Sunday, December 30, 2007

Jólauppgjör :þ

Jæja... þá er að sjá hvað tölvan endist lengi, sennilega er vinnsluminnið í henni alveg að gefa sig, fáum reglulega bláan skjá og allt dettur út... frekar pirrandi og þar af leiðandi höfum við lítið kveikt á þessari tölvu síðan fyrir jól. Blogspot er hinsvegar svo fín síðan að hún vistar sjálfkrafa Draft af öllu sem ég geri þannig að ég ætla að reyna að blogga... sé til hvenær það kemst inn á síðuna hehehe

En allavegana, smá um jólin :o) Jólin eru alltaf æðislegur tími, það er bara svoleiðis... og það kemur að því eitthvert árið að við eigum eðlileg jól :þ þessi árin erum við að læra það að jólin koma alltaf sama á hverju gengur!!!
Þetta árið byrjaði ég að kvöldi 22. des... lasin :( svaf nánast ekkert alla nóttina, var bara á flakki úr rúminu á klósettið í rúmið á klósettið.... og endaði svo á að æla og æla um morguninn og fór svo í vinnuna!!! Það er eiginlega ekki hægt að redda öðrum í vinnuna klukkan 7 á sunnudagsmorgni, daginn fyrir jól!!! Ég bara vann og hljóp á klóið inn á milli, brjálað að gera því miður en þetta gekk. Aðalvaktin mín mætti kl 10 og ég var svo komin heim fyrir kl 12, upp í rúm og lá þar restina af deginum með beinverki, liðverki, hausverk, hita og almenna vanlíðan. Missti af skötunni hjá tengdapabba :( en Siggi fór með börnin, pabba, mömmu og Möllu í skötuveislu (börnin borðuðu bara saltfisk hehehe).
Svo á aðfangadag var ég nú aðeins hressari, mamma og pabbi komu (af því að Siggi þurfti að vinna) og mamma hjálpaði mér að taka aðeins til og hún bjó líka til tvær gerðir af ís til að hafa í eftirmat á jóladag. Svo kom Siggi heim upp úr kl 12 og var þá orðinn ansi slappur, lá inni í rúmi og leið illa, slapp reyndar við að æla.
Mamma fór í hádegismat til Þorgerðar og svo ákváðum við Siggi bara að taka því rólega þessi jólin... því betur var enginn væntanlegur í mat af því að jólasteikin var bara geymd, við Siggi borðuðum ristað brauð með graflaxi og sósu en börnin vildu ekki graflax og borðuðu bara ristað brauð með mysuosti :o) ekki spennandi jólasteik en það var ótrúlega jólalegt hjá okkur engu að síður.
Við skelltum okkur öll í spariföt, ætluðum fyrst bara að hafa börnin í sparifötum en svo bara drifum við okkur í bingógallana líka :þ Svo vorum við með dúk á borðinu og notuðum sparidiska, spariglös og sparihnifapör og höfðum svo kveikt á jólamessunni í útvarpinu. Yndisleg stund og ekkert stress. Svo bara höfðum við ekki orku í frágang, frestað fram á næsta dag hehe og fórum bara beint í að opna pakkana, fyrir kl 7!! og af því að við vorum svona snemma í þessu öllu þá voru börnin auðvitað stillt og prúð, allt gekk ljómandi vel fyrir sig og bara einn pakki opnaður í einu og ekkert grátið!!! Enda eru þau þriggjaoghálfs og alveg að verða fullorðin :o) Það var svo gaman að sjá þau opna pakkana að við gleymdum bara að barma okkur og vera lasin :þ fullkomlega frábær jól í rólegheitum.
TAKKTAKK fyrir alla pakkana og öll jólakortin (sem voru opnuð fyrir kvöldmat... til að hugsa um eitthvað annað en lasleikann hehehe).
Svo bara fóru börnin að sofa í náttfötunum frá Kertasníki og við Siggi vorum sofnuð fljótlega á eftir þeim :o)
Gleymdi einu... gerðum DAUÐALEIT að myndavélinni okkar á aðfangadag... leituðum út um allt m.a. í dótinu hjá börnunum og í óhreina tauinu og hún bara fannst ekki, en til að redda málunum þá lánaði elsku Hildur Valdís okkur myndavélina sína :D takk fyrir það elsku frænka.
Gleymdi líka að segja að í hádeginu á aðfangadag borðuðum við möndlugraut sem elskuleg systir mín hún Þorgerður bjó til kvöldinu áður :o) þar sem ég átti eftir að kaupa möndlugjöf þá höfðum við bara tvær möndlur og börnin fengu saman DVD disk með Doddaþáttum sem þau áttu að fá til að stytta sér stundir á aðfangadag.

