Thursday, November 6, 2008

:o)

HæHæ.... og takk kærlega fyrir allar yndislegu kveðjurnar í síðasta bloggi. Það er svo hrikalega gott að eiga svona góða að.

Lífið gengur hér sinn vanagang. Ég orðin árinu eldri en er hins vegar verulega lukkuleg með að vera bara 34 ára... ég var alveg á því að ég væri að verða 35 ára hehehhe og græddi því heilt ár :þ. Var með kaffiboð 2. nóvember, smá skyndiákvörðun. Var í sunnudagaskólanum með Sigga og börnunum þegar ég ákvað að bjóða nokkrum í kaffi, sendi SMS á systur mínar, tengdamömmu og Tinnu Ösp.... Malla var á leiðinni í afmæli á Laugarvatni en hinir mættu og Ingunn Elfa og Gísli með sín börn þar að auki :o) datt ekkert í hug að senda þeim SMS... hélt að þau myndu ekki nenna að keyra yfir heiðina en tengdamamma var hjá þeim og þau bara skelltu sér öll saman.
Þar sem þetta var skyndiákvörðun þá var ekkert til hér heima þegar við komum heim eftir sunnudagaskólann og tvöfaldan fimleikatíma.. upp úr kl 2. Skellti í Heiðu-skúffuköku og svo hrærði ég pönnukökudeig og vöffludeig og steikti bara bæði í einu meðan kakan bakaðist. Tinna Ösp kom svo snemma og Siggi var að skoða tölvuna hennar og á meðan hjálpaði hún til við undirbúning, lagði á borð og gekk frá og svoleiðis, takk fyrir það skvís :o).

Þetta var bara afskaplega gaman, fékk 2 blómvendi og gjöf frá Tinnu :o). Frá Sigga fékk ég topp sem ég keypti mér í október hehehe og tengdamamma gaf okkur hjónunum pening til að kaupa okkur eitthvað fallegt, mamma gaf mér líka pening en hann er fyrir mig en ekki Sigga hehehehe Ássý kom með smá pakka í vikunni frá henni og Lillu, takk fyrir það :o).

Það er alltaf svo gaman að eiga afmæli. Þorlákur og Ingibjörg voru heima á afmælisdaginn af því að það var starfsdagur í leikskólanum en ég gat ekki fengið frí því miður.... það voru svo margir í fríi og svo bættust við veikindi þannig að það var jafn gott að ég fékk ekki frí!!! Í staðinn var Siggi heima og þau áttu hér góðan dag, fóru labbandi í sund og gerðu fleira skemmtilegt :þ. Ég skellti mér svo í búðina á leiðinni heim úr vinnunnu.... þá voru þau á fótboltaæfingu.... og keypti svínakótilettur í kvöldmatinn og ís í eftirmat :o) fann meira að segja ísblóm með cappuccino... ógó gott :o).

Svo bara vinna eins og vanalega.... um helgina fer ég í partý til Hildar Ernu, grunnskólagellupartý.... þetta átti að vera síðustu helgi en hún var lasin... og ekki bara hún heldur fleiri þannig að þetta frestaðist um viku.... en þemað verður eins og við eigum allar að mæta í búningum. Fékk lánaðan búning hjá Írisi, sýni ykkur mynd af því seinna.

Svo er ég a fara norður.... og hlakka svo til. Ég fæ 4 daga í frí í kringum helgi, fer norður eftir vinnu fimmtudaginn 20. nóv og svo heim aftur miðvikudaginn 26. nóv :o). Fer fljúgandi með krílin með mér, pantaði svo snemma að ég fékk punktaflug :D þannig að ég borga bara 6300 í skatta fyrir okkur þrjú.
Stefnt er á laufabrauðsgerð þessa helgi og svo jafnvel líka mömmukökugerð, mamma getur lítið breitt úr deigi eftir handleggsbrotið þannig að ég ætla að reyna að aðstoða :D
Það verður æðislegt... svo auðvitað ætla ég að reyna að hitta Arnhildi, Affí, Hillu, Sigga og Annetta og co

Jæja... nú styttist í House, enda ætla ég að reyna að blogga aðeins oftar og styttra í einu, sé til hvernig að fer hehehe

kv
Krizzzzza

3 comments:

Anonymous said...

Gott að frétta að þið séuð væntanleg fljótlega, ætla ekki að missa af ykkur svo það er skylda að hringja og minna mig á þegar þið komið, mamma er alveg orðin handónýt í fréttaflutningi.
kv affí

Anonymous said...

Hei ég vissi ekki að þú værir að fara norður, má ég koma með?? Ég er samt ekki viss um að ég komist ofan í ferðatöskuna þína, en það má reyna það ;) Góða helgi

Anonymous said...

Góða helgi! Hugsaði til þín á mánudaginn en kom mér aldrei inn á síðuna til að senda þér kveðju. Hafið það gott um helgina. Sjáumst nú vonandi einhvern tímann!!!!

Yndislegt að komast norður í laufabrauð og kökugerð.

Bestu kveðjur, Svanhildur