Thursday, January 24, 2008

frú Streptococcus

ó já.... hér liggur frú Streptococcus, heima að bilast á því að vera alltaf lasin :S Fékk einhverja fjandans pest í nóvemberbyrjun, svo væntanlega nóró-vírus magapest í desember og nú streptokokka..... er þetta ekki bara að verða ágætt í bili???

Lyfin virðast allavegana vera farin að virka, gat borðað smá áðan án þess að æla (ó já... borðaði smá í gær, fyrsta fasta fæðan síðan á mánudagskvöld og ældi bara öllu!!!) og vona að nú sé þetta að ganga yfir. Verð heima á morgun og vona að ég verði orðin eldhress eftir helgi.... vonivonivoni

Var að skoða síðu hjá litla sæta nýjasta frænda mínum, sonur Sigurðar Ágústs frænda míns. Hann er rúmlega mánaðargamall og var að fá nafn, heitir Arnaldur Kári :o) til lukku með nafnið litli frændi. Reyni að ná heilsu og hætta að vera pestargemlingur áður en ég kíki í heimsókn!!!

Allt kreisí í sjónvarpinu áðan, borgarbúar alveg brjálaðir yfir nýja borgarstjóranum, sá ekki byrjunina en hefði ekki séð neitt ef ég væri í vinnunni hehehe (alltaf að reyna að vera Pollyanna) og nú er í gangi Ísland-Spánn.... reyndar sorgleg staðan núna en samt gaman að horfa á flotta stráka henda bolta á milli hehehe

Hlakka til að komast út úr húsi hehehe
kv
Krizzza Streptococcus

4 comments:

Anonymous said...

Vorkenni ther mikid. Er reyndar lika lasin, en bara med kvef. Hundleidinlegt vedur herna. Madur fer ad hlakka til vorsins. Margret eitthvad slaem i halsi, og sennilega fer hun ekki i skolann i fyrramalid. Vid reynum nu örugglega ad sofa lengi, lengi, hi,hi. Bestu kvedjur og batni ther fljott. Àdda i utlöndum.

Anonymous said...

Allt annað að heyra í þér í dag en í gær, þetta hlýtur að vera á réttri leið ;)

Anonymous said...

Þú hefur aldeilis fengið að kenna á því. Láttu þér batna fljótt og vel. Það er bara vonandi að vorið láti kannski sjá sig snemma í ár og pestum fari fækkandi, alveg komið nóg!

Bestu bóndadagskveðjur til Sigga og Þorláks og knús til ykkar Ingibjargar!

Svanhildur

Anonymous said...

Aumingja Kríza skísa! Úff öfunda þig ekki af steptococcunum... vá það er hægt að leika sér með þetta nafn.
Þú verður að setja inn myndir af handavinnunni - það er algjört möst svo maður getið dáðst að þér eða gert grín af - eftir því hvað við á!
Skallaðu svo Sigga, knúsaðu tvíbbana og farðu vel með þig elskan.
Knús,
Þóra og gemlingarnir