Jæja... þá er komið að jóladag. Vorum aðeins brattari, fórum eftir hádegi með börnin út á sleða (já... við fengum LOKSINS hvít jól) og enduðum á að labba til Þorgerðar sem á afmæli á jóladag eins og Jesúbarnið og fengum þar kakó og kökur. Svo fórum við heim að elda... systur mínar, foreldrar mínir og börn komu í jóladags-hangikjöt til okkar að kvöldi jóladags. Ekki flókin eldamennska, við suðum kjöt og kartöflur, Malla flysjaði kartöflurnar og mamma gerði jafninginn. Svo var ísinn sem mamma gerði á aðfangadag étinn upp til agna. Mikill hávaði en yndisleg stund engu að síður :o) og góður matur... þó við hjónin höfum verið listarlaus ehehhehe

Á annan dag jóla voru bara rólegheit hjá okkur. Helstu tíðindin eru að við elduðum loksins jólasteikina, hreindýralund og flotta villibráðarsósu með, waldorfsalat og eitthvað fleira. Aftur var dreginn fram dúkur og sparistell og allt og var allt ljómandi fínt hjá okkur og gott hreindýrið :þ

Svo bara var vinnan aftur, fámennt á leikskólanum en þeim fannst æðislegt að fara þangað, voru báða dagana á elstu deildinni :þ rosa montin... og þar sem það voru fá börn þá var auðvitað dekrað við þau :o).
Fórum á jólaball Siglfirðingafélagsins eftir vinnu 27. des og hittum þar fullt af ættingjum, systur pabba og þeirra afkomendur (ekki allir en margir samt!!!). Rosa gaman og Þorlákur var hæstánægður með að hitta Hurðaskelli sem er "góður jólasveinn af því að hann gaf mér sjóræningjaskip" hheehehe

Í gær voru bara rólegheit hjá okkur, Íris, Jónas og Anton Oddur kíktu við í vöfflukaffi í gær (þau gáfust upp á að finna bílastæði við Smáralind og komu bara til okkar í staðinn) og í gærkvöldi var jólamatur hjá tengdaforeldrum mínum, Berglind mætti með alla sína stórfjölskyldu og Ingunn og Gísli mættu með sín börn :o) frábær matur (matarlystin er alveg að koma aftur!!!) fengum tvær gerðir af lambalæri, graflax í forrétt og ís og frómas í eftirmat. Vorum ekki komin heim fyrr en um hálf ellefu og þar af leiðandi fengu allir að sofa lengi í morgun, börnin vöknuðu ekki fyrr en um hálf tíu

Svo bara erum við í rólegheitunum í dag... fór með smá pakka til litla frænda míns, Óðins Nikulásar. Erin frænka mín var ólétt af honum þegar við vorum í heimsókn hjá þeim í febrúar, á leiðinni heim frá Bahamas. Vonandi náum við að hitta þau aðeins áður en þau fara heim aftur til New York en ég vildi drífa mig með pakkann og jólakortin til þeirra, ætlaði að keyra það út á Þorláksmessu en það gekk ekki hehehe

Í kvöld ætlaði ég að hafa fisk í matinn, bara til smokkfiskur og saltfiskur í nettó hehehe þannig að það verður bara pylsuréttur. Svo fer ég að vinna á morgun, mætt kl 10 og er á bakvakt... vonandi slepp ég heim um kl 16-17... og ef allir verða stilltir þá ætti ég ekki að þurfa að vinna meira, verð samt á bakvakt til kl 8 á nýársdagsmorgun.
Á gamlárskvöld verðum við í mat hjá Möllu og Össa og þau koma svo til okkar á Nýársdagskvöld. Mamma og pabbi fóru norður að morgni 28. des og Þorgerður og fjölsk. keyrðu norður í gær.

