Saturday, March 8, 2008

Leiðist...

Nú bara leiðist mér og ákvað bara að blogga til að hætta leiðindum :þ er eitthvað hálf slöpp í maganum og Sigginn minn búinn að sofa við hliðina á mér í sófanum síðan kl hálf 9!!! Hann er búinn að vera smá timbraður í dag... það var vísindaferð í vinnunni hjá honum í gær, veit ekki hverjir komu í heimsókn :þ en það var víst voða gaman sem er aðalatriðið. Þeir eru á fullu í að kynna fyrirtækið :) sem er gott.

En allavegana... að pælingunum.... var sko að spá um daginn í framhaldi af því að fræga fólkið á Íslandi er voða mikið í að skíra börnin sín eftir þeim sjálfum :þ (eins og Jarún dóttir Jakobs og ... rún hehe man ekki hvað hún heitir).
Þá fór ég að búa til nöfn...
Til dæmis fyrir mig og Sigga, þá gæti stelpan heitið Kristurður og strákurinn Sigstín.... aumingja börnin hehehe
Þorgerður og Gísli myndu þá skíra Þorsli og Gíslgerður... vont líka.
Þóra og Völundur yrðu þá að skíra Þórlundur og Völra, strákanafnið gæti gengið eða hvað Þóra... er ég komin með nafn fyrir ykkur heheh
Málmfríður og Sigurður... Málmurður og Sigfríður... loksins kom nothæft nafn heheh
Þórdís og Ingólfur... Ingdís og Þórólfur... bæði nokkuð nothæf!!!
Fjóla og Ingólfur... Fjólólfur og Ingóla.... ekki eins gott en..
Arnfríður og Erlingur.... Arnlingur og Erfríður hehehe rosalega fín listamannanöfn!!!
Áslaug og Klaus... Ásaus og Klaug... virkar greinilega ekki á erlend nöfn :þ
Margrét og Einar... Marnar og Eingrét... hmmmm
Friðrik og Sigyn... Friðgyn og Sigrik.... ææææ ekki alveg að virka
Svanhildur og Sigurður... Svanurður og Sighildur... nei... held ekki
Ingibjörg og Gunnar... Ingunnar og Gunnbjörg (þau reyndar skírðu litlu rúsínuna sína Ingunni sem virkar frábærlega vel)
Ingunn og Gísli.... Ingsli og Gíslgunn.. veit ekki...
Ásta og Hermann... Ástmann og Hersta, annað gæti virkað en hitt er bara vont
Berglind og Gunnar... Bergunnar og Gunnlind.....
Tinna og Gunnar... Tinnar og Gunna... en þá væri bara betra að skíra Tinni :þ
Anna og Kristinn.. Anninn og Kristna... ekki að virka

Ok... nöfnin sem virka eru Kristurður, Þórlundur, Ingdís, Þórólfur Arnlingur, Gunnbjörn og Gunna... mæi ekki með restinni hehehe

Sem sagt.... mér finnst þetta fyndið og það gerir mig að nörra og það er bara fínt, alltaf gott að vera skrítinn af því að þá er maður ekki eins og hinir heheheh
Er að spá í að ýta við Sigga og fara að sofa.... mæli með því við alla :þ
kv
Kristín þreytta :D

9 comments:

Anonymous said...

Ha ha ha!!! Stórskemmtilegar pælingar hjá þér. Vona að þú sért ekki að taka magakveisuna óskemmtilgegu, tókstu það ekki út á jólunum?

Kv. Svanhildur

Anonymous said...

Hi hi, þér hlýtur að hafa leiðst mikið ;) Góðar pælingar, góð heilaleikfimi líka :) Kv. Malla syssss

Anonymous said...

Ekki verri orð en mörg önnur. ættir að koma þeim á framfæri. Ádda.

Anonymous said...

Brilliant! Hér er oft talað um kláslaugu og ás, og mössu og ölla og gella og girðu, og það alveg óvart því þegar allt kemur til alls þá er ég á sumum sviðum ekkert skárri en Áslaug systir!! KV affí

Anonymous said...

Hahhahahha þetta er mjög fyndið blogg, sé þig í saumó annað kvöld :D

Fjóla

Anonymous said...

Hahahaha.... þessar pælingar eru búnar að redda deginum í dag hjá mér, bara skondið og mikið búið að hlæja. Sjáumst á morgun, nú ætla ég ekki að gleyma mér :-)

Kv Dagný

Thordisa said...

Frábær nöfn hehe sjáumst í saumó í kvöld!

Lady Green said...

Við vorum búin að spotta þetta út en þá fengum við út annað hvort Þórlundur eins og þú eða Þvöl!
Víggerður Þvöl Völundardóttir væri til dæmis frábært nafn!!!!!!!!!

Anonymous said...

Ótrúleg nafnaspeki hjá þér Kristín, það er alveg greinilegt að þér hefur leiðst MIKIÐ og ekki haft neitt að gera, en takk fyrir að gleðja okkur hin með þessu skemmtilega bloggi...