Wednesday, June 4, 2008

Ingunn og Gísli gift, komin frá Sverige.. og fleiri fréttir :þ

HæHæ....
já ég er komin aftur frá Sverige, reyndar tæp vika síðan en það er búið að vera nóg að gera.... eins og vanalega hehehe
Ferðin gekk ljómandi vel...... hmmmmm átti víst eftir að skrifa um annað líka, byrja þar.
Helgina fyrir Sverige fórum við hjónin og börnin til Akureyrar. Láki frændi fékk far með okkur norður, hann var í Minneapolis með Dóra flug frænda okkar.. Dóri er flugstjóri og bauð Láka með sér af því að hann var í stoppi í Minneapolis, gaman að því :o). Ástæðan fyrir norðurferðinni var auðvitað að fara í brúðkaup Ingunnar og Gísla... en það var ekki fyrr en á sunnudag.... byrjunin fyrst.
Ferðin norður gekk vel, fengum okkur kvöldmat í Borgarnesi og börnin sofnuðu eftir það og sváfu alla leið. Svo skiluðum við Láka í Norró og þau vöknuðu aðeins þar og hittu Lillu sem kom auðvitað út að bíl til að sjá þau. Jonni veifaði til okkar frá svölunum :o). Svo fórum við heim í Steinahlíð og þá voru ÞS og IS alveg í stuði, rosalega gaman að hitta afa og ömmu. Þau sofnuðu svo uppi í ömmu og afa rúmi, ég og Siggi vorum í mínu gamla herbergi og pabbi greyið í Þorgerðar herbergi hehehe honum var úthýst fyrir los tvíbbos (hann er orðinn vanur þessu.... síðan barnabörnum fór að fjölga :þ). Á laugardag var auðvitað grautur í hádeginu í Norró, við Siggi sváfum aðeins lengur en vanalega en aumingja amma var fyrst vakin um kl 5 af Þorláki, sem sofnaði aftur en vaknaði svo fyrir klukkan 7!!! reyndar eins og vanalega en hér heima þá bíður hann í sínu herbergi þar til við leyfum honum að koma til okkar.... heragi hjá þreyttu foreldrunum hehehe.
Eftir grautinn (já smá um grautinn, Lilla var auðvitað búin að sjóða sérstaklega slátur fyrir Siggann minn, hann borðar nebblega ekki súrt slátur en finnst voðalega gott að fá nýtt slátur með grautnum... ofurdekraður hjá minni familíu :þ) þá vorum við bara í rólegheitum áfram í Norró, mamma og pabbi fóru að undirbúa kvöldið (sko Eurovisionkvöldið!!!) og við sáum smá af brúðkaupi Jóakims og Maríu í danaveldi, sáum gestina koma og auðvitað þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið... og ég fékk auðvitað tár í augun þegar ég sá brúðgumann fá tár í augun....
Svo skelltum við okkur í Brynju í ísferð, klikkum stundum á því en það mátti ekki klikka núna hehhe. Fyrir utan Brynju sátum við og borðuðum ís og sáum kött... og þá datt mér í hug að kíkja til Arnhildar litlu frænku minnar í heimsókn (hún er sko ennþá litla frænka mín þó hún sé orðin þrjátíuogeins.... og miklu hærri en ég :þ) og það var rosa gaman að hitta hana. Hún var ein heima með kanínunni sem vakti auðvitað mikla lukku hjá okkar börnum (sem biðja ansi oft þessa dagana um hund!!!) og svo kom annar kötturinn þeirra heim sem vakti ekki minni lukku. Við stoppuðum bara stutt en kíkjum vonandi aftur í sumar.... reikna með að verða ansi mikið fyrir norðan í sumarfríinu :D.
Svo fórum við bara heim að undirbúa Eurovisionkvöldið mikla. Ekki reiknuðum við nú með sigri Íslands en vorum samt í góðu stuði eins og alltaf þegar Eurovision er haldið. Mamma rifjaði upp gamla tíma með því að hafa fondue fyrir okkur, ég kom með fonduepottinn minn með norður og Siggi fékk 6 gaffla þannig að hann væri búinn með meira en 6 bita á klukkutíma hehehe ekki alveg uppáhaldið hans Sigga :þ. Rosalega góður matur, 4 tegundir af kjöti, 4 tegundir af sósu, grænmeti og salat... og svo ekki verra að mamma var með súkkulaðifondue í eftirrétt.... jarðarber, ferskur ananas, perur og sykurpúðar!!! öllu dýft í brætt súkkulaði og mars :D ógó gott. Friðrik Ómar og Regína stóðu sig þrælvel og við fengum atkvæði frá þeim sem við bjuggumst við... aðalatriðið er að hafa gaman að þessu... sem við höfðum.
