Tuesday, June 24, 2008

Afmælisdagur Gísla :o)

Já... í dag á Gilli mágur afmæli, til lukku með daginn elsku Gilli.
Ég fór aðeins að hugsa þetta.... kynntist Gilla fyrst sennilega sumarið 1988... eða hitti hann fyrst þá þegar hann og Þorgerður systir voru að byrja að vera saman.

Ein skemmtileg minning er þegar þau sátu í bílnum hans Gilla fyrir utan Steinahlíðina í lengri lengri tíma og mömmu og pabba fannst tími til kominn að Þorgerður kæmi inn að sofa. Ég var send að sækja hana og auðvitað þorði ég ekki út þannig að ég bara blikkaði ljósinu í forstofunni hehehe.

Gilli er eiginlega meira eins og bróðir minn en mágur minn enda búin að þekkja hann svo hrikalega lengi. Ég var bara nýfermd sumarið 1988!!!

Svo fór ég að hugsa meira og man eftir ferð sem ég fékk að fara með þeim Þorgerði og Gilla í Ásbyrgi, man ekki hvaða ár en þetta var ferð farin út af afmælinu hans Gilla. Ég fékk að koma með!!! takið eftir... og var ekkert smá ánægð með það. Þetta var æðisleg ferð, ég gaf Gilla Benetton rakspíra í afmælisgjöf, í svörtu boxi, sexhyrnt.... og þetta var sennilega í fyrsta skiptið sem ég fékk að fara eitthvað með þeim tveimur, ótrúlega spennandi.

Svo man ég eftir ferð sem ég fór með þeim tveimur og Erin frænku okkar... á rosalega flottar myndir (á pappír en ekki digital :S) af okkur á gömlu brúnni yfir Skjálfandafljót hjá Goðafossi, Gilli með brúnu stóru gleraugun sín með plastumgjörðinni (voru enn stærri en þau sem Þorgerður átti hehehe) en hann var auðvitað með gleraugun á hvolfi hehehe.

Svo var alltaf svo spennandi að koma til þeirra í Norðurgötuna, þau í sinni eigin íbúð ótrúlega flott :þ. Passaði stundum elsku litlu Hildi mína og fékk að gista á svefnsófanum í stofunni, rosalega spennanid.

Svo bara flutti ég suður og hitti þau ekki eins mikið en svo fluttu þau hingað í hverfið til mín :o) þvílíkt lán..... og hann þarf að búa við það að ég og mín fjölskylda æðum inn um allt í Funalindinni ansi oft :þ
Til lukku með daginn elsku Gilli
kv
Kristín litla mágkona

Komst að því að ég á voðalega fáar myndir af Gilla,
þarf að bæta úr því en hér er hann með konunum sínum og Degi Elís
á fermingardegi Hildar Valdísar

Saturday, June 21, 2008

Laugardagur :o) og enn sól :D

HæHæ.... bara alltaf að blogga :þ
Í gær var ég að vinna, 22 tíma vakt en ég fékk að taka langan kvöldmat þar sem okkur var boðið í grill hjá Völla og Þóru. Tilefnið var að Isabel og Morgan sem við hittum á Bahamas eru á landinu, gaman að hitta þær mæðgur aftur. Þar voru líka Hreinn, Olga og börn, Arna systir Þóru, Siggi maðurinn hennar og synir, Ólöf mamma Þóru og Palli Rós og Rut.... rosalega fínt og ekkert smá gott að slíta vaktina aðeins í sundur og fá grillaða almennilega hamborgara :o).
Svo var það bara vinnan, nóg að gera eins og alltaf... svaf í um 2 tíma.
Því næst kom ég bara heim og svaf til um 13, þá voru börnin á leiðinni út, voru úti á róló í lengri lengri tíma og fóru svo að leika sér í garðinum (fóru líka í morgun... þá að hjóla), voru í yfir hálftíma að klifra upp á steininn í garðinum og syngja :o) og voru úti til um 15:30 þegar við fórum hjólandi í kaffi til Möllu, hún var að baka skúffuköku og bauð okkur og við ákváðum að fara bara hjólandi. Fengum hjólavagninn sem nágrannar okkar eiga lánaðan og hjólið þeirra með svo það þyrfti ekkert að færa vagninn. Rosa fjör og góð skúffukaka og æðislegt veður á pallinum hjá Möllu. Ætluðum svo að fara að koma okkur heim og í búð að kaupa í kvöldmatinn þegar Malla bara bauð okkur í kvöldmat, Össi grillaði folald og pylsur jummí. Ég át alveg yfir mig og átti svo eftir að hjóla heim hehehe en það bara gekk vel og nú eru börnin vonandi sofnuð inni í herbergi.
Á morgun er planið að taka daginn tímanlega og skella sér í sund, hjólum væntanlega saman öll fjölskyldan, eða að ÞS og IS hjóli og við löbbum með, kemur í ljós.

Læt hér fylgja með 3 myndir frá 17. júní, til vitnis um að Þorgerður mín hafi verið með á Rútstúni hehehe fyrst ég gleymdi henni í 17. júní blogginu heheheh

Góða helgi
kv
Krizzza

Siggi og Ingibjörg sæta á Rútstúni


Ég og mömmustrákur... að borða snúða... hann hertók einn pokann og át og át :þ


Gilli, Þorgerður og Dagur Elís í blíðunni

Thursday, June 19, 2008

Smá breyting

Já... smá breyting... golfarinn sem ætlaði ekki að mæta á golfmótið á Englandi hætti við að hætta við og því er Siggi væntanlega ekki á leiðinni til Englands að spila golf :S.
Hjörvar greyið alveg miður sín yfir þessu en Siggi bara hress eins og alltaf... alveg sáttur auðvitað :þ
Ég reyni bara að vera dugleg að hleypa honum á golfvöllinn í staðinn, ekki gengur annað.

