Sunday, November 23, 2008

Akureyri :o) yndislegt vetrarfrí :D

Já nú er maður bara staddur í sælunni á Akureyri.... kom hingað á fimmtudagskvöldið með flugi, ekkert smá þægilegt og fer aftur suður á miðvikudagskvöld aftur fljúgandi. Ég ætlaði að skella mér erlendis í haust á punktum og kaupa jólagjafir en hætti snarlega við það með versnandi gengi krónunnar og notaði punktana í staðinn til að koma mér og börnunum í vetrarfrí til Akureyrar, mun gáfulegra :D
Þorlákur og Ingibjörg sofa í hjónaherberginu hjá ömmu sinni en ég og afinn erum bara á neðri hæðinni. Reyndar var afi hjá þeim í nótt og mestan hluta af fyrri nótt en það var af því að aumingja mamma fékk ælupest í fyrrinótt.... og missti því af nánast allri laufabrauðsgerðinni :S
Föstudagurinn var afskaplega huggulegur hjá okkur. Mamma og pabbi í vinnunni og ég fékk bílinn hennar mömmu lánaðan. Vorum bara í rólegheitunum fram eftir degi, cheerios í morgunmat... ég sem var búin að lofa þeim að fá hafragraut í morgunmat en var bara aðeins of löt í gang hehehe og svo fengu þau bara hafragraut í hádegismat í staðinn og slátur með... mamma beið hér með soðið slátur á fimmtudagskvöldið þegar við mættum, skoraði mörg mörg stig hjá barnabörnunum með því :þ.
Eftir hádegi skelltum við okkur í heimsókn í Giljaskóla til mömmu, hún vildi helst fá okkur í heimsókn á föstudag af því að þá eru fæst börn í vistun og því minni hávaði. Ég veit ekki hvernig hávaðinn er vanalega, mér fannst þetta alveg nóg :þ. Þorláki og Ingibjörgu fannst þetta allt svo hrikalega spennandi að við vorum þarna í rúmlega 2 tíma. Fórum í söngstund með krökkunum og amman spilaði undir á gítar, voru að púsla og kubba með krosskubbum og fengu svo köku í drekkutímanum og allt hreint. Sem sagt verulega spennandi.
Svo fórum við til Lillu og fengum þar aðeins meira að borða, vöfflur :D og svo mætti mamma og Annette og stelpurnar og Lilla hnoðaði eitt stk laufabrauðsdeig og við breiddum það út á metttíma. Svo var það bara kvöldmatur í Steinahlíðinni og börnin bara um klukkustund að sofna :S móðurinni til lítillar ánægju :S en svona er það að sofa í sama herbergi :þ.
Á föstudagskvöldið mættum við mamma aftur í Norðurgötuna, Lilla var búin að hnoða annað laufabrauðsdeig sem við breiddum út og skemmtum okkur í eldhúsinu í Norðurgötu eins og alltaf, svo gott allt á Akureyri (ekki satt Ádda!!!).
Ég sofnaði loks upp úr miðnætti en vaknaði svo upp úr kl 2 við símann minn, ekki mjög kát, hélt að það væri Siggi. En þá var þetta nágranni okkar úr Húsalindinni.... reykskynjarinn í Ingibjargar herbergi vældi og vældi. Hann vissi að ég væri fyrir norðan en hélt að Siggi væri þar líka, var búinn að labba hringinn í kringum húsið og fann enga lykt og sá engan reyk. Ég hringdi í Sigga sem var í bænum eftir tónleika og hann spændi bara beint heim og sendi mér svo SMS um að allt væri ok.
Svo sofnaði ég en vaknaði svo næst um kl 3 þegar mamma greyið var farin að gubba :S Hún kom sér svo fyrir niðri og sendi pabba upp til barnanna í staðinn.
Aumingja mamma, missti af sláturgerð og kartöflu-upptöku vegna handleggsbrots og svo missti hún nánast alveg af laufabrauðsgerðinni líka :S

