Tuesday, June 17, 2008

Næsta brúðkaup, fjölskyldudagur, Þjóðhátíð og fleira

JáJáJá... ég veit.... ég er alltof léleg að blogga :S.... sem er sennilega af því að ef ég blogga þá er það þvílík langloka að ég er svo lengi að skrifa að ég gef mér ekki tíma í það :þ
En allavegana... kominn tími til.
Í dag er 17. júní... ekkert smá frábær 17. júní... en skrifa um það síðar... ætla að byrja á að skrifa um brúðkaupið sem við hjónin fórum í þann 7. júní. Þá voru Hildur Ýr og Öddi að gifta sig... ég kynntist þeim fyrir tæpum 4 árum, sumarið 2004, fyrir hálfgerða tilviljun. Ég og Siggi eignuðumst Ingibjörgu og Þorlák og fórum á foreldranámskeið til að undirbúa okkur undir komu tvíburanna. Þar hittum við Guðrúnu Ólu og Sigrúnu sem eignuðust sína tvíburastráka í júlí og ágúst 2004. Guðrún Óla á vinkonu sem var með stelpuna sína á vökudeild á sama tíma og við og því komumst við í samband við hana. Ágústa sem eignaðist sína tvíbura í júlí var með mér í öðrum spjallhóp og líka Sigurlaug. Ég, Ágústa og Guðrún fórum að hittast með börnin í göngutúrum og í einum slíkum rákumst við á Sigrúnu sem býr í næstu götu við okkur Sigga. Sigurlaug sem eignaðist sína stráka í júlí fór að hafa samband við Guðrúnu og Ágústa og Hildur Ýr , sem eignaðist sín börn í júlí, bjuggu rétt hjá hvor annarri og hvort þær voru ekki á sama foreldranámskeiði.
Allar þessar tilviljanir urðu til þess að þessar 6 tvíburamömmur fóru að hittast í göngutúrum og svo í heimahúsum með börnin með sér. Yndislegir hittingar sem voru til þess að draga hver aðra í göngutúr og svo í heimahús þar sem hægt var að ræða saman, stynja saman, brosa saman og skilja hver aðra!!! Þegar börnin voru orðin rúmlega eins árs hættum við að hittast með börnin með okkur (enda 12 börn!!! 9 strákar og 3 stelpur) og fórum að hittast á kvöldin í "saumaklúbb" og höfum haldið því áfram síðan, nú eru að verða komin 4 ár frá því við hittumst fyrst allar saman. Við höfum reyndar tvisvar hist með öll börnin og alla karlana líka, eða þá sem hafa komist, því að Hildur Ýr er danskennari... kennir Þorláki og Ingibjörgu að dansa.... og gat því boðið okkur að hittast í salnum þar sem danskennslan fer fram. Gerðum það í jan/feb bæði á þessu ári og í fyrra... gekk ótrúlega miklu betur á þessu ári enda börnin öll að verða 4 ára.

En þetta er sem sagt forsagan að þessu öllu... fullt af yndislegum tilviljum sem leiddu okkur allar saman og svo ákváðu Hildur Ýr og Öddi að gifta sig og þau buðu öllum þessum tvíburamömmum og mökum að njóta dagsins með þeim. Ágústa og Raggi komust ekki, þau voru erlendis en við hinar gátum allar mætt og karlarnir með okkur.
Hildur Valdís mætti til að passa fyrir okkur, athöfnin var kl 18 og veislan strax á eftir. Athöfnin var auðvitað yndisleg, séra Pálmi gifti þau (sem fermdi mig) og Regína og Friðrik Ómar sungu í kirkjunni. Regína fyrstu tvö lögin en svo kom Friðrik Ómar og söng "Hún hring minn ber" og Regína aðeins með honum og þetta var svo stórglæsilegt hjá þeim að þegar þau voru búin að syngja lagið fóru bara allir ósjálfrátt að klappa!!!
Veislan var svo haldin á 20. hæð í Turninum við Smáratorg, höfum aldrei komið þangað áður. Glæsilegur salur og hrikalega skondið að horfa út um gluggann og niður á húsið okkar... sem stendur uppi á hæð :þ. Maturinn var hrikalega góður, Siggi Gísla vinur Völla Snæs er yfirkokkur þarna og stóð sig auðvitað vel, hörpuskel í forrétt, hreindýr í aðalrétt og súkkulaðikaka frá Hafliða í Mosfellsbakaríi í eftirrétt.
Skemmtiatriðin ljómandi. Þau afþökkuðu allar gjafir og vinir Ödda gáfu honum í staðinn skemmtiatriði, Jónsi kom og söng og skemmti. Við tvíburamömmurnar gáfum SOS-barnaþorpunum pening í þeirra nafni svo við kæmum ekki alveg tómhentar. Sigurlaug og Guðrún skelltu saman ræðu við borðið en fyrst fór Guðrún Óla og söng eitt lag án undirleiks fyrir þau tvö, fór aðeins á klóið til að æfa sig :þ alveg óundirbúið fram að því... og stóð sig ekkert smá vel :D Svo voru fleiri ræður og svo var auðvitað sýndur dans... í kjólum sem Hildur Ýr dansaði í fyrir yfir 20 árum síðan!!! Svo mætti hljómsveitin, Milljónamæringarnir og Margrét Eir og Raggi Bjarna sungu. Tvíburaforeldrarnir voru komnir í þvílíkt stuð, með Mojito og fleira og dönsuðum og dönsuðum. Svo skelltum við okkur heim til Sigrúnar.... tók reyndar sennilega um 30-40 mínútur að fá leigubíl en það tókst.... og svo eftir stopp þar þá skelltum við okkur heim, labbandi og pöntuðum svo leigubíl fyrir Hildi heim.
Rosalega gaman auðvitað og við ótrúlega hress daginn eftir miðað við allt :þ.