Í gær sótti ég gormana í leikskólann, hitti þar Guðrúnu Ólu sem var á leiðinni á rólóinn bak við húsið okkar að hitta þar Ágústu með sína krakka. Ég mætti auðvitað líka og sat í sólinni og brann smá... gleymdi alveg að fá mér sunblock enda kaldur vindur þó það væri hlýtt í skjóli :þ Rosa gaman og þessi 6 börn okkar léku sér vel saman, stefnum á svona hitting á róló aftur á næstunni.

Tengdamamma og Tinna Ösp komu svo í mat og fengu hjá okkur grillað lambalæri og tilbehör... ljómandi fínt.

Jæja... ætla að fara að leggja á borðið, afgangar frá því í gær og í fyrradag :þ bara veisla hehehe
og svo vakt á morgun, fyrst tannlæknir :S
Takk fyrir kommentin... ekki síst frá litlu uppáhaldsfrænku á Akureyri, kíki við hjá þér í dónabúðinni þegar ég mæti í sumarfrí hehehe
kv
Krizzza

Wednesday, June 18, 2008

Hmmmmmm

Já elsku Þorgerður mín, gleymdi að minnast á að þú, Gilli og Dagur Elís voruð auðvitað með okkur á Rútstúni í gær... var bara búin að skrifa svo mikið og átti að vera farin að elda... Siggi reddaði því :S.... er smá brunnin eftir sólina í gær, hélt að ég væri ekkert brunnin en er smá rauð á bringunni og svo sveið svolítið mikið framan á sköflungana á mér í sturtunni í morgun hehehe tók ekkert eftir því í gær en ég er sem sagt rauð framan á.... upp á miðjan sköflung um það bil og svo hvít þar fyrir ofan hehehe var í leggings :þ

Gleymdi líka að segja frá því að ég fór með fjölskylduna mína í Blóðbankahlaupið í síðustu viku... hef aldrei áður farið en þetta er árlegt hlaup á Alþjóða blóðgjafadeginum. Veðrið var bara svo gott að við skelltum okkur og svo var ekki verra að eftir hlaupið var boðið upp á grillaðar pylsur... alltaf gott að fá frían kvöldmat í kreppunni hehehe Þorlákur og Ingibjörg voru svo hrikalega þreytt að þau voru bara í kerrunni.... vegna veðurs fóru þau með deildinni sinni á leikskólanum í strætó í Guðmundarlund (hluti af Heiðmörk í landi Kópavogs, við hæðina sem húsið okkar mun rísa!!!) og voru þar nánast allan daginn, fengu hádegis mat þar og allt hreint.... og höfðu því ekki orku í göngutúr :þ
Hlaupið gekk vel, pylsurnar fínar og börnin sofnuðu vel eftir allt saman.
Um kvöldið bauð ég Þorgerði systur í sund með mér í Laugardagslaug (Malla var búin í sundi þann daginn og var því ekki boðið með :þ). Við reyndar snerum nærri því við á bílastæðinu, sáum þar tvo menn koma gangandi annar með bolinn yfir hausinn á sér... við auðvitað "nei er verið að steggja einhvern" en svo voru þetta tveir útlendingar, töluðu hátt á hrognamáli og fóru að berjast þarna á bílastæðinu!!! Við bara hörfuðum frá og ég hringdi í lögguna sem var nú frekar afslöppuð yfir þessu öllu.... svo fór annar gaurinn upp í bíl og keyrði í burtu en hinn bara inn í afgreiðsluna og talaði þar við starfsmann, fór með starfsmanninum út og við héldum að hann væri bara farinn... þangað til við sáum hann við heitu pottana rétt áður en við fórum upp úr sundinu aftur... sáum lögguna aldrei koma :S

Eftir sundið langaði okkur í ís og Þorgerður dreif mig vestur í bæ í ísbúð rétt hjá Melabúðinni þar sem hægt er að panta nýjan ís og gamlan ís, gamli ísinn er líkur Brynjuís en samt ekki eins :þ. Stóðum þar heillengi í röð og voru alveg að frjósa... og komumst að því að það er búið að opna aðra svona ísbúð á Grensásvegi.... vitum af því næst.

Og eitt enn sem ég átti eftir að skrifa um.... fyrir einhverju síðan, kannski 2 vikur, kannski meira kannski minna.... er ekki með tímaskyn í lagi :S þá fengu ÞS og IS að fara alveg sjálf og velja sér föt og borga alveg sjálf fyrir með peningum sem þau fengu í afmælisgjöf. Ég ætlaði upphaflega að nota þennan pening til að borga niður Visa-reikninginn eftir H&M ferðina í Stokkhólmi en ákvað að leyfa þeim frekar að kaupa eitthvað sem þau langaði í. Fórum í Hagkaup og þar voru til Henson Latabæjargallar sem þeim finnst auðvitað æði. Þau fóru á sinn hvorn kassann og borguðu alveg sjálf, rosalega stolt... og fóru svo í Toys r´ us og keyptu sér smá dót fyrir afganginn :þ

