuðum þar allar myndirnar og hann brenndi á disk sem við sýndum svo í veislunni.
Veislan var geðveik... ekkert smá góður matur og frábærir veislustjórar sem gerðu veisluna ekkert smá skemmtilega... meðal annars héldu þau uppboð til að ná upp í kostnað fyrir veislunni hehhe buðu upp fyrstu myndina af okkur, matarboð hjá okkur og aðgang að vefmyndavél í hótelherberginu heheh mamma mín keypti það heheh
Svo kom plötusnúður og við dönsuðum og dönsuðum, ég og Siggi vorum komin upp á hótel Nordica rétt fyrir kl 2, vorum þar með svítu og huggulegheit. Fórum í bað um nóttina með súkkulaðihúðuð jarðarber :o). Daginn eftir fengum við morgunmat upp á hótelherbergi og fórum svo í nudd og spa áður en við tékkuðum okkur út og fórum heim.
Hringdum svo í ættingjana sem komu og borðuðu afganga og fengu svo að fylgjast með okkur opna pakkana :o) Þorlákur, Ingibjörg og Dagur Elís frændi fengu að hjálpa okkur við pakkana. Svo var nýja kaffivélin sett í samband og Þorgerður systir kom með súkkulaðiköku og Malla systir kom með bolludeig sem hún bakaði fyrir okkur og við fengum okkur að borða :o) frábær dagur.
Svo í morgun vöknuðum við og pökkuðum niður fyrir Þorlák og Ingibjörgu... þau eru núna á leiðinni til Akureyrar með afa og ömmu. Í kvöld förum við hjónin til Keflavíkur og þaðan til Stokkhólms, komum aftur á föstudag og keyrum þá norður og sækjum börnin.. ætlum að fara í fyrsta skiptið á Fiskidaginn á Dalvík.
Svo tekur hversdagsleikinn við aftur, Siggi byrjar að vinna eftir viku og ég svo á þriðjudaginn eftir rúma viku.
Myndirnar sem Hreiðar vinur okkar tók eru að hlaðast inn á síðuna, þið getið kíkt á eftir (eftir ca 1 klst.... hef ekki forrit til að minnka myndirnar áður en ég set þær inn heheh)síðan er www.barnanet.is/tviburakrilin og sendið mér mail til að fá lykilorðið, vil ekki birta það hér... það eru allir velkomnir á síðuna nema barnaperrar og þess vegna er síðan læst :þ
Takk fyrir góðar hugsanir :o)

August 02
úffffffffffff
úfffffffffffffffffff
allir sendi mér góða strauma... ég er að drukkna úr hálsbólgu og hornös :( með hausverk og beinverki..... gat það ekki verið búið eða byrjað eftir ca 2 vikur.....
annars er allt að smella saman, redduðum pössun í gær og kokkum í dag :D:D:D
brúðkaup eftir 2 daga.... eða sem sagt eftir 46 tíma hefst athöfnin
góða skemmtun

July 09
frí.... eftir stuttan tíma :o)
Vakt í dag, 22 tíma törn úff (en það er kominn LazyBoy í hvíldarherbergið jeijei) sem þýðir frí á morgun.
Vinn svo hálfan miðvikudag eins og vanalega.
Tek svo gamalt svefnfrí (vegna næturvinnu um helgi) á fimmtudag og...
Byrja í sumarfríi á föstudag......
Sem sagt 1 og hálfur vinnudagur þessa vikuna (annar reyndar svolítið langur hehehe)
og svo kannski bara norður í byrjun frísins, sé til.... þarf víst að skipuleggja brúðkaup.
Fólk farið að melda sig í brúðkaupið og ég er búin að fara í TékkKristal og Duka og skrá gjafalista þar.
Annars heldur Malla systir voða vel utan um allt sem tengist gjöfum, malmfridur@yahoo.com

