Thursday, April 10, 2008

Bloggletingi :S

Jæja.... ekkert blogg ennþá í mánuðinum, er alltof misvirk hér :þ
Síðasta helgi gekk fínt, matur hjá Möllu og Össa, danstími, sunnudagaskóli og huggulegheit... á laugardeginum fórum við að skoða húsnæðið sem Gogogic er að fara að flytja í, ég var í hælaskóm og stuttu pilsi hehehe og var fljótlega komin í að ryksuga, gormarnir í að tína rusl og svo léku þau sér með dótið sem þau tóku með sér. Við kipptum útileguborði og stólum með okkur og fengum okkur smá gúmmelaði í kaffinu og svo var ég farin að pússa veggi og spasla líka :þ Segi bara eins og börnin mín "við setjum þetta bara í þvottavélina" hehehe. Húsnæðið verður ljómandi fínt, hitt húsnæðið orðið alltof lítið fyrir þetta frábæra fyrirtæki.
Eitt af nýjustu verkefnunum þeirra er http://www.icelandsocks.com/ þar sem hægt er að "segja það með sokkum".... verkefni í tengslum við icelandexpress þar sem þú lætur sokkabrúður segja það sem þú vilt með mismunandi íslenska bakgrunna... voða einfalt og skemmtilegt... allir endilega senda svona skemmtileg myndbönd á sem flesta :o) (svo þeir fái sem mest borgað fyrir vinnuna!!!).
Svo á sunnudag fór Siggi að hjálpa Svenna vini sínum í Njarðvík, hann var að byggja í vetur og Siggi var að hjálpa honum í garðinum. Við þrjú fórum hins vegar í Kringluna með mömmu, Þorgerði, Degi Elís og Möllu... mamma og pabbi hér yfir helgina á leiðinni á kvennakóramót í Norge, verða úti í viku.
Svo er ég búin að vinna eins og motherf...er þessa vikuna, var á bakvakt á mánudag, vinna 10-19, á þriðjudag vann ég 9-17 og fór svo beint eftir vinnu á smá ráðstefnuog mat á eftir, kom ekki heim fyrr en kl 22... og svo í gær var ég á vakt, mætti reyndar ekki fyrr en kl 14 af því að ég vinn bara í 4 tíma á miðvikudögum... en vann líka til 8 í morgun :þ en var svo í fríi í dag í staðinn. Sótti gormana labbandi, Þorgerður tók reyndar Þorlák með sér... hann datt í morgun úti (smá slys við vegasaltið) og ég var látin vita, hann með kúlu og smá sár. Þorgerður kippti honum með upp á heilsugæslu og setti vaselínplástur á þetta og grisju yfir og svo plástur yfir (Þorlákur í skýjunum með 3 plástra á enninu)... ég labbaði á Dal, sótti Ingibjörgu og sótti Þorlák til Þorgerðar... svo fórum við í bíltúr í strætó :) eins og um daginn hehehe þeim fannst svo gaman. Fórum út á strætóstöð, tókum leið 2 og rúntuðum því um Kópavoginn áleiðis niður á Hlemm... tekur ekki nema um 40-45 mínútur ehhee og svo fengum við far með Sigga heim aftur.... hittum Anton Odd í smá stund í Gogogic sem vakti lukku hjá gormunum þremur.

Á laugardag ætlar Siggi að halda áfram að mála nýja vinnuhúsnæðið, við hin förum í danstíma á meðan og svo í afmæli til Jóhönnu Sigríðar á Selfoss, hún er að verða 2 ára á morgun :) Ekkert planað annað en sunnudagaskólinn á sunnudag.... kannski skellum við okkur bara í Húsdýragarðinn, fer eftir veðri :þ

Í sumar fer ég í frí í 4 vikur, allavegana... byrja um miðjan júlí og fengum úthlutað sumarbústað á Illugastöðum, fáum hann afhentan föstudaginn um Verslunarmannahelgi :þ... ætlaði í 4 vikna sumarfrí en nenni ekki að skila bústað á föstudegi og byrja að vinna á mánudegi þannig að ég er að spá í að fá að taka 2-3 daga í viðbót, fínt að vinna ekki heila viku fyrstu vikuna eftir sumarfrí :þ kemur í ljós.

Jæja... ætla að halda áfram að horfa á imbann og reyna að fara snemma að sofa, Siggi er í húsvíkingafótbolta eins og alltaf á fimmtudögum :þ
Heyrumst... og allir kíkja á http://www.icelandsocks.com/
kv
Krizzza

3 comments:

Anonymous said...

Íha!! Nýtt blogg og hver önnur fyrst að kommenta en litla sysss ;) Verðum með Gígju krakka næstu nótt svo það verður fjör á hóli. Kv. Malla syssss

Anonymous said...

Loksins nýtt blogg. Til lukku með nýja vinnuhúsnæðið. Læt Margréti fara í það að skoða þetta allt. Hafðu það gott. Góða helgi. Ádda frænka.

Anonymous said...

Búin að standa mig í að kíkja á sokkasíðuna. Matarboð föstudag, laugardag og sunnudag - við Dagur á leiðinni út að viðra okkur í góða veðrinu...