Friday, November 7, 2008

Lasarus.....

Já... í dag er ég heima með Ingibjörgu, hún kom upp í til okkar í nótt sem er verulega óvanalegt. Við ætluðum bara að leyfa henni að kúra hjá okkur en hún var alltaf að brölta og því var henni skilað :S en svo bara gubbaði hún greyið. Ég svaf lítið í nótt, var mest hjá henni.... og það fer ekki vel um mig með mýslunni í rúmi sem er bara 140cm langt hehehe Svo var smá gubb í morgun en svo ekki neitt síðan um kl 10 í morgun en nú er gullfoss að byrja... heyrist það allavegana á skruðningunum í maganum á henni :þ
Þorlákur fór bara í leikskólann og Þorgerður kippti honum með heim til sín áðan, Siggi kippir honum svo með þaðan á heimleiðinni.

Ég er búin að horfa á 1 þátt af Dóru, Lion King bíómyndina, 1 þátt af Samma brunaverði, einn þátt af Diego vini Dóru og svo er frökenin núna inni í rúmi að horfa á Pétur Pan en ég er inni í stofu með Guiding Light hehehe. Svo er búið að segja nokkrar sögur og lesa smá og svo lék hún sér með Littlest Pet Shop dótið sitt áðan.

Þessa stundina er ég voðalega ánægð með að partýið sem átti að vera í kvöld verður annað kvöld :D ekki í neinu stuði fyrir partý núna heheheh

Heyrumst
kv
Kristín og Ingibjörg mýsla tísla

3 comments:

Anonymous said...

Æ æ æ, ekki gott að mýsla sé lasin.... Sendum henni batakveðjur. Eins gott að Þórdís frétti þetta ekki með gubbið, hún segir að við systur og okkar lið þefum uppi allar gubbu og gullfoss pestir á landinu :S Sem er auðvitað helber vitleysa :)

Anonymous said...

Batakveðjur, vona að hún sé orðin góð í dag sunnudag og enginn annar tekinn við! Vonandi verið skemmtilegt halloweenpartýið.

Það eru nú nokkrir í kringum mig sem eru með það betur á takteinunum en við hversu oft við höfum orðið veik á síðustu misserum!!! Æ, maður getur víst lítið stjórnað þessu sjálfur.

Hafið það gott. Bestu kveðjur, Svanhildur

Anonymous said...

Bara eta fisk og skyr, feitt két, kleinur og aðra íslenska óhollustu. Lifði á þessu sem krakki og varð sjaldan veik. Grænmeti, tófú og önnur hollusta er hreinasta eitur eitt og sér. Síðan er voða gott að borða íslenskt súkkulaði, konfekt, lindubuff oþh,tekur gubbubragðið strax í burtu- enda íslenskt já takk.
Batakveðjur til litlu frænku
kv affí