Tuesday, November 20, 2007

Helgin....

Jæja.... aðeins að stelast í vinnunni, er að bíða eftir að matsalurinn opni (kl 12) og er orðin skelfilega svöng heheh

Helgin, laugardagur: Byrjuðum auðvitað á danstíma, gekk vel :o) prófuðu nýjan dans og systkinin vildu dansa saman í paradansinum (Ingibjörg valdi sér annan herra í síðustu viku hehehe enda þá var Þorlákur í prakkaraskapi :þ þá var hún voða sæt með Heiðari Snæ tvíburavini sínum).
Svo var bara hundleiðinlegt veður þannig að við ákváðum að skella okkur í heimsóknir... ætluðum að ná að fara til Berglindar og Ingunnar fyrir jól þannig að við buðum okkur í kaffi til Berglindar og svo í kvöldmat til Ingunnar :þ ljómandi fínt. Kíktum aðeins á hestana hjá Berglindi en drifum okkur svo bara inn og fengum m.a. vöfflur sem vöktu mikla lukku hjá gormunum okkar. Svo léku þau sér eins og ljós í dótinu hennar Eydísar, voru búin að ræða Playmo-dótið hennar langa stund á leiðinni í Ey hehehe.
Svo er alveg eðall að koma við hjá Ingunni og Gísla á heimleiðinni, gott að stytta keyrsluna til baka aðeins. Fengum þar mexíkanskan mat og ís í eftirmat :o). Jóhanna Sigríður var reyndar ekki hress að sjá okkur til að byrja með hehehe var hálfhrædd við okkur en svo lék hún sér við tvíbbana, leyfði þeim alveg að skoða dótið sitt.
Svo sofnuðu þau bara á leiðinni heim... í hávaðaroki (fuku t.d. 2 hjólhýsi á Selfossi) en aksturinn hjá okkur gekk bara vel þrátt fyrir rokið.

Á sunnudag fór Siggi með þau í sunnudagaskólann, ég fór ein með þau síðustu 2 skiptin og fékk því frí hehehe Svo fórum við í Sorpu og svo að kaupa málningu og máluðum grænu veggina... voru bara full dökkgrænir fyrir okkar smekk hehehe komnir með ljósan lit í staðinn... náðum að mála 3 umferðir áður en við fórum að sofa :þ þvílíkt dugleg hehehe Tengdamamma kom svo í mat um kvöldið, lambalærasneiðar í raspi... smá flashback hjá okkur Sigga heheh

Í gær var bara vinna og svo matur hjá Möllu systur, konurnar í minni vinnu öfunda mig voða mikið af þessum systrum sem eru alltaf að bjóða okkur í mat!!!

Í dag er vinnan og svo saumó í kvöld hjá mér, Mývatnssveitarstelpurnar (og við systur og Fjóla) og vonandi verður mætingin betri til mín en undanfarin ár, síðast komu 3 og þar áður komu bara 2!!! Fer í fýlu ef það gerist í þriðja skiptið hehehe

Jæja... farin að vinna, búin í mat og blogga svo inn á milli :þ
kv
Kristín

Friday, November 16, 2007

Update

Ingibjörg búin að vera lasin, var bara heima í 2 daga og svo bara eldhress og í leikskólann aftur.... og nánast beint í 3 og hálfs árs skoðun í leikskólanum... gekk bara glymrandi vel auðvitað enda tveir snillingar á ferð hehehe

Afmælið hennar múttu gekk ljómandi vel :o) Fínn matur og svo varð hún voða hissa þegar gestirnir fóru að streyma inn um kvöldið, hissa og glöð. Svo var víst óvænt partý þegar hún kom norður á miðvikudagskvöldið, ostapinnar, bleikt freyðivín og rauður dregill og allt hreint... á eftir að heyra hvernig það gekk.

Jæja... farin að vinna áfram, er að bíða eftir sýnum....
kv
Krizzza

fíkill í Muse.... sérstaklega Knights of Cydonia heheh

já... og eitt enn... fengum ekki fínu lóðina okkar í Vatnsendahlíðinni :( allir að lemja Heimi og frú sem fengu okkar lóð heheheh

Tuesday, November 13, 2007

Lasnað barn :þ

Heima í dag með litla lasna mestumús, Ingibjörg búin að vera með hita síðan á sunnudagskvöld... bara 4 kommur í morgun en í gær fór hún að slappast um kl 3, vonum að hún verði hress í kvöld þar sem elskuleg móðir mín er sextug í dag :o) og fjölskyldan verður í mat hjá Þorgerði í kvöld, ætla að tala mýsluna með ef hún verður ekki hundslöpp.
Þorlákur í leikskólanum og Siggi í vinnunni, hann var heima í gær með Ingibjörgu.
Þorláki fannst ekki spennandi að fara í morgun, hann er algjör mömmustrákur og leist ekkert á að fara í leikskólann þegar í boði var að vera heima hjá mömmu hehehhe

Vonum að þetta gangi yfir sem fyrst.
kv
Krizzza

Sunday, November 11, 2007

Helgaruppgjör...