Vona að þið hafið náð að lesa í gegnum allt og vona að almættið sé búið að átta sig á því að við vitum alveg að það koma alltaf jól sama hvernig ástandið er!!! Sjáum til hvernig næstu jól verða hehehe

Gleðileg jól allir sem lesa þetta og eigið yndislegt næsta ár
kv
Kristín E.

ps... fengum bréf frá Gunnari Birgissyni á aðfangadag... fengum lóð :þ Kollaþing 4. Þar ætlum við að reisa æðislegt hús :þ þar sem við komum öllu draslinu okkar fyrir hehehe. Stefnum á að eyða jólunum 2009 í nýja húsinu, fáum lóðina afhenta ca í desember 2008

Friday, December 21, 2007

Jólagógó

Of þreytt til að blogga......... en alveg til í að auglýsa Gogogic :o) fyrirtækið hans Sigga míns (og nokkurra annarra líka reyndar :þ)

Jólaleikur: http://www.gogogic.com/jolagogo2007/
Flugmiðar í verðlaun... reyndar með Iceland Express en so.......

kv
Krizzza
að fara að spila... þó ég geti ekki unnið vegna tengsla við fyrirtækið :S

Friday, December 14, 2007

Helgarfrí :þ

komin í helgarfrí.... ætla að hætta að vera stressuð fyrir jólin og ætla í staðinn að njóta jólanna....

í fyrramálið byrja ég á klippingu, ætlaði svo á jólaball í Sigga-vinnu eftir hádegi en það er víst klukkan 11 þannig að ég missi af því :S smá klúður

í kvöld ætla ég að hafa það huggulegt... Survivor á eftir...

klára jólagjafir á morgun eða sunnudag, 5 eftir og svo ætla ég að kaupa smátterí sem ofurkrílin geta gefið hvort öðru :þ

jólakortin tilbúin... nennti samt ekki með restina í póst í dag, hrikalegt rok í dag þannig að mig langaði bara beint heim

yndislegasti maðurinn ever fór svo í Nettó og keypti kjúkling fyrir okkur í kvöldmatinn, eldaði svo og gekk frá öllu, algjör dúlla... er að reyna að ná þreytunni úr mér hehehe

jæja... farin að horfa á smá Friends áður en Survivor byrjar

kv
krizzza

Wednesday, December 12, 2007

................................

Þreytt.. þreytt..

var að vinna í 19 tíma á sunnudag og er ennþá þreytt... en í gær var jólasaumó :þ rosalega gaman auðvitað, á morgun er jólamatur í boði Fastus fyrir nokkra úr minni vinnu :o) og á föstudag er jólamatur í vinnunni!!

Pakkaleikur í gær í saumó, fékk jólasveina kökudisk frá Þórdísi frænku - takktakk - og á föstudag er pakkaleikur í vinnunni minni, pakkinn tilbúinn uppi á fiskabúri

Dagur Elís er í heimsókn :þ stal honum í leikskólanum

Farin að skrifa á nokkur jólakort í viðbót

kv
Krizzza

Thursday, December 6, 2007

Jólasnór :o):o):o):o):o):o):o):o):o):o):o):o)

jeijei það er geðveikur jólasnjór úti... er að vinna í uþb 38 mínútur í viðbót og svo verður spænt heim, Siggi ætlar að taka gormana heim í snjógöllum þannig að ég er að fara út á sleða um leið og ég kem heim :D geðveikt

elska snjó.... hann er það sem ég sakna næstmest frá Akureyri, sakna auðvitað fjölskyldunnar lang mest en snjórinn er í öðru sæti

kv
Kristín snjó-lover hehehe

Tuesday, December 4, 2007

Vinnnnnaaaaan

Er að vinna... og ekki að nenna því... búin að vera ein frá kl 19 og lítið að gera en samt þarf ég að hanga hér :S
Er alveg að fara í að vera dugleg og sauma hehehe kom með saumana mína... og á eftir að setja utan um rúmið, sem systur mínar vita að ég HATA!!! eitt af því leiðinlegasta sem ég geri (fer í flokk með að skúra og þurrka af hehe).
Er aftur á vakt á sunnudag... svo kemur ný vika og ný helgi, þá eru 2 jólaböll og jólaklippingin mín, svo er ég bæði að vinna 22. og 23. des :S og svo koma jólin... og svo er ég á bakvakt á gamlárskvöld, fæ helling borgað fyrir það og þarf vonandi ekki að vinna mikið... vonivonivoni (reyni að hugsa bara stíft um launaseðilinn sem kemur eftir desember :þ )

