Monday, December 21, 2009

Meira jólasveina

Bjúgnakrækir kom færandi hendi með 5 skrímslanaríur handa gaurnum og 5 ballerínunaríur handa prinsessunni :o)

Gluggagægir mætti með náttföt, star wars handa afskaplega ánægðum dreng og barbie handa sælli stúlku :o)

Jólaundirbúningur gengur bara vel... kláruðum að gera jólaísinn í gær, ömmu Dúu ís (vanilluís) og tobleroneís líka :o) Keypti líka skírnarservíettur, kerti og smá skraut fyrir skírnina í gær.

Farin að sauma
kv
kr.e.

Saturday, December 19, 2009

jóla jóla

Askasleikir færði þeim ljómandi fín tattoo... hún fékk álfadísir með svakalega fína vængi en hann fékk mörg mismunandi, flest með eld, hauskúpur, dreka eða þess háttar :þ

Hurðaskellir kom færandi hendi með sitt hvora mandarínuna og sitt hvora límmiðaörkina... annað fékk Sollu stirðu límmiða en hitt fékk Íþróttaálfs límmiða... giskið hvort fékk hvað :þ

Skyrgámur var hæstánægður með skyrið sem systkinin gáfu honum.... dreifði reyndar úr því út um allan glugga en samt :S hann fékk R2D2 pez kall og 5 pör af svörtum sokkum fyrir jólin... hún fékk Pocahontas pez kall og þrennar nælonsokkabuxur fyrir jólin :o)

Bjúgnakrækir kemur í nótt... með???


Annars gengur allt vel hér fyrir jólin... eftir að kaupa eina jólagjöf, klára að sauma eina, klára að pakka einni... kortin öll farin nema þau sem fara ekki í póst... bakaði eina sort af smákökum í viðbót í dag.
Á morgun eða mánudag þarf að fara í að kaupa servíettur, kerti og þess háttar fyrir skírn Margrétar (sem verður 27. des) og þyrfti að prófa að gera hvítt marsípan (sem er alls ekki marsípan en samt kallað þetta). Ætla að reyna að redda skírnartertunni sjálf :þ

Farin að éta nammi og horfa á eitthvað í imbanum.... Siggi á jólahlaðborði Gogogic, ég fer bara með á næsta ári... borgar sig ekki að mæta með litlu Margréti með sér.. þá væri ég bara stressuð og hún þar af leiðandi pirruð :þ

kv
Krizzzzzzza

Wednesday, December 16, 2009

Jólasveinarnir

Stúfur kom þriðji og færði þeim systkinunum 2 jólastjörnur og jólalímmiða í glugga :o)

Þvörusleikir kom fjórði með playmó handa stóru systkinunum... hann fékk víking og hún fékk regnboga-dís.

Pottaskefill sá fimmti, átti 2 sippubönd í pokanum sínum handa Þorláki og Ingibjörgu.

Spurning hvað Askasleikir finnur í sínum poka :þ

Margrét hefur ekki enn sett sinn skó í gluggann... enda skilur hún lítið í þessum jólasveinum þetta árið :þ

kv
Krizzza

Sunday, December 13, 2009

JólaJóla.....

HæHæ
stutt blogg.... ekki beint jólalegt úti þó nú sé 13. desember, 9 stiga hiti og reyndar ekki rigning núna en allt frekar blautt :S
Komin með jólaseríur í barnaherbergisgluggana og stofuna og jólastjörnu í eldhúsgluggann... verða að henda upp fleiri seríum til að fá smá jólastemningu :o)
Margrét dafnar vel, svo dugleg þessi litla snúlla. Hún er farin að sofa allar nætur, vaknar oftast um kl 7 til að drekka :o) og sofnar þá aftur. Er hætt á magalyfinu og farin að brosa og brosa og spjalla svo mikið við okkur, líður greinilega betur. Hún er svo sterk að sitja, gæti setið sjálf ef hún hefði jafnvægi en er ekki eins klár á maganum, enda bakflæðisstelpa... en þar sem bakflæðið er að skána þá er henni hent á bak og maga stanslaust til að styrkja hana.