Jæja....
þarf að hunskast út í góða veðrið og sækja börnin, tengdamamma og Tinna Ösp væntanlegar í kvöldmat... Siggi ætlar að elda lærið sem við ætluðum að hafa í gær, frestuðum því um einn dag svo við gætum verið lengur á Rútstúni :þ

Takk fyrir öll kommentin, þið eruð yndi :D
kv
Kristín.... með styttra blogg en áður jeijei

Tuesday, June 17, 2008

Næsta brúðkaup, fjölskyldudagur, Þjóðhátíð og fleira

JáJáJá... ég veit.... ég er alltof léleg að blogga :S.... sem er sennilega af því að ef ég blogga þá er það þvílík langloka að ég er svo lengi að skrifa að ég gef mér ekki tíma í það :þ
En allavegana... kominn tími til.
Í dag er 17. júní... ekkert smá frábær 17. júní... en skrifa um það síðar... ætla að byrja á að skrifa um brúðkaupið sem við hjónin fórum í þann 7. júní. Þá voru Hildur Ýr og Öddi að gifta sig... ég kynntist þeim fyrir tæpum 4 árum, sumarið 2004, fyrir hálfgerða tilviljun. Ég og Siggi eignuðumst Ingibjörgu og Þorlák og fórum á foreldranámskeið til að undirbúa okkur undir komu tvíburanna. Þar hittum við Guðrúnu Ólu og Sigrúnu sem eignuðust sína tvíburastráka í júlí og ágúst 2004. Guðrún Óla á vinkonu sem var með stelpuna sína á vökudeild á sama tíma og við og því komumst við í samband við hana. Ágústa sem eignaðist sína tvíbura í júlí var með mér í öðrum spjallhóp og líka Sigurlaug. Ég, Ágústa og Guðrún fórum að hittast með börnin í göngutúrum og í einum slíkum rákumst við á Sigrúnu sem býr í næstu götu við okkur Sigga. Sigurlaug sem eignaðist sína stráka í júlí fór að hafa samband við Guðrúnu og Ágústa og Hildur Ýr , sem eignaðist sín börn í júlí, bjuggu rétt hjá hvor annarri og hvort þær voru ekki á sama foreldranámskeiði.
Allar þessar tilviljanir urðu til þess að þessar 6 tvíburamömmur fóru að hittast í göngutúrum og svo í heimahúsum með börnin með sér. Yndislegir hittingar sem voru til þess að draga hver aðra í göngutúr og svo í heimahús þar sem hægt var að ræða saman, stynja saman, brosa saman og skilja hver aðra!!! Þegar börnin voru orðin rúmlega eins árs hættum við að hittast með börnin með okkur (enda 12 börn!!! 9 strákar og 3 stelpur) og fórum að hittast á kvöldin í "saumaklúbb" og höfum haldið því áfram síðan, nú eru að verða komin 4 ár frá því við hittumst fyrst allar saman. Við höfum reyndar tvisvar hist með öll börnin og alla karlana líka, eða þá sem hafa komist, því að Hildur Ýr er danskennari... kennir Þorláki og Ingibjörgu að dansa.... og gat því boðið okkur að hittast í salnum þar sem danskennslan fer fram. Gerðum það í jan/feb bæði á þessu ári og í fyrra... gekk ótrúlega miklu betur á þessu ári enda börnin öll að verða 4 ára.

En þetta er sem sagt forsagan að þessu öllu... fullt af yndislegum tilviljum sem leiddu okkur allar saman og svo ákváðu Hildur Ýr og Öddi að gifta sig og þau buðu öllum þessum tvíburamömmum og mökum að njóta dagsins með þeim. Ágústa og Raggi komust ekki, þau voru erlendis en við hinar gátum allar mætt og karlarnir með okkur.
Hildur Valdís mætti til að passa fyrir okkur, athöfnin var kl 18 og veislan strax á eftir. Athöfnin var auðvitað yndisleg, séra Pálmi gifti þau (sem fermdi mig) og Regína og Friðrik Ómar sungu í kirkjunni. Regína fyrstu tvö lögin en svo kom Friðrik Ómar og söng "Hún hring minn ber" og Regína aðeins með honum og þetta var svo stórglæsilegt hjá þeim að þegar þau voru búin að syngja lagið fóru bara allir ósjálfrátt að klappa!!!
Veislan var svo haldin á 20. hæð í Turninum við Smáratorg, höfum aldrei komið þangað áður. Glæsilegur salur og hrikalega skondið að horfa út um gluggann og niður á húsið okkar... sem stendur uppi á hæð :þ. Maturinn var hrikalega góður, Siggi Gísla vinur Völla Snæs er yfirkokkur þarna og stóð sig auðvitað vel, hörpuskel í forrétt, hreindýr í aðalrétt og súkkulaðikaka frá Hafliða í Mosfellsbakaríi í eftirrétt.
Skemmtiatriðin ljómandi. Þau afþökkuðu allar gjafir og vinir Ödda gáfu honum í staðinn skemmtiatriði, Jónsi kom og söng og skemmti. Við tvíburamömmurnar gáfum SOS-barnaþorpunum pening í þeirra nafni svo við kæmum ekki alveg tómhentar. Sigurlaug og Guðrún skelltu saman ræðu við borðið en fyrst fór Guðrún Óla og söng eitt lag án undirleiks fyrir þau tvö, fór aðeins á klóið til að æfa sig :þ alveg óundirbúið fram að því... og stóð sig ekkert smá vel :D Svo voru fleiri ræður og svo var auðvitað sýndur dans... í kjólum sem Hildur Ýr dansaði í fyrir yfir 20 árum síðan!!! Svo mætti hljómsveitin, Milljónamæringarnir og Margrét Eir og Raggi Bjarna sungu. Tvíburaforeldrarnir voru komnir í þvílíkt stuð, með Mojito og fleira og dönsuðum og dönsuðum. Svo skelltum við okkur heim til Sigrúnar.... tók reyndar sennilega um 30-40 mínútur að fá leigubíl en það tókst.... og svo eftir stopp þar þá skelltum við okkur heim, labbandi og pöntuðum svo leigubíl fyrir Hildi heim.
Rosalega gaman auðvitað og við ótrúlega hress daginn eftir miðað við allt :þ.

