Monday, March 31, 2008

Lækningamaðurinn...

HæHæ...
fór í dag og hitti huggulega heimilislækninn minn, hann Skúla... var að skipta um heilsugæslu í haust og hef aldrei hitt hann áður :þ afskaplega fínn læknir auðvitað (enda setti Þorgerður systir mig hjá honum, hún valdi vel).
Lækningamaðurinn var að skoða mig af því að sjúkraþjálfarinn minn mælti með því, bað lækninn að tékka hvort ég væri hugsanlega með vefjagigt... og fékk það staðfest hjá lækninum í dag.
Það er svo sem voða gott að skilja loksins hvað það er sem er að fara með mig, vita af hverju þessir endalausu verkir hellast yfir mig reglulega, og af hverju mjöðmin gefur sig einn daginn, svo kannski hnéð næsta dag...
Vefjagigt er samansafn ýmissa einkenna, kannski á eftir að flokka þennan sjúkdóm betur niður seinna þegar vísindamenn komast að því hvað það er sem orsaka þennan sjúkdóm.
Það er því miður voða lítið hægt að gera við vefjagigt, ég mun eiga í þessu alla æfi... væntanlega sjúkraþjálfum reglulega (eins og undanfarin rúmlega 10 ár!!) og svo þarf ég að passa að hreyfa mig... en samt skynsamlega, t.d. sund, vatnsleikfimi, göngutúrar og önnur léttari hreyfing.... pallatímar eru algjört bann fyrir mig. Svo get ég reynt að passa að sofa reglulega (sem er voða þægilegt þegar ég vinn 22 tíma vaktir!!), passa upp á mataræðið og fleira slíkt... almennt að sinna sjálfum sér og hlusta á líkamann án þess þó að leggjast í dvala.

En nóg um það... ætla að fara að horfa á sjónvarpið, fór í 20 mínútna göngutúr áðan (nennti ekki lengra... það er hrikalega kalt úti í þessu roki).... þið getið kynnt ykkur vefjagigt á www.vefjagigt.is ef þið viljið.

