Wednesday, October 28, 2009

Loksins....

Halló Halló.... já það var sko kominn tími á að efsta færsla á þessari bloggsíðu hætti að vera óléttumynd af mér hehehe enda Margrét orðin rúmlega 6 vikna gömu.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur að læra inn á litlu konuna okkar en þetta er allt að koma... enda er hún svo yndisleg :o)
Margrét er búin að vera með smá magakveisu, fékk Minifom dropa við því en fékk svo líka bakflæði og hætti þá á Minifom og fékk Gaviscon magamixtúru í staðinn... sem varð til þess að þegar hún vakir þá brosir hún og er ánægð, grét ansi mikið þegar hún vakti fram að því.
Hún sefur rosalega vel, nær oftast 5-7 tíma samfelldum svefni á næturnar og um 3-4 tíma lúr í vagninum á daginn og sefur nokkra 1-1,5 tíma lúra þess á milli. Eðlilega vill hún drekka ansi oft milli lúra þegar sefur svona lengi, en almennt er samt ekki minna en 2 klst á milli þess sem hún drekkur.
Sem sagt algjör gullmoli :D
Stóru systkinin taka henni mjög vel... Ingibjörg þurfti reyndar ansi mikla athygli fyrstu rúmu vikuna en það er orðið allt annað núna. Þau systkinin hafa meira að segja svæft Margréti í vagninum meðan ég var að elda, ekkert smá góð við litlu systur.

En hér kemur fæðingarsagan... þau sem ekki nenna að lesa hoppi yfir næsta kafla :þ.
Á mánudegi, rúmri viku áður en Margrét fæddist fékk ég reglulega samdrætti, rauk í að taka til í tösku fyrir mig á spítalann og kláraði að undirbúa skiptitöskuna... eftir 3 klst hætti allt og svona hélt þetta áfram í um viku... endalausir undirbúningsverkir en ekkert gerðist. Á fimmtudegi var allt í rólegheitum (10.sept). Fór með Möllu systur á mömmumorgun í Bústaðakirkju, smá þvæling í Smáralind og fleira svoleiðis, ætlaði í heimsókn til Guðnýjar vinkonu minnar að hitta litlu prinsessuna hennar en ákvað að fara frekar næsta dag enda ekkert planað þann dag. Um kvöldið fór Siggi í fótbolta (eins og alltaf á fimmtudögum), fótboltinn byrjar kl 21 og hann af stað aðeins áður. ca 5 mínútur yfir 21 byrjuðu undirbúningsverkir að ég hélt... eina ferðina enn. Ég lagði mig bara upp í rúm og tók því rólega en verkirnir urðu smám saman kröftugri. Fór á klóið um kl 22 (sagði þeim sem vilja ekki lesa um svona að hoppa yfir þennan kafla hehehe) og ætlaði bara ekki að komast upp í rúm aftur fyrir verkjum. Hringdi í Sigga til að biðja hann að koma heim um kl 22:20 en þá var hann bara rétt ókominn heim (þeir fara vanalega í pottinn eftir fótbolta en ekki þetta kvöld). Svo hringdum við niður á fæðingardeild og ákváðum að kíkja í smá tékk til þeirra svona fyrir nóttina, Þorgerður systir brást vel við og mætti á staðinn til að fylgjast með stóru börnunum (takktakk elsku stóra systir :o) ). Við þrjú reiknuðum öll með að ég færi í smá tékk og kæmi svo aftur heim... tókum ekki bílstólinn með :þ. Vorum mætt á LSH kl 23:15, beint í vaktaskipti hehehe og beðan við biðum eftir ljósunni okkar þá fékk ég samdrátt og heyrði svo tvo smelli og vatnið fór að leka. Svo ætlaði ljósan að skoða útvíkkun en fann ekkert af því að leghálsinn var svo aftarlega (eða eitthvað þannig) og það var hrikalega vont :S.... þannig að við vorum færð inn á fæðingarstofu og létum Þorgerði vita að hún þyrfti að gista (fyrst vatnið fór af stað). Samdrættirnir urðu fleiri og fleiri og nánast ekkert hlé á milli... stóð við rúmið (sem var hækkað upp fyrir mig) og andaði að mér hláturgasi meðan samdrættirnir stóðu yfir... og ljósan og Siggi nudduðu á mér mjóbakið.
Næst þegar tékkað var á útvíkkun var hún orðin 10 (og ég ekkert smá glöð með það :þ) og ég mátti fara að rembast... vildi fyrst komast upp í rúm, svo gamaldags hehehe. Þar sem þetta gekk allt svo hrikalega hratt þá fór púlsinn hjá litla barninu að lækka, ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en það voru komnar 2 aðrar konur þarna inn til okkar. Þetta var alveg hrikalega vont en svo heyrði ég einhverja þessara kvenna minnast á að kalla í barnalækni og þá rauk í mig þvílíkur kraftur... ég vildi ekki heyra það að fá barnalækni eða koma nálægt vökudeild... þannig að litla Margrét kom út í tveimur rembingum (það var ekki einu sinni farið að sjást í kollinn). Hún var ansi hvít en ég fékk hana í fangið og þær nudduðu hana og þá kom þetta allt hjá henni :o) og Siggi fékk að klippa naflastrenginn.
Margrét fæddist kl 00:39 :o) og fylgjan nokkrum mínútum síðar. Við vorum svo á fæðingarstofunni, áttum að fara á Hreiðrið eftir þar en þar var allt fullt en laust eitt herbergi sem er milli fæðingargangs og Hreiðurs og þar var rúllað inn rúmi fyrir Sigga og við fengum að vera þar (og ég vaknaði í hvert skipti sem lyftan hreyfðist hehehe). Morguninn eftir var ég lítið sofin en Siggi og Margrét sváfu vel. Siggi skaust svo heim eftir bílstólnum og ég beið eftir barnalækni sem þarf alltaf að skoða börnin áður en farið er heim. Við vorum svo komin heim um kl 11 þann 11. september, innan við 12 tímum frá því að við mættum á spítalann.
Það var ljómandi gott að komast heim í sitt rúm og sofna þar.
Margrét var 3410g (tæpar 14 merkur) og 47 cm þegar hún fæddist.
Margrét var strax dugleg að drekka hjá mér, tók brjóstið vel og stóð sig eins og hetja í þessu öllu :þ engin sár ennþá og hún að verða 7 vikna :D

Margrét var svo nefnd 13. september og fékk nafnið Margrét Sigurðardóttir, alnafna mömmu :o) Þorlákur fékk að hringja í ömmu og segja henni fréttirnar og Ingibjörg hringdi svo í ömmu Ingibjörgu og sagði henni nafnið.

Jæja... þá er fæðingarsagan komin hér inn, loksins, og ég get farið að blogga oftar og styttra í einu, vildi ekki skrifa neitt fyrr en fæðingarsagan kæmi með.
Farin að ganga frá þvotti, Margrét sefur úti :D við mæðgur fórum áðan í göngutúr.
kveðja
Kristín E.