Svo man ég ekkert allt sem ég gerði eftir það, vaktir, saumaklúbbur hjá Brynju (Glerárskóla-saumaklúbburinn), átti að fara í Heiðmörk að grilla með Mývó-saumó en það endaði í sundferð (sem við urðum að sleppa af því að Þorlákur slasaði sig í leikskólanum þann dag og Þorgerður þurfti að líma sárið saman) og svo McDonald´s ferð á eftir sem við mættum í og höfðum gaman að.

Síðustu helgi áttum við rólega helgi, loksins :þ allar helgar frá því í byrjun maí búnar að vera planaðar í botn en loksins kom að helgi sem ekki var plönuð.... reyndar ætlaði ég að reyna að komast með börnin norður í Mývó í fermingu Huldu Maríu frænku minnar en það gekk ekki, því miður. Á föstudagskvöldið voru reyndar GogoLeikar í vinnunni hjá Sigga... liðið hans tapaði :( en hægt er að skoða myndband frá leikunum á YouTube, linkurinn er http://youtube.com/watch?v=5dvoR6gbGBI ef ykkur langar að skoða vitleysuna :þ. Á laugardeginum vorum við hjónin í letistuði, börnin frekar stillt, fengu morgunmat um kl 9:30 og svo sjónvarpið á eftir og við ekki á fætur fyrr en um 10:30!!! Sem sagt næstum því að sofa út :þ. Þá skelltum við okkur í sund, ÞS og IS hjóluðu á nýju hjólunum sínum (sem við keyptum í Byko nýlega, tvíhjól með hjálpardekkjum). Rosa stuð í sundi auðvitað, svo var smá hádegismatur eftir sundið, þau fóru aðeins að leika við Maríu vinkonu sína sem býr hér í götunni (hún og Sigrún sem er líka á gulu-lind á Dal búa í sama húsi en Sigrún var í útilegu og María því mikið að spyrja eftir ÞS og IS þessa helgi). Svo skelltum við okkur í Húsdýragarðinn, ekkert smá gott veður. Það var glampandi sól en ekki mikill hiti (um 12-14 gráður sennilega) en það var nánast alveg logn í Húsdýragarðinum og því vel heitt og gott á íslenskan mælikvarða!!! Við vorum þar nánast fram að lokun, sennilega í 3 klukkutíma, þau fóru 2 ferðir í hringekjuna og eina ferð í lestina. Fullt af nýjum dýrum auðvitað og fullt af fólki en samt enginn troðningur. Svo var bara leti á heimleiðinni, keyptum McDonald´s handa gormunum og KFC handa okkur í kvöldmatinn :þ. Svo fóru þau aðeins upp til Söru eftir kvöldmatinn (enda borðuðum við svo snemma) og svo voru það 2 verulega þreytt börn sem sofnuðu það kvöld um kl 8 eins og vanalega :þ.
Á sunnudeginum ætluðum við aftur í sund en það var bara leiðinlegt veður þannig að við vorum aðallega í afslappelsi, bakaði snúða.... og náði auðvitað að slasa mig við það. Var bara rétt að byrja, græjan á hrærivélinni uppi og ég teygði mig yfir skálina undir hnoðarann til að setja græjuna niður, nema hvað að ég ýtti á vitlausan takka, hnoðarinn fór að snúast og auðvitað beint á framhandlegginn á mér og stoppaði nánast þar enda var hendin bara alveg föst þarna undir :S Ég var nánast með gat inn í handlegginn og er með hrikalegan marblett á hendinni... OFURAULI!!! bara ofuraular slasa sig á hrærivélinni sinni hehehe.... náði að klára að gera deigið sem fékk svo að hefa sig lengi lengi meðan við Siggi gláptum á handbolta og fótbolta til skiptis og börnin léku sér. Snúðarnir enduðu bara sem eftirréttur eftir kvöldmatinn :þ

Í gær, vinna.... ekkert spennandi.... og svo er komið að því að skrifa smá um 17. júní.

