Wednesday, June 18, 2008

Hmmmmmm

Já elsku Þorgerður mín, gleymdi að minnast á að þú, Gilli og Dagur Elís voruð auðvitað með okkur á Rútstúni í gær... var bara búin að skrifa svo mikið og átti að vera farin að elda... Siggi reddaði því :S.... er smá brunnin eftir sólina í gær, hélt að ég væri ekkert brunnin en er smá rauð á bringunni og svo sveið svolítið mikið framan á sköflungana á mér í sturtunni í morgun hehehe tók ekkert eftir því í gær en ég er sem sagt rauð framan á.... upp á miðjan sköflung um það bil og svo hvít þar fyrir ofan hehehe var í leggings :þ

Gleymdi líka að segja frá því að ég fór með fjölskylduna mína í Blóðbankahlaupið í síðustu viku... hef aldrei áður farið en þetta er árlegt hlaup á Alþjóða blóðgjafadeginum. Veðrið var bara svo gott að við skelltum okkur og svo var ekki verra að eftir hlaupið var boðið upp á grillaðar pylsur... alltaf gott að fá frían kvöldmat í kreppunni hehehe Þorlákur og Ingibjörg voru svo hrikalega þreytt að þau voru bara í kerrunni.... vegna veðurs fóru þau með deildinni sinni á leikskólanum í strætó í Guðmundarlund (hluti af Heiðmörk í landi Kópavogs, við hæðina sem húsið okkar mun rísa!!!) og voru þar nánast allan daginn, fengu hádegis mat þar og allt hreint.... og höfðu því ekki orku í göngutúr :þ
Hlaupið gekk vel, pylsurnar fínar og börnin sofnuðu vel eftir allt saman.
Um kvöldið bauð ég Þorgerði systur í sund með mér í Laugardagslaug (Malla var búin í sundi þann daginn og var því ekki boðið með :þ). Við reyndar snerum nærri því við á bílastæðinu, sáum þar tvo menn koma gangandi annar með bolinn yfir hausinn á sér... við auðvitað "nei er verið að steggja einhvern" en svo voru þetta tveir útlendingar, töluðu hátt á hrognamáli og fóru að berjast þarna á bílastæðinu!!! Við bara hörfuðum frá og ég hringdi í lögguna sem var nú frekar afslöppuð yfir þessu öllu.... svo fór annar gaurinn upp í bíl og keyrði í burtu en hinn bara inn í afgreiðsluna og talaði þar við starfsmann, fór með starfsmanninum út og við héldum að hann væri bara farinn... þangað til við sáum hann við heitu pottana rétt áður en við fórum upp úr sundinu aftur... sáum lögguna aldrei koma :S

Eftir sundið langaði okkur í ís og Þorgerður dreif mig vestur í bæ í ísbúð rétt hjá Melabúðinni þar sem hægt er að panta nýjan ís og gamlan ís, gamli ísinn er líkur Brynjuís en samt ekki eins :þ. Stóðum þar heillengi í röð og voru alveg að frjósa... og komumst að því að það er búið að opna aðra svona ísbúð á Grensásvegi.... vitum af því næst.

Og eitt enn sem ég átti eftir að skrifa um.... fyrir einhverju síðan, kannski 2 vikur, kannski meira kannski minna.... er ekki með tímaskyn í lagi :S þá fengu ÞS og IS að fara alveg sjálf og velja sér föt og borga alveg sjálf fyrir með peningum sem þau fengu í afmælisgjöf. Ég ætlaði upphaflega að nota þennan pening til að borga niður Visa-reikninginn eftir H&M ferðina í Stokkhólmi en ákvað að leyfa þeim frekar að kaupa eitthvað sem þau langaði í. Fórum í Hagkaup og þar voru til Henson Latabæjargallar sem þeim finnst auðvitað æði. Þau fóru á sinn hvorn kassann og borguðu alveg sjálf, rosalega stolt... og fóru svo í Toys r´ us og keyptu sér smá dót fyrir afganginn :þ

Jæja....
þarf að hunskast út í góða veðrið og sækja börnin, tengdamamma og Tinna Ösp væntanlegar í kvöldmat... Siggi ætlar að elda lærið sem við ætluðum að hafa í gær, frestuðum því um einn dag svo við gætum verið lengur á Rútstúni :þ

Takk fyrir öll kommentin, þið eruð yndi :D
kv
Kristín.... með styttra blogg en áður jeijei

2 comments:

Anonymous said...

Okkar vegna máttu alltaf vera með löng blogg! Alltaf jafn gaman að lesa fréttar af fjölskyldunni. Bestu kveðjur( mamma dauðfegin að geta hætt að taka úr uppþvottavélinni til að lesa þetta :) ). Bestu kveðjur Ádda og Hilla.

Anonymous said...

Styttra blogg hjá þér...já. Stutt blogg...humm spurning! En samt alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér dúllan mín, og hver er uppáhaldsfrænkan þín? Já það er ég!!Við kisurnar og kanínan biðjum að heilsa-Arnhildur