Thursday, March 27, 2008

Páskayfirlit :D

Jæja.... ætla að færa leiðinlega bloggið neðar og reyna að skrifa um eitthvað skemmtilegra.... páskafrí :D Við áttum æðislegt páskafrí fyrir norðan, ég var í fríi miðvikudaginn fyrir páska og sá um að pakka fyrir fjölskylduna (nema fyrir Sigga hehehe treysti mér ekki í það).. svo kom Sigginn minn heim og henti öllu draslinu út í bíl og við sóttum ormagormana í leikskólann og lögðum af stað norður, komin af stað um kl 3 og ferðin gekk auðvitað ljómandi vel. Við komum til mömmu og pabba um klukkan 8 eftir huggulegt stopp á Blönduósi... gormarnir sváfu lengi vel og voru auðvitað stillt og prúð eins og alltaf í bíl, voru að sjá skemmtilegar fígúrur og myndir í snjónum í hlíðum Hafnarfjalls (risaeðlur, dót og byssur hehhe), sáu fullt af hestum, skemmtileg hús og fleira. Þeim finnst verulega gaman í bíl, svona almennt. Svo fengu þau líka smá nýtt dót í bílnum þegar þau voru farin að þreytast :þ hann fékk R2D2 úr Star Wars og hún fékk 2 lítil Littlest PetShop dýr.
Eftir kvöldmat í Steinahlíðinni fórum við til Lillu, Jonna og Láka í Norðurgötuna þar sem við gistum, við Siggi í svítunni (sem var áður herbergi afa og ömmu) og Þorlákur og Ingibjörg saman í gamla herberginu hans Sigga frænda... þau reyndar gátu engan vegin sofnað í sama herberginu og skiptust því á að sofna með mömmu sæng og mömmu kodda hehehe algjör mömmukríli þessa páskana :þ
Á Skírdag tókum við því rólega fyrri partinn og lögðum svo af stað í svaðilför til Húsavíkur :þ Víkurskarðið var ófært og Dalsmynnið átti að vera fært hehehe þeir bara vissu ekki betur en það var eiginlega frekar þungfært... fyrriparturinn af Dalsmynninu var fínn (og við komumst frekar fljótt frá snjóflóðasvæðinu) en svo þegar við komum lengra þá var bara fullt af snjó á veginum (sennilega í hnéhæð hjá mér) en við vorum svo heppin að sjá alltaf hjólför sennilega eftir jeppa og reyndum að fylgja þeim. Siggi reyndar sá lítið út, það fraus klaki á framrúðunni í sjónlínunni hans en ég vísaði honum í hjólförin heheh "aðeins til hægri" heyrðist ansi oft heheh Svo komum við á þjóðveg 1 og héldum að allt væri orðið ok en í Ljósavatnsskarðinu skall á þvílíka rokið og skafrenningur með því en stikufært... svo þegar við nálguðumst Kinnina þá bara ætluðum við ekki að finna afleggjarann til að beygja hehehe sáum ca 1/3 á milli stika en við svo sem kunnum alveg á leiðina og vorum svo heppin og það var svo hvasst að það var ekki snjókorn á veginum :D og Siggi fylgdi bara máluðu línunum á miðjunni og ég reyndi að finna stikur við og við.
Svo komumst við til Húsavíkur, fengum auðvitað frábærar kökur í kaffinu, Anna Björg, Kiddi og Davíð Leó komu til að hitta okkur og tengdamamma og tengdapabbi voru líka á Húsavík (íbúðin hans tengda á Húsavík er í sama húsi og íbúð Ástu Birnu, hægt að ganga á milli í gegnum eldhúsið :D ). Þorlákur og Ingibjörg voru fljót að læra leiðina yfir í afa-íbúð og fengu þar nammi, gos og safa :þ klárir gormar. Kíktu svo aðeins í heimsókn til Öddu ömmu Sigga á Hvamm, rákumst þar líka á Öddu í Álftagerði sem var auðvitað frábært. Adda amma leysti okkur út með gjöfum, Ingibjörg fékk vettlinga, Þorlákur sokka og ég fékk þrjá dúka, 2 með krosssaumi og einn heklaðan :D
Um kvöldið var hangikjöt í matinn :o) sem var auðvitað frábært.
Daginn eftir vorum við bara í rólegheitum, gormarnir fóru út að leika með Hafþóri, hjálpuðu Hafþóri að stækka virkið sitt með snjó úr virkinu hans Arnþórs hehehe
Svo fórum við aftur til Akureyrar, vel fært í þetta skiptið :) kíktum aðeins við hjá mömmu og pabba og fengum svo lax um kvöldið í Norðurgötunni :o).
Laugardagur... ætluðum á skíði en svo var bara snjókoma í fjallinu þannig að við höfum það bara gott, Ninna og Líney komu og léku við krílin. Svo spændum við í Aðaldalinn, í kvöldmat til Pésa og Helgu. Frábært kvöld, Malla og Össi komu með strákana úr sveitinni og hittu okkur. Börnin borðuðu nagga og franskar og svo fóru þau elstu (öll nema Kristján og Arndís Inga) út að leika sér eftir kvöldmatinn, lítið mál í sveitinni að skella sér út án mömmu og pabba :D og við fengum þvílíkt gott lambalæri sem þau elduðu saman, fyrst í ofni og svo í smá stund á grillinum... ekkert smá góður matur :o). Svo fengu börnin ís í eftirmat en við fengum 3 gerðir af kökum og heimatilbúinn ís líka... Helga er sko alvöru sveitahúsmóðir með allt á hreinu :o) Eftir matinn fórum við Siggi í pottinn með Pésa, Össa, Einari og Hilmari, Malla og Helga pössuðu á meðan og ætluðu bara seinna um kvöldið í pottinn... við fórum svo af stað til Akureyrar um kl 10 um kvöldið.... og lenti í löggunni hehehe þeir stoppuðu alla rétt við Ýdali, kíktu inn í bílinn, fengu að sjá gamla bleika ökuskírteinið mitt og svo blés ég í mæli í fyrsta skiptið á æfinni hehehe og fékk grænt ljós sem er gott (enda er grænn flottastur :þ).
Páskadagur... og loksins var skíðahæft og við á Akureyri :þ en þá var aumingja mamma orðin lasin (Dagur orðinn hress, Þorgerður orðin hressari og hálsbólgan mín að minnka) en pabbi fékk að passa gormana. Hann fór m.a. með þau að skoða báta við smábátahöfnina sem vakti mikla lukku.
Hildur og Helga fóru með okkur á skíði og við drógum Helgu beint upp í efstu lyftu (ég vissi ekki að 4 dögum áður rann helga stjórnlaust niður frá stólalyftunni í plóg og gat ekki stoppað sig!!!) og Helga er bara algjör hetja, fyrsta ferðin gekk rólega en næsta ferð gekk um það bil helmingi hraðar og hún kann sko bara vel á skíði "litla" frænka. Hildur var mest með Dagnýju vinkonu sinni í stólalyftunni en kom við og við upp í Strýtu með okkur. Það var svo gaman á skíðum að við ætluðum aftur næsta dag en þá var farið að snjóa :S
Um kvöldið var frábær matur í Norðurgötu (átti að vera í Steinahlíðinni en mamma var lasin) fengum æðislega gæs með frábærri sósu sem Lilla töfraði fram. Í eftirmat var kaffifrómas sem mamma bjó til og svo ís fyrir börnin :o).
Svo kom að því að fara heim, áttum rólegan morgun, fórum með börnin í sund í Akureyrarlaug, pökkuðum svo niður og héldum heim á leið. Hildur Valdís kom með okkur í bíl, Þorgerður og Gilli voru með pakkfullan bíl þannig að Hildur kom bara með okkur :o). Þorlákur og Ingibjörg sofnuðu snemma og vöknuðu svo á Blönduósi og sváfu ekki meira eftir það ;) en við hlustuðum mikið á Laugardagslögin (reyndar aðallega 3 lög, Dr.Spock, Merzedes Club og Fullkomið líf) og gormarnir voru nokkuð hressir.
Vorum komin heim um kl 8 eftir kvöldmat í Borgarnesi :þ og svo daginn eftir byrjaði leikskólinn aftur og vinnan hjá okkur Sigga...