kv
frú Kristín Vefjagigtos

Thursday, March 27, 2008

Páskayfirlit :D

Jæja.... ætla að færa leiðinlega bloggið neðar og reyna að skrifa um eitthvað skemmtilegra.... páskafrí :D Við áttum æðislegt páskafrí fyrir norðan, ég var í fríi miðvikudaginn fyrir páska og sá um að pakka fyrir fjölskylduna (nema fyrir Sigga hehehe treysti mér ekki í það).. svo kom Sigginn minn heim og henti öllu draslinu út í bíl og við sóttum ormagormana í leikskólann og lögðum af stað norður, komin af stað um kl 3 og ferðin gekk auðvitað ljómandi vel. Við komum til mömmu og pabba um klukkan 8 eftir huggulegt stopp á Blönduósi... gormarnir sváfu lengi vel og voru auðvitað stillt og prúð eins og alltaf í bíl, voru að sjá skemmtilegar fígúrur og myndir í snjónum í hlíðum Hafnarfjalls (risaeðlur, dót og byssur hehhe), sáu fullt af hestum, skemmtileg hús og fleira. Þeim finnst verulega gaman í bíl, svona almennt. Svo fengu þau líka smá nýtt dót í bílnum þegar þau voru farin að þreytast :þ hann fékk R2D2 úr Star Wars og hún fékk 2 lítil Littlest PetShop dýr.
Eftir kvöldmat í Steinahlíðinni fórum við til Lillu, Jonna og Láka í Norðurgötuna þar sem við gistum, við Siggi í svítunni (sem var áður herbergi afa og ömmu) og Þorlákur og Ingibjörg saman í gamla herberginu hans Sigga frænda... þau reyndar gátu engan vegin sofnað í sama herberginu og skiptust því á að sofna með mömmu sæng og mömmu kodda hehehe algjör mömmukríli þessa páskana :þ
Á Skírdag tókum við því rólega fyrri partinn og lögðum svo af stað í svaðilför til Húsavíkur :þ Víkurskarðið var ófært og Dalsmynnið átti að vera fært hehehe þeir bara vissu ekki betur en það var eiginlega frekar þungfært... fyrriparturinn af Dalsmynninu var fínn (og við komumst frekar fljótt frá snjóflóðasvæðinu) en svo þegar við komum lengra þá var bara fullt af snjó á veginum (sennilega í hnéhæð hjá mér) en við vorum svo heppin að sjá alltaf hjólför sennilega eftir jeppa og reyndum að fylgja þeim. Siggi reyndar sá lítið út, það fraus klaki á framrúðunni í sjónlínunni hans en ég vísaði honum í hjólförin heheh "aðeins til hægri" heyrðist ansi oft heheh Svo komum við á þjóðveg 1 og héldum að allt væri orðið ok en í Ljósavatnsskarðinu skall á þvílíka rokið og skafrenningur með því en stikufært... svo þegar við nálguðumst Kinnina þá bara ætluðum við ekki að finna afleggjarann til að beygja hehehe sáum ca 1/3 á milli stika en við svo sem kunnum alveg á leiðina og vorum svo heppin og það var svo hvasst að það var ekki snjókorn á veginum :D og Siggi fylgdi bara máluðu línunum á miðjunni og ég reyndi að finna stikur við og við.
Svo komumst við til Húsavíkur, fengum auðvitað frábærar kökur í kaffinu, Anna Björg, Kiddi og Davíð Leó komu til að hitta okkur og tengdamamma og tengdapabbi voru líka á Húsavík (íbúðin hans tengda á Húsavík er í sama húsi og íbúð Ástu Birnu, hægt að ganga á milli í gegnum eldhúsið :D ). Þorlákur og Ingibjörg voru fljót að læra leiðina yfir í afa-íbúð og fengu þar nammi, gos og safa :þ klárir gormar. Kíktu svo aðeins í heimsókn til Öddu ömmu Sigga á Hvamm, rákumst þar líka á Öddu í Álftagerði sem var auðvitað frábært. Adda amma leysti okkur út með gjöfum, Ingibjörg fékk vettlinga, Þorlákur sokka og ég fékk þrjá dúka, 2 með krosssaumi og einn heklaðan :D
Um kvöldið var hangikjöt í matinn :o) sem var auðvitað frábært.
Daginn eftir vorum við bara í rólegheitum, gormarnir fóru út að leika með Hafþóri, hjálpuðu Hafþóri að stækka virkið sitt með snjó úr virkinu hans Arnþórs hehehe
Svo fórum við aftur til Akureyrar, vel fært í þetta skiptið :) kíktum aðeins við hjá mömmu og pabba og fengum svo lax um kvöldið í Norðurgötunni :o).
Laugardagur... ætluðum á skíði en svo var bara snjókoma í fjallinu þannig að við höfum það bara gott, Ninna og Líney komu og léku við krílin. Svo spændum við í Aðaldalinn, í kvöldmat til Pésa og Helgu. Frábært kvöld, Malla og Össi komu með strákana úr sveitinni og hittu okkur. Börnin borðuðu nagga og franskar og svo fóru þau elstu (öll nema Kristján og Arndís Inga) út að leika sér eftir kvöldmatinn, lítið mál í sveitinni að skella sér út án mömmu og pabba :D og við fengum þvílíkt gott lambalæri sem þau elduðu saman, fyrst í ofni og svo í smá stund á grillinum... ekkert smá góður matur :o). Svo fengu börnin ís í eftirmat en við fengum 3 gerðir af kökum og heimatilbúinn ís líka... Helga er sko alvöru sveitahúsmóðir með allt á hreinu :o) Eftir matinn fórum við Siggi í pottinn með Pésa, Össa, Einari og Hilmari, Malla og Helga pössuðu á meðan og ætluðu bara seinna um kvöldið í pottinn... við fórum svo af stað til Akureyrar um kl 10 um kvöldið.... og lenti í löggunni hehehe þeir stoppuðu alla rétt við Ýdali, kíktu inn í bílinn, fengu að sjá gamla bleika ökuskírteinið mitt og svo blés ég í mæli í fyrsta skiptið á æfinni hehehe og fékk grænt ljós sem er gott (enda er grænn flottastur :þ).
Páskadagur... og loksins var skíðahæft og við á Akureyri :þ en þá var aumingja mamma orðin lasin (Dagur orðinn hress, Þorgerður orðin hressari og hálsbólgan mín að minnka) en pabbi fékk að passa gormana. Hann fór m.a. með þau að skoða báta við smábátahöfnina sem vakti mikla lukku.
Hildur og Helga fóru með okkur á skíði og við drógum Helgu beint upp í efstu lyftu (ég vissi ekki að 4 dögum áður rann helga stjórnlaust niður frá stólalyftunni í plóg og gat ekki stoppað sig!!!) og Helga er bara algjör hetja, fyrsta ferðin gekk rólega en næsta ferð gekk um það bil helmingi hraðar og hún kann sko bara vel á skíði "litla" frænka. Hildur var mest með Dagnýju vinkonu sinni í stólalyftunni en kom við og við upp í Strýtu með okkur. Það var svo gaman á skíðum að við ætluðum aftur næsta dag en þá var farið að snjóa :S
Um kvöldið var frábær matur í Norðurgötu (átti að vera í Steinahlíðinni en mamma var lasin) fengum æðislega gæs með frábærri sósu sem Lilla töfraði fram. Í eftirmat var kaffifrómas sem mamma bjó til og svo ís fyrir börnin :o).
Svo kom að því að fara heim, áttum rólegan morgun, fórum með börnin í sund í Akureyrarlaug, pökkuðum svo niður og héldum heim á leið. Hildur Valdís kom með okkur í bíl, Þorgerður og Gilli voru með pakkfullan bíl þannig að Hildur kom bara með okkur :o). Þorlákur og Ingibjörg sofnuðu snemma og vöknuðu svo á Blönduósi og sváfu ekki meira eftir það ;) en við hlustuðum mikið á Laugardagslögin (reyndar aðallega 3 lög, Dr.Spock, Merzedes Club og Fullkomið líf) og gormarnir voru nokkuð hressir.
Vorum komin heim um kl 8 eftir kvöldmat í Borgarnesi :þ og svo daginn eftir byrjaði leikskólinn aftur og vinnan hjá okkur Sigga...

