Sunday, November 23, 2008

Akureyri :o) yndislegt vetrarfrí :D

Já nú er maður bara staddur í sælunni á Akureyri.... kom hingað á fimmtudagskvöldið með flugi, ekkert smá þægilegt og fer aftur suður á miðvikudagskvöld aftur fljúgandi. Ég ætlaði að skella mér erlendis í haust á punktum og kaupa jólagjafir en hætti snarlega við það með versnandi gengi krónunnar og notaði punktana í staðinn til að koma mér og börnunum í vetrarfrí til Akureyrar, mun gáfulegra :D
Þorlákur og Ingibjörg sofa í hjónaherberginu hjá ömmu sinni en ég og afinn erum bara á neðri hæðinni. Reyndar var afi hjá þeim í nótt og mestan hluta af fyrri nótt en það var af því að aumingja mamma fékk ælupest í fyrrinótt.... og missti því af nánast allri laufabrauðsgerðinni :S
Föstudagurinn var afskaplega huggulegur hjá okkur. Mamma og pabbi í vinnunni og ég fékk bílinn hennar mömmu lánaðan. Vorum bara í rólegheitunum fram eftir degi, cheerios í morgunmat... ég sem var búin að lofa þeim að fá hafragraut í morgunmat en var bara aðeins of löt í gang hehehe og svo fengu þau bara hafragraut í hádegismat í staðinn og slátur með... mamma beið hér með soðið slátur á fimmtudagskvöldið þegar við mættum, skoraði mörg mörg stig hjá barnabörnunum með því :þ.
Eftir hádegi skelltum við okkur í heimsókn í Giljaskóla til mömmu, hún vildi helst fá okkur í heimsókn á föstudag af því að þá eru fæst börn í vistun og því minni hávaði. Ég veit ekki hvernig hávaðinn er vanalega, mér fannst þetta alveg nóg :þ. Þorláki og Ingibjörgu fannst þetta allt svo hrikalega spennandi að við vorum þarna í rúmlega 2 tíma. Fórum í söngstund með krökkunum og amman spilaði undir á gítar, voru að púsla og kubba með krosskubbum og fengu svo köku í drekkutímanum og allt hreint. Sem sagt verulega spennandi.
Svo fórum við til Lillu og fengum þar aðeins meira að borða, vöfflur :D og svo mætti mamma og Annette og stelpurnar og Lilla hnoðaði eitt stk laufabrauðsdeig og við breiddum það út á metttíma. Svo var það bara kvöldmatur í Steinahlíðinni og börnin bara um klukkustund að sofna :S móðurinni til lítillar ánægju :S en svona er það að sofa í sama herbergi :þ.
Á föstudagskvöldið mættum við mamma aftur í Norðurgötuna, Lilla var búin að hnoða annað laufabrauðsdeig sem við breiddum út og skemmtum okkur í eldhúsinu í Norðurgötu eins og alltaf, svo gott allt á Akureyri (ekki satt Ádda!!!).
Ég sofnaði loks upp úr miðnætti en vaknaði svo upp úr kl 2 við símann minn, ekki mjög kát, hélt að það væri Siggi. En þá var þetta nágranni okkar úr Húsalindinni.... reykskynjarinn í Ingibjargar herbergi vældi og vældi. Hann vissi að ég væri fyrir norðan en hélt að Siggi væri þar líka, var búinn að labba hringinn í kringum húsið og fann enga lykt og sá engan reyk. Ég hringdi í Sigga sem var í bænum eftir tónleika og hann spændi bara beint heim og sendi mér svo SMS um að allt væri ok.
Svo sofnaði ég en vaknaði svo næst um kl 3 þegar mamma greyið var farin að gubba :S Hún kom sér svo fyrir niðri og sendi pabba upp til barnanna í staðinn.
Aumingja mamma, missti af sláturgerð og kartöflu-upptöku vegna handleggsbrots og svo missti hún nánast alveg af laufabrauðsgerðinni líka :S

Í gær var sem sagt laufabrauðsgerðinni haldið áfram. Lilla hnoðaði í 2 deig í viðbót sem voru breidd út og svo var skorið út í allar 197 kökurnar. Allt Norðurgötulið á staðnum, mamma heima og pabbi á æfingardegi Big Bandsins (en mætti þegar liðið fór í hádegismat og sundferð) og svo kom Hilla og Kristín Dögg var hjá okkur lengi vel.
Þorlákur og Ingibjörg brettu aðeins upp á en voru aðallega að leika sér. Svo fóru þau út og Líney Rut og Kristín Dögg með þeim, voru með þau úti í garði og svo aðeins upp hjá Oddeyrarskóla líka.
Svo skelltum við okkur út í bílskúr, ég, Lilla, Jonni, Láki og Siggi Jóns og steiktum kökurnar og afskurðinn. Þau eru þar með gamla helluborðið úr eldhúsinu og elda þar lyktarverri mat :þ algjör snilld að fá ekki bræluna yfir allt húsið.
Siggi setti í pottinn, Lilla steikti, Jonni pressaði, ég taldi (og ruglaðist verulega reglulega í talningunni hehehe) og Láki dreifði úr smjörpappírnum sem var á milli kaknanna og sótti fleiri kökur inn og svoleiðis.
Aftur var auðvitað rosalega gaman.
Svo um kvöldið voru pantaðar Domino´s pizzur og ég var komin heim í Steinahlíð rétt fyrir kl 9 um kvöldið með börnin.... sem voru aftur lengi að sofna en ekki heila klukkustund samt.
Ég telst fullnuma í að búa til laufabrauð frá byrjun til enda... spurning um að skella í eitt deig þegar ég kem heim og sýna snilli mína :þ

