Thursday, June 19, 2008

Smá breyting

Já... smá breyting... golfarinn sem ætlaði ekki að mæta á golfmótið á Englandi hætti við að hætta við og því er Siggi væntanlega ekki á leiðinni til Englands að spila golf :S.
Hjörvar greyið alveg miður sín yfir þessu en Siggi bara hress eins og alltaf... alveg sáttur auðvitað :þ
Ég reyni bara að vera dugleg að hleypa honum á golfvöllinn í staðinn, ekki gengur annað.

Í gær sótti ég gormana í leikskólann, hitti þar Guðrúnu Ólu sem var á leiðinni á rólóinn bak við húsið okkar að hitta þar Ágústu með sína krakka. Ég mætti auðvitað líka og sat í sólinni og brann smá... gleymdi alveg að fá mér sunblock enda kaldur vindur þó það væri hlýtt í skjóli :þ Rosa gaman og þessi 6 börn okkar léku sér vel saman, stefnum á svona hitting á róló aftur á næstunni.

Tengdamamma og Tinna Ösp komu svo í mat og fengu hjá okkur grillað lambalæri og tilbehör... ljómandi fínt.

Jæja... ætla að fara að leggja á borðið, afgangar frá því í gær og í fyrradag :þ bara veisla hehehe
og svo vakt á morgun, fyrst tannlæknir :S
Takk fyrir kommentin... ekki síst frá litlu uppáhaldsfrænku á Akureyri, kíki við hjá þér í dónabúðinni þegar ég mæti í sumarfrí hehehe
kv
Krizzza

7 comments:

Anonymous said...

Má ekki ennþá vonast til þess að einhver hætti við?? Krossa putta fyrir Sigga ;)

Kristín E. said...

já... það má enn vona :þ

Anonymous said...

P.S. Ættingjar og vinir mega fá 15% afslátt af vörum hjá mér í A&E á Ak...vorum að fá sendingu af ferómón ilmvötnum sem eiga að laða hitt kynið að, eða eins og það yrði kallað í okkar fjölskyldu tussudjús í bauk! kveðjur Arnhildur

Anonymous said...

Ubbs, er þetta dóttir mín, sem er að skrifa! Líklega eru þetta samskiftin við Jonna og aðra Balda, sem hafa þessi áhrif :) :) :)
ástarkveðjur Ádda frænka.

Kristín E. said...

heheheh tussudjús í bauk :þ ekki spurning....
ég kíki við hjá þér í júlí en sleppi samt tussudjúsnum hehehe

Anonymous said...

Arnhildur, þú rokkar !!!! Færð mig reglulega til að hlæja þessa dagana og hláturinn lengir lífið eins og allir vita. Takk takk

Anonymous said...

hahahahaha...
Arnhildur snilli!