Smá um jólasveinana, Stekkjastaur kom fyrstur, aðfaranótt laugardags og færði þeim stóru bangsímon og félaga súkkulaðimola... rjómasúkkulaði og hvítt súkkulaði og það kom í ljós að þeim finnst hvítt súkkulaði ekki gott :S eins og vel flest annað nammi :S vilja helst bara súkkulaði og ekkert vesen :þ
Giljagaur kom annar og var verulega hugulsamur, færði Þorláki 3 pör af Ben 10 sokkum sem vakti mikla lukku (hann er skyndilega voðalega hrifinn af Ben 10, veit ekki af hverju) og Ingibjörg fékk þrjú pör af Hello Kitty sokkum, með vetrarmyndum :o) og var jafn vel tekið og Þorláks sokkum.

Búin að baka 3 sortir, kókostoppa, rístoppa og smjörkökur og mamma sendi kókoshringi, piparkökur, mömmukökur (sem ég bakaði með henni), loftkökur og hvíta og brúna tertu og svo tók ég þátt í laufabrauðsgerð fyrir norðan í lok nóvember :o). Lilla sendi okkur kleinur :D sem eru svo góðar.
Farin að gera eitthvað gáfulegra, í dag á að baka, þrífa, þvo þvott, pakka inn jólagjöfum og skreyta (á bara eftir að kaupa 3 gjafir og aðeins í ábót handa Sigga :o) ).
kv
Kristín

Tuesday, November 3, 2009

:D

Er afmælisstelpa :o)

og líka svona rík


Wednesday, October 28, 2009

Loksins....

Halló Halló.... já það var sko kominn tími á að efsta færsla á þessari bloggsíðu hætti að vera óléttumynd af mér hehehe enda Margrét orðin rúmlega 6 vikna gömu.
Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur að læra inn á litlu konuna okkar en þetta er allt að koma... enda er hún svo yndisleg :o)
Margrét er búin að vera með smá magakveisu, fékk Minifom dropa við því en fékk svo líka bakflæði og hætti þá á Minifom og fékk Gaviscon magamixtúru í staðinn... sem varð til þess að þegar hún vakir þá brosir hún og er ánægð, grét ansi mikið þegar hún vakti fram að því.
Hún sefur rosalega vel, nær oftast 5-7 tíma samfelldum svefni á næturnar og um 3-4 tíma lúr í vagninum á daginn og sefur nokkra 1-1,5 tíma lúra þess á milli. Eðlilega vill hún drekka ansi oft milli lúra þegar sefur svona lengi, en almennt er samt ekki minna en 2 klst á milli þess sem hún drekkur.
Sem sagt algjör gullmoli :D
Stóru systkinin taka henni mjög vel... Ingibjörg þurfti reyndar ansi mikla athygli fyrstu rúmu vikuna en það er orðið allt annað núna. Þau systkinin hafa meira að segja svæft Margréti í vagninum meðan ég var að elda, ekkert smá góð við litlu systur.