June 29
Boðskort
1 mánuður og 1 vika í brúðkaup....
og boðskortin fóru í póst í gær, loksins :o) og tókust alveg frábærlega vel. Þórdís frænka sá um prentunina hjá Gutenberg, það er gott að eiga góða að :o)
TBF útilega síðustu helgi á Kirkjubæjarklaustri, gistum reyndar hjá Berglindi systur Sigga í Landeyjunum af því að það var svo hrikalega hvasst... en sáum brúðubílinn og fengum kökur í 15 ára afmæli TBF og fórum í sund í Vík.
Á mánudag fórum við eftir vinnu og sáum Nico Rosberg keyra formúlu1 bíl á planinu við Smáralind, krílin smá hrædd en aðallega Þorlákur hehee Ingibjörg hló og skríkti yfir hávaðanum. Spennandi lífsreynsla :o)
Matur hjá Möllu í gær... frábært að vanda. Krílin öll 4 í bað í einu, aðeins of troðið en samt gaman hehehe
Í dag eftir vinnu, sund :o) Siggi var búinn að taka allt til í töskur þegar ég kom heim úr vinnunni.... frábært enda 19 stiga hiti :þ
2 vikur í frí!!!!!!!!!!!!!

June 09
Það eru sem sagt 1 mánuður, 3 vikur og 5 dagar í brúðkaupsdaginn....
Nú er ég búin að velja kjól
Erum að vinna í boðskortum, gestalistinn tilbúinn
Búin að tala við tónlistarmann, er í skoðun
Verið að vinna í matseðli, eftir að tala við kokkinn sem mig langar að fá á grillið
Allt á fullu :o) en bara gaman.... verð að hringja í prestinn eftir helgi, átti að tala við hana í lok maí en svo kom bara allt í einu júní.
Fórum á rúntinn í dag, kíktum við hjá Þórdísi í bústað Didda og Sigynar við Álftavatn og fórum svo til Ingunnar, Gísla og litlu rúsínu á Selfoss (Hallgrímur fyrir norðan). Flott parhúsið þeirra... mig langar í svoleiðis heheh kemur síðar.
Siggi búinn að skipta um banka, sem þýðir að ég fékk Platinum-Vísakort... bara gaman að því og frábært að fá aðgang að Saga Lounge í Keflavík og sambærileg herbergi á 350 flugvöllum um allan heim.... en erum bara ekki alveg að ferðast á næstunni, en maður svo sem veit aldrei : )
Farin að sofa... alltaf þreytt þessa dagana

May 13
Væmnisjúkasta færslan til þessa....
HæHæ....
Í gær var afmæli Dals (leikskólinn sem krílin eru á) og ég fékk að fara úr vinnunni (þrátt fyrir að það væri brjálað að gera) til að fylgjast með.
Börnin voru búin að fara í skrúðgöngu í Spar-verslun (árlegur við burður) og opna þar listaverkasýningu og svo til baka aftur og þegar ég og Siggi komum þá var grillveisla á leikskólalóðinni. Svo var sungið úti, hver deild saman og svo fóru litlu deildirnar tvær inn og héldu danssýningu fyrir foreldrana.
Rosalega var það yndisleg tilfinning... litlu börnin mín sem tók 5,5 ár að búa til, allt í einu orðin 3 ára og farin að taka þátt í danssýningu :o) ég var verri en á jarðarför... gat sko ekki haldið á myndavélinni og tekið upp, Siggi varð að redda því af því að annars fór ég að hágráta!!!
Ótrúleg kraftaverk og þvílík ánægja og þvílík gleði og þvílík hamingja og svo mikil ást :):) hefði ekki getað ímyndað mér að lífið gæti verið svona yndislegt....
Kannski spilaði svolítið inn í að ég er búin að vinna nánast allan sólarhringinn síðustu rúmlega vikuna og gæti sofnað standandi... og er að fara að vinna í kvöld kl 00 til 8 í fyrramálið....
Það sem börn eru dásamleg, sérstaklega manns eigin!!!