Svona voru páskarnir okkar :D afskaplega gott frí, jafnaðist á við ca 2 vikna frí og við erum endurnærð eftir það :D
Næsta ferð norður verður svo væntanlega í lok maí... í brúðkaup Ingunnar og Gísla í Svarfaðardal... hlökkum til

Takk fyrir frábæra páska
kv
Kristín

Monday, March 17, 2008

Fréttir.....

Jæja.... þá þarf ég að drífa í þessu, segja ykkur leiðindafréttir....
Sem sagt, á miðvikudag í síðustu viku fengum við Siggi niðurstöður úr síðustu meðferðinni okkar, uppsetning á síðustu tveimur frystu fósturvísunum okkar og því miður þá voru það ekki góðar fréttir. Fáir vissu af þessari meðferð, það eykur álagið (sem er mikið fyrir) að margir viti af þessu öllu á meðan á meðferðinni stendur. Mun auðveldara að geta tekið sér nokkra daga í að melta niðurstöðurnar án þess að þurfa að ræða það strax við of marga... vona að þið sem vissuð ekkert um þessa meðferð fyrirgefið okkur....
Þetta voru síðustu frosnu fósturvísarnir okkar, 2 teknir úr frysti og litu mjög vel út en svo bara gekk þetta ekki, vildu ekki festa sig eða eitthvað svoleiðis.

