Saturday, June 21, 2008

Laugardagur :o) og enn sól :D

HæHæ.... bara alltaf að blogga :þ
Í gær var ég að vinna, 22 tíma vakt en ég fékk að taka langan kvöldmat þar sem okkur var boðið í grill hjá Völla og Þóru. Tilefnið var að Isabel og Morgan sem við hittum á Bahamas eru á landinu, gaman að hitta þær mæðgur aftur. Þar voru líka Hreinn, Olga og börn, Arna systir Þóru, Siggi maðurinn hennar og synir, Ólöf mamma Þóru og Palli Rós og Rut.... rosalega fínt og ekkert smá gott að slíta vaktina aðeins í sundur og fá grillaða almennilega hamborgara :o).
Svo var það bara vinnan, nóg að gera eins og alltaf... svaf í um 2 tíma.
Því næst kom ég bara heim og svaf til um 13, þá voru börnin á leiðinni út, voru úti á róló í lengri lengri tíma og fóru svo að leika sér í garðinum (fóru líka í morgun... þá að hjóla), voru í yfir hálftíma að klifra upp á steininn í garðinum og syngja :o) og voru úti til um 15:30 þegar við fórum hjólandi í kaffi til Möllu, hún var að baka skúffuköku og bauð okkur og við ákváðum að fara bara hjólandi. Fengum hjólavagninn sem nágrannar okkar eiga lánaðan og hjólið þeirra með svo það þyrfti ekkert að færa vagninn. Rosa fjör og góð skúffukaka og æðislegt veður á pallinum hjá Möllu. Ætluðum svo að fara að koma okkur heim og í búð að kaupa í kvöldmatinn þegar Malla bara bauð okkur í kvöldmat, Össi grillaði folald og pylsur jummí. Ég át alveg yfir mig og átti svo eftir að hjóla heim hehehe en það bara gekk vel og nú eru börnin vonandi sofnuð inni í herbergi.
Á morgun er planið að taka daginn tímanlega og skella sér í sund, hjólum væntanlega saman öll fjölskyldan, eða að ÞS og IS hjóli og við löbbum með, kemur í ljós.

Læt hér fylgja með 3 myndir frá 17. júní, til vitnis um að Þorgerður mín hafi verið með á Rútstúni hehehe fyrst ég gleymdi henni í 17. júní blogginu heheheh

Góða helgi
kv
Krizzza

Siggi og Ingibjörg sæta á Rútstúni


Ég og mömmustrákur... að borða snúða... hann hertók einn pokann og át og át :þ


Gilli, Þorgerður og Dagur Elís í blíðunni

8 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir daginn,hér eru menn ýmist rauðir í framan, á bringunni eða á öxlum, tihi

Anonymous said...

Kvitt kvitt. Gaman að hitta ykkur á róló um daginn, verðum að endurtaka þetta fljótlega :) Við skelltum okkur í útilegu um helgina og komum gjörsamlega grilluð heim :þ

Anonymous said...

Mikið ertu dugleg. Og Malla systir þín rosalega dugleg að kommentera bæði hjá þér og mér. Þið eruð alveg æði systur. Jú, líka Þorgerður:) Enda hafið þið góð gen :) Bestu kveðjur Hilla frænka og Ádda.

Anonymous said...

Já, þessi líka glæsilega mynd - hehe...
Þreytt eftir skemmtilega helgi í fellihýsinu á Laugarvatni, þar sem skiptist á sól og rigning, og reyndar haglél líka!

Thordisa said...

heyrðu er Þóra ekki búin að eiga?

Anonymous said...

Æi ekkert smá krúttlegu fjölskyldurnar! Núna ætla ég ekkert að vera dónaleg, vona bara að ykkur líði öllum vel!!kveðja Arnhildur

Kristín E. said...

Neibb, hún er ekki búin að eiga, en það styttist(vonandi)

Anonymous said...

Gvöööð hvað þið eruð krúttlegar fjölskyldur, dauðlangar að vera meira með ykkur öllum. Hvenær á að koma í kaffi á fína pallinn minn, svo erfitt að sitja ein úti, enginn til að beina athyglinni frá flugunum sem eru samt nauðsynlegar til að halda blóðinu á hreyfingu, og engan gæti grunað að ég væri bakveik því önnur eins flugnaviðbrögð hafa ekki sést norðan heiða um árabil segja nágrannar mínir. Kv affí