Siggi fór aðeins í vinnuna í morgun, Jónas framkvæmdastjóri Gogogic á leiðinni í frí til Spánar og Siggi aðeins að komast inn í hlutina og klára smá í friði, gott að vinna þegar þeir eru bara tveir á staðnum.
Þegar Siggi kom heim vorum við alveg tilbúin að fara á Rútstún. Börnin komin í fín föt og ég til með aukaföt og nesti. Hafði með restina af snúðunum síðan á sunnudag úr frystinum, 6 kókómjólk, 4 appelsínusafa og 2 stútfullar flöskur af Soda Stream sódavatni.... sennilega eina Soda Stream nestið á staðnum hehehe. Svo auðvitað með fína teppið sem Ádda og Klaus gáfu okkur hér um árið, ullarteppi með plast/ál bakhlið þannig að maður verður aldrei rassblautur á því að sitja á því, algjör snilld sem vekur mikla athygli á Rútstúni á hverju ári!!
Fórum í skrúðgöngu frá MK yfir á Rútstún, börnin fengu að labba en nestið og aukafötin voru í kerrunni hehehe.
Dagurinn æðislegur, sennilega um 16 stiga hiti, glampandi sól en svolítill vindur en hann var á bakið á okkur og því allt ok. Ekkert eðlilega margir á túninu, hef aldrei áður séð svona fjölda þar á 17. júní, en við fundum okkur samt góðan stað í brekkunni þar sem við fylgdumst með skemmtiatriðum. Ég held að ég hafi ekkert brunnið enda búin að bera sólarvörn á alla fjölskylduna áður en við mættum á staðinn. Börnin fengu candy-floss (og fannst það ekkert spes hehehe) og svo átum við snúða, var með svo mikið að við náðum ekki að klára þá :þ sem er gott.

Svo bara erum við komin heim, er að fara að steikja hakk í kvöldmatinn og svo stefni ég á að skella mér í Reykjarvíkurhátíðahöld í kvöld, ætla með Þorgerði systur og reyna að sjá Ný dönsk og Þursaflokkinn þar og jafnvel að mæta aftur á Rútstún og klára daginn þar, kemur í ljós.

Siggi var að fá símtal frá Hjörvari vini sínum sem er orðinn svæðisstjóri Icelandair í London (nýfluttur út aftur, við heimsóttum þau til London þegar ég varð þrítug en svo fluttu þau heim og svo aftur út núna þar sem hann er orðinn svæðisstjóri). Icelandair halda alltaf (eða styrkja eða eitthvað svoleiðis) eitt stykki golfmót í júní á hverju ári. Siggi hefur verið "varamaður" undanfarin ár ef einhverjir afboða sig og það kom að því, mótið er í næstu viku og það er laust pláss fyrir Sigga, hann fer út á mánudagskvöld og kemur aftur á miðvikudagskvöld... ég þarf bara að reyna að redda þessu öllu, á að vera á bakvakt á mánudag og auðvitað að vinna 9-17 á þriðjudag en börnin eru með pláss á leikskólanum til 17. Reyni bara að breyta vaktinni og fá Þorgerði systur í að sækja börnin fyrir mig á mánudag/þriðjudag eða að fá að fara fyrr heim úr vinnunni í 2 daga, það kemur í ljós og ég veit að það reddast :o). Spennandi fyrir Sigga... sem er rétt að byrja í golfinu þetta árið, þarf að vera duglegur á golfvellinum fram á mánudag :þ

Jæja.... Siggi farinn að elda þar sem ég var svo lengi að blogga....
Gleðilega Þjóðhátíð allir sem nenna að lesa... reyni að hafa bloggið styttra næst :þ
kv
Kristín E.

4 comments:

Anonymous said...

Tall fyrir kvöldið ;)

Anonymous said...

Takk fyrir kvöldið sömuleiðis, aldeilis gaman og verður systrahefð hér eftir!

Þú minnist ekkert á að við höfum verið með ykkur á Rútstúni... líka með þetta fína teppi svo þau vöktu tvöfalda athygli!!

Skaðbrunnin og sæl í vinnunni í dag, sama blíðan í dag svo Dagur fór vel smurður í sólarvörn á leikskólann í morgun!

Anonymous said...

Elsku frænka. Við mamma lásum allt með gleði og fögnuði:) Rosalega var fínt hvað veðrið var æðislegt. Og gott að teppin komi að góðum notum. Hefði viljað vera með ykkur í góða veðrinu og fá snúða og kókómjólk. Hér er lítil sól í dag, en kemur seinna. Bestu kveðjur frá Hillu frænku og Áddu.

Anonymous said...

Ég vissi það,ég reyndi að vara ykkur við en það vildi enginn hlusta...það er hættulegt að lesa fjölskykdu blogg Affíar,mömmu og Þórdísar..lengdin er smitandi!!Og núna hafið þið fengið sönnunina-sko ekki það að bloggið sé leiðinlegt,það er bara þetta með lengdina! kveðjur úr kláminu Arnhildur