Í dag (sunnudag) vorum við enn í rólegheitum í morgun, pabbi var min til rúmlega 9 þegar ég og mamma vöknuðum. Vorum bara í smá snúningum hér og fórum svo í Norðurgötu að ganga frá laufabrauðinu. Börnin voru svo eftir í Norró meðan ég og mamma fórum í að versla í næsta bakstur, í Bónus og Hagkaup.
Já... bökuðum meira í dag. Í dag lærði ég að baka brúna tertu. Ég og mútta bökuðum 3 brúnar tertur í dag, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta gera sem sagt 12 botna, bendi bara á það og þetta tók bara ekki svo langan tíma í eldhúsinu hraðar hendur. Kjúklingurinn var svolítið seinn fyrir vikið en við börnin reynum þá bara að kúra aðeins í fyrramálið í staðinn.
Ég er líka fullnuma í að baka brúna tertu.... get reddað því ef mútter tekur upp á því að handleggsbrjóta sig í nóv/des á næsta ári!!! Á reyndar eftir að gera smjörkremið en er komin með uppskriftina... skellum okkur í það á morgun.
Í kvöld, meðan kjúllinn var í ofninum, fórum við svo í að gera mömmukökudeig, byrjuðum fyrir kvöldmat og svo var öllu hrært saman eftir kvöldmat. Nú bíður deigið til næsta dags eftir bakstrinum, sem verður annað kvöld.

Sem sagt hér er nóg að gera, mikið um að vera og ég búin að læra heilmargt.... á reyndar eftir að skrifa laufabrauðsuppskriftina niður á blað en redda því á morgun.

Á morgun er planið að fara í Norró með strætó (enda frítt í strætó á Akureyri og krökkunum finnst það hrikalega gaman) og stússa eitthvað skemmtilegt þar, kíki kannski aðeins inn í bæ og jafnvel aðeins til elskulegrar Arnhildar frænku minnar... hún var að vinna allan laugardaginn en kíkti rétt aðeins við fyrir jólahlaðborð.

Skrifa kannski meira á þriðjudagskvöldið eða bara þegar ég verð komin aftur heim.

Heyrumst, takk fyrir kommentin
kv
Kristín í sælunni á Akureyri

9 comments:

Anonymous said...

Fæ vonandi vænan skammt af mömmsunum, allir brjálaðir í þær hér!!

Gudrun said...

Mikið eruð þið dugleg í bakstrinum þarna fyrir norðan! Hafið það rosalega gott :) Kv, Guðrún Óla.

Anonymous said...

Ooooooo ég öfunda þig svo!!! Mikið hefði ég viljað vera með ykkur í þessum bakstri og skemmtilegu umræðunum! Já, best á Akureyri með þessari yndislegu fjölskyldu okkar!!!! Njóttu dvalarinnar, og kíktu endilega til Arnhildar. Og láttu Kristínu Dögg passa tvíbbana. Til lukku með að vera útlærð í laufabrauðsgerð og brúnni tertu. Ástar og saknaðarkveðjur frá Áddu.

Anonymous said...

já það er kraftur í minni! Spurning hvort þú viljir ekki bara kíkja í heimsókn og afgreiða laufabrauðið og brúntertuna fyrir mig:)
kv. Helga

Anonymous said...

Ég er ekkert abbóóó............. hefði viljað vera þarna með þér, en gott að þú lærðir svona margt á Ak. reddar þá bakstrinum hér á næsta ári ;) Ég er búin að baka tvær sortir !!!!! (Össi að vísu að verða búin með alla lakkrístoppana en ég skelli þá bara í aðra uppskrift ;)

Thordisa said...

bakaði lakkrístoppa í kvöld og súkkulaðibitakökur ótrúlegt hvað kona í prófum getur gert hehe

Anonymous said...

Við viljum meira! Hvernig gekk seinni hluta frísins á Akureyri?
Ertu farin að baka meira?
Saknaðarkveðjur úr alvöru snjó, þín Ádda.

Anonymous said...

Gaman að fá þig til mín í dótabúðina, verst að ég gat ekki sýnt þér alla sexy santa´s wife búningana sem voru að koma!! -Arnhildur
P.S. Þú átt eftir að borga 47.251,-fyrir allar vörurnar sem þú keyptir...hehehe!!!

Kristín E. said...

nú!!!! fékk ég afslátt Arnhildur hehehheh

Alltaf gaman að hitta þig :þ