Svo sunnudagur.... við hjónin sváfum aftur aðeins lengur en vanalega. Fengum okkur svo morgunmat og Siggi frændi kom í heimsókn til okkar með Ninnu, hana langaði svo að hitta Þorlák og Ingibjörgu... og við hittum hana meira í júlí/ágúst vonandi. Gaman að eiga jafnaldra-frænku :o) (eða 3 árum yngri eins og Arnhildi litlu frænku mína hehehe). Svo var bara að koma sér í sparidressin... Þorlákur og Ingibjörg í jólafötunum sínum og Siggi í nýrri skyrtu og með nýtt bindi (sem við keyptum í JMJ á laugardeginum) og ég í kjól sem ég keypti í Debenhams í haust.... og svo var haldið af stað áleiðis að Vallakirkju í Svarfaðardal... þar bjó Gísli Davíð í mörg mörg ár á bæ sem stendur alveg við hliðina á kirkjunni. Æðislegt veður :o) og falleg kirkja. Ég sá um bæði krílin, Siggi var á videovélinni í kirkjunni. Ég sat við hliðina á Bennu móðursystur Sigga og hún hjálpaði mér með börnin. Hún var í því að lyfta Ingibjörgu svo hún sæi betur... ég á um að lyfta Þorláki. Ingunn var í hrikalega fallegum brúðarkjól sem hún pantaði á netinu frá Kína... hvítur með grænum "borða" með útsaumi, Gísli og Hallgrímur í íslenskum búningi og Jóhanna Sigríður í hvítum og grænum kjól sem tengdamamma prjónaði :o)... Ingunn búin að setja inn nokkrar myndir sem Vala vinkona hennar tók á http://brudkaup2008.blogcentral.is/myndasafn/241212/ Athöfnin var rosalega falleg, Ásta vinkona Ingunnar (og dóttir Hófíar vinkonu mömmu) söng, Eyþór (sem vann í Bandinu hans Bubba) söng líka og spilaði undir á gítar og svo sungu allir í kirkjunni einn sálm (Dag í senn... sem var líka sungið yfir okkur Sigga hhehehe).
Veislan var svo haldin á Húsabakka, hinum megin í Svarfaðardalnum. Ekkert smá flottar kökur :o) Þorlákur og Ingibjörg voru aðallega í því að leika sér úti og Þorlákur borðaði endalaust margar rice krispies kökur (og endaði reyndar á að gubba um miðja nótt eftir að við komum heim.... sennilega of mikið af rice krispies kökum og of lítið af venjulegum mat :þ).
Svo bara var haldið heim... upp úr kl 18 enda ég á leiðinni í loftið til Sverige kl 7:50 næsta morgun....
Við komum nokkuð tímanlega heim, ég færði snyrtidótið úr einni tösku í aðra... ég var auðvitað búin að pakka niður fyrir Svíþjóðarferðina á fimmtudegi, pakkaði þá niður fyrir mig í tvær ferðir og fyrir helgina fyrir börnin... og lét Sigga pakka niður þegar hann kom heim úr fótbolta :þ. Svo bara reynt að sofa... sem gekk ekki vel reyndar... ég svolítið þreytt og spennt og með illt í maganum (sem gerist alltaf hjá mér eftir langan akstur og líka fyrir flug hehehe).... og eins og áður sagði þá vaknaði Þorlákur um miðja nótt og gubbaði..... reyndar svo snyrtilegur að það fór nánast allt í klóið, smá á gólfið á baðinu en ekkert í rúmið!!!! Duglegur 4 ára snáði.
Svo fór ég bara á fætur um kl 4:30, var sótt kl 5:20 af leigubíl.
Svíþjóðarferðin var sem sagt á ráðstefnu í Luleå (eða svo hélt ég :þ) með Palla líffræðingi sem vinnur með mér, Þorbirni lækni sem vinnur með mér og Sigga sem vinnur hjá Fastus, umboðsaðila BioVue og AutoVue á Íslandi (sem sagt tækin og græjurnar sem við notum og vorum að fara að fræðast um á ráðstefnunni). Flugið var á réttum tíma... ég hundstressuð að fljúga (sem ég skil ekki alveg.... var aldrei flughrædd og er það eiginlega ekki, finnst svo gaman að fljúga!!!) og flugið gekk auðvitað ljómandi vel.