Í gær var sem sagt laufabrauðsgerðinni haldið áfram. Lilla hnoðaði í 2 deig í viðbót sem voru breidd út og svo var skorið út í allar 197 kökurnar. Allt Norðurgötulið á staðnum, mamma heima og pabbi á æfingardegi Big Bandsins (en mætti þegar liðið fór í hádegismat og sundferð) og svo kom Hilla og Kristín Dögg var hjá okkur lengi vel.
Þorlákur og Ingibjörg brettu aðeins upp á en voru aðallega að leika sér. Svo fóru þau út og Líney Rut og Kristín Dögg með þeim, voru með þau úti í garði og svo aðeins upp hjá Oddeyrarskóla líka.
Svo skelltum við okkur út í bílskúr, ég, Lilla, Jonni, Láki og Siggi Jóns og steiktum kökurnar og afskurðinn. Þau eru þar með gamla helluborðið úr eldhúsinu og elda þar lyktarverri mat :þ algjör snilld að fá ekki bræluna yfir allt húsið.
Siggi setti í pottinn, Lilla steikti, Jonni pressaði, ég taldi (og ruglaðist verulega reglulega í talningunni hehehe) og Láki dreifði úr smjörpappírnum sem var á milli kaknanna og sótti fleiri kökur inn og svoleiðis.
Aftur var auðvitað rosalega gaman.
Svo um kvöldið voru pantaðar Domino´s pizzur og ég var komin heim í Steinahlíð rétt fyrir kl 9 um kvöldið með börnin.... sem voru aftur lengi að sofna en ekki heila klukkustund samt.
Ég telst fullnuma í að búa til laufabrauð frá byrjun til enda... spurning um að skella í eitt deig þegar ég kem heim og sýna snilli mína :þ

Í dag (sunnudag) vorum við enn í rólegheitum í morgun, pabbi var min til rúmlega 9 þegar ég og mamma vöknuðum. Vorum bara í smá snúningum hér og fórum svo í Norðurgötu að ganga frá laufabrauðinu. Börnin voru svo eftir í Norró meðan ég og mamma fórum í að versla í næsta bakstur, í Bónus og Hagkaup.
Já... bökuðum meira í dag. Í dag lærði ég að baka brúna tertu. Ég og mútta bökuðum 3 brúnar tertur í dag, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta gera sem sagt 12 botna, bendi bara á það og þetta tók bara ekki svo langan tíma í eldhúsinu hraðar hendur. Kjúklingurinn var svolítið seinn fyrir vikið en við börnin reynum þá bara að kúra aðeins í fyrramálið í staðinn.
Ég er líka fullnuma í að baka brúna tertu.... get reddað því ef mútter tekur upp á því að handleggsbrjóta sig í nóv/des á næsta ári!!! Á reyndar eftir að gera smjörkremið en er komin með uppskriftina... skellum okkur í það á morgun.
Í kvöld, meðan kjúllinn var í ofninum, fórum við svo í að gera mömmukökudeig, byrjuðum fyrir kvöldmat og svo var öllu hrært saman eftir kvöldmat. Nú bíður deigið til næsta dags eftir bakstrinum, sem verður annað kvöld.

Sem sagt hér er nóg að gera, mikið um að vera og ég búin að læra heilmargt.... á reyndar eftir að skrifa laufabrauðsuppskriftina niður á blað en redda því á morgun.

Á morgun er planið að fara í Norró með strætó (enda frítt í strætó á Akureyri og krökkunum finnst það hrikalega gaman) og stússa eitthvað skemmtilegt þar, kíki kannski aðeins inn í bæ og jafnvel aðeins til elskulegrar Arnhildar frænku minnar... hún var að vinna allan laugardaginn en kíkti rétt aðeins við fyrir jólahlaðborð.

Skrifa kannski meira á þriðjudagskvöldið eða bara þegar ég verð komin aftur heim.

Heyrumst, takk fyrir kommentin
kv
Kristín í sælunni á Akureyri

Sunday, November 9, 2008

Frökenin orðin hress :o)

Já... pestin var ekki löng, nokkur gubb um nóttina og svo um morguninn og svo ekki meir, því betur. Þorgerður sótti Þorlák í leikskólann á föstudag og tók hann með sér í heimsókn og Siggi sótti hann svo og kom við á McDonald´s og keypti hamborgara fyrir litlu konuna okkar.... og hún borðaði bara nokkuð vel.

