Saturday, April 26, 2008

Dagbókarfærsla.... lofa ekki skemmtanagildi.... er þreytt :þ

HæHæ...
smá update... áður en ég sofna :þ brjálað að gera í vinnunni í gær, kreisí að gera frá 10-22, náði ekki að pissa og endaði á að borða nestið mitt kl 14:30 niðri á rannsókn... náði svo að sofna um kl 2-6 og fór svo heim kl rúmlega 8 og svaf frá 9-12.... sem sagt 22 tíma vinnutörn og stopulur svefn sem fer mér frekar illa :þ
En allavegana.. Ingibjörg fór í leikskólann á mánudag og allt gekk vel og svo fékk Þorlákur að fara á þriðjudag... hún fékk sem sagt 7 daga pest en hann 6 daga pest, greyin... eru að ná fyrri þyngd :D
Á miðvikudag var svo starfsdagur á Dal... gat auðvitað ekki lent á veikindadagana :þ en það var svo sem kærkomið að fá frídag :þ Ég var heima með gormana og við fórum bara tímanlega á fætur, drifum okkur út rétt fyrir kl 10, ég stökk inn í bakarí og keypti snúða og kókómjólk í nesti og fórum svo í Húsdýragarðinn :o). Gleymdi reyndar boðsmiðunum sem ég vann á happdrætti á Sólrisuhátíðinni í vinnunni en ég nota það bara síðar :þ. Fórum að skoða hreindýr (sem fengu reyndar ekkert að borða þegar þau áttu að fá að borða) og sáum þegar selirnir fengu að borða, sáum litla kiðlinga, kálfa, hænu sem hafði stokkið yfir girðinguna og komst ekki til baka og fleira skemmtilegt :D alltaf gaman í Húsdýragarðinum. Krílin ætluðu í lestina og hringekjuna en okkur sýndist það vera lokað þannig að við bara slepptum því. Svo var Ingibjörg þvílíkt huguð að gefa hestunum (varð hugsað til Affíar frænku minnar) og ég týndi og týndi nokkur grasstrá sem hún gaf hestunum... Þorlákur fór bara 2 ferðir og nennti ekki meir :þ. Svo fórum við í Gogogic (vinnuna hans Sigga) og borðuðum nestið þar... það var frekar kalt í Húsdýragarðinum.
Svo áttum við bara huggulegan dag áfram, fórum í Bónus, tókum til og elduðum. Æðislegt að fá frídag til að snúllast með gormunum.

Á fimmtudag var svo sumardagurinn fyrsti, eðalfínn dagur auðvitað... Gleðilegt sumar... Lóurnar komnar í Lindarhverfið :o). Byrjuðum á því að fara á Vorsýningu hjá Dansfélaginu þeirra, haldið í Glersalnum hér í hverfinu. Þau voru í fyrsta atriðinu, sýndu 3 dansa og fengu svo verðlaunapening í viðurkenningu fyrir að standa sig vel í vetur. Svo fengu þau safa og köku og kleinur (var búin að múta Þorláki, hann vildi sko ekki dansa fyrir allt þetta fólk en ég lofaði að hann fengi köku eftir dansinn og það virkaði!!!). Svo sýndu aðrir hópar dans, meðal annars uppáhöldin þeirra þau Elísabet og Jónsi sem dansa saman í flokki 14-19 ára, þau eru aðstoðarkennarar í tímanum þeirra á laugardögum :o). Þorlákur og Ingibjörg voru alveg heilluð að horfa á þau dansa, náðum nokkrum myndum og auðvitað myndböndum af þessu öllu.

