Sunday, August 30, 2009

Ný mynd

Við hjónin fundum loksins græjuna til að tæma kortið á myndavélinni.... þannig að hér kemur ný mynd. Myndin var tekin 24. ágúst, þá var ég komin 37 vikur á leið með gormus.... 38 vikur á morgun :þ



Heyrumst
kv
Kristín E.

Wednesday, August 5, 2009

MYND :þ


Ein mynd fyrir ykkur sem ekki eruð á facebook... þessi mynd var tekin í Heiðmörk 2. ágúst, þá var ég komin 33vikur og 6 daga á leið með litla gorminn okkar :o)


Mæðraskoðun

HæHæ..... stanslaus blogg :þ og bara Malla systir sem les heheheh

Í morgun var mæðraskoðun og allt leit vel út.... reyndar svolítið blóðlaus en í kvöldmatinn var soðið slátur, kartöflumús, léttsoðnar gulrætur og brokkolí og vatn með og svo appelsína í eftirmat.... allt til að auka járnupptökuna úr slátrinu og brokkolíinu :þ

Blóðþrýstingurinn fínn auðvitað og bjúgurinn sem birtist um daginn er nánast horfinn :o) Gormurinn á haus, hausinn á réttum stað en ekki skorðaður enn.

Legbotninn aðeins yfir meðaltali eins og frá byrjun þrátt fyrir að ég heyri oft að ég sé "svakalega pen" heheheh

Jæja.... spurning hvað sé langt í næsta blogg :þ
kv
Kristín E.
34v 2d

Monday, August 3, 2009

úbbbbs

Var ég ekki að lofa að blogga almennilega í byrjun júní... og síðan hefur ekkert gerst :S
Þá bara blogga ég núna og lofa engu um framhaldið, kemur bara í ljós.

Sumarfríið hans Sigga klárast á morgun, hann tók fyrst 1 viku í frí og svo rúma viku :þ geggjað eða þannig, ég vildi helst að hann tæki 5 vikur samfleytt en það gekk ekki. Þorlákur og Ingibjörg voru í 4 vikna fríi sem lýkur á morgun, þau mega mæta í leikskólann eftir hádegi á morgun og eru orðin afskaplega spennt að hitta alla vinina aftur.
Fyrstu sumarfrísvikuna vorum við hér heima, máluðum m.a. pallinn, garðhúsgögnin og ruslatunnuskýlin fyrir húsfélagið og höfðum það afskaplega gott. Svo fór Siggi að vinna, ég í skoðun á mánudegi og skellti mér svo norður með börnin og pabba á þriðjudegi, keyrðum alla leið í Mývatnssveit. Ferðin gekk vel og gott að þurfa ekki að japla á sjoppufæði, ég var búin að smyrja samlokur og var meira að segja með kaffi á brúsa fyrir pabba... sem vakti lukku :o)
Yndislegt í Mývó auðvitað, þó ég hafi lítið getað gert með börnunum, annað en undanfarin ár. Helga Margrét var barnapían mín og var afskaplega dugleg með þau úti í drullubúi en svo voru þau orðin svo sjóuð í þessu öllu og búin að læra á Skufsu (hundinn hans Kára í Garði) að þau gátu bara verið ein úti. Helga fór líka með mér í sundferðir, munur að hafa aðstoð :o).
Gilli mágur fór með þau á Hverfjall, sem þeim fannst ekki slæmt, og svo var eitt stykki ættarmót þar sem afi Einar tók þau með í langan göngutúr með ættingjunum meðan ég sat og beið með þeim sem ekki voru gönguhæfir.
Svo kom Siggi og þá var meira synt auðvitað en svo skellti hann sér til Húsavíkur á golfmót og við sóttum hann 2 dögum seinna og fórum þar í sund (alltaf í sundi :þ). Vorum svo 2 nætur í Mývó í viðbót, og náði Siggi að fara með börnin og afa Einar í Dimmuborgir og gistum svo eina nótt á Húsavík þar sem við hittum m.a. langömmu barnanna (Öddu ömmu) og nýjasta ættingjann, hann Daníel Snæ sem fæddist 13. júlí.... ekkert smá sætur og stór strákur, heilir 56cm og þar með 15cm lengri en þegar Ingibjörg fæddist hehehe. Siggi er ömmubróðir Daníels Snæs.
Svo komum við okkur heim í blíðuna, búið að vera ansi kalt í Mývó þó það hafi lítið truflað okkur, svolítið spes að lenda í hagléli og horfa á snjó í fjöllum í júlí.... en það var ekki svo slæmt á daginn þangað til það fór að rigna :þ
Verslunarmannahelgin bara róleg, fórum í bústaðinn til Didda og Sigynar á laugardag, sátum þar í 4 tíma í sólbaði meðan börnin léku sér við Diddana þrjá, fengu m.a. að vaða langt út í Álftavatn og sulla í vatninu úr heita pottinum og Sigyn skellti í vöfflur sem við borðuðum úti. Það var svo gaman að ÞS og IS vildu helst fara aftur næsta dag. Í gær, sunnudag, fórum við hins vegar í Heiðmörk og höfðum það huggulegt í sólinni með nesti.

Í dag er ég komin 34 vikur á leið, jafn langt og þegar Þorlákur og Ingibjörg fæddust og litli gormur ekkert að fara að láta sjá sig.... enda svolítið meira pláss fyrir eitt barn í minni bumbu en tvö börn. Hins vegar er það auðvitað heilmikill áfangi að ná þessum degi :D ekki síst þar sem ég er búin að vera stillt og prúð að gera ekkert í heilar 8 vikur núna!!! sem er mun erfiðara en það hljómar.
Nú fer maður að gera klárt fyrir nýja barnið, búin að kaupa kommóðu fyrir fötin hans Þorláks þannig að skiptiborðið losnar fyrir dúllufötin og þá verður hægt að fara að þvo þau og dúllast í því. Lítið verður keypt nýtt fyrir þetta barn þar sem nóg er til af fötum og fullt af yndislegu fólki í kringum okkur sem er tilbúið að lána okkur ýmislegt.
Ég er reyndar búin að kaupa litla sæta sæng og ætlaði að kaupa snuddur en þær eru allar ýmist bleikar eða bláar í pakka þannig að það verður bara keypt þegar gormur litli fæðist. Svo þurfum við að fá að máta bílstólinn sem við fáum lánaðan í bílinn okkar og sjá hvort það gangi ekki og barnavagninn í skottið... þetta kemur allt.

Jæja... orðin þreytt í höndunum á að teygja mig í lyklaborðið, bumban orðin svo stór og ég ligg í sófanum með tölvuna á lærunum.

Kannski blogga ég aftur í vikunni.... KANNSKI :þ
kv
Kristín
og 34 vikna bumbugormur