Allir kommenta og gleðja mig á vaktinni

kv
Krizzza

Sunday, December 2, 2007

Voðalega skrifa ég sjaldan... 2 helgar

Jæja.... verð að fara að standa mig betur í þessu bloggi, facebook-ið tekur allt of langan tíma hehehe
En allavegana, smá uppgjör, byrja á síðustu helgi:
Föstudagur: vorum auðvitað að vinna eins og vanalega og drifum okkur svo af stað til Akureyrar... við fjögur og Helga Margrét með okkur (foreldrar hennar í Manchester). Ferðin gekk auðvitað glimrandi vel enda úrvalsbílstjóri undir stýri. Þorlákur reyndar sofnaði næstum því í göngunum en með því að kveikja ljós og syngja bullutexta við "Pósturinn Páll" þá vaknaði drengurinn fyrir kvöldmat í Hyrnunni í Borgarnesi. Lentum á Akureyri upp úr kl 23 og þá vöknuðu öll börnin 3 og sofnuðu svo aftur í ömmu rúmi (Helga reyndar á gólfinu á dýnu en afi greyið flúði bara niður á neðri hæð hehe).
Laugardagur: foreldrarnir fengu að sofa :þ börnin fengu hafragraut í morgunmat og svo mjólkurgraut í hádegismat (sem reyndar kallast grjónagrautur hjá börnunum að sunnlenskum sið). Við fjögur löbbuðum í Norró í snjógöllum, Siggi dró systkinin á snjóþotu nánast alla leið (ég sá um að draga þau niður Höfðahlíðina hehehe). Svo var hnoðað upp í laufabrauð og byrjað að fletja það út, ætluðum að skera út daginn eftir en svo gekk svo glymrandi vel að við skárum út í 3 eða 4 deig af 4 eða 5 sem búin voru til (ekki alveg með tölurnar á hreinu). Þorlákur var duglegur að hjálpa Láka frænda sínum, Láki var að fletja út og Þorlákur fékk svo að skera kökurnar út með kleinuhjóli... Ingibjörg var meira í að leika sér en fór svo líka aðeins í að bretta upp á laufabrauðið með pabba sínum. Um kvöldið var öllu liðinu hópað saman í Steinahlíðina hjá afa og ömmu og þar var hangikjöt í matinn og ís í eftirmat (allt liðið er Norðurgötulið og Siggi, Annette og dætur).
Sunnudagur: Kíktum aðeins við í Norró, fengum þar hádegismat og svo var haldið áleiðis til Húsavíkur. Byrjuðum í kaffi hjá Ástu Birnu, hún var auðvitað búin að baka handa okkur, frábæra súkkulaðiköku og marensköku með karamellusósu og rjóma.... jummí :o). Svo fórum við í heimsókn til Önnu Bjargar, Kidda og Davíðs Leó... vissum reyndar að Davíð Leó væri sofandi en við höfum aldrei séð íbúðina þeirra þannig að við ákváðum að kíkja. Fórum svo þaðan á Sjúkrahúsið að hitta Öddu ömmu Sigga, hún var bara nokkuð hress en er að mestu rúmliggjandi. Rakst á Óla gamla frá Skútustöðum, hann er líka á Sjúkrahúsinu á Húsavík... hef ekki hitt hann í mörg mörg ár. Svo var matur hjá Ástu og fjölskyldu um kvöldið, Anna Björg, Kiddi og Davíð Leó komu líka í mat og nú var Davíð Leó vakandi þannig að við náðum öll að knúsa hann. Ingibjörg var þvílíkt spennt að halda á honum en Þorláki leist ekkert á það en ég narraði hann til þess að lokum ;). Við vorum ekki með myndavél en Anna Björg myndaði þetta allt fyrir okkur og nú á ég bara eftir að hnupla myndum af síðunni hennar til að setja hér inn og barnanetið. Um kvöldið keyrðum við svo aftur til Akureyrar í töluverðri snjókomu en því betur var ekki mikil hálka af því að það var 11 stiga frost hehehe
Mánudagur: 10 stiga hiti og allur snjórinn farinn :þ fórum í mat til Lillu, pabbi hitti okkur þar og kvaddi okkur. Svo fórum við aðeins inn í bæ og svo í vinnuna til mömmu til að kveðja hana og svo bara spændum við heim. Borðuðum í Varmahlíð (fínt að geta keypt þægilegan mat fyrir krílin og pylsur fyrir okkur hehehe þau eru ekkert fyrir pylsur). Vorum komin heim rúmlega 19, komum við á Papinos og sóttum okkur pizzu. Helga gisti svo hjá okkur þar sem Þorgerður og Gilli lentu í 5 tíma seinkun frá Manchester úffff
Svo bara vikan eins og vanalega... vinna og vesen og tvær bakvaktir...