En hér kemur fæðingarsagan... þau sem ekki nenna að lesa hoppi yfir næsta kafla :þ.
Á mánudegi, rúmri viku áður en Margrét fæddist fékk ég reglulega samdrætti, rauk í að taka til í tösku fyrir mig á spítalann og kláraði að undirbúa skiptitöskuna... eftir 3 klst hætti allt og svona hélt þetta áfram í um viku... endalausir undirbúningsverkir en ekkert gerðist. Á fimmtudegi var allt í rólegheitum (10.sept). Fór með Möllu systur á mömmumorgun í Bústaðakirkju, smá þvæling í Smáralind og fleira svoleiðis, ætlaði í heimsókn til Guðnýjar vinkonu minnar að hitta litlu prinsessuna hennar en ákvað að fara frekar næsta dag enda ekkert planað þann dag. Um kvöldið fór Siggi í fótbolta (eins og alltaf á fimmtudögum), fótboltinn byrjar kl 21 og hann af stað aðeins áður. ca 5 mínútur yfir 21 byrjuðu undirbúningsverkir að ég hélt... eina ferðina enn. Ég lagði mig bara upp í rúm og tók því rólega en verkirnir urðu smám saman kröftugri. Fór á klóið um kl 22 (sagði þeim sem vilja ekki lesa um svona að hoppa yfir þennan kafla hehehe) og ætlaði bara ekki að komast upp í rúm aftur fyrir verkjum. Hringdi í Sigga til að biðja hann að koma heim um kl 22:20 en þá var hann bara rétt ókominn heim (þeir fara vanalega í pottinn eftir fótbolta en ekki þetta kvöld). Svo hringdum við niður á fæðingardeild og ákváðum að kíkja í smá tékk til þeirra svona fyrir nóttina, Þorgerður systir brást vel við og mætti á staðinn til að fylgjast með stóru börnunum (takktakk elsku stóra systir :o) ). Við þrjú reiknuðum öll með að ég færi í smá tékk og kæmi svo aftur heim... tókum ekki bílstólinn með :þ. Vorum mætt á LSH kl 23:15, beint í vaktaskipti hehehe og beðan við biðum eftir ljósunni okkar þá fékk ég samdrátt og heyrði svo tvo smelli og vatnið fór að leka. Svo ætlaði ljósan að skoða útvíkkun en fann ekkert af því að leghálsinn var svo aftarlega (eða eitthvað þannig) og það var hrikalega vont :S.... þannig að við vorum færð inn á fæðingarstofu og létum Þorgerði vita að hún þyrfti að gista (fyrst vatnið fór af stað). Samdrættirnir urðu fleiri og fleiri og nánast ekkert hlé á milli... stóð við rúmið (sem var hækkað upp fyrir mig) og andaði að mér hláturgasi meðan samdrættirnir stóðu yfir... og ljósan og Siggi nudduðu á mér mjóbakið.
Næst þegar tékkað var á útvíkkun var hún orðin 10 (og ég ekkert smá glöð með það :þ) og ég mátti fara að rembast... vildi fyrst komast upp í rúm, svo gamaldags hehehe. Þar sem þetta gekk allt svo hrikalega hratt þá fór púlsinn hjá litla barninu að lækka, ég gerði mér ekki grein fyrir því fyrr en það voru komnar 2 aðrar konur þarna inn til okkar. Þetta var alveg hrikalega vont en svo heyrði ég einhverja þessara kvenna minnast á að kalla í barnalækni og þá rauk í mig þvílíkur kraftur... ég vildi ekki heyra það að fá barnalækni eða koma nálægt vökudeild... þannig að litla Margrét kom út í tveimur rembingum (það var ekki einu sinni farið að sjást í kollinn). Hún var ansi hvít en ég fékk hana í fangið og þær nudduðu hana og þá kom þetta allt hjá henni :o) og Siggi fékk að klippa naflastrenginn.
Margrét fæddist kl 00:39 :o) og fylgjan nokkrum mínútum síðar. Við vorum svo á fæðingarstofunni, áttum að fara á Hreiðrið eftir þar en þar var allt fullt en laust eitt herbergi sem er milli fæðingargangs og Hreiðurs og þar var rúllað inn rúmi fyrir Sigga og við fengum að vera þar (og ég vaknaði í hvert skipti sem lyftan hreyfðist hehehe). Morguninn eftir var ég lítið sofin en Siggi og Margrét sváfu vel. Siggi skaust svo heim eftir bílstólnum og ég beið eftir barnalækni sem þarf alltaf að skoða börnin áður en farið er heim. Við vorum svo komin heim um kl 11 þann 11. september, innan við 12 tímum frá því að við mættum á spítalann.
Það var ljómandi gott að komast heim í sitt rúm og sofna þar.
Margrét var 3410g (tæpar 14 merkur) og 47 cm þegar hún fæddist.
Margrét var strax dugleg að drekka hjá mér, tók brjóstið vel og stóð sig eins og hetja í þessu öllu :þ engin sár ennþá og hún að verða 7 vikna :D

Margrét var svo nefnd 13. september og fékk nafnið Margrét Sigurðardóttir, alnafna mömmu :o) Þorlákur fékk að hringja í ömmu og segja henni fréttirnar og Ingibjörg hringdi svo í ömmu Ingibjörgu og sagði henni nafnið.

