Tuesday, September 16, 2008

Ný vika... heima með litla gubbustelpu :S

ó já.... elsku litla stóra sæta Ingibjörg birtist allt í einu hágrátandi um kl 5 í nótt... reyndi að segja okkur eitthvað en við bara skildum ekkert... og svo bara gubbaði hún í rúmið okkar. Ekkert í rúmið sitt, því betur.... en við fórum í að taka utan af sænginni minni, lakið af og svo þurfti að taka úr þurrkaranum, úr þvottavélinni í þurrkarann og á snúruna og skella ullanu í þvottavélina... Ingibjörg bara beið á meðan. Svo bara nýtt utanum og handklæði undir prinsessuna og hún sofnaði aftur hjá okkur. Svo vaknaði hún einu sinni aftur en ég var svo snögg að ég náði að teygja mig í dall og allt fór þangað!!!
Eru þetta ekki skemmtilegar lýsingar??? heheheh
En allavegana ég er heima í dag með músina mína, hún ekkert búin að gubba meira og búin að standa sig vel í að borða Cheerios og ristað brauð og vatn með.... hana langar voðalega mikið í mjók eða skyr en fær það bara seinna.

Ég er voðalega fegin að hafa ekki náð í Völla og Þóru í gær, ætluðum að fá þau í mat í gærkvöldi..... hefði fengið nett taugaáfall ef litli Baldvin Snær hefði náð sér í fyrstu gubbupestina hjá okkur.... reynum aftur í kringum næstu helgi.

En allavegana... síðasta helgi, nóg að gera :o) en engin vinna hjá mér, bara Sigga :þ. Á föstudagskvöldið var hittingur hjá grunnskólapíunum, ég sótti Önnu Rósu, Helgu og Lóu og keyrði með þær upp í Mosó á vinnustofuna hennar Hörpu. Þar beið okkar rauðvín, ostar og fleira gúmmulaði og það var ekkert smá gaman að hitta allar, full mæting í fyrsta skiptið í langan tíma :o) 9 skvísur. Hlógum alveg endalaust mikið og blöðruðum og ég var ekki komin heim fyrr en rétt fyrir kl 3 um nóttina.
Laugardagurinn... var þokkalega þreytt en börnin voru voða stillt fyrir framan sjónvarpið eftir að Siggi fór í vinnuna þannig að ég gat sofið aðeins lengur :S ekki veitti af hehhe. Svo kl 11 var fyrsti danstíminn þetta haustið, mættum alveg á mínútunni og þ.a.l. var Þorlákur svolítið feiminn við allt fyrst en eftir fyrsta dansinn og loforð um sleikjó eftir danstímann var hann voðalega duglegur og tók þátt í öllu, Ingibjörg var bara voða dugleg frá byrjun. Þeim finnst svo rosalega gaman í danstímunum :D. Komum við í Krónunni á heimleiðinni og versluðum smá í matinn og tvo sleikjóa :þ og svo kl 15 var Siggi kominn heim og við skelltum okkur í 4 ára afmæli hjá Antoni Oddi vini okkar (sonur Írisar og Jónasar, sem var veislustjóri með Þóru í brúðkaupinu okkar). Frábært afmæli, fjölskylduafmælið var fyrr í vikunni þannig að þarna voru 6 börn og 5 fullorðnir :o) alveg passlegt :D og eftir pizzu hjá börnunum fóru þau inn að leika og svo að horfa á Dóru í sjónvarpinu þannig að það var hægt að spjalla alveg heilmikið í stofunni :D og auðvitað að gúffa í sig... Takk fyrir okkur. Svo fengu börnin köku og klaka og því var bara léttur kvöldmatur í Húsalindinni.
Um kvöldið rákumst við Siggi á Lord of the Rings í sjónvarpinu, fyrsta myndin, og horfðum auðvitað á hana (þó við eigum hana á DVD hehe) og tókum svo myndir nr. 2 og 3 á sunnudeginum :D bara snilld.
En sem sagt, sunnudagur. Siggi enn og aftur í vinnuna :S og ég fór með börnin í fimleikatíma, hann er kl 12-13 og hún svo frá 13-14... gekk voðalega vel auðvitað eftir að ég var búin að fylgja þeim út á gólfið. Svo var bara farið heim, smá borðað og hárið lagað á IS fyrir næsta afmæli. Nú var það 4 ára afmælisveisla hjá Malen sem er besta vinkona Ingibjargar á Dal og kærastan hans Þorláks :þ (Ingibjörg er ólofuð ennþá... en sagði áðan að sér finnist Anton Oddur svo sætur... en hann getur ekki verið kærastinn hennar af því að hann er ekki á Dal heheheh). Meðan þau voru í afmælinu gátum við haldið áfram að horfa á Lord of the Rings nr. 2 en tókum svo nr. 3 eftir kvöldmat.

Góð helgi í Húsalindinni, nóg um að vera og allt gekk vel.... ætlaði reyndar að gera enn fleira en það er bara svona :S

Farin að sinna Ingibjörgu, fann Litlu Snillingana (Little Einsteins) á Disney Playhouse Channel... dásamlegt að hafa gervihnattasjónvarp þegar börnin eru veik :D

Takk fyrir kommentin... ætla að reyna að standa mig í blogginu í vetur
kv
kr.e.

Wednesday, September 10, 2008

Jæja þá....

HæHæ...
ég er að hugsa um að byrja að blogga aftur.... ætlaði alltaf að skrifa heilan helling um sumarfríið en það er bara betra að kíkja á heimasíðu barnanna og sjá ferðasöguna í myndum :o)....
Fríið var frábært, var í rúmar 4 vikur fyrir norðan, mest í Mývó og á Illugastöðum en svo líka á Akureyri og Húsavík og aðeins í Aðaldal.... nóg um það hér... meira á barnanetinu :þ

Haustið er komið, runnarnir farnir að roðna verulega í garðinum okkar... og nú búum við í Borg Bleytunnar (eins og Pési laxabóndi segir :þ)... endalaus helv.. rigning en samt frekar öðruvísi að oftast fer rigningin beint niður!!! ekki á hlið!!!

Þorlákur og Ingibjörg eru byrjuð í fimleikum, búin að fara í 2 tíma og eru hrikalega hrifin af þessu. Ekki veitir af enda eru þau tvö bæði með stuttu vöðvana aftan á lærunum eins og foreldrarnir báðir... datt í hug að fimleikar væru fínir til að reyna að bæta aðeins úr því. Svo byrjar dansinn næstu helgi, þau verða í dansi á laugardögum og í fimleikum á sunnudögum... sjáum svo til um áramót hvort þetta sé of mikið.

Var með saumaklúbb í gær, Mývó-konurnar (af því að ég er í þremur saumaklúbbum hehehe). Þvílíkt góð mæting, m.a.s. Aldís Björns sem býr í Þjóðverjalandi en er hér þessar vikurnar, fer heim aftur í þessari viku. Hér voru sem sagt 9 konur í klúbb, mikið fjör og mikið hlegið og alltaf jafn yndislegt að hitta þessar hressu kellur. Gerði 2 gerðir af muffins úr fína blaðinu mínu sem heitir "Cupcakes and Fairycakes"... annað var karamellumuffins en hitt hvítt muffins með jarðarberjum og frosting-kremi ofaná... frekar jummí :þ.

Jæja... er þetta ekki nóg sem fyrsta blogg haustsins... takk fyrir að ýta á mig :þ
kv
Krizzza

já og ps... sendi batakveðjur til aumingja mömmu, sem er olnbogabrotin heima á Akureyri... vildi óska þess að það væri styttra til hennar :s