Svona voru páskarnir okkar :D afskaplega gott frí, jafnaðist á við ca 2 vikna frí og við erum endurnærð eftir það :D
Næsta ferð norður verður svo væntanlega í lok maí... í brúðkaup Ingunnar og Gísla í Svarfaðardal... hlökkum til

Takk fyrir frábæra páska
kv
Kristín

5 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir komuna um daginn. Við verðum nú að endurtaka þetta fljótlega:)
kv. Helga og Nesormarnir

Anonymous said...

Ja aldrei fórum við Helga í pottinn, vorum eitthvað of dasaðar ;) Ég næ því bara næst :) Kv. Malla syssss

Anonymous said...

Gott að sjá að páskarnir voru góðir og fjlbreyttir. Ekki nenntum við að keyra úr Mývatnssveitinni til Akureyrar á skírdag í þessu kófi, enda áttum við góða daga þarna efra og vorum endalaust í mat og kaffi út um alla sveit. Fórum suður á föstudag og vorum auðvitað við Álftavatn. Svo var einhver rútína í vikunni sem var, svo aftur austur, árshátíð Kvennó í gær og góð tilvera yfir höfuð. Farið svo að láta sjá ykkur fyrir austan, þið vitið að þið eruð alltaf velkomin.
Bestu kveðjur.
Diddi frændi

Anonymous said...

Guð hvað allir voru duglegir um páskana! Ég bara las og át og las meira og át enn meira. Þorði ekki í steinahliðarpestabælið svo ekkert varð úr kaffi-inndroppi þangað. Hafði ekki nokkurn tíma heldur í Rvík fyrir heimsóknir, sá þórdísi í 1 klst og smá kíkk á VÖ, en fór með allan skólann með til Gumma að skoða Mundidesign og fengum þar heldur betur frábærar móttökur sem mínir nemendur munu seint gleyma. Kv affí

Anonymous said...

Mikið hafið þið haft það frábært meðan gamla frænka var að spasla og mála í kuldanum á háaloftinu! Ætli ykkur hafi nokkuð veitt af smá uppliftingu. Bestu kveðjur í bæinn. Ádda frænka.