Jæja... þá er fæðingarsagan komin hér inn, loksins, og ég get farið að blogga oftar og styttra í einu, vildi ekki skrifa neitt fyrr en fæðingarsagan kæmi með.
Farin að ganga frá þvotti, Margrét sefur úti :D við mæðgur fórum áðan í göngutúr.
kveðja
Kristín E.

Sunday, August 30, 2009

Ný mynd

Við hjónin fundum loksins græjuna til að tæma kortið á myndavélinni.... þannig að hér kemur ný mynd. Myndin var tekin 24. ágúst, þá var ég komin 37 vikur á leið með gormus.... 38 vikur á morgun :þ



Heyrumst
kv
Kristín E.

Wednesday, August 5, 2009

MYND :þ


Ein mynd fyrir ykkur sem ekki eruð á facebook... þessi mynd var tekin í Heiðmörk 2. ágúst, þá var ég komin 33vikur og 6 daga á leið með litla gorminn okkar :o)


Mæðraskoðun

HæHæ..... stanslaus blogg :þ og bara Malla systir sem les heheheh

Í morgun var mæðraskoðun og allt leit vel út.... reyndar svolítið blóðlaus en í kvöldmatinn var soðið slátur, kartöflumús, léttsoðnar gulrætur og brokkolí og vatn með og svo appelsína í eftirmat.... allt til að auka járnupptökuna úr slátrinu og brokkolíinu :þ

Blóðþrýstingurinn fínn auðvitað og bjúgurinn sem birtist um daginn er nánast horfinn :o) Gormurinn á haus, hausinn á réttum stað en ekki skorðaður enn.

Legbotninn aðeins yfir meðaltali eins og frá byrjun þrátt fyrir að ég heyri oft að ég sé "svakalega pen" heheheh

Jæja.... spurning hvað sé langt í næsta blogg :þ
kv
Kristín E.
34v 2d

Monday, August 3, 2009

úbbbbs

Var ég ekki að lofa að blogga almennilega í byrjun júní... og síðan hefur ekkert gerst :S
Þá bara blogga ég núna og lofa engu um framhaldið, kemur bara í ljós.