Í gær voru bara rólegheit hjá okkur.... það var frí í dansinum þessa helgina og við bara róleg. Svo ætlaði ég með Ingibjörgu í smá búðarrölt en Þorlák langaði svo miklu meira með mömmu í búðir en að horfa á fótbolta með pabba hehehe þannig að Ingibjörg bauðst til að vera bara heima hjá elsku pabba sínum :þ. Við Þorlákur fórum aðeins í Europris (þar sem það sem við ætluðum að kaupa var ekki til :S) og svo í Smáralind þar sem við keyptum heilar 7 jólagjafir og Rosendahl salt og piparkvarnir handa okkur Sigga fyrir pening sem tengdamamma gaf okkur í afmælisgjöf :o) ógó flott auðvitað.

Svo komum við okkur bara heim, borðuðum smá og skelltum okkur svo í Toys ´r us þar sem við keyptum 8 jólagjafir.... frábært að vera byrjuð á jólagjafakaupunum :D

Svo fórum við auðvitað í Sorpu í leiðinni og líka í Bónus.

Eldaði svo karrýfiskinn úr Af bestu lyst í kvöldmatinn.


Í gærkvöldi fór ég í halloween partý til Hildar Ernu... Glerárskólagellurnar. Partýið sem átti að vera fyrir viku en var frestað vegna veikinda. Það var ekkert smá gaman :o). Allar mættu í þvílíkt flottum búningum... enda átti ekki að hleypa neinum inn nema við myndum mæta í búningi... svona var ég í búningi sem Íris Kristín lánaði mér... takktakk :o) Ég þurfti meira að segja að skilja bílinn eftir og fá far heim!!! Drakk sko heila flösku af vodka ice blue heheheh



Í dag var frí í fimleikunum... Siggi fór með börnin í sunnudagaskólann og ég fékk að sofa út :D. Svo vorum við bara í rólegheitum hér og skelltum okkur svo saman í Húsdýragarðinn, áttum enn 2 boðsmiða sem ég vann í happdrætti á Sólrisuhátíð Blóðbankans í vor (hálfgerð Árshátíð). Í kvöld var svo bayonneskinka í matinn.... var á tilboði í Nettó fyrir helgi :þ og svo ís í eftirmat.
Jæja.... styttist í lokaþátt Swingtown og ég má ekki missa af því....
Takk fyrir öll kommentin
kv
Kristín E.

Friday, November 7, 2008

Lasarus.....

Já... í dag er ég heima með Ingibjörgu, hún kom upp í til okkar í nótt sem er verulega óvanalegt. Við ætluðum bara að leyfa henni að kúra hjá okkur en hún var alltaf að brölta og því var henni skilað :S en svo bara gubbaði hún greyið. Ég svaf lítið í nótt, var mest hjá henni.... og það fer ekki vel um mig með mýslunni í rúmi sem er bara 140cm langt hehehe Svo var smá gubb í morgun en svo ekki neitt síðan um kl 10 í morgun en nú er gullfoss að byrja... heyrist það allavegana á skruðningunum í maganum á henni :þ
Þorlákur fór bara í leikskólann og Þorgerður kippti honum með heim til sín áðan, Siggi kippir honum svo með þaðan á heimleiðinni.

Ég er búin að horfa á 1 þátt af Dóru, Lion King bíómyndina, 1 þátt af Samma brunaverði, einn þátt af Diego vini Dóru og svo er frökenin núna inni í rúmi að horfa á Pétur Pan en ég er inni í stofu með Guiding Light hehehe. Svo er búið að segja nokkrar sögur og lesa smá og svo lék hún sér með Littlest Pet Shop dótið sitt áðan.

Þessa stundina er ég voðalega ánægð með að partýið sem átti að vera í kvöld verður annað kvöld :D ekki í neinu stuði fyrir partý núna heheheh

Heyrumst
kv
Kristín og Ingibjörg mýsla tísla

Thursday, November 6, 2008

:o)

HæHæ.... og takk kærlega fyrir allar yndislegu kveðjurnar í síðasta bloggi. Það er svo hrikalega gott að eiga svona góða að.