Svo helgin sem er að klárast:
Föstudagur... bakvakt, kom heim rétt fyrir kl 22 og fór bara beint að sofa :S
Laugardagur: Byrjaði í danstíma eins og vanalega, síðasti danstíminn fyrir jólafrí (og öfundum Hildi Ýr danskennara töluvert mikið af jólafríinu hennar hehehe). Svo fórum við í Garðheima og keyptum efni í aðventukrans (eða réttara sagt aðventuskreytingu... myndir koma síðar... eru enn í myndavélinni) og svo keyptum við eitt stykki málverk. Ég fór á sýningu hjá Hildi Soffíu sem er litla systir Brynju vinkonu, passaði hana oft með Brynju þegar hún var lítil. Ég sá hjá henni mynd sem mig langaði í og pantaði hana. Svo kom ég heim og fór að lýsa myndinni fyrir Sigga og sýndi honum heimasíðuna (sem er by the way www.viva.is ) og þá langaði Sigga í mynd eins og ég pantaði nema bara stærri gerð. Við fengum myndina lánaða á laugardag og nú er hún komin upp á vegg í stofunni (vegginn sem við máluðum um daginn!!!). Líka búin að hengja upp báðar myndirnar sem við fengum í brúðkaupsgjöf og aðra myndina sem við eigum eftir séra Örn... hin þarf að fara í viðgerð, búin að síga niður í rammanum... og svo fer sú mynd upp á vegg líka. Svo hengdum við upp hillu í hjónaherbergi (sem Siggi by the way málaði aleinn og sér meðan ég var að vinna á þriðjudag!!! Bar rúmið fram aleinn... dýna er heil 186x213!!! veit ekki hvernig hann fór að því....
Sunnudagur: fengum að sofa ótrúlega lengi, Þorlákur vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir kl 9!!! Byrjuðum á sunnudagaskólanum... sem var öðruvísi en vanalega út af fyrsta sunnudegi í aðventu, bara stutt helgistund og svo jólaföndur. Rosa fjör... bjuggum til 2 stk hreindýr hehehe Svo var bara spænt heim, skelltum engjaþykkni í börnin á methraða og skelltum okkur svo á fyrsta jólaballið í ár, með hinum danskrökkunum. Rosalega gaman :o) Ingibjörg og Þorlákur voru alveg dáleidd þegar 2 pör sýndu dans... enda ótrúlega flott. Jólasveinninn var reyndar sá undarlegasti sem ég hef séð, í búningi úr RL búðinni sem var allur að detta utan af honum heheh en krílin mín voru hæstánægð með að hafa hitt Hurðaskelli og þá var markmiðinu náð!!!
Svo komum við heim og skreyttum pallinn úti, ég gerði svo kakó/súkkulaði (nánast ekkert suðusúkkulaði til hehehe) og svo erum komnar seríur í gluggana hjá börnunum og aðventuljós í stofugluggann!!!

Ótrúlega dugleg þessa dagana hehehe, ég verð að nýta helgarnar fram að jólum, næstu helgi er ég að vinna, svo eru 2 jólaböll helgina þar á eftir, svo er ég aftur að vinna helgina eftir það (22. og 23. des) og svo bara koma jólin hehehe sjittttt alltof stutt til jóla hehehe

Jæja.... farin að horfa á Friends á E4
kv
Kristín Facebookari í nýbreyttri íbúð :þ