Lentum í Stokkhólmi og tókum Arlanda Expressen lestina inn í miðborg. Svo bara löbbuðum við á hótelið, sennilega 4-5 mínútna rölt frá lestarstöðinni :o). Þegar við ætluðum að tékka okkur inn var smá vesen.... óvart hafði verið bókað á okkur eitt 4 manna herbergi í staðinn fyrir 4 eins manns herbergi heheheh en því var bara reddað. Ég spændi með töskurnar upp á herbergi, fékk mér kort í lobbíinu og fann hvar ég var og spændi beint á Hamngatan og í stærstu H&M búðina þar (þær eru 3 við sömu götuna, bara nokkur hús á milli en ég vissi hvar best var að fara!!!). Verslaði og verslaði föt á Þorlák, Ingibjörgu, Sigga, Einar Örn, Kristján Örn og Dag Elís. Afskaplega almennilegt starfsfólk sem fundu bara hillu fyrir mig fyrir aftan búðarkassana til að stafla fötunum hehehe. Svo borgaði ég og rölti með þetta upp á hótel, kom þessu fyrir í tösku og skoðaði hvað ég hafði keypt fyrir hvern.... fann eina þjófavörn og fattaði að ég hafði einhversstaðar lagt frá mér tvennar gallabuxur sem ég ætlaði að kaupa fyrir Einar Örn og Dag Elís og fór því aftur í H&M. Losnaði við þjófavörnina og fann buxurnar aftur og skoðaði smá föt fyrir mig (fann einar stuttar gallabuxur, leggings og sokka fyrir mig... sem sagt minnst fyrir mig eins og alltaf :þ) og borgaði aftur og skilaði þessu upp á hótel. Þá voru liðnir um 2 tímar og vísa frændi búinn að borga ca 70 þúsund kall í H&M... var að koma í veg fyrir kreppu í Stokkhólmi :þ. Og þar með var ég búin að versla.... þetta var eini tíminn sem ég hafði og ég notaði tímann vel. Svo fórum við út að borða á Jensen´s steikhús.... fékk ljómandi fínan kylling (kiðling eða kjúkling.... spyrjum frænku að því hehehe smá einkahúmor :þ) og fór bara snemma að sofa enda vel þreytt eftir mikil ferðalög... kallarnir fóru á barinn.
Á þriðjudegi var ég fyrst í morgunmat (enda búin að sofa í 10 tíma hehehe) og svo var haldið aftur út á lestarstöð, aftur með Arlanda Expressen út á flugvöll og í flug til Luleå. Þar beið okkar rúta sem ók með okkur í hátt í 1,5 tíma á Hotell Storforsen... hótel sem stendur eitt og sér við "storsta forsen i Europa" sem við skiljum sem stærsta fossinn í Evrópu... en í raun eru þetta 5 km langar flúðir... og flúðir eru bara alls ekki foss hehehe En fallegar voru flúðirnar. Þetta er 4 stjörnu hótel, allt ljómandi vel skipulagt. Við fengum límmiða með nöfnunum okkar til að merkja töskurnar og þær voru teknar úr rútunni fyrir okkur og upp á herbergi (ég með svo mikinn farangur að ég var spurð hvort ég ætlaði að ferðast mikið um Svíþjóð eftir ráðstefnuna hehehe) þið getið skoðað hótelið á http://www.storforsen-hotell.se/ og athugið að á myndunum sjást bara neðstu 2 km af 5 km flúðunum. Ég kíkti aðeins inn á herbergi og við fengum smá að borða og svo bara byrjuðu fyrirlestrarnir, rúmir 2 klst. Svo áttum við að fara í hlýrri föt og betri skó og fengum leiðsögumann til að sýna okkur flúðirnar (reyndar 4 leiðsögumenn fyrir 4 hópa, svolítið mörg). Ég var nú bara í nýju galla-stuttbuxunum, langerma bol og gallajakka og í Ecco strigaskóm... ekki fannst mér kalt þarna miðað við á Íslandi hehehe. Fallegar flúðir, flott umhverfi og ég væri alveg til í að kíkja þangað aftur og fara í dagsgönguferð til að skoða svæðið betur.
Um kvöldið var svo þrælfínn matur, reyktur lax í forrétt, svínasteik, lax og hreindýr í aðalrétt og svo panna cotta í eftirrétt.