April 29
Klikkað að gera
Jæja.... þá er sko klikkað að gera.... brúðkaupsundirbúningurinn þarf að bíða í 2-3 vikur í viðbót, því miður. Það er víst ekki hægt að gera allt í einu.
Næstu helgi verða krílíusarnir 3 ára... ótrúlegt hvað tíminn líður ógurlega hratt. Það verður auðvitað veisla á afmælisdaginn, finnst ekki hægt að halda þetta annan dag þegar þau eiga afmæli á laugardegi :)
Eini gallinn er að þessa sömu helgi er Blóðbankinn að flytja, þar sem ég er með ábyrgð þar þá slepp ég ekki við að flytja. Og það er ekkert smá mál að flytja fyrirtæki sem er með starfsemi allan sólarhringinn!!! og þar með mjög viðkvæmur lager, kælivörur og frystivörur..... og hrikalega þung tæki og fleira. Ég er búin að vera á fullu að pakka undanfarið, rosalega gaman reyndar en bitnar aðeins á skvísunum mínum 4 sem ég er að þjálfa.... já 4 nýir starfsmenn byrjaðir síðan í janúar og þjálfunin fyrir vaktir tekur um 3-4 mánuði!!! og svo byrjar ein ný í lok maí og svo 2 sumarafleysingar í maí líka!!! Nóg að gera.
Og eins og þetta sé ekki nóg þá er Blóðbankinn að uppfæra tölvukerfið sitt næstu helgi, sem þýðir að tekið verður backup af kerfinu á föstudagskvöldi og nýja kerfið kemur upp á sunnudegi.... allt sem fer inn í kerfið þar á milli þarf að handslá aftur inn í nýja kerfið á sunnudeginum.... og breyta vinnuleiðbeiningum og kenna öllum á nýjungarnar í framhaldinu.
Og eins og þetta sé ekki nóg þá er Blóðbankinn að taka yfir starfsemi Blóðbankans á Akureyri á sama tíma, þau fá tölvukerfi í fyrsta skiptið Eurovision/kosninga-helgina og ég á að fara norður í tengslum við það og kenna starfsfólkinu þar á tölvukerfið!!!!
Og þegar öllu þessu er lokið ætla ég að fara í það að finna brúðarkjól, ákveða tónlist í kirkju og veislu og eitthvað fleira fyrir brúðkaupið... þetta gerist allt :o)
En allavegana afmæli næstu helgi... 38 boðsgestir og vegna flutninganna næ ég ekki að halda 2 afmælisveislur eins og ég ákvað í fyrra og þar sem við erum ekki flutt (og ekki að skoða einu sinni þessa dagana) þá hef ég ekki pláss fyrir alla sem ég vil bjóða, vona að enginn verði mikið sár :S
Jæja... þarf að hjálpa Sigga að koma gormunum í bælin.....

March 09
Brullaup....
HæHæ..... kannski verður þetta bara brúðkaupssíða????????? hver veit....
Allavegana er ég að fara að gifta mig í sumar og Siggi er að fara að kvænast spúsu sinni í sumar, vill svo vel til að þetta á að gerast sama daginn hehehehe
4. ágúst er dagurinn, Hjallakirkja er staðurinn, Íris er presturinn og svo er elskustustustustu Ingunn litla mágkona búin að redda okkur sal, í húsi sem ég hef aldrei séð en langaði voða mikið að fá fyrir veisluna okkar :o)
Salurinn er í Elliðaárdal, Orkuveitan á þetta víst.....
Boðskort fara ekki af stað strax, gestalistinn samt eiginlega alveg til.....
Eftir að ákveða mat, finna ljósmyndara, velja kjól, velja föt á SEG, velja vín, finna söngvara.... redda pössun fyrir börnin um nóttina lol
Sem sagt ýmislegt eftir en komin með aðalatriðin 3- kirkja, prestur, salur.... þetta þrennt gerir veislu og hitt verður svo bara að ráðast :o)