Lífið gengur hér sinn vanagang. Ég orðin árinu eldri en er hins vegar verulega lukkuleg með að vera bara 34 ára... ég var alveg á því að ég væri að verða 35 ára hehehhe og græddi því heilt ár :þ. Var með kaffiboð 2. nóvember, smá skyndiákvörðun. Var í sunnudagaskólanum með Sigga og börnunum þegar ég ákvað að bjóða nokkrum í kaffi, sendi SMS á systur mínar, tengdamömmu og Tinnu Ösp.... Malla var á leiðinni í afmæli á Laugarvatni en hinir mættu og Ingunn Elfa og Gísli með sín börn þar að auki :o) datt ekkert í hug að senda þeim SMS... hélt að þau myndu ekki nenna að keyra yfir heiðina en tengdamamma var hjá þeim og þau bara skelltu sér öll saman.
Þar sem þetta var skyndiákvörðun þá var ekkert til hér heima þegar við komum heim eftir sunnudagaskólann og tvöfaldan fimleikatíma.. upp úr kl 2. Skellti í Heiðu-skúffuköku og svo hrærði ég pönnukökudeig og vöffludeig og steikti bara bæði í einu meðan kakan bakaðist. Tinna Ösp kom svo snemma og Siggi var að skoða tölvuna hennar og á meðan hjálpaði hún til við undirbúning, lagði á borð og gekk frá og svoleiðis, takk fyrir það skvís :o).

Þetta var bara afskaplega gaman, fékk 2 blómvendi og gjöf frá Tinnu :o). Frá Sigga fékk ég topp sem ég keypti mér í október hehehe og tengdamamma gaf okkur hjónunum pening til að kaupa okkur eitthvað fallegt, mamma gaf mér líka pening en hann er fyrir mig en ekki Sigga hehehehe Ássý kom með smá pakka í vikunni frá henni og Lillu, takk fyrir það :o).

Það er alltaf svo gaman að eiga afmæli. Þorlákur og Ingibjörg voru heima á afmælisdaginn af því að það var starfsdagur í leikskólanum en ég gat ekki fengið frí því miður.... það voru svo margir í fríi og svo bættust við veikindi þannig að það var jafn gott að ég fékk ekki frí!!! Í staðinn var Siggi heima og þau áttu hér góðan dag, fóru labbandi í sund og gerðu fleira skemmtilegt :þ. Ég skellti mér svo í búðina á leiðinni heim úr vinnunnu.... þá voru þau á fótboltaæfingu.... og keypti svínakótilettur í kvöldmatinn og ís í eftirmat :o) fann meira að segja ísblóm með cappuccino... ógó gott :o).

Svo bara vinna eins og vanalega.... um helgina fer ég í partý til Hildar Ernu, grunnskólagellupartý.... þetta átti að vera síðustu helgi en hún var lasin... og ekki bara hún heldur fleiri þannig að þetta frestaðist um viku.... en þemað verður eins og við eigum allar að mæta í búningum. Fékk lánaðan búning hjá Írisi, sýni ykkur mynd af því seinna.

Svo er ég a fara norður.... og hlakka svo til. Ég fæ 4 daga í frí í kringum helgi, fer norður eftir vinnu fimmtudaginn 20. nóv og svo heim aftur miðvikudaginn 26. nóv :o). Fer fljúgandi með krílin með mér, pantaði svo snemma að ég fékk punktaflug :D þannig að ég borga bara 6300 í skatta fyrir okkur þrjú.
Stefnt er á laufabrauðsgerð þessa helgi og svo jafnvel líka mömmukökugerð, mamma getur lítið breitt úr deigi eftir handleggsbrotið þannig að ég ætla að reyna að aðstoða :D
Það verður æðislegt... svo auðvitað ætla ég að reyna að hitta Arnhildi, Affí, Hillu, Sigga og Annetta og co

Jæja... nú styttist í House, enda ætla ég að reyna að blogga aðeins oftar og styttra í einu, sé til hvernig að fer hehehe

kv
Krizzzzza

Saturday, November 1, 2008

Nýjustu tíðindi úr Húsalindinni

Halló kæru lesendur hehehe ef einhver nennir að kíkja hér inn lengur, ég telst ekki vera duglegust að blogga, slæ allavegana Áddu frænku ekki við í blogg-dugnaði :S.