Svo man ég ekkert allt sem ég gerði eftir það, vaktir, saumaklúbbur hjá Brynju (Glerárskóla-saumaklúbburinn), átti að fara í Heiðmörk að grilla með Mývó-saumó en það endaði í sundferð (sem við urðum að sleppa af því að Þorlákur slasaði sig í leikskólanum þann dag og Þorgerður þurfti að líma sárið saman) og svo McDonald´s ferð á eftir sem við mættum í og höfðum gaman að.

Síðustu helgi áttum við rólega helgi, loksins :þ allar helgar frá því í byrjun maí búnar að vera planaðar í botn en loksins kom að helgi sem ekki var plönuð.... reyndar ætlaði ég að reyna að komast með börnin norður í Mývó í fermingu Huldu Maríu frænku minnar en það gekk ekki, því miður. Á föstudagskvöldið voru reyndar GogoLeikar í vinnunni hjá Sigga... liðið hans tapaði :( en hægt er að skoða myndband frá leikunum á YouTube, linkurinn er http://youtube.com/watch?v=5dvoR6gbGBI ef ykkur langar að skoða vitleysuna :þ. Á laugardeginum vorum við hjónin í letistuði, börnin frekar stillt, fengu morgunmat um kl 9:30 og svo sjónvarpið á eftir og við ekki á fætur fyrr en um 10:30!!! Sem sagt næstum því að sofa út :þ. Þá skelltum við okkur í sund, ÞS og IS hjóluðu á nýju hjólunum sínum (sem við keyptum í Byko nýlega, tvíhjól með hjálpardekkjum). Rosa stuð í sundi auðvitað, svo var smá hádegismatur eftir sundið, þau fóru aðeins að leika við Maríu vinkonu sína sem býr hér í götunni (hún og Sigrún sem er líka á gulu-lind á Dal búa í sama húsi en Sigrún var í útilegu og María því mikið að spyrja eftir ÞS og IS þessa helgi). Svo skelltum við okkur í Húsdýragarðinn, ekkert smá gott veður. Það var glampandi sól en ekki mikill hiti (um 12-14 gráður sennilega) en það var nánast alveg logn í Húsdýragarðinum og því vel heitt og gott á íslenskan mælikvarða!!! Við vorum þar nánast fram að lokun, sennilega í 3 klukkutíma, þau fóru 2 ferðir í hringekjuna og eina ferð í lestina. Fullt af nýjum dýrum auðvitað og fullt af fólki en samt enginn troðningur. Svo var bara leti á heimleiðinni, keyptum McDonald´s handa gormunum og KFC handa okkur í kvöldmatinn :þ. Svo fóru þau aðeins upp til Söru eftir kvöldmatinn (enda borðuðum við svo snemma) og svo voru það 2 verulega þreytt börn sem sofnuðu það kvöld um kl 8 eins og vanalega :þ.
Á sunnudeginum ætluðum við aftur í sund en það var bara leiðinlegt veður þannig að við vorum aðallega í afslappelsi, bakaði snúða.... og náði auðvitað að slasa mig við það. Var bara rétt að byrja, græjan á hrærivélinni uppi og ég teygði mig yfir skálina undir hnoðarann til að setja græjuna niður, nema hvað að ég ýtti á vitlausan takka, hnoðarinn fór að snúast og auðvitað beint á framhandlegginn á mér og stoppaði nánast þar enda var hendin bara alveg föst þarna undir :S Ég var nánast með gat inn í handlegginn og er með hrikalegan marblett á hendinni... OFURAULI!!! bara ofuraular slasa sig á hrærivélinni sinni hehehe.... náði að klára að gera deigið sem fékk svo að hefa sig lengi lengi meðan við Siggi gláptum á handbolta og fótbolta til skiptis og börnin léku sér. Snúðarnir enduðu bara sem eftirréttur eftir kvöldmatinn :þ

Í gær, vinna.... ekkert spennandi.... og svo er komið að því að skrifa smá um 17. júní.

