Monday, March 31, 2008

Lækningamaðurinn...

HæHæ...
fór í dag og hitti huggulega heimilislækninn minn, hann Skúla... var að skipta um heilsugæslu í haust og hef aldrei hitt hann áður :þ afskaplega fínn læknir auðvitað (enda setti Þorgerður systir mig hjá honum, hún valdi vel).
Lækningamaðurinn var að skoða mig af því að sjúkraþjálfarinn minn mælti með því, bað lækninn að tékka hvort ég væri hugsanlega með vefjagigt... og fékk það staðfest hjá lækninum í dag.
Það er svo sem voða gott að skilja loksins hvað það er sem er að fara með mig, vita af hverju þessir endalausu verkir hellast yfir mig reglulega, og af hverju mjöðmin gefur sig einn daginn, svo kannski hnéð næsta dag...
Vefjagigt er samansafn ýmissa einkenna, kannski á eftir að flokka þennan sjúkdóm betur niður seinna þegar vísindamenn komast að því hvað það er sem orsaka þennan sjúkdóm.
Það er því miður voða lítið hægt að gera við vefjagigt, ég mun eiga í þessu alla æfi... væntanlega sjúkraþjálfum reglulega (eins og undanfarin rúmlega 10 ár!!) og svo þarf ég að passa að hreyfa mig... en samt skynsamlega, t.d. sund, vatnsleikfimi, göngutúrar og önnur léttari hreyfing.... pallatímar eru algjört bann fyrir mig. Svo get ég reynt að passa að sofa reglulega (sem er voða þægilegt þegar ég vinn 22 tíma vaktir!!), passa upp á mataræðið og fleira slíkt... almennt að sinna sjálfum sér og hlusta á líkamann án þess þó að leggjast í dvala.

En nóg um það... ætla að fara að horfa á sjónvarpið, fór í 20 mínútna göngutúr áðan (nennti ekki lengra... það er hrikalega kalt úti í þessu roki).... þið getið kynnt ykkur vefjagigt á www.vefjagigt.is ef þið viljið.

kv
frú Kristín Vefjagigtos

4 comments:

Anonymous said...

Elsku frænka. Við erum nú meiri gigtargemsarnir! Er þetta nokkuð það sama og slitgigtin? Verð líklega að skoða þessa síðu. Við verðum að kvetja hvor aðra, og vera duglegar í æfingunum, ekki satt. Var að koma úr mínum fyrsta tíma. Hafðu það gott, og fullt af samúðarkveðjum út af gigtinni. Þín Ádda frænka.

Anonymous said...

Hæ Kristín. Leitt að heyra með vefjagigtina, en gott að vita loksins hvað er í gangi (svona til að líta á björtu hliðarnar). Skúli er frábær, við höfum haft hann sem heimilislækni frá því guttarnir voru oggu pínu og ég bara næstum því eeeeelllllska´nn. Farðu vel með þig. Kv, Guðrún.

Anonymous said...

Ádda... vefjagigt er ekki það sama og slitgigt, sumir segja að vefjagigt sé ekki gigt... en þetta eru verkir svipaðir og hjá gigtarsjúklingum en án þess að bólgur fylgi með :S
kv
Kristín gamla gigtveika í vinnunni :þ

Anonymous said...

Leitt að heyra af gigtinni, lúmskur sjúkdómur þessi fjandi, en gott að hægt er að vinna gegn einkennunum með æfingum oþh. Það kom mér ekki á óvart að Áslaug systir væri með slitgigt, búin að slíta upp til agna þvílíkt magn af tuskum... DJÓK!! Nei þið hafið alla mína samúð, ég þori ekki einu sinni að skoða slóðina sem þú vísar á ef ske kinni að ég kannaðist við einkennin. Þá er það bara sund og sætir kroppar.
kv affí