Ingibjörg og Elísabet, Jónsi og Þorlákur


Svo fór Sigginn aðeins í vinnuna (urrrrrr) að undirbúa aðalfund og ég fór í að taka til, Pési hringdi og bauð sér í mat og nokkrum vinum með :o) Siggi kom svo heim og fór með Pésa í Bónus, vorum með pizzuveislu. Malla og Össi komu með 2 pizzaofna, Hemmi og Edda komu með sínar dætur og svo komu Völli og Þóra líka... sem sagt 10 fullorðnir og 8 börn í risa íbúðinni okkar :þ fínt að hafa pizzu því að þá er hvort eð er ekki til matur fyrir alla í einu, borðað í hollum :D börnin byrjuðu og voru svo fljótlega komin út á pall að leika sér. Lovely fínt að hitta allt þetta fólk... og gott að það var aftur starfsdagur í gær þannig að gormarnir fóru bara seint að sofa og sváfu lengi :o).
Ég fór svo í vinnuna í gær, vann í 22 tíma og á meðan snúlluðust krílin heima með pabba sínum, fóru í klippingu til Sollu (svona smá fínerí fyrir afmælið sitt) og svo í heimsókn á Kvistaborg til Möllu og í pössun til hennar í framhaldinu meðan pabbinn fór og hélt aðalfund (takk Malla :D ).
Í dag svaf ég fram að hádegi eftir næturvinnuna og svo fór Siggi að hjálpa Jónasi að flytja nær okkur :þ í Tröllakór.... sem verður enn nær okkur þegar við flytjum í Kollaþing :D. Ég fór bara í Smáralind á þvæling með krílin, ætlaði að kaupa föt fyrir afmælið... endaði á að kaupa bara bland í poka fyrir okkur öll og tannkrem í Hagkaup... og fór svo í Toys´r´us þar sem börnin voru svo þæg.. fínt að drepa tímann í risa dótabúð.
Svo hélt dekrið áfram, fór á McDonald´s í kvöldmat hehehe Ingibjörg borðaði heilan ostborgara (borðaði 1/4 þegar hún var að hressast af pestinni) og 1 af nöggunum 6 sem Þorlákur fékk... Þorlákur enn saddur eftir rúllutertuna sem við fengum okkur um kl 5 :þ algjör sælkeri. Svo var Siggi að koma heim fyrir stuttu og heldur áfram að flytja Jónas á morgun.

Þá er ég að spá í að fara að sofa... styttist í að ég þurfi að vakna, aldrei að vita nema við förum bara aftur í Húsdýragarðinn á morgun, kemur í ljós...

kv
Krizzza

ps... gleymdi að skrifa eitt um daginn... elsku besta Hildur Valdís kom og passaði fyrir okkur á fimmtudag í veikindavikunni miklu, átti að hringja strax ef annar gormurinn myndi vakna svo hún myndi nú ekki smitast (ég var í Mánalind og Siggi í Sporthúsinu)... Hildur hringdi í mig þegar Þorlákur var búinn að gera nr.2 í svefni... búin að koma honum á klóið, skella honum í sturtuna, í ný náttföt og upp í rúm aftur... rosalega dugleg og ábyrg barnapía sem fær extra vel borgað fyrir þetta kvöld... og notaði fullt fullt af handspritti á eftir... takk elsku Hildur okkar fyrir að hleypa okkur út úr húsi :D.... og hún veiktist ekki!!!

Monday, April 21, 2008

Ný vika :þ

Já... ný vika, reyndar stutt vinnuvika fyrir mig :þ en ég er í vinnunni jeijei!!! Ingibjörg var orðin hress í gær, fékk að fara í nýja húsnæði Gogogic með pabba sínum og "hjálpa" honum og Jónasi að raða skrifborðum og koma öllu fyrir, svo heppilega vildi til að Anton Oddur kom líka með pabba sínum sem vakti auðvitað mikla lukku hjá prinsessunni. Þorlákur greyið var enn hálfslappur og fékk bara að vera heima hjá mömmu... var frekar fúll til að byrja með en fékk auðvitað að horfa nonstop á sjónvarpið, gat horft á Power Rangers, Turtles, Transformers og fleira skemmtilegt sem ekki er hægt að horfa á meðan Ingibjörg er heima, hún er alltaf svo hrædd við vondu kallana hehehe (en fer bara stundum og horfir á eitthvað fallegt á flakkaranum inni í herbergi meðan Þorlákur horfir á vonda kalla í stofunni :þ ).
Svo fóru Siggi og Ingibjörg í 6 ára afmæli Esra... vont að missa af svona fínni veislu en svona er þetta bara stundum.
Í dag fór Ingibjörg í leikskólann, smá feimin en voða glöð að hitta alla aftur... Þorlákur var heima og amma Ingibjörg var svo elskuleg að koma og vera hjá honum, takk æðislega fyrir það tengdamamma :o) Hann var rosalega spenntur í gær þegar við sögðum honum að amma ætlaði að passa hann, ætlaði sko að gera alls konar skemmtilegt með ömmu :). Á morgun á hann að fá að fara í leikskólann aftur, þau ná einum degi áður en leikskólinn lokar vegna 2 starfsdaga og svo kemur sumardagurinn fyrsti til að gleðja okkur öll :). Ég verð heima með þau á miðvikudag og Siggi tekur að sér föstudaginn, þangað til Malla systir fær þau í pössun þar sem ég er á sólarhringsvakt á föstudag og aðalfundur Gogogic er líka á föstudag :S svona er þetta stundum og þá er gott að eiga góða að!!!
Siggi er reyndar hundslappur heima núna, með hausverk, beinverki, hósta og hita... og svo er aumingja Dagur Elís lasinn líka.... en nú er pottþétt komið vor og þá hljóta þessar fj... pestir að fara að hætta.

