Tuesday, November 20, 2007

Helgin....

Jæja.... aðeins að stelast í vinnunni, er að bíða eftir að matsalurinn opni (kl 12) og er orðin skelfilega svöng heheh

Helgin, laugardagur: Byrjuðum auðvitað á danstíma, gekk vel :o) prófuðu nýjan dans og systkinin vildu dansa saman í paradansinum (Ingibjörg valdi sér annan herra í síðustu viku hehehe enda þá var Þorlákur í prakkaraskapi :þ þá var hún voða sæt með Heiðari Snæ tvíburavini sínum).
Svo var bara hundleiðinlegt veður þannig að við ákváðum að skella okkur í heimsóknir... ætluðum að ná að fara til Berglindar og Ingunnar fyrir jól þannig að við buðum okkur í kaffi til Berglindar og svo í kvöldmat til Ingunnar :þ ljómandi fínt. Kíktum aðeins á hestana hjá Berglindi en drifum okkur svo bara inn og fengum m.a. vöfflur sem vöktu mikla lukku hjá gormunum okkar. Svo léku þau sér eins og ljós í dótinu hennar Eydísar, voru búin að ræða Playmo-dótið hennar langa stund á leiðinni í Ey hehehe.
Svo er alveg eðall að koma við hjá Ingunni og Gísla á heimleiðinni, gott að stytta keyrsluna til baka aðeins. Fengum þar mexíkanskan mat og ís í eftirmat :o). Jóhanna Sigríður var reyndar ekki hress að sjá okkur til að byrja með hehehe var hálfhrædd við okkur en svo lék hún sér við tvíbbana, leyfði þeim alveg að skoða dótið sitt.
Svo sofnuðu þau bara á leiðinni heim... í hávaðaroki (fuku t.d. 2 hjólhýsi á Selfossi) en aksturinn hjá okkur gekk bara vel þrátt fyrir rokið.

Á sunnudag fór Siggi með þau í sunnudagaskólann, ég fór ein með þau síðustu 2 skiptin og fékk því frí hehehe Svo fórum við í Sorpu og svo að kaupa málningu og máluðum grænu veggina... voru bara full dökkgrænir fyrir okkar smekk hehehe komnir með ljósan lit í staðinn... náðum að mála 3 umferðir áður en við fórum að sofa :þ þvílíkt dugleg hehehe Tengdamamma kom svo í mat um kvöldið, lambalærasneiðar í raspi... smá flashback hjá okkur Sigga heheh

Í gær var bara vinna og svo matur hjá Möllu systur, konurnar í minni vinnu öfunda mig voða mikið af þessum systrum sem eru alltaf að bjóða okkur í mat!!!

Í dag er vinnan og svo saumó í kvöld hjá mér, Mývatnssveitarstelpurnar (og við systur og Fjóla) og vonandi verður mætingin betri til mín en undanfarin ár, síðast komu 3 og þar áður komu bara 2!!! Fer í fýlu ef það gerist í þriðja skiptið hehehe

Jæja... farin að vinna, búin í mat og blogga svo inn á milli :þ
kv
Kristín

7 comments:

Anonymous said...

Þvílík breyting á stofunni með ljósa veggi, hún stækkaði um fullt af fermetrum við þetta ;) Takk fyrir frábærar veitingar áðan, nammi namm og slurp!!! Frekar góð mæting bara í klúbbinn svo þú þarft ekkert að fara í fýlu :)

Anonymous said...

Getur nú verið ánægð með þetta - ég tryggði mér jólakúbbinn svo þá koma allir til að fá pakka - hehehe... Skemmtilegar umræður að vanda (frá Íslandi til Brasilíu heh...)
Stofan fín svo nú er bara að smella þessu á rauða vegginn líka!
Takk fyrir mig!

Anonymous said...

Mikid vildi eg vera naer ther. Skyldi alltaf maeta i klubb! Thu hefdir att ad sja "uppahaldsvökvann" thinn adan. Töppudu rumum dl af mer, he,he. Og var alls ekki vont!!!! Er bara önnur og betri manneskja. Takk fyrir allar kvedjurnar. Bless Adda.

Kristín E. said...

Takk fyrir gærdaginn systur og hinar líka :þ og gott að heyra að þú sért öll að koma til Ádda... alltaf gott að losna við smá blóð hehehe

Anonymous said...

Ohh vildi geta komist í jólaklúbbinn til ykkar-og fengið pakka!! Miss you

Anonymous said...

Sammála systrum hér að ofan, nýji liturinn á stofunni er alveg svakalega flottur, þvílík breyting :D

Ég er enn að hugsa um bomburnar góðu slef....slef (er að tala um kökurnar )hehehehehhehehe

Anonymous said...

Takk fyrir góðu kökurnar í síðustu viku:-) Eins gott að ég mætti þó seint væri:-)