Monday, December 21, 2009

Meira jólasveina

Bjúgnakrækir kom færandi hendi með 5 skrímslanaríur handa gaurnum og 5 ballerínunaríur handa prinsessunni :o)

Gluggagægir mætti með náttföt, star wars handa afskaplega ánægðum dreng og barbie handa sælli stúlku :o)

Jólaundirbúningur gengur bara vel... kláruðum að gera jólaísinn í gær, ömmu Dúu ís (vanilluís) og tobleroneís líka :o) Keypti líka skírnarservíettur, kerti og smá skraut fyrir skírnina í gær.

Farin að sauma
kv
kr.e.

3 comments:

Anonymous said...

Gott að finna þig á blogginu. Góða nótt frá frænku í Germany.P.s. -gekk flugið vel hjá mömmu þinni? Hún er svoddan óheillakráka í ferðunum milli Akureyrar og höfuðborgarinnar. Bið að heilsa þeim. Og ykkur.

Kristín E. said...

Flugið gekk glimrandi vel hjá mömmu :o) pabbi kom 3 klst seinna og lenti í seinkun, var á fleygiferð á flugbrautinni á leiðinni í loftið þegar þeir stoppuðu vélina, fengu einhvern error :þ en svo var það bara skoðað og þau öll í loftið og allt gekk vel :o)

Anonymous said...

Það gekk sem sé eins og stundum fyrr haha. En samt var þetta ekki neitt slæmt. Til allrar lukku.Mér skilst að skýrnin sé í dag. Hugsa til ykkar og vona að þið séuð hamingjusöm með stóra barnahópinn ykkar. Hlakka til að sjá myndir!Þín ÁDDA.