January 15
vika til stefnu...
HæHæ.... vika í Bahamas :o)... ekkert smá spennandi og ég hlakka GEÐVEIKT til
Lenti reyndar í smá atviki í vinnunni í dag, vinn með herra HÁLFVITA!!! sem tapaði sér í dag yfir engu.... eða engu þannig. Hann hefði alveg mátt tala við mig en hellti sér yfir mig og "vissi sko alveg hvernig mann ég hefði að geyma". Ég ætlaði að harka af mér en endaði bara á því að fara heim, lét yfirmanninn vita og ætla ekki að sætta mig við það einu sinni enn að þessi helv... hálfviti geti hellt sér yfir mann og bara komist upp með það. Svo er hann bara smeðjulegur við mann í nokkra daga á eftir. Ég ætla að ræða við yfirmenn mína á morgun og svo ætla ég að biðja um fund þar sem rætt verður við herra hálfvita.... það á nefnilega alltaf að ræða við hann þegar svona kemur upp á en ég hef grun um að það sé aldrei gert, hann er nefnilega svo viðkvæmur!!!!
Þetta er sem sagt ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist og ekki í það síðasta... og hann tekur ekki bara mig fyrir heldur bara þá sem honum finnst vera fyrir sér....
En ég ætla að njóta dagsins í dag, sæki börnin eftir smá stund og svo er Heroes í kvöld og CSI og bara vika í BAHAMAS!!!!

December 15
Lasin.....
Já.... ég er lasin heima, með helv... magapest. Byrjaði á miðvikudag, rétt áður en ég átti að vera mætt í andlitsbað og litun/plokkun á snyrtistofu hjá henni Svövu vinkonu :( frekar fúlt.....
Var heima í gær og að vonast til að geta unnið í dag en byrjaði aftur í gærkvöldi, sofnaði um kl 1.
Vona að þetta gangi yfir sem fyrst, á eftir að klára smá jólagjafir og kaupa umslög fyrir jólakortin og skrifa utaná.... búin að hanna kortin í ár sem verða prentuð út í heild sinni... ÉG hannaði þau í microsoft publisher og er ákaflega stolt af sjálfri mér enda hafði ég aldrei opnað það áður.... Ingó vinur okkar Sigga ætlaði að gera þetta fyrir okkur, sýndi mér smá hugmyndir í publisher og svo fór ég bara heim og gerði þetta sjálf!!! Hann var reyndar búinn að redda myndinni sem er í kortinu í ár, ég kann nefnilega ekkert á photoshop... læri það seinna, það er ekki eins einfalt og publisher.
Jæja.... þarf í sturtu, kallinn fastur á kynningu í vinnunni allavegana til kl 18... sennilega lengur :(
Krílin fá sennilega að horfa á Madagascar einu sinni enn þessa vikuna...

December 04
fréttir
Jæja.... þá eru alveg að koma jól jeijeijei
ég fór á jólahlaðborð um helgina með eigendum og starfsfólk fyrirtækisins sem kallinn minn á hlut í, í forsetaherberginu á Lækjarbrekku. Rosalega góður matur, auðvitað. Og sá mann borða hálfa skál af súkkulaðimús, ég hélt ég myndi springa úr hlátri, á miðri Lækjarbrekku, þegar maðurinn fékk sér úr hálfri skálinni á diskinn sinn.... heilt fjall af súkkulaðimús heheheh
Margrét og Svava vinkonur Hildar frænku voru að passa, hún var nefnilega að vinna í Elkó allan daginn og svo að taka við pizza-pöntunum um kvöldið.... rosalega bissí alltaf.
Á laugardeginum vorum við aðeins að henda, fórum í gegnum gamalt drasl og hentum, slatti í ruslið, slatti í endurvinnslu og svo smá slatti í poka fyrir næstu tombólusafnara... vonandi birtast safnarar sem fyrst!!!
Fórum í göngutúr út í búð eftir hádegi á sunnudag (þegar við gömlu vorum bæði búin að fá að sofa aðeins meira) og keyptum efni í pönnukökur, vöktu mikla lukku hjá litlu ljósunum.
Svo keypti ég efni í aðventukrans í gær, krans með greni (tilbúinn) og grænar jólakúlur sem ég hengdi á. Svo átti ég stand fyrir teljós á aðventukrans síðan í fyrra, skellti honum á.
Krílin skildu ekkert í því af hverju ég kveikti bara á einu kerti hehehhe
Jæja... ætla að hætta að stelast og halda áfram að vinna

November 04
Orðin gamlari....
Já... þá er maður víst orðinn árinu eldri, það kemur víst að því 1x á ári.