Siggi fór aðeins í vinnuna í morgun, Jónas framkvæmdastjóri Gogogic á leiðinni í frí til Spánar og Siggi aðeins að komast inn í hlutina og klára smá í friði, gott að vinna þegar þeir eru bara tveir á staðnum.
Þegar Siggi kom heim vorum við alveg tilbúin að fara á Rútstún. Börnin komin í fín föt og ég til með aukaföt og nesti. Hafði með restina af snúðunum síðan á sunnudag úr frystinum, 6 kókómjólk, 4 appelsínusafa og 2 stútfullar flöskur af Soda Stream sódavatni.... sennilega eina Soda Stream nestið á staðnum hehehe. Svo auðvitað með fína teppið sem Ádda og Klaus gáfu okkur hér um árið, ullarteppi með plast/ál bakhlið þannig að maður verður aldrei rassblautur á því að sitja á því, algjör snilld sem vekur mikla athygli á Rútstúni á hverju ári!!
Fórum í skrúðgöngu frá MK yfir á Rútstún, börnin fengu að labba en nestið og aukafötin voru í kerrunni hehehe.
Dagurinn æðislegur, sennilega um 16 stiga hiti, glampandi sól en svolítill vindur en hann var á bakið á okkur og því allt ok. Ekkert eðlilega margir á túninu, hef aldrei áður séð svona fjölda þar á 17. júní, en við fundum okkur samt góðan stað í brekkunni þar sem við fylgdumst með skemmtiatriðum. Ég held að ég hafi ekkert brunnið enda búin að bera sólarvörn á alla fjölskylduna áður en við mættum á staðinn. Börnin fengu candy-floss (og fannst það ekkert spes hehehe) og svo átum við snúða, var með svo mikið að við náðum ekki að klára þá :þ sem er gott.

Svo bara erum við komin heim, er að fara að steikja hakk í kvöldmatinn og svo stefni ég á að skella mér í Reykjarvíkurhátíðahöld í kvöld, ætla með Þorgerði systur og reyna að sjá Ný dönsk og Þursaflokkinn þar og jafnvel að mæta aftur á Rútstún og klára daginn þar, kemur í ljós.

Siggi var að fá símtal frá Hjörvari vini sínum sem er orðinn svæðisstjóri Icelandair í London (nýfluttur út aftur, við heimsóttum þau til London þegar ég varð þrítug en svo fluttu þau heim og svo aftur út núna þar sem hann er orðinn svæðisstjóri). Icelandair halda alltaf (eða styrkja eða eitthvað svoleiðis) eitt stykki golfmót í júní á hverju ári. Siggi hefur verið "varamaður" undanfarin ár ef einhverjir afboða sig og það kom að því, mótið er í næstu viku og það er laust pláss fyrir Sigga, hann fer út á mánudagskvöld og kemur aftur á miðvikudagskvöld... ég þarf bara að reyna að redda þessu öllu, á að vera á bakvakt á mánudag og auðvitað að vinna 9-17 á þriðjudag en börnin eru með pláss á leikskólanum til 17. Reyni bara að breyta vaktinni og fá Þorgerði systur í að sækja börnin fyrir mig á mánudag/þriðjudag eða að fá að fara fyrr heim úr vinnunni í 2 daga, það kemur í ljós og ég veit að það reddast :o). Spennandi fyrir Sigga... sem er rétt að byrja í golfinu þetta árið, þarf að vera duglegur á golfvellinum fram á mánudag :þ

Jæja.... Siggi farinn að elda þar sem ég var svo lengi að blogga....
Gleðilega Þjóðhátíð allir sem nenna að lesa... reyni að hafa bloggið styttra næst :þ
kv
Kristín E.