Jæja... þarf að halda áfram að vinna :þ er að stelast hehehe er að vinna 9-9 í dag (12 tímar)... um að gera að vinna nóg af yfirvinnu fyrst við erum að fara að byggja, ekki veitir af að safna smá péning :þ

Takk fyrir öll kommentin meðan ég var með lasarusana heima, þið eruð yndi.
kv
Kristín

Thursday, April 17, 2008

Uppfærðar gubbupestarfréttir....

ó já... hér er enn gubbupest í gangi... Þorlákur byrjaði í gærmorgun, reyndar lítið í gubbinu en meira með í maganum og matarlystin minnkaði en ekki svo mikið. Aumingja Ingibjörg er enn hundlasin, var hrikalega slöpp í gær þannig að Siggi fór með hana á heilsugæsluna í tékk og hún er orðin þurr og ef hún fer ekki að ná að drekka og pissa meira þá gæti hún þurft að fara á sjúkrahús og fá vökva í æð!!! Hún er búin að léttast um rúmt kíló og ekki mátti hún við því greyið litla... vigtuðum hana fyrir rúmri viku til að sjá hvort við mættum breyta bílstólnum hennar eins og Þorláks (hann kominn yfir 18 kg og má því ekki lengur vera í 5 punkta beltinu) og hún var þá 14,5 kg og því í lagi að breyta stólnum... í gær var hún 13,4 kg!!!
Við reyndum að taka á þessu í gær.. hún er komin með algjört ógeð á íþróttadrykkjum (powerade og gatorade) þannig að Siggi keypti eplatrópí og við dældum því í hana í gær... full hratt þannig að ekki löngu síðar fékk ég gusuna yfir mig :S
En í dag er hún aðeins hressari, búin að týna upp í sig smá Cheerios, borða smá snakk og drekka vatn og smá Gatorade.
Þorlákur sofnaði í gær eins og ekkert væri en gubbaði klukkutíma síðar greyið.... og ég lyfti honum upp og fékk aftur allt yfir mig... algjör snilli :þ en annars er hann nokkuð hress.
Þau sváfu um miðjan daginn í gær í ca 3 tíma... bara eins og í gamladaga þegar þau voru eins árs :o)

Nú liggja þau á gólfinu fyrir framan sjónvarpið, með Gatorade í glasi, Cheerios í skál og snakk í Tupperware dalli :þ og horfa á Lazytown... Sky gervihnattasjónvarpið er alveg að redda þessari veikindatörn :) margar margar barnasjónvarpsstöðvar sem redda málunum hjá veikum gormum.

Ég er bara hress, hélt að ég væri að fá ælupest í gær en var sennilega bara með ógleði út af lyktinni á heimilinu!!!
Nú bara bíðum við spennt eftir að þessu lynni... eigum að fara í 6 ára afmæli á sunnudag hjá Esra syni Ingó og Fjólu og það er sko veisla sem ekki má sleppa!!! Sjáum til

Takk fyrir allar kveðjurnar og allir veri duglegir að blogga og senda mér comment á Facebook svo ég hafi eitthvað að gera (annað en að bíða eftir að Guiding Light byrji!!! gormarnir búnir að stela sjónvarpinu af mér hehehe)
kv
Kristín í Gubbulind :þ

Sunday, April 13, 2008

Ælupest.......