Sumarfríið hans Sigga klárast á morgun, hann tók fyrst 1 viku í frí og svo rúma viku :þ geggjað eða þannig, ég vildi helst að hann tæki 5 vikur samfleytt en það gekk ekki. Þorlákur og Ingibjörg voru í 4 vikna fríi sem lýkur á morgun, þau mega mæta í leikskólann eftir hádegi á morgun og eru orðin afskaplega spennt að hitta alla vinina aftur.
Fyrstu sumarfrísvikuna vorum við hér heima, máluðum m.a. pallinn, garðhúsgögnin og ruslatunnuskýlin fyrir húsfélagið og höfðum það afskaplega gott. Svo fór Siggi að vinna, ég í skoðun á mánudegi og skellti mér svo norður með börnin og pabba á þriðjudegi, keyrðum alla leið í Mývatnssveit. Ferðin gekk vel og gott að þurfa ekki að japla á sjoppufæði, ég var búin að smyrja samlokur og var meira að segja með kaffi á brúsa fyrir pabba... sem vakti lukku :o)
Yndislegt í Mývó auðvitað, þó ég hafi lítið getað gert með börnunum, annað en undanfarin ár. Helga Margrét var barnapían mín og var afskaplega dugleg með þau úti í drullubúi en svo voru þau orðin svo sjóuð í þessu öllu og búin að læra á Skufsu (hundinn hans Kára í Garði) að þau gátu bara verið ein úti. Helga fór líka með mér í sundferðir, munur að hafa aðstoð :o).
Gilli mágur fór með þau á Hverfjall, sem þeim fannst ekki slæmt, og svo var eitt stykki ættarmót þar sem afi Einar tók þau með í langan göngutúr með ættingjunum meðan ég sat og beið með þeim sem ekki voru gönguhæfir.
Svo kom Siggi og þá var meira synt auðvitað en svo skellti hann sér til Húsavíkur á golfmót og við sóttum hann 2 dögum seinna og fórum þar í sund (alltaf í sundi :þ). Vorum svo 2 nætur í Mývó í viðbót, og náði Siggi að fara með börnin og afa Einar í Dimmuborgir og gistum svo eina nótt á Húsavík þar sem við hittum m.a. langömmu barnanna (Öddu ömmu) og nýjasta ættingjann, hann Daníel Snæ sem fæddist 13. júlí.... ekkert smá sætur og stór strákur, heilir 56cm og þar með 15cm lengri en þegar Ingibjörg fæddist hehehe. Siggi er ömmubróðir Daníels Snæs.
Svo komum við okkur heim í blíðuna, búið að vera ansi kalt í Mývó þó það hafi lítið truflað okkur, svolítið spes að lenda í hagléli og horfa á snjó í fjöllum í júlí.... en það var ekki svo slæmt á daginn þangað til það fór að rigna :þ
Verslunarmannahelgin bara róleg, fórum í bústaðinn til Didda og Sigynar á laugardag, sátum þar í 4 tíma í sólbaði meðan börnin léku sér við Diddana þrjá, fengu m.a. að vaða langt út í Álftavatn og sulla í vatninu úr heita pottinum og Sigyn skellti í vöfflur sem við borðuðum úti. Það var svo gaman að ÞS og IS vildu helst fara aftur næsta dag. Í gær, sunnudag, fórum við hins vegar í Heiðmörk og höfðum það huggulegt í sólinni með nesti.

Í dag er ég komin 34 vikur á leið, jafn langt og þegar Þorlákur og Ingibjörg fæddust og litli gormur ekkert að fara að láta sjá sig.... enda svolítið meira pláss fyrir eitt barn í minni bumbu en tvö börn. Hins vegar er það auðvitað heilmikill áfangi að ná þessum degi :D ekki síst þar sem ég er búin að vera stillt og prúð að gera ekkert í heilar 8 vikur núna!!! sem er mun erfiðara en það hljómar.
Nú fer maður að gera klárt fyrir nýja barnið, búin að kaupa kommóðu fyrir fötin hans Þorláks þannig að skiptiborðið losnar fyrir dúllufötin og þá verður hægt að fara að þvo þau og dúllast í því. Lítið verður keypt nýtt fyrir þetta barn þar sem nóg er til af fötum og fullt af yndislegu fólki í kringum okkur sem er tilbúið að lána okkur ýmislegt.
Ég er reyndar búin að kaupa litla sæta sæng og ætlaði að kaupa snuddur en þær eru allar ýmist bleikar eða bláar í pakka þannig að það verður bara keypt þegar gormur litli fæðist. Svo þurfum við að fá að máta bílstólinn sem við fáum lánaðan í bílinn okkar og sjá hvort það gangi ekki og barnavagninn í skottið... þetta kemur allt.

Jæja... orðin þreytt í höndunum á að teygja mig í lyklaborðið, bumban orðin svo stór og ég ligg í sófanum með tölvuna á lærunum.

Kannski blogga ég aftur í vikunni.... KANNSKI :þ
kv
Kristín
og 34 vikna bumbugormur