Wednesday, June 4, 2008

Ingunn og Gísli gift, komin frá Sverige.. og fleiri fréttir :þ

HæHæ....
já ég er komin aftur frá Sverige, reyndar tæp vika síðan en það er búið að vera nóg að gera.... eins og vanalega hehehe
Ferðin gekk ljómandi vel...... hmmmmm átti víst eftir að skrifa um annað líka, byrja þar.
Helgina fyrir Sverige fórum við hjónin og börnin til Akureyrar. Láki frændi fékk far með okkur norður, hann var í Minneapolis með Dóra flug frænda okkar.. Dóri er flugstjóri og bauð Láka með sér af því að hann var í stoppi í Minneapolis, gaman að því :o). Ástæðan fyrir norðurferðinni var auðvitað að fara í brúðkaup Ingunnar og Gísla... en það var ekki fyrr en á sunnudag.... byrjunin fyrst.
Ferðin norður gekk vel, fengum okkur kvöldmat í Borgarnesi og börnin sofnuðu eftir það og sváfu alla leið. Svo skiluðum við Láka í Norró og þau vöknuðu aðeins þar og hittu Lillu sem kom auðvitað út að bíl til að sjá þau. Jonni veifaði til okkar frá svölunum :o). Svo fórum við heim í Steinahlíð og þá voru ÞS og IS alveg í stuði, rosalega gaman að hitta afa og ömmu. Þau sofnuðu svo uppi í ömmu og afa rúmi, ég og Siggi vorum í mínu gamla herbergi og pabbi greyið í Þorgerðar herbergi hehehe honum var úthýst fyrir los tvíbbos (hann er orðinn vanur þessu.... síðan barnabörnum fór að fjölga :þ). Á laugardag var auðvitað grautur í hádeginu í Norró, við Siggi sváfum aðeins lengur en vanalega en aumingja amma var fyrst vakin um kl 5 af Þorláki, sem sofnaði aftur en vaknaði svo fyrir klukkan 7!!! reyndar eins og vanalega en hér heima þá bíður hann í sínu herbergi þar til við leyfum honum að koma til okkar.... heragi hjá þreyttu foreldrunum hehehe.
Eftir grautinn (já smá um grautinn, Lilla var auðvitað búin að sjóða sérstaklega slátur fyrir Siggann minn, hann borðar nebblega ekki súrt slátur en finnst voðalega gott að fá nýtt slátur með grautnum... ofurdekraður hjá minni familíu :þ) þá vorum við bara í rólegheitum áfram í Norró, mamma og pabbi fóru að undirbúa kvöldið (sko Eurovisionkvöldið!!!) og við sáum smá af brúðkaupi Jóakims og Maríu í danaveldi, sáum gestina koma og auðvitað þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið... og ég fékk auðvitað tár í augun þegar ég sá brúðgumann fá tár í augun....
Svo skelltum við okkur í Brynju í ísferð, klikkum stundum á því en það mátti ekki klikka núna hehhe. Fyrir utan Brynju sátum við og borðuðum ís og sáum kött... og þá datt mér í hug að kíkja til Arnhildar litlu frænku minnar í heimsókn (hún er sko ennþá litla frænka mín þó hún sé orðin þrjátíuogeins.... og miklu hærri en ég :þ) og það var rosa gaman að hitta hana. Hún var ein heima með kanínunni sem vakti auðvitað mikla lukku hjá okkar börnum (sem biðja ansi oft þessa dagana um hund!!!) og svo kom annar kötturinn þeirra heim sem vakti ekki minni lukku. Við stoppuðum bara stutt en kíkjum vonandi aftur í sumar.... reikna með að verða ansi mikið fyrir norðan í sumarfríinu :D.
Svo fórum við bara heim að undirbúa Eurovisionkvöldið mikla. Ekki reiknuðum við nú með sigri Íslands en vorum samt í góðu stuði eins og alltaf þegar Eurovision er haldið. Mamma rifjaði upp gamla tíma með því að hafa fondue fyrir okkur, ég kom með fonduepottinn minn með norður og Siggi fékk 6 gaffla þannig að hann væri búinn með meira en 6 bita á klukkutíma hehehe ekki alveg uppáhaldið hans Sigga :þ. Rosalega góður matur, 4 tegundir af kjöti, 4 tegundir af sósu, grænmeti og salat... og svo ekki verra að mamma var með súkkulaðifondue í eftirrétt.... jarðarber, ferskur ananas, perur og sykurpúðar!!! öllu dýft í brætt súkkulaði og mars :D ógó gott. Friðrik Ómar og Regína stóðu sig þrælvel og við fengum atkvæði frá þeim sem við bjuggumst við... aðalatriðið er að hafa gaman að þessu... sem við höfðum.
Svo sunnudagur.... við hjónin sváfum aftur aðeins lengur en vanalega. Fengum okkur svo morgunmat og Siggi frændi kom í heimsókn til okkar með Ninnu, hana langaði svo að hitta Þorlák og Ingibjörgu... og við hittum hana meira í júlí/ágúst vonandi. Gaman að eiga jafnaldra-frænku :o) (eða 3 árum yngri eins og Arnhildi litlu frænku mína hehehe). Svo var bara að koma sér í sparidressin... Þorlákur og Ingibjörg í jólafötunum sínum og Siggi í nýrri skyrtu og með nýtt bindi (sem við keyptum í JMJ á laugardeginum) og ég í kjól sem ég keypti í Debenhams í haust.... og svo var haldið af stað áleiðis að Vallakirkju í Svarfaðardal... þar bjó Gísli Davíð í mörg mörg ár á bæ sem stendur alveg við hliðina á kirkjunni. Æðislegt veður :o) og falleg kirkja. Ég sá um bæði krílin, Siggi var á videovélinni í kirkjunni. Ég sat við hliðina á Bennu móðursystur Sigga og hún hjálpaði mér með börnin. Hún var í því að lyfta Ingibjörgu svo hún sæi betur... ég á um að lyfta Þorláki. Ingunn var í hrikalega fallegum brúðarkjól sem hún pantaði á netinu frá Kína... hvítur með grænum "borða" með útsaumi, Gísli og Hallgrímur í íslenskum búningi og Jóhanna Sigríður í hvítum og grænum kjól sem tengdamamma prjónaði :o)... Ingunn búin að setja inn nokkrar myndir sem Vala vinkona hennar tók á http://brudkaup2008.blogcentral.is/myndasafn/241212/ Athöfnin var rosalega falleg, Ásta vinkona Ingunnar (og dóttir Hófíar vinkonu mömmu) söng, Eyþór (sem vann í Bandinu hans Bubba) söng líka og spilaði undir á gítar og svo sungu allir í kirkjunni einn sálm (Dag í senn... sem var líka sungið yfir okkur Sigga hhehehe).
