Sunday, January 27, 2008

Sunnudagsdugnaður.......

ó já... ótrúlega dugleg í dag :o) Byrjaði reyndar ekki vel, þar sem við hjónin bara nenntum ekki fram úr rúminu... börnin sváfu ágætlega lengi :þ og svo léku þau sér frammi og voru svo bara sett fyrir framan sjónvarpið hehehe þau horfa mjög sjaldan á sjónvarpið á morgnana um helgar en voru bara alveg sátt í dag... enda ógeðslegt veður úti og svefnpurrkuforeldrar inni í rúmi.... svo bara fengu þau SpecialK stykki í morgunmat- fyrir framan sjónvarpið sem vakti mikla lukku :D.
Ég fór ekki almennilega fram úr rúminu fyrr en upp úr kl 12 :þ Siggi fór fyrr fram og gaf þeim skyr og flatkökur í hádegismat.
Svo kom Sara af efri hæðinni í heimsókn til þeirra, sem er verulega þægilegt því að þá heyrum við ekkert í þeim (ég fór að horfa á Póker inni í herbergi og Siggi að horfa á fótbolta í stofunni).... svo fór Sara heim kl 15 og við fengum okkur brauð og smákökur í kaffinu....

Þá tók dugnaðurinn við.... systkinin fóru upp til Söru og við í að taka til.... Siggi tók baðið og ég stofuna. Svo fórum við í allsherjar tiltekt í barnaherbergjunum, þurrkað af, dótinu öllu raðað á rétta staði, slatta hent og partur settur út í geymslu... breyttum líka aðeins uppröðuninni í herbergi Ingibjargar, kemur bara ágætlega út.

Nú er bara eftir að setja restina af jóladóti í kassa (er á sófaborðinu) brjóta saman heilt fjall af þvotti (Siggi sér um það hehehe) og svo bara horfa á Dexter kannski ná að drepa í sjónvarpinu og fara svo að sofa :þ

Á morgun fer ég loksins í vinnuna aftur, byrja á því að vinna í 12 tíma á morgun, alla aðra daga vikunnar eins og vanalega og svo sólarhringsvakt á laugardag :S svolítið löng vika!!!

Enginn saumó í vikunni :S

Takk fyrir öll commentin.....
kv
Kristín hætt að vera frú Streptococcus :D:D:D:D:D:D:D:D:D

Saturday, January 26, 2008

.....að hressast

Er að hressast.... Siggi fór með krílin í dansinn í morgun og út á sleða áðan, mér fannst ekki ráðlegt að fara út á sleða fyrsta daginn sem ég færi út úr húsi hehehe
Ætla í bíltúr með fjölskyldunni á eftir, kannski kíkjum við aðeins að brekkuna þar sem húsið okkar mun rísa.. og reynum að giska hvar nákvæmlega það verður hehehe engar götur ennþá til að miða við :þ

Fann EM á skautum á Eurosport í fyrradag, þvílíkt lán :o) búin að horfa smá í þrjá daga í röð hehehe úrslit í listdansi para í gær og úrslit kvenna í dag... lisdans para er uppáhaldið mitt :D Siggi var ekki eins ánægður í dag, gat ekki horft á beina lýsingu af öllum leikjum dagsins hehehe sem sagt eins og útvarpslýsing en hann bara sér kallana sem eru að lýsa (greyið að eiga svona vonda konu hehehhe) hann fylgdist bara með á netinu í staðinn. Ég gerði svo kakó áðan, ætlaði líka að gera pönnsur en hveitið var bara nánast búið, kannski verða bara pönnsur á morgun.

Ótrúlegt hvað montgenið í mér er slæmt, var alls ekki búin að láta mér detta til hugar að taka mynd af snilldinni sem ég var að klára hehehe fer í það mál á næstunni :þ takk fyrir tipsið Þóra beib :o)

Takk fyrir kommentin
kv
Krizzza

Thursday, January 24, 2008

frú Streptococcus

ó já.... hér liggur frú Streptococcus, heima að bilast á því að vera alltaf lasin :S Fékk einhverja fjandans pest í nóvemberbyrjun, svo væntanlega nóró-vírus magapest í desember og nú streptokokka..... er þetta ekki bara að verða ágætt í bili???

Lyfin virðast allavegana vera farin að virka, gat borðað smá áðan án þess að æla (ó já... borðaði smá í gær, fyrsta fasta fæðan síðan á mánudagskvöld og ældi bara öllu!!!) og vona að nú sé þetta að ganga yfir. Verð heima á morgun og vona að ég verði orðin eldhress eftir helgi.... vonivonivoni

Var að skoða síðu hjá litla sæta nýjasta frænda mínum, sonur Sigurðar Ágústs frænda míns. Hann er rúmlega mánaðargamall og var að fá nafn, heitir Arnaldur Kári :o) til lukku með nafnið litli frændi. Reyni að ná heilsu og hætta að vera pestargemlingur áður en ég kíki í heimsókn!!!

Allt kreisí í sjónvarpinu áðan, borgarbúar alveg brjálaðir yfir nýja borgarstjóranum, sá ekki byrjunina en hefði ekki séð neitt ef ég væri í vinnunni hehehe (alltaf að reyna að vera Pollyanna) og nú er í gangi Ísland-Spánn.... reyndar sorgleg staðan núna en samt gaman að horfa á flotta stráka henda bolta á milli hehehe

Hlakka til að komast út úr húsi hehehe
kv
Krizzza Streptococcus

Sunday, January 20, 2008

vúhú....

Það er komið að því.... ný tölva komin á heimilið :D keypt á góðu verði í Elkó (þó Gilli mágur sé hættur að vinna þar hehehe)
Nú fer ég alveg í það að setja inn myndir á barnanetssíðuna og fer að blogga meira.... Þorgerður systir sagði Sigga að kaupa bara ekkert nýja tölvu, ég er búin að vera svo dugleg að sauma eftir að tölvan bilaði hehehhehe Búin með bangsamynd fyrir Ingibjörgu og byrjuð á myndinni hans Þorláks... á reyndar eftir að sauma nafnið hennar Ingibjargar, dagsetningu, tíma, þyngd og lengd við fæðingu, ætla fyrst að klára Þorláks mynd og klára svo báðar í einu.

Erum farin að spá í útliti og stærð á húsinu okkar, förum í það á næstunni að finna okkur arkitekta, komin með ákveðnar hugmyndir af fjölda herbergja og stærð :o) Húsið okkar verður við Kollaþing 4, í nýju hverfi sem liggur frá Elliðavatni og yfir Vatnsendahæð.. í áttina að Guðmundarlundi sem er hluti af Heiðmörkinni... krílin munu ganga í gegnum Guðmundarlund á leiðinni í skólann. Þetta er auðvitað í Kópavoginum enda er svo gott að búa í Kópavogi :D
Lóðina fáum við afhenta í lok þessa árs og við stefnum á að halda jólin 2009 í nýja húsinu :o)

Jæja... ætla að krúsa um netið í nýju tölvunni :D
kv
Krizzza
ps... fórum út á sleða í gær og í dag... fullt af snjó í uppsveitum Kópavogs hehehe