Tuesday, June 9, 2009

Nýjustu fréttir

HæHæ....
mín bara bloggóð þessa dagana hehehe.... eða ekki en þetta er samt framför :þ
Þessa dagana sit ég aðallega hér heima í rólegheitunum, fór í 50% vinnu í síðustu viku í heila 3 daga og svo var smá vesen um helgina, búið að blæða pínusmá af og til í um 2 vikur en svo kom aðeins meira um helgina og þá varð ég stressuð og kíkti við á Landspítalann.... allt í góðu með gorminn og leghálsinn en ekkert annað að gera en að taka því verulega rólega og hætta að vinna.
Pínu snemmt að hætta að vinna þar sem enn eru rúmir 3 mánuðir í litla gorminn en maður tekur enga sjensa þegar væntanlegt barn á í hlut og því verð ég bara stillt og prúð í allt sumar með tærnar upp í loft :þ Er dugleg að lesa, slappa af, bögga Möllu og Össa með heimsóknum (eða aðallega litlu Álfhildi Ester :þ) og enn bara kominn dagur 2 í veikindaleyfi hehehe þetta venst.
Ég má alveg hreyfa mig, gleymdi að spyrja hvort ég megi fara í sund en kemst að því á morgun. Ætla að vera dugleg að fara á fætur á morgnana og brjóta saman þvott og svoleiðis, kannski í stutta göngutúra og svo bara lesa, sauma og þannig.
Allar heimsóknir vel þegnar :o) og ætla að vera dugleg að kíkja annað... hverjir eru heima á daginn??? Hringi allavegana í Þórdísi þegar ég veit að hún verður komin heim frá Svíaríki :þ.

Börnin stillt og prúð, Siggi duglegasti eiginmaðurinn eins og alltaf og sér um heimilið, innkaupin, þrifin og börnin :D enda ætlum við ekki að verða vökudeildarforeldrar aftur, ekki spennandi titill :þ

Jæja... heyrumst...
ætla að reyna að verða ekki tölvufíkill í veikindaleyfinu þannig að ég lofa ekki örari bloggum :þ
kv
Kristín
26 vikur búnar :o) og gormur á fullu í að sparka og minna á sig :D

Tuesday, June 2, 2009

Júní :o)

Já... kominn júní :D. Frábær helgi á Akureyri og Húsavík, fórum eftir vinnu á föstudag og til baka í gær.... flott að hafa svona fínan annan hvítasunnudag til að lengja helgina.
Fórum lítið í heimsóknir, 2x í Norró og svo fór einn dagur í Húsavíkurferð... Siggi með Arnþóri og Hafþóri frændum sínum í golf og Þorlákur og Ingibjörg fengu að fara með :D agalegt sport.
Yndislegt veður alla helgina og það var smá sjokk að koma heim í Kópavog í 9 stiga hita og skýjað :S en sumarið er komið, kemur bara og fer smá aftur :þ.
Litla sæta frænka nefnd í gær og á að heita Álfhildur Ester, flott nafn á yndislega prinsessu. Hilla frænka var frekar mikið montin á Akureyri í gær :D. Svo verður Álfhildur Ester skírð í Akureyrarkirkju 13. júní.
Ég fer norður 12. júní, ein og sér keyrandi, fer í skírnina 13. og svo í stúdentsafmælisskemmtanir 14. og 15. júní og heim aftur 16. júní af því að ég get ekki hugsað mér að vera annars staðar en með börnunum mínum og Sigga á 17. júní :þ enda hef ég ekki orku í 3 daga fagnaðarlæti yfir því að 15 ár séu liðin frá því ég var stúdent.

Jæja... ætla að leggjast inn í rúm og hvíla mig smá og lesa áður en Siggi kemur heim með kvöldmatinn :D svo vel gift :D

kv
Kristín E.
25 vikur... bara 15 vikur eftir :D (ekki að ég sé að telja niður, bara auðvelt að reikna þetta hehehe)