Veislan var svo haldin á Húsabakka, hinum megin í Svarfaðardalnum. Ekkert smá flottar kökur :o) Þorlákur og Ingibjörg voru aðallega í því að leika sér úti og Þorlákur borðaði endalaust margar rice krispies kökur (og endaði reyndar á að gubba um miðja nótt eftir að við komum heim.... sennilega of mikið af rice krispies kökum og of lítið af venjulegum mat :þ).
Svo bara var haldið heim... upp úr kl 18 enda ég á leiðinni í loftið til Sverige kl 7:50 næsta morgun....
Við komum nokkuð tímanlega heim, ég færði snyrtidótið úr einni tösku í aðra... ég var auðvitað búin að pakka niður fyrir Svíþjóðarferðina á fimmtudegi, pakkaði þá niður fyrir mig í tvær ferðir og fyrir helgina fyrir börnin... og lét Sigga pakka niður þegar hann kom heim úr fótbolta :þ. Svo bara reynt að sofa... sem gekk ekki vel reyndar... ég svolítið þreytt og spennt og með illt í maganum (sem gerist alltaf hjá mér eftir langan akstur og líka fyrir flug hehehe).... og eins og áður sagði þá vaknaði Þorlákur um miðja nótt og gubbaði..... reyndar svo snyrtilegur að það fór nánast allt í klóið, smá á gólfið á baðinu en ekkert í rúmið!!!! Duglegur 4 ára snáði.
Svo fór ég bara á fætur um kl 4:30, var sótt kl 5:20 af leigubíl.
Svíþjóðarferðin var sem sagt á ráðstefnu í Luleå (eða svo hélt ég :þ) með Palla líffræðingi sem vinnur með mér, Þorbirni lækni sem vinnur með mér og Sigga sem vinnur hjá Fastus, umboðsaðila BioVue og AutoVue á Íslandi (sem sagt tækin og græjurnar sem við notum og vorum að fara að fræðast um á ráðstefnunni). Flugið var á réttum tíma... ég hundstressuð að fljúga (sem ég skil ekki alveg.... var aldrei flughrædd og er það eiginlega ekki, finnst svo gaman að fljúga!!!) og flugið gekk auðvitað ljómandi vel.
Lentum í Stokkhólmi og tókum Arlanda Expressen lestina inn í miðborg. Svo bara löbbuðum við á hótelið, sennilega 4-5 mínútna rölt frá lestarstöðinni :o). Þegar við ætluðum að tékka okkur inn var smá vesen.... óvart hafði verið bókað á okkur eitt 4 manna herbergi í staðinn fyrir 4 eins manns herbergi heheheh en því var bara reddað. Ég spændi með töskurnar upp á herbergi, fékk mér kort í lobbíinu og fann hvar ég var og spændi beint á Hamngatan og í stærstu H&M búðina þar (þær eru 3 við sömu götuna, bara nokkur hús á milli en ég vissi hvar best var að fara!!!). Verslaði og verslaði föt á Þorlák, Ingibjörgu, Sigga, Einar Örn, Kristján Örn og Dag Elís. Afskaplega almennilegt starfsfólk sem fundu bara hillu fyrir mig fyrir aftan búðarkassana til að stafla fötunum hehehe. Svo borgaði ég og rölti með þetta upp á hótel, kom þessu fyrir í tösku og skoðaði hvað ég hafði keypt fyrir hvern.... fann eina þjófavörn og fattaði að ég hafði einhversstaðar lagt frá mér tvennar gallabuxur sem ég ætlaði að kaupa fyrir Einar Örn og Dag Elís og fór því aftur í H&M. Losnaði við þjófavörnina og fann buxurnar aftur og skoðaði smá föt fyrir mig (fann einar stuttar gallabuxur, leggings og sokka fyrir mig... sem sagt minnst fyrir mig eins og alltaf :þ) og borgaði aftur og skilaði þessu upp á hótel. Þá voru liðnir um 2 tímar og vísa frændi búinn að borga ca 70 þúsund kall í H&M... var að koma í veg fyrir kreppu í Stokkhólmi :þ. Og þar með var ég búin að versla.... þetta var eini tíminn sem ég hafði og ég notaði tímann vel. Svo fórum við út að borða á Jensen´s steikhús.... fékk ljómandi fínan kylling (kiðling eða kjúkling.... spyrjum frænku að því hehehe smá einkahúmor :þ) og fór bara snemma að sofa enda vel þreytt eftir mikil ferðalög... kallarnir fóru á barinn.
Á þriðjudegi var ég fyrst í morgunmat (enda búin að sofa í 10 tíma hehehe) og svo var haldið aftur út á lestarstöð, aftur með Arlanda Expressen út á flugvöll og í flug til Luleå. Þar beið okkar rúta sem ók með okkur í hátt í 1,5 tíma á Hotell Storforsen... hótel sem stendur eitt og sér við "storsta forsen i Europa" sem við skiljum sem stærsta fossinn í Evrópu... en í raun eru þetta 5 km langar flúðir... og flúðir eru bara alls ekki foss hehehe En fallegar voru flúðirnar. Þetta er 4 stjörnu hótel, allt ljómandi vel skipulagt. Við fengum límmiða með nöfnunum okkar til að merkja töskurnar og þær voru teknar úr rútunni fyrir okkur og upp á herbergi (ég með svo mikinn farangur að ég var spurð hvort ég ætlaði að ferðast mikið um Svíþjóð eftir ráðstefnuna hehehe) þið getið skoðað hótelið á http://www.storforsen-hotell.se/ og athugið að á myndunum sjást bara neðstu 2 km af 5 km flúðunum. Ég kíkti aðeins inn á herbergi og við fengum smá að borða og svo bara byrjuðu fyrirlestrarnir, rúmir 2 klst. Svo áttum við að fara í hlýrri föt og betri skó og fengum leiðsögumann til að sýna okkur flúðirnar (reyndar 4 leiðsögumenn fyrir 4 hópa, svolítið mörg). Ég var nú bara í nýju galla-stuttbuxunum, langerma bol og gallajakka og í Ecco strigaskóm... ekki fannst mér kalt þarna miðað við á Íslandi hehehe. Fallegar flúðir, flott umhverfi og ég væri alveg til í að kíkja þangað aftur og fara í dagsgönguferð til að skoða svæðið betur.