ó já... hér geisar ælupest. Elsku litla sæta Ingibjörgin okkar er með ælupest :( Hún byrjaði í gærkvöldi, Siggi var sofnaður en ekki ég og ég heyrði hana skæla og svo kom bara gusan yfir hana... við þurftum að skella henni í sturtu af því að það fór allt í hárið á henni. Svo settum við hana aftur í sitt rúm og vorum alveg að sofna þegar næsta gusa kom :S... þá fékk hún að koma til okkar og um kl 2 fór ég fram í stofu til að verða 6 þegar ég skipti við Sigga... sem var nánast ekkert farinn að sofa. Þegar mín vakt byrjaði þá var skvísan byrjuð með "gullfoss" líka þannig að ég hljóp með hana á klóið nokkrum sinnum, svo inn að sækja balann og vatnið, skila henni inn, skola dallinn, leggjast niður... næstum sofnuð og svo byrjaði þetta allt aftur.
Nú er þvottavél nr. 2 í gangi, sængin hans Sigga næst og litla daman sefur inni í rúmi... með vatn og powerade við rúmið :S
Þorlákur vaknaði auðvitað kl 6 og gekk illa að sofna aftur en var svo stilltur... Siggi gaf honum að borða um kl 9:30... ekkert farinn að kvarta og horfði svo á Svamp Sveinsson (sennilega Svamps Sveinssonar maraþon á NickToons) og það heyrðist ekki í honum... svo duglegur enda fékk hann snakk í skál og líka nýjan StarWars kall áðan fyrir dugnaðinn :o) Ingibjörg fékk Littlest Pet Shop dýr en vill ekki opna það strax... svo lítil er orkan :S
Vonum að þetta gangi yfir sem allra allra fyrst.... og að Þorlákur sleppi... krossafingur
kv
Kristín í gubbulind

Saturday, April 12, 2008

Ja men det er jo lördag....

HæHæ....
Búin í danstíma í dag, Siggi búinn að mála aðeins meira í nýja Gogogic húsnæðinu og svo skelltum við okkur á Selfoss í 2 ára afmæli Jóhönnu Sigríðar :o) auðvitað rosalega gaman... bleik kaka (sem vakti mikla lukku hjá Ingibjörgu) og auðvitað smartís á kökunni og rosalega gaman. Þau voru voða glöð að komast í að leika við Hallgrím stóra frænda sinn, þau eru frekar hrædd við litlubörn hehehe aðeins að venjast Kristjáni Erni en kunna ekkert á Jóhönnu :þ, það kemur síðar enda bara 2 ár á milli þeirra... mikill aldursmunur ennþá en ekki eftir nokkur ár :D.
Ætluðum svo að kíkja í heimsókn í bústað Didda og Sigynar við Álftavatn en þá voru þau hjónin bara heima í Vesturbænum... Eiríkur Hákon lasinn þannig að við reynum bara síðar.

Hér koma 2 myndir af sætu strákunum hennar Steinu vinkonu á Egilsstöðum, þetta eru Steinþór Hrímnir (3 ára síðan í nóvember), Eysteinn Ás (sem verður 2 ára í apríl) og svo nýjasti gormurinn hann Þórhallur Ási sem fæddist í febrúar :o) yndislegir strákar og við vonumst til að ná að kíkja í heimsókn til þeirra í sumar... fórum fyrir 2 árum en nú eru þau búin að eignast þriðja gorminn... nóg að gera á þessu heimili :D
Efri myndin er tekin í febrúar en sú neðri í mars... til lukku aftur Steina með gullmolana þína þrjá :)