Fékk 1 pakka í gær, gjafakort á snyrtistofu frá systrum mínum og snyrtiprufur í snyrtiveski með.
Sigginn minn ætlaði í búð í gær að kaupa afmælisgjöfina mína en ég vildi frekar fá hann og krílin heim, hann fór nebblega beint til tengdó eftir vinnu að hjálpa henni með tölvuna. Hann ætlar að versla á eftir í staðinn, búinn að ákveða sig og allt en ég vildi samt ekki að hann blaðraði því í mig.
Fórum í gærkvöldi út að borða, Þorgerður systir og Helga Margrét komu hingað um kl 8 og sáu um pössun. Hildur Valdís ofurbarnapían okkar var upptekin, það er svona að vera 15 ára :o)
Við fórum á Friday´s, vorum að spá í eitthvað fínna en Friday´s er bara staðurinn okkar. Fengum fínan mat, auðvitað, og vorum komin heim um kl 10, horfðum þá bara á Law and Order CI (með vini okkar Edgarsuit.... kannast einhver við hann??) og fórum svo bara að sofa. Ég ætlaði í voða fínt baðbombu-bað en við vorum bara orðin þreytt eftir vikuna.
Á miðvikudag var ég með saumaklúbb, klikkaði bara aðeins á að auglýsa hann nógu vel þannig að það endaði á að það komu bara tvær, en það var bara ok, við gátum alveg borðað og spjallað :o) fór svo bara með restar í vinnuna daginn eftir.
Á fimmtudag komu Íris, Jónas og Toni í mat, hef ekki hitt þau síðan í vor!!! Kominn tími til :o) það var auðvitað mjög gaman, átum heilgrillað læri með meðlæti :o)
Jæja... farin að gefa krílunum skyr eða jógúrt og svo fara þau að lúra... og svo fæ ég pakka!!!

October 15
Endalaus afmæli
Krílin eru alveg hætt að skilja neitt í neinu... fórum í afmælisveislu 9. okt (Dagur Elís), 13. okt (pabbinn og afinn), 14. okt (Jón Heiðar) og svo í dag 15. okt (Hildur Valdís)......
Svona er að eiga tvær fjölskyldur með sama fengitíma hehehhee
Annars finnst okkur þetta bara rosalega gaman, þessi afmæli hafa öll verið rosalega mismunandi.... fyrsta og síðasta í Funalindinni, 13. okt í Hafnarfirði (piparsteik... jummí) og svo afmæli í Húsdýragarðinum, Solla stirða kom og dansaði smá og svo fóru þau í lestina og hringekjuna og kíktu svo aðeins á dýrin....
Frábær helgi allavegana og nú ætla ég að horfa á CSI:NY og fara svo að sofa
Tæpur mánuður í kvennaferðina til Köben jeijei