Um kvöldið var svo þrælfínn matur, reyktur lax í forrétt, svínasteik, lax og hreindýr í aðalrétt og svo panna cotta í eftirrétt.
Svo var bara spjallað og kíkt á bar sem var ca 200m frá hótelinu, ég bara labbaði í hælaskónum mínum hehehe og sat þar í smá stund áður en ég fór að sofa... enda byrjuðu fyrirlestrarnir kl 8 næsta morgun... og þá þurfti að vera búið að tékka sig út úr herberginu. Já sem sagt, næsta dag fyrirlestrar kl 8-10 og þá bara beint út í rútu sem fór að splunkunýju sjúkrahúsi sem við áttum að fá að skoða. Þetta sjúkrahús er mitt á milli Luleå og Boden... út á miðju túni langt frá allri byggð... þetta er sem sagt leið Svía til að mætast á miðri leið, það voru miklar deilur um hvar þetta nýja fína sjúkrahús ætti að vera og af því að það voru deilur um hvort það ætti að vera í Luleå eða Boden þá var það bara sett þar mitt á milli... ekki eitt einasta hús sjáanlegt frá sjúkrahúsinu hehhehe og kannski bara allir fúlir eða??? Flott sjúkrahús en agalega úldinn svíi sem sýndi okkur það, talaði lágt og fannst þetta bara almennt leiðinlegt hehehe en svo var voða fín kona sem sýndi okkur blóðbankann, sem var bara lítil blóðstöð... engir blóðgjafar og engin vinnsla á blóðhlutum, það er allt gert í Luleå og Boden hehehe en engu að síður gaman að sjá þetta.
Svo fengum við að borða sjúkrahúsmat hehehe sem var öllu skárri en á Lansanum :þ ég fékk fínasta pasta með osta og skinkusósu.
Og þaðan var haldið aftur út á flugvöll og flogið til Stokkhólms og aftur í Arlanda Expressen og út í leigubíl... á annað hótel. En þá var hin ameríska Lísa (Condoleezza Rice) stödd í Stockholm og öll umferð stoppuð í miðbænum í um 45 mínútur!!! Sem sagt lengi áður en hún keyrði framhjá og lengi eftir að hún fór... og allan tímann sat ég inni í leigubíl og beið eftir að komast af stað :þ en hótelið var fínt, reyndar leit lobbíið ekki vel út.... hótelið nýopnað og greinilega smá þjófstartað þar sem það var verið að vinna á neðstu hæðinni, þvílíkur hávaði en það heyrðist ekkert upp á okkar hæð. Ég og Palli með herbergi hlið við hlið og ákváðum að fara í smá göngutúr áður en við ætluðum að hittast og fara í kvöldmat. Konan hans Sigga var mætt á staðinn, Guðbjörg, og þau ætluðu að eiga notalega barnlausa daga í Stokkhólmi. Ég og Palli löbbuðum og skoðuðum Vasagarðinn, rosalega flottur garður með risa trjám, fullt af fuglum og fullt fullt af fólki út um allt. Leiktæki fyrir börnin og allt bara æðislegt, langaði svo að hoppa á risa hálfgerðu trampólíni með börnunum mínum. Hittum svo restina af liðinu á hótelinu og fórum á Indverskan stað að borða... frábær þjónusta og hrikalega góður matur. Svo bara upp á hótel að sofa. Næsta dag fórum við snemma af stað, flugið var ekki fyrr en kl 14:20 en það voru endalausar fréttir um umferðarhnúta og lokaðar götur út af Condoleezzu þannig að við ákváðum að vera tímanlega... ég ætlaði sko ekki að vera of sein og missa af því að skila tax free miðunum mínum!!! (ca 7-8 þúsund takk fyrir :þ). Svo komumst við bara að því að það væri ómögulegt að taka leigubíl, allt lokað í miðbænum, þannig að við löbbuðum í ca 10 mínútur (eða 15 mínútur) og tókum neðanjarðarlest niður í miðbæ og svo í fjórðu ferðina í Arlanda Expressen og út á flugvöll. Mætt snemma og orðin ógó klár í að tékka okkur sjálf inn hehehe og ég náði að skila tax free dótinu á rétta staði :D. Svo bara kláruðum við síðustu sænsku krónurnar, ég keypti smá gjafir handa liðinu heima, eyrnalokka fyrir mig og Esprit "skyrtu" handa mér. Flugið á réttum tíma, flugþjónn Íslands að sinna okkur og allt ljómandi fínt.
Svo auðvitað verslaði ég smá í Fríhöfninni, kvaddi karlana og dreif mig í gegnum tékkið þar sem Þorlákur, Ingibjörg og Siggi biðu mín :D :D :D það var starfsdagur í leikskólanum þannig að ég plataði þau til að sækja mig :o).
Æðislegt að hitta þau aftur... ég verð alltaf svo hrikalega ástfangin af manninum mínum eftir nokkurra daga aðskilnað, nauðsynlegt við og við.
Siggi passaði í allt sem ég keypti handa honum og Þorlákur fékk derhúfu og Ingibjörg fékk nýjan kjól (langaði reyndar í Ariel kjól eða Hello Kitty kjól en ég keypti bara rauðköflóttan kjól sem hún var hæstánægð með).
Svo bara vinna, 8 tímar á föstudegi, 20 tímar á sunnudegi :þ....

Næstu helgi verður svo næsta brúðkaup, Hildur Ýr og Öddi tvíburaforeldrar að gifta sig, veislan verður á 20. hæð í nýja turninum við Smáralind :o) og okkur hlakkar til... alltaf gaman í brúðkaupum.

Jæja... Siggi heldur að enginn nái að lesa svona langt.... þessi langloka er aðallega skrifuð svo ég muni seinna hvernig þetta allt var... vona samt að einhver nenni að lesa :þ treysti á Áddu frænku ;)
Heyrumst
kv
Kristín blaðurskjóða