Farin inn í imbann... V for Vendetta á Sky2
kv
Krizzza

Thursday, April 10, 2008

Bloggletingi :S

Jæja.... ekkert blogg ennþá í mánuðinum, er alltof misvirk hér :þ
Síðasta helgi gekk fínt, matur hjá Möllu og Össa, danstími, sunnudagaskóli og huggulegheit... á laugardeginum fórum við að skoða húsnæðið sem Gogogic er að fara að flytja í, ég var í hælaskóm og stuttu pilsi hehehe og var fljótlega komin í að ryksuga, gormarnir í að tína rusl og svo léku þau sér með dótið sem þau tóku með sér. Við kipptum útileguborði og stólum með okkur og fengum okkur smá gúmmelaði í kaffinu og svo var ég farin að pússa veggi og spasla líka :þ Segi bara eins og börnin mín "við setjum þetta bara í þvottavélina" hehehe. Húsnæðið verður ljómandi fínt, hitt húsnæðið orðið alltof lítið fyrir þetta frábæra fyrirtæki.
Eitt af nýjustu verkefnunum þeirra er http://www.icelandsocks.com/ þar sem hægt er að "segja það með sokkum".... verkefni í tengslum við icelandexpress þar sem þú lætur sokkabrúður segja það sem þú vilt með mismunandi íslenska bakgrunna... voða einfalt og skemmtilegt... allir endilega senda svona skemmtileg myndbönd á sem flesta :o) (svo þeir fái sem mest borgað fyrir vinnuna!!!).
Svo á sunnudag fór Siggi að hjálpa Svenna vini sínum í Njarðvík, hann var að byggja í vetur og Siggi var að hjálpa honum í garðinum. Við þrjú fórum hins vegar í Kringluna með mömmu, Þorgerði, Degi Elís og Möllu... mamma og pabbi hér yfir helgina á leiðinni á kvennakóramót í Norge, verða úti í viku.
Svo er ég búin að vinna eins og motherf...er þessa vikuna, var á bakvakt á mánudag, vinna 10-19, á þriðjudag vann ég 9-17 og fór svo beint eftir vinnu á smá ráðstefnuog mat á eftir, kom ekki heim fyrr en kl 22... og svo í gær var ég á vakt, mætti reyndar ekki fyrr en kl 14 af því að ég vinn bara í 4 tíma á miðvikudögum... en vann líka til 8 í morgun :þ en var svo í fríi í dag í staðinn. Sótti gormana labbandi, Þorgerður tók reyndar Þorlák með sér... hann datt í morgun úti (smá slys við vegasaltið) og ég var látin vita, hann með kúlu og smá sár. Þorgerður kippti honum með upp á heilsugæslu og setti vaselínplástur á þetta og grisju yfir og svo plástur yfir (Þorlákur í skýjunum með 3 plástra á enninu)... ég labbaði á Dal, sótti Ingibjörgu og sótti Þorlák til Þorgerðar... svo fórum við í bíltúr í strætó :) eins og um daginn hehehe þeim fannst svo gaman. Fórum út á strætóstöð, tókum leið 2 og rúntuðum því um Kópavoginn áleiðis niður á Hlemm... tekur ekki nema um 40-45 mínútur ehhee og svo fengum við far með Sigga heim aftur.... hittum Anton Odd í smá stund í Gogogic sem vakti lukku hjá gormunum þremur.

Á laugardag ætlar Siggi að halda áfram að mála nýja vinnuhúsnæðið, við hin förum í danstíma á meðan og svo í afmæli til Jóhönnu Sigríðar á Selfoss, hún er að verða 2 ára á morgun :) Ekkert planað annað en sunnudagaskólinn á sunnudag.... kannski skellum við okkur bara í Húsdýragarðinn, fer eftir veðri :þ

Í sumar fer ég í frí í 4 vikur, allavegana... byrja um miðjan júlí og fengum úthlutað sumarbústað á Illugastöðum, fáum hann afhentan föstudaginn um Verslunarmannahelgi :þ... ætlaði í 4 vikna sumarfrí en nenni ekki að skila bústað á föstudegi og byrja að vinna á mánudegi þannig að ég er að spá í að fá að taka 2-3 daga í viðbót, fínt að vinna ekki heila viku fyrstu vikuna eftir sumarfrí :þ kemur í ljós.

Jæja... ætla að halda áfram að horfa á imbann og reyna að fara snemma að sofa, Siggi er í húsvíkingafótbolta eins og alltaf á fimmtudögum :þ
Heyrumst... og allir kíkja á http://www.icelandsocks.com/
kv
Krizzza