Undanfarnar vikur hefur verið nóg að gera þó ég hafi mest verið heima í veikindaleyfi. Já.... allir í vinnunni (eða nánast allir) halda að ég hafi verið heima út af bakveikindum og það er voðalega lítil lygi, ég fékk auðvitað í bakið á því að hanga svona heima.... en aðalástæðan var sú að við Siggi vorum enn að vinna í því að reyna að fjölga mannkyninu. Hver sem hefur hitt dásemdar börnin okkar skilur auðvitað að okkur langi til að búa til fleiri svona gullmola.
Í þetta skiptið vorum við búin með alla litlu frostpinnana okkar og því þurfti frúin í fulla glasafrjóvgunarmeðferð... meðferð sem tók 7-8 vikur í þetta skiptið og endaði ekkert sérstaklega vel... eða reyndar bara frekar illa :þ. Þessi meðferð tók heilmikið á, ég var hundlasin á tímabili en samt ekkert í líkingu við það þegar ég endaði inni á sjúkrahúsi eftir síðustu eggheimtu :S.
Aðal veikindin voru vegna þess að ég var með fullt fullt af helv... blöðrum sem tóku upp á því að springa á ólíklegustu tímum, eitt skiptið um miðja nótt og ég ældi nærri því af verkjum.

Þar sem læknanir fóru sér gífurlega varlega til að ég fengi ekki oförvun eins og síðast (sem var ástæðan fyrir sjúkrahúsferðinni þá) þá var árangurinn ekki eins mikill... síðast náðust 15 egg en nú bara 3 stykki.... og síðast frjóvguðust 10 egg en nú bara eitt... það var sett upp og 2 vikum síðar kom leiðindarniðurstaðan og því miður tókst þetta ekki....

En ég er hins vegar verulega lukkuleg þessa dagana þar sem vinkona mín af netinu var í meðferð á sama tíma og hún á von á barni :o) yndislegar fréttir finnst okkur.

Þar sem við Siggi erum enn saman eftir 11 ár og eigum þar að auki 2 börn saman þá telur íslenska ríkið okkur greinilega verulega gráðug að langa í fleiri börn og við fáum því enga niðurgreiðslu á meðferðir, og því kostar ein svona meðferð um 340 þúsund með lyfjakostnaði.... ef ég hins vegar myndi skilja við Sigga og jafnvel ná mér í mann sem ætti 10 börn þá fengjum við alveg hellings niðurgreiðslu frá ríkinu.... já svona er íslenskt þjóðfélag, gerir allt í að hvetja fólk til að skilja :S

Nú er bara málið að knúsa hvert annað og brosa út í heiminn.... er voða dugleg þessa dagana við að sniðganga leiðinlegar fréttir, reyni aðallega að lesa t.d. Fólk dálkinn á mbl.is til að fræðast um fræga fólkið frekar en kreppufréttir heheheh

Nú eigum við hjónin eftir að velta framhaldinu fyrir okkur.... erum við hætt að reyna eða ekki, sumpart hljómar það verulega vel að fara aldrei aftur á þessar helv.. sprautur og njóta lífsins með gullmolana okkar tvo en á hinn bóginn væri afskaplega spennandi að fá aftur að snúast í kringum lítinn hjálparlausan gullmola...
Þetta kemur allt í ljós með tíð og tíma....

Nú eigum við fjölskyldan eftir að halda upp á eitt afmæli í viðbót þetta árið og svo förum við í að undirbúa jólin.... 2 kríli á þessu heimili eru nú þegar orðin spennt fyrir því hehehe

Takk fyrir að fylgjast með hér og ég vona að enginn sé sár þó ég tjái mig lítið um meðferðir fyrr en þær eru búnar... það er bara ansi erfitt þegar margir eru að fylgjast með.... mun betra að vera búin að jafna sig smá áður en ég þarf að segja heiminum frá leiðindafréttunum :S

Heyrumst.... ætla að reyna að vera dugleg að blogga í nóvember... enda er það besti mánuðurinn hehehe
kv
Krizzza ofurkrílamamma