Sunday, May 24, 2009

Nokkrir punktar

HæHæ.....
er svo þreytt alltaf á kvöldin að ég bara kem mér ekki nema örsjaldan í tölvu, sorry :þ.... en hér eru nokkrir punktar
  • ormagormarnir orðnir 5 ára.... og eru alltaf jafn yndisleg og stórkostleg og frábær.... myndir á facebook úr afmælinu og væntanlegar (vonandi sem fyrst) á barnanetið
  • búin að eignast yndislega frænku.... sem kom í heimsókn til okkar í gær, fyrsta skiptið sem hún fór í heimsókn.... foreldrarnir og bræðurnir fengu að koma með
  • litla frænka búin að kúka á mig.... sem hún má alveg gera aftur ef hún vill enda er hún yndisleg :o)
  • hætt að æla!!! (vonandi alveg alveg hætt) eftir að ég fékk betra magalyf :þ og hætt með brjóstsviðann líka!!! snilld
  • gormur dugleg/ur að hreyfa sig.... mamman farin að róast yfir þessari meðgöngu heheheh
  • búin í 20 vikna sónar og allt leit vel út.... vildum ekki vita kynið, óþarfi að kíkja í pakkann fyrr en hann opnast hehehhe
  • kannski norður næstu helgi, á eftir að ákveða og heyra í múttu og svoleiðis, kemur í ljós
  • 15 ára stúdent í júní, fer norður þá... alein :S var að vona að kallinn kæmist með en það gengur víst ekki þannig að ég fer í nokkurra daga húsmæðraorlof hehehe

Jæja.... ætla að leggja mig smá, börnin í heimsókn hjá Söru á efri hæðinni og þá á að nota tímann í að slaka á :þ

kv
Kristín latibloggari.... 24 vikur á morgun :D

Wednesday, March 4, 2009

LoksinsLoksinsLoksins :o)

Já elsku kæru tryggu lesendur síðunnar, það kom að því... ég er að blogga.

Sit hér í tölvu hjá Möllu systur og fékk að laumast í tölvuna, er í fríi í dag... á svo hrikalega mikið frí, aumingja ég hehehe, og Malla er farin að vinna hálfan daginn þannig að það er eðalfínt að kíkja til hennar og sníkja smá nasl :þ

En ástæðan fyrir þessu bloggleysi mínu er einfalt, síðustu 5 vikur hafa farið í hálfgerð veikindi hjá mér, er búin að æla og æla og vera hundslöpp og þreytt.... en af yndislegri ástæðu. Við Siggi komumst að því 20. janúar að ég er ólétt!!! Já ekki lýg ég því..... fengum smá sjokk þegar prufan varð jákvæð og komst strax í sónar daginn eftir (af því að ég þekki svo dásamlega lækna :o) ) og var þá komin 6 vikur og 2 daga á leið... og ekki í minna sjokki.
Við fórum í glasameðferð í október sem tókst ekki, áttum að fara aftur í mars en í byrjun janúar sendi ég þeim mail og afpantaði meðferðina, treysti mér bara ekki í fleiri meðferðir í bili.... en þessi meðferð hefur haft svona fín áhrif á okkur og við svona hrikalega heppin að þetta bara gerðist heima!!! Ótrúlega gamaldags reyndar hehehe

Í morgun fór ég svo í sónar, komin 12 vikur og 2 daga og áætluð mæting nýjasta fjölskyldumeðlimsins um miðjan september. Í kvöld ætlum við svo að segja tvíbbalingunum fréttirnar, þau eru alveg undrandi á því að mamma sé enn með gubbupest, af hverju ég sé alltaf lasin.... og reyndar af hverju bumban mín sé svona stór, búin að fá spurninguma "ertu kannski með barn í bumbunni" nokkrum sinnum heheheh en hef svarað neitandi til þessa.

Við Siggi erum sem sagt alveg í skýjunum.... þegar ég trúi þessu :þ og krepputal og annað leiðindi fer bara inn um annað og út um hitt!!!

Nú bara vona ég að heilsan fari að skána, svo ég geti farið að halda heimili aftur (Sigginn þarf að sjá um ALLT á heimilinu þar sem ég ligg bara eins og klessa eftir að ég kem heim úr vinnunni :S) og þá kannski get ég líka farið að hitta fólk aftur, búin að missa af saumaklúbbum, matarboðum og partýi vegna slappleika..... en af góðri ástæðu.

Jæja.... ætla að reyna að verða duglegri að blogga næstu vikur
Takk fyrir þolinmæðina
kv
Kristín E.

ps... Ádda, bíð spennt eftir súkkulaðisírópinu :D