Sunday, January 27, 2008

Sunnudagsdugnaður.......

ó já... ótrúlega dugleg í dag :o) Byrjaði reyndar ekki vel, þar sem við hjónin bara nenntum ekki fram úr rúminu... börnin sváfu ágætlega lengi :þ og svo léku þau sér frammi og voru svo bara sett fyrir framan sjónvarpið hehehe þau horfa mjög sjaldan á sjónvarpið á morgnana um helgar en voru bara alveg sátt í dag... enda ógeðslegt veður úti og svefnpurrkuforeldrar inni í rúmi.... svo bara fengu þau SpecialK stykki í morgunmat- fyrir framan sjónvarpið sem vakti mikla lukku :D.
Ég fór ekki almennilega fram úr rúminu fyrr en upp úr kl 12 :þ Siggi fór fyrr fram og gaf þeim skyr og flatkökur í hádegismat.
Svo kom Sara af efri hæðinni í heimsókn til þeirra, sem er verulega þægilegt því að þá heyrum við ekkert í þeim (ég fór að horfa á Póker inni í herbergi og Siggi að horfa á fótbolta í stofunni).... svo fór Sara heim kl 15 og við fengum okkur brauð og smákökur í kaffinu....

Þá tók dugnaðurinn við.... systkinin fóru upp til Söru og við í að taka til.... Siggi tók baðið og ég stofuna. Svo fórum við í allsherjar tiltekt í barnaherbergjunum, þurrkað af, dótinu öllu raðað á rétta staði, slatta hent og partur settur út í geymslu... breyttum líka aðeins uppröðuninni í herbergi Ingibjargar, kemur bara ágætlega út.

Nú er bara eftir að setja restina af jóladóti í kassa (er á sófaborðinu) brjóta saman heilt fjall af þvotti (Siggi sér um það hehehe) og svo bara horfa á Dexter kannski ná að drepa í sjónvarpinu og fara svo að sofa :þ

Á morgun fer ég loksins í vinnuna aftur, byrja á því að vinna í 12 tíma á morgun, alla aðra daga vikunnar eins og vanalega og svo sólarhringsvakt á laugardag :S svolítið löng vika!!!

Enginn saumó í vikunni :S

Takk fyrir öll commentin.....
kv
Kristín hætt að vera frú Streptococcus :D:D:D:D:D:D:D:D:D

2 comments:

Anonymous said...

Gott ad thu sert ad hressast. Voda er lifid cosy hja ykkur um helgar. Her er madur ad deyja ur rigningu, roki og thoku!! Bestu kvedjur i baeinn. Àdda i utlöndum.

Anonymous said...

Oh það er svo gott að kúra um helgar, en ég fór samt í ræktina klukkan 9 á laug og 11 á sunn. Við erum búin að panta flug til Ak um helgina, ætlum á blót í Aðaldal :)