September 10
Þreytt eftir helgina
Jáhá... þreytt eftir helgina... ekki spurning, of ódugleg að sofa og of mikið ein með krílin hehehe...
Siggi var sem sagt fyrir norðan um helgina, ég hitti hann á föstudagsmorgun og fór svo til Möllu systur að sækja þau eftir vinnu, þá voru þeir Siggi, Össi, Einar Örn og Snæsi lagðir af stað norður.
Plataði Möllu í heimsókn, átti grísagúllas sem dugði fyrir okkur 5 í matinn... og svo narraði ég hana í að gista svo við systur sætum ekki einar heima á sínu hvoru heimilinu um kvöldið.
Nema hvað, þegar ég var að hreinsa munninn á Þorláki eftir matinn fannst mér hann ansi heitur, mældi hann og hann var með 38,7 stiga hita :( Malla var hvort eð er búin að vera með okkur allan daginn þannig að hún og Kristján Örn voru ekkert að breyta planinu. ÞS fékk stíl í bossann, ÞS og IS skellt upp í rúm og svo sofnaði KÖ í vagninum í forstofunni!!! Færðum hann svo inn í eldhús þegar við fórum að sofa.
Malla var svo hjá mér fram að hádegi, fór þá heim með guttann í lúrinn sinn, krílin mín inn í ból að lúra og ég í stofusófann að horfa á vikuskammt af Dr. Phil :o)
Ég var svo bara inni alla helgina, Malla kom aftur í kvöldmat, KFC veisla hehehe og ég fékk að skella mér í búðina og fylla á mjólkurbirgðirnar (rosalegir mjólkursvelgir á þessu heimili!!!)
Í dag var ég svo bara ein með krílin, þau sváfu voða vel í dag (þegar ÞS loksins sofnaði) og við fengum okkur makkarónumjólk í kvöldmatinn (einn af uppáhalds veisluréttum krílanna!!!).
Siggi kom svo þegar þau voru búin að vera í um 20-30 mín í bólunum :/ ég bara gat ekki haldið þeim lengur.
Þorlákur búinn að vera með smá hitavellu alla helgina, reyndar hitalaus í morgun en slappur.... annað hvort er þetta pestin sem er búin að ganga á leikskólanum (hiti og drulla, hann með bæði en hún bara með drulluna... verri drullu en hann!!) eða þá að þetta tengist tanntökunni, hann er að fá 3 stk augntennur (svolítið seinn með tennurnar eins og foreldrarnir, samt kominn með 4 jaxla en bara 1 augntönn!!).
Jæja... farin að sofa.... veitir ekki af fyrst það þarf að kjósa Magna í síðasta skiptið í þessari viku en ekki í síðustu viku.

September 08
spaces.live
Vinna.... ekki eins úldin og í síðustu viku.... samt smá tilgerð í yfirlækninum áðan en fór bara annað!!! það borgar sig :o)
Kallinn norður um helgina, ein með krílin og ömurlegt veður :( bögga bara einhverja með heimsóknum fyrst ég nenni ekki út með krílin (reikna ekki með að ég skelli mér á róló í rigningunni... þarf að aðlagast haustinu betur fyrst)
Endalausir saumó þessa dagana... rosa gaman en svolítið þreytt í vinnunni í staðinn... kannski er vinnan minna úldin út af þessu??? maður bara spyr sig

September 05
bullumsull
Einn daginn er ég að úldna í vinnunni og svo er bara ljómandi fínt þann næsta!!! Hvernig er þetta hægt???
Annars er ég með hálsbólgu(smá) hornös(helling) hausverk(smá) svima(smá) óglatt(slatta) eyrnaverki(hellings...endalausar hellur) og svolítið þreytt í bakinu og mjöðminni eftir útreiðina í sjúkraþjálfuninni í morgun.....
Vona að lækningamennirnir fari að fatta hvernig á að gera við mig!!!
Annars gengur allt vel, krílin alveg í skýjunum í nýja frábæra leikskólanum, vilja ekki fara þegar þau eru heima, kvarta smá og væla smá en þegar þau eru mætt á staðinn er allt frábært, rosa skemmtilegt dót og nóg um að vera :o) allt eins og það á að vera í þeim málunum....
Fyrsta vikan þar sem ég vinn á miðvikudegi :( hvað var ég að pæla???? kemur í ljós...... annars breyti ég bara aftur
bleblebleblebleble

August 27
vinnan....
Hversu vanmetinn er maður í vinnunni þegar yfirlæknirinn býður mig velkomna aftur heilum mánuði eftir að ég kom aftur úr sumarfríi????

Maður bara spyr sig....