Helgin að verða búin.... góð helgi auðvitað :o)
Í gær var dans, svo bara heim og í rólegheit og svo stal ég pabba frá Möllu systur (hann var þar að passa en fór á flakk með mér á meðan Kristján Örn svaf... Ingibjörgu langaði ekki með og var heima :þ ). Hann langaði að kíkja á opnunarhátíð Hljóðfærahússins, ég vissi ekki einu sinni af því en skellti mér þangað með karlana þrjá.
Þetta er hrikalega flott búð, skoðuðum út um allt og það var mikið verið að prófa hljóðfæri og Einar Örn og Þorlákur voru alveg heillaðir... svo var ég aldeilis heppin, Bjarni töframaður steig upp á svið og fór að kynna fyrsta atriðið (vissi ekki að það væru skemmtiatriði!!!) og það var Mugison :o) ég var bara alveg í skýjunum með það hehehe og við hlustuðum á þá spila þrjú flott lög, laglega rokkuð heheh, vorum nálægt hátulurunum og pabbi greyið fékk bara illt í eyrun. Þorlákur var svo hræddur fyrst, sérstaklega þegar trommarinn var að testa trommurnar... svolítið mikill hávaði... og svo kom ljósmyndari og tók myndir af honum skíthræddum og spurði svo hvað hann héti, allir fylgjast með öllum blöðum næstu vikuna heheheh

Svo skilaði ég pabba og skellti mér heim með Þorlák, beint í pönnukökubakstur og Fjóla, Ingó, Esra og Róbert Elí komu í kaffi... búið að standa til síðan í ágúst :o) rosalega gaman að hitta þau og krakkarnir léku sér vel saman.
Um kvöldið var svo bara kakósúpa enda enginn svangur eftir pönnsurnar :þ

Í dag var svo sunnudagaskólinn í morgun en Siggi fór ekki með, var að hjálpa Svenna og Kristjönu að flytja í nýja húsið í Njarðvík (sem er til þess að IS og ÞS segjast búa í gömlu húsi hehehe).
Svo fór ég í bakarí og með það til Möllu þar sem mamma og pabbi voru. Svo fóru þau til Þorgerðar og komu svo til mín í kvöldmat... mamma kom frá Minneapolis í morgun og var orðin ansi þreytt.... enda búin að vaka nánast stöðugt í meira en sólarhring!!!

Tengdamamma á afmæli í dag, til lukku með daginn, og svo er stórafmælið hennar mömmu á þriðjudag, það verður aldeilis gaman....

Farin að horfa á Friends og svo kannski bara Guitar Hero í kvöld :þ
kv
Krizzza

Friday, November 9, 2007

HELGI!!!

Komin helgi og ég ekki að vinna vúhú :þ

Pabbi kemur að norðan í fyrramálið og mamma frá Minneapolis á sunnudag :o) og verða fram á miðvikudag... bara gaman að því

Dans í fyrramálið og svo bara huggulegheit... vonandi

kv
Krizzza

Sunday, November 4, 2007

Myndir.... afmælisdagur o.fl.


Nokkrar myndir :o)

Með afmælisgjöfina frá fjölskyldunni minni :þ
Bleikur GSM sími


Afmæliskakan hehehe, búin að blása á kertin :þ


Kvöldmaturinn, hvítlaukslambalæri úr kistunni




Krílin mín að máta búningana sem ég keypti handa þeim í Glasgow
Ofurhetja og Öskubuska


Sætilíus nýklipptur af Sollu :o) fyrsta klippingin þeirra á stofu

Ingibjörg nýklippt, fékk snúða í hárið og var því með krullur um kvöldið




Farin að sofa eftir afmælishelgina... stefni á vinnuna á morgun :þ
kv
Krizzza

Saturday, November 3, 2007

Afmælisdagurinn

TakkTakk fyrir allar afmæliskveðjurnar, hringingar, SMS, kveðjur hér, mail og á Facebook :o)

Afmælisdagurinn byrjaði ekki sérlega vel... var svo mikið að drepast í bakinu að ég gat varla staðið upp úr rúminu :( Fékk fyrst kalt á bakið til að jafna mig aðeins og fór svo í sjóðandi heitt bað (og fékk mega svima hehehe) og þá var ég skárri. Fékk mér svo eina Voltaren Rapid og skellti mér með Sigga og börnunum í danstíma :o) sem gekk ljómandi vel. Fórum svo aðeins í Hagkaup til að kaupa límmiðabækur handa börnunum (þau fá límmiða í verðlaun í dansinum og líka heima ef þau standa sig vel í að borða!!!).
Svo bara heim og slappaði aðeins af. Keyrði svo mömmu og Stínu vinkonu hennar til Keflavíkur, þær eru farnar með fleiri starfsmönnum Giljaskóla til Minneapolis og verða þar fram á sunnudag.
Svo fór ég í Ný-ung sjoppuna í Keflavík og keypti NóaKropp fyrir krílin svo þau svæfu ekki á heimleiðinni líka hehehe
Svo bara í bakaríið til Ássýar frænku og svo heim að gera pönnukökur... og fékk líka bananaköku úr bakaríinu, restin af fjölskyldunni söng fyrir mig og ég blés á kerti og allt hehehe
Svo fór ég inn í rúm að hvíla mig og horfði á einn þátt af Grey´s :o)
Svo verðum við fjölsyldan saman í kvöld, lærið komið í ofninn, bara eftir að gera sósu og kartöflur og meðlæti... ákváðum að bjóða bara engum í mat þar sem heilsan er ekki upp á marga fiska
Stefni á vinnuna á mánudag
kv
Krizzza gamlari
11x eldri en börnin mín hehehe

Friday, November 2, 2007

Lasarus....

Var heima í dag líka.... fór í göngutúr og fékk þvílíkt svimakast þegar ég kom heim :( og svo á leiðinni út í bíl í kvöld líka :(
Vona að þetta fari að lagast....

Ætla allavegana ekki að fá neitt svimakast á morgun, ætla að njóta dagsins þegar ég verð gömul hehehe

allavegana gamlari :þ

Thursday, November 1, 2007

Veik......

Búin að vera veik heima í 2 daga, með hrikalegan svima, smá hausverk og auðvitað ógleði (sem ég fæ reyndar nánast á hverjum degi :( ) ætla að reyna að fara í vinnuna á morgun.....

Saumaklúbbur hjá mér á þriðjudag, grunnskólapíurnar. Rosalega gaman eins og alltaf :o)