Svo var bara spjallað og kíkt á bar sem var ca 200m frá hótelinu, ég bara labbaði í hælaskónum mínum hehehe og sat þar í smá stund áður en ég fór að sofa... enda byrjuðu fyrirlestrarnir kl 8 næsta morgun... og þá þurfti að vera búið að tékka sig út úr herberginu. Já sem sagt, næsta dag fyrirlestrar kl 8-10 og þá bara beint út í rútu sem fór að splunkunýju sjúkrahúsi sem við áttum að fá að skoða. Þetta sjúkrahús er mitt á milli Luleå og Boden... út á miðju túni langt frá allri byggð... þetta er sem sagt leið Svía til að mætast á miðri leið, það voru miklar deilur um hvar þetta nýja fína sjúkrahús ætti að vera og af því að það voru deilur um hvort það ætti að vera í Luleå eða Boden þá var það bara sett þar mitt á milli... ekki eitt einasta hús sjáanlegt frá sjúkrahúsinu hehhehe og kannski bara allir fúlir eða??? Flott sjúkrahús en agalega úldinn svíi sem sýndi okkur það, talaði lágt og fannst þetta bara almennt leiðinlegt hehehe en svo var voða fín kona sem sýndi okkur blóðbankann, sem var bara lítil blóðstöð... engir blóðgjafar og engin vinnsla á blóðhlutum, það er allt gert í Luleå og Boden hehehe en engu að síður gaman að sjá þetta.
Svo fengum við að borða sjúkrahúsmat hehehe sem var öllu skárri en á Lansanum :þ ég fékk fínasta pasta með osta og skinkusósu.
Og þaðan var haldið aftur út á flugvöll og flogið til Stokkhólms og aftur í Arlanda Expressen og út í leigubíl... á annað hótel. En þá var hin ameríska Lísa (Condoleezza Rice) stödd í Stockholm og öll umferð stoppuð í miðbænum í um 45 mínútur!!! Sem sagt lengi áður en hún keyrði framhjá og lengi eftir að hún fór... og allan tímann sat ég inni í leigubíl og beið eftir að komast af stað :þ en hótelið var fínt, reyndar leit lobbíið ekki vel út.... hótelið nýopnað og greinilega smá þjófstartað þar sem það var verið að vinna á neðstu hæðinni, þvílíkur hávaði en það heyrðist ekkert upp á okkar hæð. Ég og Palli með herbergi hlið við hlið og ákváðum að fara í smá göngutúr áður en við ætluðum að hittast og fara í kvöldmat. Konan hans Sigga var mætt á staðinn, Guðbjörg, og þau ætluðu að eiga notalega barnlausa daga í Stokkhólmi. Ég og Palli löbbuðum og skoðuðum Vasagarðinn, rosalega flottur garður með risa trjám, fullt af fuglum og fullt fullt af fólki út um allt. Leiktæki fyrir börnin og allt bara æðislegt, langaði svo að hoppa á risa hálfgerðu trampólíni með börnunum mínum. Hittum svo restina af liðinu á hótelinu og fórum á Indverskan stað að borða... frábær þjónusta og hrikalega góður matur. Svo bara upp á hótel að sofa. Næsta dag fórum við snemma af stað, flugið var ekki fyrr en kl 14:20 en það voru endalausar fréttir um umferðarhnúta og lokaðar götur út af Condoleezzu þannig að við ákváðum að vera tímanlega... ég ætlaði sko ekki að vera of sein og missa af því að skila tax free miðunum mínum!!! (ca 7-8 þúsund takk fyrir :þ). Svo komumst við bara að því að það væri ómögulegt að taka leigubíl, allt lokað í miðbænum, þannig að við löbbuðum í ca 10 mínútur (eða 15 mínútur) og tókum neðanjarðarlest niður í miðbæ og svo í fjórðu ferðina í Arlanda Expressen og út á flugvöll. Mætt snemma og orðin ógó klár í að tékka okkur sjálf inn hehehe og ég náði að skila tax free dótinu á rétta staði :D. Svo bara kláruðum við síðustu sænsku krónurnar, ég keypti smá gjafir handa liðinu heima, eyrnalokka fyrir mig og Esprit "skyrtu" handa mér. Flugið á réttum tíma, flugþjónn Íslands að sinna okkur og allt ljómandi fínt.
Svo auðvitað verslaði ég smá í Fríhöfninni, kvaddi karlana og dreif mig í gegnum tékkið þar sem Þorlákur, Ingibjörg og Siggi biðu mín :D :D :D það var starfsdagur í leikskólanum þannig að ég plataði þau til að sækja mig :o).
Æðislegt að hitta þau aftur... ég verð alltaf svo hrikalega ástfangin af manninum mínum eftir nokkurra daga aðskilnað, nauðsynlegt við og við.
Siggi passaði í allt sem ég keypti handa honum og Þorlákur fékk derhúfu og Ingibjörg fékk nýjan kjól (langaði reyndar í Ariel kjól eða Hello Kitty kjól en ég keypti bara rauðköflóttan kjól sem hún var hæstánægð með).
Svo bara vinna, 8 tímar á föstudegi, 20 tímar á sunnudegi :þ....