Ég tók þessum fréttum bara ágætlega fyrsta daginn... en svo er mér bara búið að líða hrikalega illa, í gær ætlaði ég bara ekki að komast fram úr rúminu :S en svo talaði ég við Sigga minn (eins mikið og hægt er meðan Þorlákur knúsimús var æstur í að knúsa mömmuna sína en var vísað fram svo við gætum aðeins talað saman :þ hann er svo mikill mömmustrákur) og eftir að tala við Sigga þá leið mér mun skár og við skelltum okkur í 9 ára afmæli í Njarðvík, hjá Alexöndru dóttur Svenna og Kristjönu, bara hressandi að skella sér í bíltúr í vorveðrinu.

Í dag líður mér betur en í gær og stefni á að dagarnir haldi áfram að skána.... en hvað varðar framhaldið þá er það alveg óljóst ennþá, það er eitthvað sem við hjónin þurfum að ákveða í sameiningu í rólegheitunum. Er ég tilbúin í tíundu meðferðina eða ekki??? Það er spurningin.
Við eigum 2 yndisleg börn og þau eru fullkomlega frábær... er það græðgi að vilja meira eða???

Þessar ákvarðanir verða teknar síðar, ekki í neinum fljótheitum heldur með rökstuddum ákvörðunum.... þangað til verður tvíburakerran ekki seld, óléttufötunum ekki hent og barnafötin fá að eiga sinn stað í geymslunni áfram.... mér finnst tilhugsunin um að verða aldrei aftur ólétt ekki skemmtileg tilhugsun en hver veit hvað við ákveðum þegar við verðum búin að jafna okkur aðeins betur... kemur í ljós síðar....

En allavegana, vona að enginn verði sár við okkur og gefi okkur knús án þess að ræða þetta of mikið, viljum helst hugsa um eitthvað allt annað í bili, endurstilla heilann og tökum svo ákvarðanir síðar.

Takk fyrir að vera til fyrir okkur :D
kv
Kristín E.
í vinnunni í rúmlega 8 klst í viðbót.... og á leiðinni til Akureyrar á miðvikudag :o)

Saturday, March 8, 2008

Leiðist...

Nú bara leiðist mér og ákvað bara að blogga til að hætta leiðindum :þ er eitthvað hálf slöpp í maganum og Sigginn minn búinn að sofa við hliðina á mér í sófanum síðan kl hálf 9!!! Hann er búinn að vera smá timbraður í dag... það var vísindaferð í vinnunni hjá honum í gær, veit ekki hverjir komu í heimsókn :þ en það var víst voða gaman sem er aðalatriðið. Þeir eru á fullu í að kynna fyrirtækið :) sem er gott.

En allavegana... að pælingunum.... var sko að spá um daginn í framhaldi af því að fræga fólkið á Íslandi er voða mikið í að skíra börnin sín eftir þeim sjálfum :þ (eins og Jarún dóttir Jakobs og ... rún hehe man ekki hvað hún heitir).
Þá fór ég að búa til nöfn...
Til dæmis fyrir mig og Sigga, þá gæti stelpan heitið Kristurður og strákurinn Sigstín.... aumingja börnin hehehe
Þorgerður og Gísli myndu þá skíra Þorsli og Gíslgerður... vont líka.
Þóra og Völundur yrðu þá að skíra Þórlundur og Völra, strákanafnið gæti gengið eða hvað Þóra... er ég komin með nafn fyrir ykkur heheh
Málmfríður og Sigurður... Málmurður og Sigfríður... loksins kom nothæft nafn heheh
Þórdís og Ingólfur... Ingdís og Þórólfur... bæði nokkuð nothæf!!!
Fjóla og Ingólfur... Fjólólfur og Ingóla.... ekki eins gott en..
Arnfríður og Erlingur.... Arnlingur og Erfríður hehehe rosalega fín listamannanöfn!!!
Áslaug og Klaus... Ásaus og Klaug... virkar greinilega ekki á erlend nöfn :þ
Margrét og Einar... Marnar og Eingrét... hmmmm
Friðrik og Sigyn... Friðgyn og Sigrik.... ææææ ekki alveg að virka
Svanhildur og Sigurður... Svanurður og Sighildur... nei... held ekki
Ingibjörg og Gunnar... Ingunnar og Gunnbjörg (þau reyndar skírðu litlu rúsínuna sína Ingunni sem virkar frábærlega vel)
Ingunn og Gísli.... Ingsli og Gíslgunn.. veit ekki...
Ásta og Hermann... Ástmann og Hersta, annað gæti virkað en hitt er bara vont
Berglind og Gunnar... Bergunnar og Gunnlind.....
Tinna og Gunnar... Tinnar og Gunna... en þá væri bara betra að skíra Tinni :þ
Anna og Kristinn.. Anninn og Kristna... ekki að virka