April 19
Ferðadagurinn mikli
Jæja.... var að spá í að skella mér á mömmumorgun í Lindarkirkju-sumarbústaðnum en Þorgerður systir var heima með sinn gaur lasinn þannig að ég nennti ekki!!! Í staðinn fyrir að þrífa heima ákvað ég að skella mér út í sólina. Fór í strætó, fyrst leið 18 og svo leið 140 og rölti frá stoppustöð og í Blóðbankann. Kíkti inn í smá stund og hitti svo Möllu systur og dró hana með mér í göngutúr (var búin að hringja í hana heima). Löbbuðum niður Skólavörðustíg, kíktum í fullt af flottum búðargluggum.... aðeins önnur stemning þarna í 101 en í Smáralindinni hehehe. Skelltum okkur svo á pylsu hjá Bæjarins Bestu, samt ekki eins góðar og á Skalla, vantar alveg koggann!!! Malla dró mig svo á hið háa Alþingi, langaði að kíkja á fyrrum vinnufélaga. Sá þar fullt af frægu fólki, t.d. Steingrím Joð og Gunnar Birgisson, manninn með kálfinn í maganum sem er alveg að verða bæjarstjórinn okkar..... hvernig verður það eiginlega úffúffúff. Svo var bara komið að því að rölta til baka enda stutt í að Malla þyrfti að sækja guttann á leikskólann. Töltum upp Laugaveginn og sáum aðeins fleiri búðir auðvitað. Skelltum okkur í eina búð, í Liverpool að kaupa sumargjafir handa ormagormunum okkar. Ég keypti tvo vörubíla, gulir og rauðir með bláum palli, bara til einn litur fúlt..... Skilaði Möllu í bílinn við Blóðbankann og rölti sjálf til að sækja mæðraskrána mína, var búin að panta ljósrit í febrúar!!! Gaman að fá smá upprifjun á því hvernig fæðingin gekk fyrir sig.... og allar ferðirnar inn á meðgöngudeild þar á undan. Fór svo aftur í Blóðbankann og vakti krílin um kl 15:45 enda búin að sofa í nærri því 4 tíma. Guðný frænka átti að vera að vinna til kl 16 og fór svo í barnapíustarf!!! Gaf ormagormunum af nestinu sem ég tók með, 3 brauðsneiðar með osti, epla-trópí og svo ein Gerber krukka í eftirrétt (eftir 3 Gerber-lausa daga!!!). Svo skellti ég ormunum í kerruna aftur og Guðný labbaði með okkur á Hlemm þar sem við tókum strætó til baka. Tókum svo leið 18 og komum heim um 6 tímum eftir að við lögðum af stað.
Góður dagur.... sól og fínt, ætli sumarið sé mætt á staðinn??? Á morgun er svo planið að skella sér í Fossvoginn að hitta litlu Ástralíuprinsessuna og fleiri Blóðbankabörn... fáum að hitta 4 börn fædd 2004 sem við höfum aldrei hitt áður (frekar fúlt að hafa ekki hitt þau sem búa í Reykjavík ennþá... en ekki hægt að laga það héðan af)....

April 17
Gullbrúðkaup
Jæja.... þá var mín að koma úr gullbrúðkaups-veislu, eða hvað það er nú kallað. Systir mömmu búin að vera gift sínum í 50 ár, ótrúlega langur tími. Krílin mín voru bara sofandi heima á meðan og pabbinn að læra, pjakkus er ennþá með smá hita en allur að koma til. Svo eru fyrstu tennurnar væntanlegar "any day now"....

April 16
Fjarðarkaup
Fór í Fjarðarkaup áðan með Þorg og það var bara svo ljómandi gaman. Fór til að kaupa sokkabuxur á ormagormana og endaði með smá meira líka auðvitað, þ.m.t. nýjan skyrdrykk "smoothie" frá KEA auðvitað. Ætlaði að kaupa einn af hverri tegund (3 tegundir) en svo var hægt að smakka og við systur hættum snarlega við að kaupa swiss mocca... frekar ógó. En epli/perur/piparmynta er alveg að meika það og svo er smá tilbreyting í að fá jarðarber/sítróna en ekki alltaf bara jarðarberjabragð.
.... þetta er aldeilis spennandi lesning eða hvað???


Mynd fyrir síðuna