Monday, March 17, 2008

Fréttir.....

Jæja.... þá þarf ég að drífa í þessu, segja ykkur leiðindafréttir....
Sem sagt, á miðvikudag í síðustu viku fengum við Siggi niðurstöður úr síðustu meðferðinni okkar, uppsetning á síðustu tveimur frystu fósturvísunum okkar og því miður þá voru það ekki góðar fréttir. Fáir vissu af þessari meðferð, það eykur álagið (sem er mikið fyrir) að margir viti af þessu öllu á meðan á meðferðinni stendur. Mun auðveldara að geta tekið sér nokkra daga í að melta niðurstöðurnar án þess að þurfa að ræða það strax við of marga... vona að þið sem vissuð ekkert um þessa meðferð fyrirgefið okkur....
Þetta voru síðustu frosnu fósturvísarnir okkar, 2 teknir úr frysti og litu mjög vel út en svo bara gekk þetta ekki, vildu ekki festa sig eða eitthvað svoleiðis.

Ég tók þessum fréttum bara ágætlega fyrsta daginn... en svo er mér bara búið að líða hrikalega illa, í gær ætlaði ég bara ekki að komast fram úr rúminu :S en svo talaði ég við Sigga minn (eins mikið og hægt er meðan Þorlákur knúsimús var æstur í að knúsa mömmuna sína en var vísað fram svo við gætum aðeins talað saman :þ hann er svo mikill mömmustrákur) og eftir að tala við Sigga þá leið mér mun skár og við skelltum okkur í 9 ára afmæli í Njarðvík, hjá Alexöndru dóttur Svenna og Kristjönu, bara hressandi að skella sér í bíltúr í vorveðrinu.

Í dag líður mér betur en í gær og stefni á að dagarnir haldi áfram að skána.... en hvað varðar framhaldið þá er það alveg óljóst ennþá, það er eitthvað sem við hjónin þurfum að ákveða í sameiningu í rólegheitunum. Er ég tilbúin í tíundu meðferðina eða ekki??? Það er spurningin.
Við eigum 2 yndisleg börn og þau eru fullkomlega frábær... er það græðgi að vilja meira eða???

Þessar ákvarðanir verða teknar síðar, ekki í neinum fljótheitum heldur með rökstuddum ákvörðunum.... þangað til verður tvíburakerran ekki seld, óléttufötunum ekki hent og barnafötin fá að eiga sinn stað í geymslunni áfram.... mér finnst tilhugsunin um að verða aldrei aftur ólétt ekki skemmtileg tilhugsun en hver veit hvað við ákveðum þegar við verðum búin að jafna okkur aðeins betur... kemur í ljós síðar....

En allavegana, vona að enginn verði sár við okkur og gefi okkur knús án þess að ræða þetta of mikið, viljum helst hugsa um eitthvað allt annað í bili, endurstilla heilann og tökum svo ákvarðanir síðar.

Takk fyrir að vera til fyrir okkur :D
kv
Kristín E.
í vinnunni í rúmlega 8 klst í viðbót.... og á leiðinni til Akureyrar á miðvikudag :o)

9 comments:

Thordisa said...

Elsku frænka sendi þér hugarknús héðan úr vinnunni. Mundu bara að þú átt 2 yndisleg börn af sitt hvoru kyninu það er meira en margur á. Kauptu þér svo stórt páskaegg og borðaðu það ein hehe

Anonymous said...

Krílin ykkar eru svo fullkomin að varla er hægt að hugsa sér meira barnalán. Hvað sem verður þá er lífið yndislegt,spurning hvort það eigi eftir að batna enn meira, það kemur í ljós og mun hafa sinn gang. Góð uppástunga þetta með páskaeggið, obboslega gott að lesa bók í páskablíðunni með bláðnuðu súkkulaði yfir allar síðurnar..ummm
Kv affí

Anonymous said...

Æ elsku systir og Siggi... enn hræðilega leiðinlegt að þetta gekk ekki hjá ykkur. En sem betur fer eigið þið tvo yndislega gorma til að knúsa og kyssa og hjálpa ykkur að halda fram á veginn ;) Stórt páskaknús frá flensu systur, kv. Malla

Anonymous said...

Elsku frænka. Skil vel að þér líði illa og þú sért vonsvikin. Stundum skilir maður ekki tilganginn, en kannski seinna. Hef oft hugsað um það hvað orðið hefði ef ég hefði ekki misst tvö fóstur. Væri ég þá hér í Meinersen, hefði ég verið fær um að ala upp tvö börn til viðbótar, hefðu þau verið heilbrigð----. Maður veit ekki hvað maður fær, en hvað maður hefur. Er ekki rosalegt álag fyrir tvíburana og Sigga að fara að standa í húsbyggingu með þér, og hefði álagið ekki orðið rosalegt á ykkur öllum með meðgöngu og eitt krílið enn. Hver veit hvernig tvíburarnir hefðu brugðist við og svona getur maður hugsað og hugsað. Ég held að einhver togi í spottana og hugsi fyrir okkur. Allavega er ég mjög hamingjusöm með að eiga mínar tvær dætur, og mér finnst ekkert vanta. Ég óska þér að þú getir huggað þig við hlýjar hugsanir og einbeitt orkunni og ástinni að Sigga og þínum yndislegu börnum, sem eiga örugglega eftir að gefa þér svo ótal margt, og halda þér vel við efnið! Það minnkar ekki vinnan við uppeldið þó þau eldist. Ótal kossar og enginn er sár. Þetta er ykkar mál. Hjartans kveðjur Ádda frænka.

Anonymous said...

Knús enn og aftur til ykkar og hlakka til að sjá ykkur á morgun. Búið að vera frábært í fjallinu, yndislegt veður og frábært færi. Mamma hálf slöpp í kvöld en vonandi verður hún hressari á morgun. Vorum í afmæliskaffi Jonna, fullt af fólki sem leit við hjá honum í tilefni dagsins, m.a. úr sveitinni.

Anonymous said...

Æi leiðinlegt að heyra þessar fréttir. Tek bara undir með þeim hér að ofan að þú ert heppin að eiga tvö yndisleg börn...nú er bara að knúsa þau enn fastar!
kv. Helga Sigurbjörg

Anonymous said...

Æ elsku Kristín mín, leiðinlegt að þetta hafi ekki gengið upp :( Vildi að ég gæti knúsað þig, geri það næst þegar við hittumst.

Einmitt gott hjá ykkur að taka ákvörðun um næstu skref í rólegheitunum, og þú veist sjálf hvað þú treystir þér í ;)

Bið að heilsa Þorláki og Ingibjörgu og Sigga líka smá, væri kannski gaman að hittast bráðlega :D

Knús
Fjóla

Anonymous said...

Knús, knús, knús og enn meira knús til ykkar elsku Kristín og Siggi. Ég skil ykkur vel, sumt er bara betra að eiga með sér þangað til maður er tilbúinn að fara með það lengra. Gangi ykkur vel með þá ákvörðun sem þið takið. Hlakka til að sjá þig á þriðjudaginn hér hjá mér.

Kv Dagný

Anonymous said...

Takk fyrir ahugaverdar upplysingar