Ok... nöfnin sem virka eru Kristurður, Þórlundur, Ingdís, Þórólfur Arnlingur, Gunnbjörn og Gunna... mæi ekki með restinni hehehe

Sem sagt.... mér finnst þetta fyndið og það gerir mig að nörra og það er bara fínt, alltaf gott að vera skrítinn af því að þá er maður ekki eins og hinir heheheh
Er að spá í að ýta við Sigga og fara að sofa.... mæli með því við alla :þ
kv
Kristín þreytta :D

Thursday, March 6, 2008

sumar......

hmmmm mig langar til útlanda í sumar.... það streyma yfir okkur endalausar auglýsingar í sjónvarpinu, við horfum svo mikið á SKY sjónvarp og auðvitað er auglýst endalaust þar enda var síðasta sumar hræðilegt á bretlandi...
Við erum að spá í hvort við getum skellt okkur eina helgi eða langa helgi fyrir flugpunkta í sumar, auðvitað langar mig mest til London eins og vanalega hehehe en ætla ekki til London ef það verður endalaust rigningarsumar þar aftur, ef við höfum krílin með þá væri voða gaman að fara til Svíþjóðar eða Danmerkur :o) í gott tívolí, góða strönd við passlega heitt vatn :þ
hver veit hver veit.... tíminn leiðir það allt í ljós, fæ vonandi að vita allt um sumarfríið mitt í næstu viku, þarf að svara leikskólanum fyrir 15. mars....

farin að horfa á Desperate Housewives

kv
Krizzza

Wednesday, March 5, 2008

Miðvikudagur :o)

Smá skrif...... annars lítið að frétta síðan um helgi.....
Saumó í gær, tvíburamömmurnar. Rosalega fínt að spjalla saman í rólegheitunum. Sigrún gaf okkur hráfæði :o) hún var á námskeiði um daginn, kom mér verulega á óvart :o) Hrikalega góð kaka sem hún gaf okkur, þarf að redda uppskriftinni :þ

Góðar fréttir í dag, Íris og Jónas (sem var veislustjóri í brúðkaupinu okkar) voru að kaupa sér íbúð í Kórahverfinu, ekki langt frá lóðinni þar sem húsið okkar mun rísa... alltaf gott að fá nýtt fólk í Kópavoginn ;). Ekki er verra að Þorlákur, Ingibjörg og Anton Oddur sonur þeirra eru frábær saman, léku sér einu sinni í um 5 tíma hér heima og það heyrðist ekki í þeim!!!

Jæja... ætla að fá mér smá nasl og fara svo að sækja krílin....
kv
Kristín

Saturday, March 1, 2008

OMG!!!!

úfffff vorum á smá flakki á SKY ruglaranum okkar og rákumst á úrslitaþátt í Breska Eurovisionlagavalinu.... og vá!!! þvílíkur hryllingur. Þarna var verið að velja milli tveggja laga sem voru bæði hreinasta hörmung!!! Aumingja Bretarnir komast ekki langt með þetta lag :þ
Mæli með að þið reynið að hlusta á þetta hjá youTube... og gráta svo bara smá á eftir eða emja úr hlátri
kv
Kristín Eurovisionfan