Saturday, July 12, 2008

Helstu fréttir... og svo farin norður í sumarfrí :D

HæHæ...
já ég veit... ég er lotubloggari hehehe blogga annaðhvort daglega eða ekkert í 2 vikur :þ...

Nú blogga ég í dag og svo sennilega ekki aftur fyrr en um miðjan ágúst. Á mánudag er nefnilega stefnan tekin á Mývatnssveitina, mamma og pabbi eru þar og ég ætla að skella mér á norðurlandið í sumarfrí. Byrjaði reyndar í fríinu á föstudag og verð sko í heilar 5 vikur, hef aldrei áður tekið svona langt frí í einu og hlakka þvílíkt til. Ég fer sem sagt aftur að vinna 18. ágúst!!! Ætlum að hafa það þvílíkt huggulegt í fríinu, aðallega í afslappelsi og útiveru með börnunum og því búin að panta gott veður (ekkert smá bjartsýn hehehe) en annars finnst krökkunum ekkert verra að vera úti í rigningu þannig að þetta kemur bara allt í ljós.

Frá verslunarmannahelginni eigum við bústað á Illugastöðum í Fnjóskárdal, ætla að birgja okkur vel upp fyrir vikuna og vera bara þar í rólegheitum, ekki að eyða bensíni í að rúnta fram og aftur eins og þegar við vorum þar fyrir 2 árum hehehe enda kostaði bensínið helmingi minna þá en núna!!!


En allavegana, það sem helst ber til tíðinda er fæðing litla drengs Þóru og Völundarsonar. Drengurinn er þvílíkt yndi, fæddist á 2 ára brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Þorlákur er búinn að nefna hann, þau mega sko velja á milli tveggja nafna... Þorlákur eða Þorlákur Völundur!!! mjög þjált nafn fyrir Bahamas hehehe Við erum búin að reyna að útskýra fyrir honum að foreldrar hans velji nafnið en hann bara bakkar ekkert með þetta, þannig að við ætlum bara að salta þetta mál í bili og tökum það upp aftur þegar foreldrarnir eru búnir að nefna/skíra gorminn :þ Hér er ein mynd af litla sæta Þorláki Völundi þegar hann var 2 daga gamall, ég fékk að kíka í heimsókn á sjúkrahúsið :D.


Algjört bjútí... ekki spurning. Sáum hann líka aðeins í dag, Siggi var að laga tölvu fyrir þau og við fengum að fara með og skila henni :D.. notum öll tækifæri til að hitta stubbinn.

Síðustu helgi fórum við í útilegu með fullt af tvíburaforeldrum, vorum samtals 8 fullorðnir og 8 4. ára börn, 6 strákar og 2 stelpur. Ekkert smá gaman. Ætluðum að fara í Hraunborgir og tjalda þar en þar sem þetta var stærsta ferðahelgi ársins og veðurspáin góð þá leit það ekki sérstaklega vel út... en svo vel vildi til að foreldrar Sigurlaugar eiga bústað við Gíslholtsvatn (aðeins lengra en Þjórsárbrú) og hann var laus þessa helgina, þannig að á föstudegi fóru Sigurlaug, Palli og synir með fellihýsið sitt, Guðrún, Bjarki og synir með fellihýsið sitt og svo Ágústa, Raggi og börn sem fengu að gista inni í bústaðnum, á staðinn :o). Ég var á 22 tíma vakt á föstudeginum en náði að sofna um leið og ég kom heim á laugardagsmorgninum og svaf til 12:30 og Siggi skellti sér svo í búðina meðan ég tók mig til og svo bara allt út í bíl og af stað. Komin af stað um kl 14:30 sem mér finnst nú bara ansi gott.
Þetta var yndisleg helgi, frábær aðstaða í bústaðnum og tjaldið okkar var bara ekki svo slæmt... í minningunni var það orðið hálf sjúskað en það var bara rennilásinn á fortjaldinu sem er hálf ónýtur á annarri hliðinni, en Ásta Birna saumaði hann saman fyrir nokkrum árum þegar þau fengu tjaldið lánað :o).
Börnin höfðu nóg við að vera, voru ótrúlega góð saman. Risastórt trampólín, sandkassi, dúkkuhús og svo auðvitað nóg af náttúru... fín hæð við húsið þar sem hægt var að fara í fjallgöngu, sáum þau alltaf frá bústaðnum og þetta eru bara mosavaxnar þúfur og ekkert grjót þannig að þó þau væru alltaf að detta í þúfunum þá héldu þau bara áfram :o). Svo var brekkan niður að lóðinni notuð sem rennibraut :o) yndislegt.

Þetta var sem sagt frábær helgi og vonandi getum við sem fyrst farið aftur með tvíburaforeldrunum í útilegu... og vonum að Hildur og Sigrún komist þá líka með.

Jæja... ætla að fara að leggja mig... var að setja yfir 400 myndir inn á barnanetssíðuna, 7 mánaða skammtur takk fyrir!!! Njótið vel og vonandi munið þið lykilorðið... það er millinafnið hans pabba en ekki með stórum staf.

Farin í frí.... efast um að ég komist í tölvu í Mývó en fæ að stelast í pabba tölvu á Akureyri ef ég verð eitthvað þar.
Hafið það gott
kv
Kristín