Næstu helgi verður svo næsta brúðkaup, Hildur Ýr og Öddi tvíburaforeldrar að gifta sig, veislan verður á 20. hæð í nýja turninum við Smáralind :o) og okkur hlakkar til... alltaf gaman í brúðkaupum.

Jæja... Siggi heldur að enginn nái að lesa svona langt.... þessi langloka er aðallega skrifuð svo ég muni seinna hvernig þetta allt var... vona samt að einhver nenni að lesa :þ treysti á Áddu frænku ;)
Heyrumst
kv
Kristín blaðurskjóða

12 comments:

Anonymous said...

Vá hvað þetta er langt blogg!! Las þetta nú að mestu samt, datt aðeins út um tíma - hehehe...
Gaman að sjá brúðkaupsmyndirnar, glæsileg brúðhjón og kjólinn ofsalega fallegur. Til hamingju Ingunn og Gísli með daginn!

Anonymous said...

Ég náði að lesa allt til enda :) Flott ferðasaga. En hver er flugþjónn Íslands :þ

Kv, Guðrún tvíb.mamma.

Anonymous said...

Nú bara að giska Guðrún :þ segi þér það á laugardag
kv
kr.e. í vinnunni

Anonymous said...

Já ég sko las þetta allt og hafði mikið gaman af. Er það ekki sem ég segi--allir eiga að flytja til sverige, eða danmark! Það er svo mikið fjör í lífinu þarna og allt svo --bara æðislegt:) Takk fyrir að nenna að skrifa svona mikið. Saknaðarkveðjur, Ádda frænka.

Anonymous said...

Ég las hvern staf, ætla að fara aftur í bloggið og skoða myndir af Ingunni og Gísla ;) Takk kærlega fyrir innkaupin í H&M.

Anonymous said...

Alltaf gaman að lesa bloggin þín :)
Ég ætla að giska á að Draupnir úr euoro myndbandinu sé flugþjónn Íslands!
Kv. frá Húsó

Anonymous said...

Rangt Anna Björg - giskaðu betur ;)

Anonymous said...

Ég giska á að fyrsti stafurinn í nafni flugþjóns Íslands sé J :)

Kristín E. said...

Rétt hjá Möllu... hefði frekað viljað hitta Draupni :þ

Anonymous said...

Ég viðurkenni að ég las ekki allt, þetta er svo agalega mikil langloka... ha ha ha
Hvenær eigum við svo að skella okkur aftur í sund saumógellurnar? Er ekki spurning bara að ákveða dag í næstu viku eða eru allir farnir norður bara??

Anonymous said...

Nei við gætum alveg hittst í næstu viku held ég, væri gaman að endurtaka þetta. Verðum í sambandi Heiðrún...

Anonymous said...

Hvað ertu að stússast? Bara ekkert skrifað. Við mamma bíðum eftir næstu fréttum. Settu þig nú niður við tölvuna! Saknaðarkveðjur þín Ádda.