Sunday, December 13, 2009

JólaJóla.....

HæHæ
stutt blogg.... ekki beint jólalegt úti þó nú sé 13. desember, 9 stiga hiti og reyndar ekki rigning núna en allt frekar blautt :S
Komin með jólaseríur í barnaherbergisgluggana og stofuna og jólastjörnu í eldhúsgluggann... verða að henda upp fleiri seríum til að fá smá jólastemningu :o)
Margrét dafnar vel, svo dugleg þessi litla snúlla. Hún er farin að sofa allar nætur, vaknar oftast um kl 7 til að drekka :o) og sofnar þá aftur. Er hætt á magalyfinu og farin að brosa og brosa og spjalla svo mikið við okkur, líður greinilega betur. Hún er svo sterk að sitja, gæti setið sjálf ef hún hefði jafnvægi en er ekki eins klár á maganum, enda bakflæðisstelpa... en þar sem bakflæðið er að skána þá er henni hent á bak og maga stanslaust til að styrkja hana.

Smá um jólasveinana, Stekkjastaur kom fyrstur, aðfaranótt laugardags og færði þeim stóru bangsímon og félaga súkkulaðimola... rjómasúkkulaði og hvítt súkkulaði og það kom í ljós að þeim finnst hvítt súkkulaði ekki gott :S eins og vel flest annað nammi :S vilja helst bara súkkulaði og ekkert vesen :þ
Giljagaur kom annar og var verulega hugulsamur, færði Þorláki 3 pör af Ben 10 sokkum sem vakti mikla lukku (hann er skyndilega voðalega hrifinn af Ben 10, veit ekki af hverju) og Ingibjörg fékk þrjú pör af Hello Kitty sokkum, með vetrarmyndum :o) og var jafn vel tekið og Þorláks sokkum.

Búin að baka 3 sortir, kókostoppa, rístoppa og smjörkökur og mamma sendi kókoshringi, piparkökur, mömmukökur (sem ég bakaði með henni), loftkökur og hvíta og brúna tertu og svo tók ég þátt í laufabrauðsgerð fyrir norðan í lok nóvember :o). Lilla sendi okkur kleinur :D sem eru svo góðar.
Farin að gera eitthvað gáfulegra, í dag á að baka, þrífa, þvo þvott, pakka inn jólagjöfum og skreyta (á bara eftir að kaupa 3 gjafir og aðeins í ábót handa Sigga :o) ).
kv
Kristín

No comments: