Sunday, December 14, 2008

JólaJólaJóla...

Stekkjastaur kom fyrstur og færði gormunum mínum handbrúður, hann fékk krókódíl og hún fékk bleikt svín. Þau voru svo hrikalega glöð að þau drógu plastkassa inn í herbergi til okkar og settu upp smá leikþátt þar sem grísinn og krókódíllinn töluðu smá saman og svo át krókódíllinn grísinn hehehe yndislegt.... og Ingibjörg vaknaði um leið og Þorlákur fór inn til hennar og sagði henni að kíkja í skóinn!!!!

Þegar verið var að velja skó í gluggann setti Ingibjörg gamlan spariskó í gluggann, lítinn sætan silfurlitaðan skó... en Þorlákur vildi sko engan gamlan spariskó... fékk strigaskó af mér, þó það væri smá bleikt á honum, af því að spariskórinn væri allt of lítill og því kæmi ekki svo stórt í skóinn hehehehe

Giljagaur kom annar og færði þeim stóra smartísstauka, á endanum á hans stauk var Leiftur McQueen bíll og á endanum á hennar var Öskubuska sem getur dansað í hringi. Þau fengu reyndar ekki að borða allt smartísið.... fá meira næsta laugardag.

Stúfur kom þriðji og þar sem hann hefur verið mjög vinsæll hjá þeim eftir að þau sáu Jólasveinana í Dimmuborgum á DVD þá var hann auðvitað verulega vænn við þau, hún fékk Skellibjöllu bók og hann fékk flotta bók með dýramyndum (man ekki hvað hún heitir.....). En þetta er stór og flott bók með dýrum frá öllum heimsálfum og líka með fiska og hvali og svoleiðis :o).

Spurning hvað Þvörusleikir færir þeim í nótt.

Annars styttist í jólin, búin með allar jólagjafir nema að ég á eftir að klára gjöfina til Sigga og eftir að pakka tveimur inn.
Jólakortin koma úr prentun á morgun (og missa því miður af Þóru og komast ekki til Bahamas með henni :S) og ég fer þá í að skrifa á umslögin og koma þeim í póst.
Gerðum jólaísinn í dag, tobleroneís og vanilluís.... frystum tobleroneísinn í ísblómaboxum :o) og fáum því voða fínan ís á Aðfangadagskvöld.

Í gær fór ég að sjá Helgu Margréti á nemendasýningu Sönglistar.... hún stóð sig svo vel og ég líka... var búin að þurrka tárin úr augunum þegar kom að henni :þ svo falleg og lék svo vel og söng svo vel... yndislegt að eiga svona frábær systrabörn :D

Svo fór ég í að pakka nokkrum Kreppuspilum í kassa, Siggi var með börnin þar í 4,5 tíma í gær og gormarnir léku sér bara vel á meðan. Voru að rúlla kúlum á pool-borðinu, skoða jóladót og svo fengu þau penna og fengu að lita á glerveggina milli skrifstofanna, ekkert smá spennandi.

Í dag keyptum við líka seríur á pallinn, hentum seríunum eftir síðustu jól þar sem þær eyðilögðust í einni af lægðunum :S
Pallurinn lítur vel út, Þorlákur og Ingibjörg voru mikið búin að spyrja hvenær við myndum eiginlega skreyta pallinn okkar :þ

Jæja....
Ætla að halda áfram að glápa á sjónvarpið, Law and Order SVU núna og svo Dexter á eftir.... löng vinnuvika framundan, 22 tíma vakt á föstudag :S

Takk fyrir kommentin
kv
Krizzza

Tuesday, December 9, 2008

Desember.... alveg að koma jól

Já.... nú styttist heldur betur í jólin..... og hér er ALLT Á HVOLFI!!!!
Síðustu helgi var brjálað að gera og helgina þar á undan var ég að vinna endalaust, 22 tímar á föstudegi og svo aftur 22 tímar á mánudegi og lengur á miðvikudegi..... en næsta vakt er ekki fyrr en 19. des því betur.

Síðustu dagarnir á Akureyri voru auðvitað æði, ég og mamma gerðum 529 stk mömmukökur (eða sem sagt 529 stk af kökum sem gera svo helmingi færri mömmukökur þegar kremið er komið á milli) og svo gerðum við heilar 3 brúnar tertur. Jummí.... og ég orðin útskrifuð í ansi mörgu tengdu jólunum.
Svo er mamma búin að senda okkur systrum enn meira af gómsætum... fékk hvíta tertu, loftkökur, vanilluhringi og svo kökur sem ég veit ekki hvað heita en eru æði... með engifer og lime og einhverju fleiru... TakkTakk mamma :o)
Affí kom með þetta að norðan fyrir okkur systur, ekki slæmt að hafa ferðir hér á milli til að spara póstkostnaðinn. Tengdapabbi fór svo norður á sunnudag með eitthvað af dóti sem átti að berast á Akureyri... TakkTakk.... ég var búin að fara með Húsavíkurpakkana sjálf þegar ég skellti mér norður um daginn.

Um helgina var auðvitað nóg að gera. Danstími á laugardag og svo allt mugligt í frágangi hér heima (en samt allt í drasli!!!!) og á sunnudag fór Siggi með börnin í sunnudagaskólann meðan ég tók mig til heheheh og svo skelltu þau sér í jólafötin frá því í fyrra og á jólaball í dansinum. Rosa fjör, mikið dansað auðvitað og tveir hrikalega skemmtilegir jólasveinar og bara gaman. Eftir það fór ég í smá búðarráp með Þorgerði og Siggi fór með gormana í vinnuna... var að byrja að undirbúa pökkun á Kreppuspilinu (sem þeir voru að búa til fyrir jólin... hægt að skoða á www.kreppuspilid.is ). Spjöldin með spurningunum voru enn í prentun en sunnudagurinn fór í að setja spilakallana og teninga í litla poka... þrælavinna sem sagt :þ.
Ég mætti og hjálpaði til eftir búðarrápið.... keyptum smá jólagjafir, Þorgerður tók út skó og peysu fyrir fatapeninga úr vinnunni og ég fjárfesti í leðurstígvélum (sem kostuðu 16 þús en eru sléttbotna og því ekki of dýrir fyrir bakið á mér!!! ég má ekki labba á hælum :S).

Svo bara fór ég heim með gormana en Ingibjörg var búin að vera eitthvað einkennileg, andaði grunnt og var slappleg og þegar við komum heim þá bara grét hún og grét og var með verki hægra megin í kviðnum þannig að ég heimtaði Siggann minn heim svo ég kæmist með hana til læknis. Elskulegur Gilli mágur mætti svo beint og sat hjá Þorláki svo ég kæmist strax út.... og til að gera langa sögu stutta þá fórum við fyrst á Læknavaktina og þaðan á Barnaspítalann og þá var daman komin með nærri 39 stiga hita en orðin eldhress.... talin vera með einhverja veirusýkingu sem veldur stækkuðum eitlum t.d. í nára og holhönd og getur valdið hrikalegum verkjum. Komum heim um kl 22 og ég var svo heima með þau bæði í gær... Þorlákur með ljótan hósta greyið.
Fór með Þorlák á heilsugæsluna í gær og hann er bara með sinn ljóta hósta, þurfti ekki sýklalyf... bara hóstasaft og nefspray og halla á rúmið hans.
Í nótt fór svo Siggi til Danmerkur.... millilentu í Póllandi hehehe fengu ódýrt flug en þurftu að millilenda í Póllandi í staðinn.... hann og Jónas (framkvæmdastjórinn) fóru út til að taka við styrk frá einhverjum norrænum samtökum, Nordic Gaming Awards eða eitthvað svoleiðis. Allavegana peningur í kassann, styrkur til að halda áfram þróun á tölvuleik.
Siggi fór fyrir kl 2 í nótt af stað í ferðalagið... ég vaknaði auðvitað til að kyssa hann bless :o) og sofnaði svo aftur. Svo kom Ingibjörg um kl 4 og var þvílíkt heit (búin að vera hress allan mánudaginn) og fékk stíl og sofnaði eftir ca 1 klst.... og svo er hún búin að vera hress í allan dag til kl 3... þá varð hún allt í einu hvít í framan og köld á höndum og fótum og er komin með hita núna :S skrýtin pest.

Þorlákur var bara heima í dag líka, ég kom honum auðvitað ekki í leikskólann.... ég ætla að heyra í Þorgerði og Gilla í kvöld og sjá hvort Gilli geti kippt honum með í leikskólann á morgun... ef hann hressist og minnkar hóstann :S
Þau eru orðin ansi þreytt á að hanga heima (í alveg heila 2 daga heheheh) en þau eru bara vanalega ekki mikið lasin og því ekki vön þessu, sem betur fer.

Jæja.... ætla að skella mér inn í herbergi og horfa á Leiðindaljós.... eðalfínt eftir langan dag með eirðarlaus börn.

Reyni að skrifa oftar..... ætla alltaf að segja frá svo mörgu og þá verður þetta svo langt en ég ætla í framtíðinni bara að skrifa þegar ég nenni og þá kannski detta út einhverjar fréttir en þa verður bara að hafa það.

Jólin koma og draslið fer og kökurnar eru æði... er það ekki aðalatriðið.
Luv
Krizzza

Sunday, November 23, 2008

Akureyri :o) yndislegt vetrarfrí :D

Já nú er maður bara staddur í sælunni á Akureyri.... kom hingað á fimmtudagskvöldið með flugi, ekkert smá þægilegt og fer aftur suður á miðvikudagskvöld aftur fljúgandi. Ég ætlaði að skella mér erlendis í haust á punktum og kaupa jólagjafir en hætti snarlega við það með versnandi gengi krónunnar og notaði punktana í staðinn til að koma mér og börnunum í vetrarfrí til Akureyrar, mun gáfulegra :D
Þorlákur og Ingibjörg sofa í hjónaherberginu hjá ömmu sinni en ég og afinn erum bara á neðri hæðinni. Reyndar var afi hjá þeim í nótt og mestan hluta af fyrri nótt en það var af því að aumingja mamma fékk ælupest í fyrrinótt.... og missti því af nánast allri laufabrauðsgerðinni :S
Föstudagurinn var afskaplega huggulegur hjá okkur. Mamma og pabbi í vinnunni og ég fékk bílinn hennar mömmu lánaðan. Vorum bara í rólegheitunum fram eftir degi, cheerios í morgunmat... ég sem var búin að lofa þeim að fá hafragraut í morgunmat en var bara aðeins of löt í gang hehehe og svo fengu þau bara hafragraut í hádegismat í staðinn og slátur með... mamma beið hér með soðið slátur á fimmtudagskvöldið þegar við mættum, skoraði mörg mörg stig hjá barnabörnunum með því :þ.
Eftir hádegi skelltum við okkur í heimsókn í Giljaskóla til mömmu, hún vildi helst fá okkur í heimsókn á föstudag af því að þá eru fæst börn í vistun og því minni hávaði. Ég veit ekki hvernig hávaðinn er vanalega, mér fannst þetta alveg nóg :þ. Þorláki og Ingibjörgu fannst þetta allt svo hrikalega spennandi að við vorum þarna í rúmlega 2 tíma. Fórum í söngstund með krökkunum og amman spilaði undir á gítar, voru að púsla og kubba með krosskubbum og fengu svo köku í drekkutímanum og allt hreint. Sem sagt verulega spennandi.
Svo fórum við til Lillu og fengum þar aðeins meira að borða, vöfflur :D og svo mætti mamma og Annette og stelpurnar og Lilla hnoðaði eitt stk laufabrauðsdeig og við breiddum það út á metttíma. Svo var það bara kvöldmatur í Steinahlíðinni og börnin bara um klukkustund að sofna :S móðurinni til lítillar ánægju :S en svona er það að sofa í sama herbergi :þ.
Á föstudagskvöldið mættum við mamma aftur í Norðurgötuna, Lilla var búin að hnoða annað laufabrauðsdeig sem við breiddum út og skemmtum okkur í eldhúsinu í Norðurgötu eins og alltaf, svo gott allt á Akureyri (ekki satt Ádda!!!).
Ég sofnaði loks upp úr miðnætti en vaknaði svo upp úr kl 2 við símann minn, ekki mjög kát, hélt að það væri Siggi. En þá var þetta nágranni okkar úr Húsalindinni.... reykskynjarinn í Ingibjargar herbergi vældi og vældi. Hann vissi að ég væri fyrir norðan en hélt að Siggi væri þar líka, var búinn að labba hringinn í kringum húsið og fann enga lykt og sá engan reyk. Ég hringdi í Sigga sem var í bænum eftir tónleika og hann spændi bara beint heim og sendi mér svo SMS um að allt væri ok.
Svo sofnaði ég en vaknaði svo næst um kl 3 þegar mamma greyið var farin að gubba :S Hún kom sér svo fyrir niðri og sendi pabba upp til barnanna í staðinn.
Aumingja mamma, missti af sláturgerð og kartöflu-upptöku vegna handleggsbrots og svo missti hún nánast alveg af laufabrauðsgerðinni líka :S

Í gær var sem sagt laufabrauðsgerðinni haldið áfram. Lilla hnoðaði í 2 deig í viðbót sem voru breidd út og svo var skorið út í allar 197 kökurnar. Allt Norðurgötulið á staðnum, mamma heima og pabbi á æfingardegi Big Bandsins (en mætti þegar liðið fór í hádegismat og sundferð) og svo kom Hilla og Kristín Dögg var hjá okkur lengi vel.
Þorlákur og Ingibjörg brettu aðeins upp á en voru aðallega að leika sér. Svo fóru þau út og Líney Rut og Kristín Dögg með þeim, voru með þau úti í garði og svo aðeins upp hjá Oddeyrarskóla líka.
Svo skelltum við okkur út í bílskúr, ég, Lilla, Jonni, Láki og Siggi Jóns og steiktum kökurnar og afskurðinn. Þau eru þar með gamla helluborðið úr eldhúsinu og elda þar lyktarverri mat :þ algjör snilld að fá ekki bræluna yfir allt húsið.
Siggi setti í pottinn, Lilla steikti, Jonni pressaði, ég taldi (og ruglaðist verulega reglulega í talningunni hehehe) og Láki dreifði úr smjörpappírnum sem var á milli kaknanna og sótti fleiri kökur inn og svoleiðis.
Aftur var auðvitað rosalega gaman.
Svo um kvöldið voru pantaðar Domino´s pizzur og ég var komin heim í Steinahlíð rétt fyrir kl 9 um kvöldið með börnin.... sem voru aftur lengi að sofna en ekki heila klukkustund samt.
Ég telst fullnuma í að búa til laufabrauð frá byrjun til enda... spurning um að skella í eitt deig þegar ég kem heim og sýna snilli mína :þ

Í dag (sunnudag) vorum við enn í rólegheitum í morgun, pabbi var min til rúmlega 9 þegar ég og mamma vöknuðum. Vorum bara í smá snúningum hér og fórum svo í Norðurgötu að ganga frá laufabrauðinu. Börnin voru svo eftir í Norró meðan ég og mamma fórum í að versla í næsta bakstur, í Bónus og Hagkaup.
Já... bökuðum meira í dag. Í dag lærði ég að baka brúna tertu. Ég og mútta bökuðum 3 brúnar tertur í dag, eins og ekkert væri sjálfsagðara. Þetta gera sem sagt 12 botna, bendi bara á það og þetta tók bara ekki svo langan tíma í eldhúsinu hraðar hendur. Kjúklingurinn var svolítið seinn fyrir vikið en við börnin reynum þá bara að kúra aðeins í fyrramálið í staðinn.
Ég er líka fullnuma í að baka brúna tertu.... get reddað því ef mútter tekur upp á því að handleggsbrjóta sig í nóv/des á næsta ári!!! Á reyndar eftir að gera smjörkremið en er komin með uppskriftina... skellum okkur í það á morgun.
Í kvöld, meðan kjúllinn var í ofninum, fórum við svo í að gera mömmukökudeig, byrjuðum fyrir kvöldmat og svo var öllu hrært saman eftir kvöldmat. Nú bíður deigið til næsta dags eftir bakstrinum, sem verður annað kvöld.

Sem sagt hér er nóg að gera, mikið um að vera og ég búin að læra heilmargt.... á reyndar eftir að skrifa laufabrauðsuppskriftina niður á blað en redda því á morgun.

Á morgun er planið að fara í Norró með strætó (enda frítt í strætó á Akureyri og krökkunum finnst það hrikalega gaman) og stússa eitthvað skemmtilegt þar, kíki kannski aðeins inn í bæ og jafnvel aðeins til elskulegrar Arnhildar frænku minnar... hún var að vinna allan laugardaginn en kíkti rétt aðeins við fyrir jólahlaðborð.

Skrifa kannski meira á þriðjudagskvöldið eða bara þegar ég verð komin aftur heim.

Heyrumst, takk fyrir kommentin
kv
Kristín í sælunni á Akureyri

Sunday, November 9, 2008

Frökenin orðin hress :o)

Já... pestin var ekki löng, nokkur gubb um nóttina og svo um morguninn og svo ekki meir, því betur. Þorgerður sótti Þorlák í leikskólann á föstudag og tók hann með sér í heimsókn og Siggi sótti hann svo og kom við á McDonald´s og keypti hamborgara fyrir litlu konuna okkar.... og hún borðaði bara nokkuð vel.

Í gær voru bara rólegheit hjá okkur.... það var frí í dansinum þessa helgina og við bara róleg. Svo ætlaði ég með Ingibjörgu í smá búðarrölt en Þorlák langaði svo miklu meira með mömmu í búðir en að horfa á fótbolta með pabba hehehe þannig að Ingibjörg bauðst til að vera bara heima hjá elsku pabba sínum :þ. Við Þorlákur fórum aðeins í Europris (þar sem það sem við ætluðum að kaupa var ekki til :S) og svo í Smáralind þar sem við keyptum heilar 7 jólagjafir og Rosendahl salt og piparkvarnir handa okkur Sigga fyrir pening sem tengdamamma gaf okkur í afmælisgjöf :o) ógó flott auðvitað.

Svo komum við okkur bara heim, borðuðum smá og skelltum okkur svo í Toys ´r us þar sem við keyptum 8 jólagjafir.... frábært að vera byrjuð á jólagjafakaupunum :D

Svo fórum við auðvitað í Sorpu í leiðinni og líka í Bónus.

Eldaði svo karrýfiskinn úr Af bestu lyst í kvöldmatinn.


Í gærkvöldi fór ég í halloween partý til Hildar Ernu... Glerárskólagellurnar. Partýið sem átti að vera fyrir viku en var frestað vegna veikinda. Það var ekkert smá gaman :o). Allar mættu í þvílíkt flottum búningum... enda átti ekki að hleypa neinum inn nema við myndum mæta í búningi... svona var ég í búningi sem Íris Kristín lánaði mér... takktakk :o) Ég þurfti meira að segja að skilja bílinn eftir og fá far heim!!! Drakk sko heila flösku af vodka ice blue heheheh



Í dag var frí í fimleikunum... Siggi fór með börnin í sunnudagaskólann og ég fékk að sofa út :D. Svo vorum við bara í rólegheitum hér og skelltum okkur svo saman í Húsdýragarðinn, áttum enn 2 boðsmiða sem ég vann í happdrætti á Sólrisuhátíð Blóðbankans í vor (hálfgerð Árshátíð). Í kvöld var svo bayonneskinka í matinn.... var á tilboði í Nettó fyrir helgi :þ og svo ís í eftirmat.
Jæja.... styttist í lokaþátt Swingtown og ég má ekki missa af því....
Takk fyrir öll kommentin
kv
Kristín E.

Friday, November 7, 2008

Lasarus.....

Já... í dag er ég heima með Ingibjörgu, hún kom upp í til okkar í nótt sem er verulega óvanalegt. Við ætluðum bara að leyfa henni að kúra hjá okkur en hún var alltaf að brölta og því var henni skilað :S en svo bara gubbaði hún greyið. Ég svaf lítið í nótt, var mest hjá henni.... og það fer ekki vel um mig með mýslunni í rúmi sem er bara 140cm langt hehehe Svo var smá gubb í morgun en svo ekki neitt síðan um kl 10 í morgun en nú er gullfoss að byrja... heyrist það allavegana á skruðningunum í maganum á henni :þ
Þorlákur fór bara í leikskólann og Þorgerður kippti honum með heim til sín áðan, Siggi kippir honum svo með þaðan á heimleiðinni.

Ég er búin að horfa á 1 þátt af Dóru, Lion King bíómyndina, 1 þátt af Samma brunaverði, einn þátt af Diego vini Dóru og svo er frökenin núna inni í rúmi að horfa á Pétur Pan en ég er inni í stofu með Guiding Light hehehe. Svo er búið að segja nokkrar sögur og lesa smá og svo lék hún sér með Littlest Pet Shop dótið sitt áðan.

Þessa stundina er ég voðalega ánægð með að partýið sem átti að vera í kvöld verður annað kvöld :D ekki í neinu stuði fyrir partý núna heheheh

Heyrumst
kv
Kristín og Ingibjörg mýsla tísla

Thursday, November 6, 2008

:o)

HæHæ.... og takk kærlega fyrir allar yndislegu kveðjurnar í síðasta bloggi. Það er svo hrikalega gott að eiga svona góða að.

Lífið gengur hér sinn vanagang. Ég orðin árinu eldri en er hins vegar verulega lukkuleg með að vera bara 34 ára... ég var alveg á því að ég væri að verða 35 ára hehehhe og græddi því heilt ár :þ. Var með kaffiboð 2. nóvember, smá skyndiákvörðun. Var í sunnudagaskólanum með Sigga og börnunum þegar ég ákvað að bjóða nokkrum í kaffi, sendi SMS á systur mínar, tengdamömmu og Tinnu Ösp.... Malla var á leiðinni í afmæli á Laugarvatni en hinir mættu og Ingunn Elfa og Gísli með sín börn þar að auki :o) datt ekkert í hug að senda þeim SMS... hélt að þau myndu ekki nenna að keyra yfir heiðina en tengdamamma var hjá þeim og þau bara skelltu sér öll saman.
Þar sem þetta var skyndiákvörðun þá var ekkert til hér heima þegar við komum heim eftir sunnudagaskólann og tvöfaldan fimleikatíma.. upp úr kl 2. Skellti í Heiðu-skúffuköku og svo hrærði ég pönnukökudeig og vöffludeig og steikti bara bæði í einu meðan kakan bakaðist. Tinna Ösp kom svo snemma og Siggi var að skoða tölvuna hennar og á meðan hjálpaði hún til við undirbúning, lagði á borð og gekk frá og svoleiðis, takk fyrir það skvís :o).

Þetta var bara afskaplega gaman, fékk 2 blómvendi og gjöf frá Tinnu :o). Frá Sigga fékk ég topp sem ég keypti mér í október hehehe og tengdamamma gaf okkur hjónunum pening til að kaupa okkur eitthvað fallegt, mamma gaf mér líka pening en hann er fyrir mig en ekki Sigga hehehehe Ássý kom með smá pakka í vikunni frá henni og Lillu, takk fyrir það :o).

Það er alltaf svo gaman að eiga afmæli. Þorlákur og Ingibjörg voru heima á afmælisdaginn af því að það var starfsdagur í leikskólanum en ég gat ekki fengið frí því miður.... það voru svo margir í fríi og svo bættust við veikindi þannig að það var jafn gott að ég fékk ekki frí!!! Í staðinn var Siggi heima og þau áttu hér góðan dag, fóru labbandi í sund og gerðu fleira skemmtilegt :þ. Ég skellti mér svo í búðina á leiðinni heim úr vinnunnu.... þá voru þau á fótboltaæfingu.... og keypti svínakótilettur í kvöldmatinn og ís í eftirmat :o) fann meira að segja ísblóm með cappuccino... ógó gott :o).

Svo bara vinna eins og vanalega.... um helgina fer ég í partý til Hildar Ernu, grunnskólagellupartý.... þetta átti að vera síðustu helgi en hún var lasin... og ekki bara hún heldur fleiri þannig að þetta frestaðist um viku.... en þemað verður eins og við eigum allar að mæta í búningum. Fékk lánaðan búning hjá Írisi, sýni ykkur mynd af því seinna.

Svo er ég a fara norður.... og hlakka svo til. Ég fæ 4 daga í frí í kringum helgi, fer norður eftir vinnu fimmtudaginn 20. nóv og svo heim aftur miðvikudaginn 26. nóv :o). Fer fljúgandi með krílin með mér, pantaði svo snemma að ég fékk punktaflug :D þannig að ég borga bara 6300 í skatta fyrir okkur þrjú.
Stefnt er á laufabrauðsgerð þessa helgi og svo jafnvel líka mömmukökugerð, mamma getur lítið breitt úr deigi eftir handleggsbrotið þannig að ég ætla að reyna að aðstoða :D
Það verður æðislegt... svo auðvitað ætla ég að reyna að hitta Arnhildi, Affí, Hillu, Sigga og Annetta og co

Jæja... nú styttist í House, enda ætla ég að reyna að blogga aðeins oftar og styttra í einu, sé til hvernig að fer hehehe

kv
Krizzzzza

Saturday, November 1, 2008

Nýjustu tíðindi úr Húsalindinni

Halló kæru lesendur hehehe ef einhver nennir að kíkja hér inn lengur, ég telst ekki vera duglegust að blogga, slæ allavegana Áddu frænku ekki við í blogg-dugnaði :S.

Undanfarnar vikur hefur verið nóg að gera þó ég hafi mest verið heima í veikindaleyfi. Já.... allir í vinnunni (eða nánast allir) halda að ég hafi verið heima út af bakveikindum og það er voðalega lítil lygi, ég fékk auðvitað í bakið á því að hanga svona heima.... en aðalástæðan var sú að við Siggi vorum enn að vinna í því að reyna að fjölga mannkyninu. Hver sem hefur hitt dásemdar börnin okkar skilur auðvitað að okkur langi til að búa til fleiri svona gullmola.
Í þetta skiptið vorum við búin með alla litlu frostpinnana okkar og því þurfti frúin í fulla glasafrjóvgunarmeðferð... meðferð sem tók 7-8 vikur í þetta skiptið og endaði ekkert sérstaklega vel... eða reyndar bara frekar illa :þ. Þessi meðferð tók heilmikið á, ég var hundlasin á tímabili en samt ekkert í líkingu við það þegar ég endaði inni á sjúkrahúsi eftir síðustu eggheimtu :S.
Aðal veikindin voru vegna þess að ég var með fullt fullt af helv... blöðrum sem tóku upp á því að springa á ólíklegustu tímum, eitt skiptið um miðja nótt og ég ældi nærri því af verkjum.

Þar sem læknanir fóru sér gífurlega varlega til að ég fengi ekki oförvun eins og síðast (sem var ástæðan fyrir sjúkrahúsferðinni þá) þá var árangurinn ekki eins mikill... síðast náðust 15 egg en nú bara 3 stykki.... og síðast frjóvguðust 10 egg en nú bara eitt... það var sett upp og 2 vikum síðar kom leiðindarniðurstaðan og því miður tókst þetta ekki....

En ég er hins vegar verulega lukkuleg þessa dagana þar sem vinkona mín af netinu var í meðferð á sama tíma og hún á von á barni :o) yndislegar fréttir finnst okkur.

Þar sem við Siggi erum enn saman eftir 11 ár og eigum þar að auki 2 börn saman þá telur íslenska ríkið okkur greinilega verulega gráðug að langa í fleiri börn og við fáum því enga niðurgreiðslu á meðferðir, og því kostar ein svona meðferð um 340 þúsund með lyfjakostnaði.... ef ég hins vegar myndi skilja við Sigga og jafnvel ná mér í mann sem ætti 10 börn þá fengjum við alveg hellings niðurgreiðslu frá ríkinu.... já svona er íslenskt þjóðfélag, gerir allt í að hvetja fólk til að skilja :S

Nú er bara málið að knúsa hvert annað og brosa út í heiminn.... er voða dugleg þessa dagana við að sniðganga leiðinlegar fréttir, reyni aðallega að lesa t.d. Fólk dálkinn á mbl.is til að fræðast um fræga fólkið frekar en kreppufréttir heheheh

Nú eigum við hjónin eftir að velta framhaldinu fyrir okkur.... erum við hætt að reyna eða ekki, sumpart hljómar það verulega vel að fara aldrei aftur á þessar helv.. sprautur og njóta lífsins með gullmolana okkar tvo en á hinn bóginn væri afskaplega spennandi að fá aftur að snúast í kringum lítinn hjálparlausan gullmola...
Þetta kemur allt í ljós með tíð og tíma....

Nú eigum við fjölskyldan eftir að halda upp á eitt afmæli í viðbót þetta árið og svo förum við í að undirbúa jólin.... 2 kríli á þessu heimili eru nú þegar orðin spennt fyrir því hehehe

Takk fyrir að fylgjast með hér og ég vona að enginn sé sár þó ég tjái mig lítið um meðferðir fyrr en þær eru búnar... það er bara ansi erfitt þegar margir eru að fylgjast með.... mun betra að vera búin að jafna sig smá áður en ég þarf að segja heiminum frá leiðindafréttunum :S

Heyrumst.... ætla að reyna að vera dugleg að blogga í nóvember... enda er það besti mánuðurinn hehehe
kv
Krizzza ofurkrílamamma

Friday, October 10, 2008

Heja Norge...

jebbs.... mamma og pabbi komu í kaupstaðarferð í gær. Á sunnudag er nefnilega óformlegt fjölskyldukaffi... afkomendur Ömmu Dúu og Afa Kristjáns ætla að hittast :o) og borða auðvitað :þ. Svo heppilega vill til að í dag á Malla systir afmæli... Til lukku með daginn elsku litla systir, er ekki gaman að vera 33 eins og ég???.... og í gær átti Dagur Elís elskulegur frændi 5 ára afmæli, loksins orðinn eldri en Þorlákur og Ingibjörg :D.

Á morgun förum við Siggi með systrum Sigga í smá óvissuferð með tengdaforeldra mína, þau áttu 40 ára brúðkaupsafmæli í maí og á mánudag verður tengdapabbi sextugur (og Sigginn minn 36 ára)... vil ekki skrifa hér hvað á að gera, það er leyndó :þ

En í dag var ég í fríi, tók mér einn dag í frí til að snúast aðeins með mömmu og pabba... og þar sem við stóðum á Stjörnutorgi í Kringlunni og vorum að reyna að velja okkur mat kom maður til okkar og vildi fá að tala við okkur, þá var þetta sem sagt maður frá norska sjónvarpinu NRK og hann langaði að fá að taka mynd af okkur að panta mat... og svo mynd af okkur að borða matinn... og svo spurði hann mig nokkurra spurninga um efnahagsástandið á Íslandi.... og svo getið þið skoðað viðtalið á netinu http://www1.nrk.no/nett-tv/nyheter/spill/verdi/76851 ef þið viljið....

Frekar skondið að lenda í svona og bara fyndið.... honum fannst agalega spennandi að ég ynni í Blóðbankanum hehehe og svo að ástandið hefði haft þau áhrif á mig og mitt heimili að við þyrftum að hætta við að byggja á næsta ári.... svo sagði ég allskonar annað en það var bara klippt út hehehe

Jæja... ætla að fara að sofa, Siggi í Gogogic partýi og nóg að gera um helgina.

Heyrumst... takk fyrir kommentin
kv
Kristín

Tuesday, October 7, 2008

Ákvarðanir.....

HæHæ.....
eftir miklar pælingar ákváðum við hjónin í gær að skila inn lóðinni okkar.... áttum að fá hana afhenta í byrjun næsta árs en reyndar er ekki farið að gera götur í hverfinu þannig að því hefði seinkað. En þar sem allar forsendur hafa breyst þá ákváðum við að fá 1,5 millurnar okkar endurgreiddar frá Kópavogsbæ og salta byggingamálin í bili.
Ástæðan fyrir því að við ætluðum að byggja var sú að íbúðir/hús sem okkur langaði í hér í hverfinu voru orðnar svo hrikalega dýrar að það hefði verið ódýrara að byggja en að kaupa hér.... en nú er allt í rugli í þjóðfélaginu og því stefnir í lækkun á íbúðaverði og þá höfum við vonandi (kannski eftir 1-2 ár) efni á því að kaupa okkur stóra og flotta íbúð í Lindarhverfinu.... það kemur í ljós en allavegana er ekki gáfulegt að ætla að byrja að byggja á næsta ári... bankarnir í fokki og því ekki hægt að fá lán og ekki eigum við fyrir heilu húsi :S

Við erum algjörlega sátt við ákvörðunina, peningarnir koma sér bara alveg ágætlega :o) vonum bara að bankinn okkar fari ekki á hausinn í næstu viku :S

Takk fyrir skemmtilegar umræður í kommentunum á síðustu færslu.... set inn fleiri sparnaðarráð síðar :þ

kv
Kristín sparnaðarfrú

Sunday, October 5, 2008

Nýr mánuður :S

Jæja já.... eitthvað stendur á sér þetta með bloggdugnaðinn :S Ætlaði að vera þvílíkt dugleg að blogga í september en svo bara hefur allur tíminn farið í annað.
Er reyndar ansi oft á Facebook.... en það er líka hægt að hanga þar inni nánast hugsunarlaust, ágætis slökun þegar maður er þreyttur :S
Síðastliðinn hálfan mánuð (eða reyndar seinnipart september) er ég búin að vinna eins og brjálaðingur.... ofan á alla dagvinnuna þá vann ég um 70 tíma yfirvinnu á aðeins 12 dögum!!! Geri aðrir betur (eða ekki... mæli ekki með þessu :S).
Ofan á þetta allt er ég búin að reyna að standa mig þvílíkt vel sem Sparnaðarfrú!!! Búin að breyta ýmsu... ekki að við séum ekki búin að vera að spara á fullu undanfarna mánuði... árangurinn er farinn að sýna sig og þá bara tvíeflist maður og heldur áfram í sparnaðinum :þ Maður verður að vera duglegur að spara ef maður ætlar að byggja, ekki satt.... ekki fær maður allavegana lán í banka hehehhe

Nokkur sparnaðarráð!!!
  1. Nú erum við nánast hætt að kaupa plastpoka í búðunum, förum bara með taupokasafnið okkar og plastpoka að heiman. Hver helv... plastpoki kostar 15 krónur!!! 4 poka ferð í Bónus er þá á 60 kall og til hvers að versla í Bónus til að spara og eyða svo öllum sparnaðinum í endalausa plastpoka.
  2. Taka slátur.... ekki nóg með að það sé hrikalega ódýrt þá er það bara svo gaman.... gerði slátur í síðustu viku með Þorgerði og Möllu systrum og svo var þar Diddi frændi minn og Sigyn konan hans... að ógleymdum hjálparkonunum Erlu tengdamömmu Þorgerðar og Ássý frænku, sem voru þarna einungis til að hjálpa okkur!!! Takk fyrir það :D
  3. Baka Baka Baka.... ég splæsti í 1 snúð og 2 kleinuhringi í bakaríi í vikunni (fyrir börnin af því að þau stóðu sig svo hrikalega vel hjá tannlækninum!!!) og það kostaði um 600 kall!!! Euroshopper hveitið í Bónus er bara ljómandi fínt... kostar bara 98 kall 2 kíló!!!

Sendi fleiri sparnaðarráð á næstunni.
Já og eitt yndislegt.... þegar við vorum í sláturgerðinni þá kom Diddi í inn í eldhús og sagði að það væri farið að snjóa... við litum út um gluggan og hlógum bara.... hann sagði að þetta væru bara örfá snjókorn... svo einhverju síðar litum við aftur út og þá var garðurinn orðinn nokkuð vel hvítur en Diddi kíkti út og sagði að göturnar væru alveg auðar.... en svo bara snjóaði og snjóaði og við öll á sumardekkjum hehhee en ég keyrði bara varlega heim og fór efri leiðina til að sleppa við bröttu brekkuna upp að mínu húsi.... ca 5-6 cm snjór á bílnum :þ Bara yndislegt og hressandi ofan í helv... kreppufréttirnar sem ætla alla að drepa þessa dagana.... Ég er á fullu í því að forðast fréttir af því að á mínu heimili er engin kreppa, maður má ekki missa sig alveg niður í svartsýnina með hálfvitunum sem stjórna hér.... bankamennirnir sem fá milljónir í laun á mánuði og eru svo bara með allt í rassgati :S

Í gær vorum við hér á fullu, Siggi fór út úr húsi fyrir kl 8 og skellti sér á Esjuna með Völla Snæ!!! Þokkalega ruglaðir. Þar sem Siggi minn var bara í strigaskóm þá fóru þeir "bara" upp að Steini, algjörar hetjur. Ég fór með Þorlák og Ingibjörgu og Palla Pöndu (bangsa sem leikskólinn á og börnin skiptast á að fá að taka með sér heim.... í fyrra var þetta Nasi Nashyrningur en hann er sennilega farinn í ruslið og Palli Panda kominn í staðinn hehehe). Eftir hádegismat fórum við í Bónus í Ögurhvarfi.... þar voru allir algjörlega að missa sig.... ég og Siggi með endalausa brandara um að kaupa tómata og gúrku áður en það klárast í landinu (kaupum reyndar alltaf íslenskt grænmeti) og keyptum extra mikið af mjólk og eggjum (var með góða dagsetningu hehehe) og svo ætlaði ég að kaupa pakkningu af hveiti.... hélt reyndar að það væru 6 í pakka en það voru 9.... og mér fannst svo fíflalegt að það voru bara til tæplega 2 pakkningar og því hirti ég aðra þeirra heheheh sem sagt 18 kíló af hveiti á þessu heimili (reyndar 16 kíló... komin langleiðina með einn). Svo keyptum við sykur... hann var að verða búinn!!! og ýmislegt annað var orðið tómlegt í hillunum... allir að tapa sér í ruglinu!!!
Svo bara fórum við heim og ég skellti í eina uppskrift af snúðum og bakaði Heiðu-skúffuköku á meðan það hefaði sig... gerði kremið sjálf og skreyttum með kókos og sykurblómum (sem var til í skúffunni). Snúðarnir fengu að hefa sig heillengi, við bara fengum okkur skúffuköku á meðan. Svo var farið í tilraunastarfsemi með snúðana. Gerði fyrsta skammtinn með pizzasósu innan í.... voða gott en setti of mikla sósu :S (þróunarverkefni hehehe). Svo ætlaði ég að gera næsta skammt með kanelsykri, rúsínum og marsípani (sem var alveg að renna út eftir síðustu jól) en átti bara ca 14 rúsínur hehhe.... þannig að sumir snúðarnir eru með 1 rúsínu en aðrir enga hehehe. Svo var næsti skammtur bara venjulegur með olíu og kanelsykri en síðasti skammturinn var frumlegastur. Íris og Jónas kíktu við og eftir smá brainstorming þá setti ég smá pizzasósu, Ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum og svo rifinn ost innan í síðustu snúðana.... jummí góðir. Næst fer aðeins meiri pizzasósa, meiri ostur og kannski bara líka skinka :o). Gaman að breyta til og prófa sig áfram.
Fyrst ég var byrjuð að baka þá skellti ég í 3 kryddbrauð... ofninn hvort eð er heitur..... og svo var bara farið að elda, svínahnakkasneiðar í raspi, brún sósa, kartöflur, grænar baunir og sulta :o) eðalfínt.
Kristján Örn dúllufrændi var í mat og gisti svo í nótt. Hann er svo mikið ljós, sagði við mömmu sína í forstofunni hjá okkur að hann væri svo spenntur :o). Hann reif í sig matinn og sofnaði fyrstur og svo vaknaði allt gengið kl 7 í morgun!!!! aðeins of spennandi að hafa næturgest. Þau sváfu öll í Ingibjargar herbergi, rosalega gaman. Eina er að þau tóku upp á því að hanga í gardínunum hennar Ingibjargar og beygluðu gardínustöngina en þegar við sáum það var slökkt á sjónvarpinu og þau skikkuð í að tala til sem þau gerðu.... meðan Siggi lagaði stöngina :þ.

Nú eru þau systkinin og Palli Panda búin að fara í fimleikatíma og eru að leika sér. Klukkan 16 hefjast tvö afmæli.... við förum fyrst í 1 árs afmæli hjá Davíð Leó syni Önnu Bjargar frænku Sigga og svo fá þau að kíkja á efri hæðina hér í afmæli hjá Söru vinkonu þeirra, alltaf nóg að gera.

Svo bara byrjar ný vika með blóm í haga (eða reyndar rigningu og roki ef maður er raunsær) en næstu helgi koma mamma og pabbi suður, sunnudaginn 12. okt er ættarmótskaffi, afkomendur ömmu Dúu og afa Kristjáns ætla að hittast :o) ekkert smá spennandi. Þar að auki er partý í vinnunni hjá Sigga á föstudagskvöld, við förum út að borða með tengdó og tengda á laugardagskvöldið (þau áttu 40 ára brúðkaupsafmæli í maí og tengdi verður 60 ára 13. okt) og svo verður 5 ára afmæli Dags Elísar á laugardag!!! Fullbókuð helgi eins og alltaf :þ enda ekki við öðru að búast þar sem afmælistörnin í fjölskyldu okkar Sigga er byrjuð :o)

Sem sagt... nóg að gera, frystikistan full af mat og bakkelsi og bara gaman.
Takk fyrir öll kommentin... ætla að reyna að standa mig í blogginu í október.... sé til hvernig það gengur :þ
kv
Kristín Sparnaðarfrú

Tuesday, September 16, 2008

Ný vika... heima með litla gubbustelpu :S

ó já.... elsku litla stóra sæta Ingibjörg birtist allt í einu hágrátandi um kl 5 í nótt... reyndi að segja okkur eitthvað en við bara skildum ekkert... og svo bara gubbaði hún í rúmið okkar. Ekkert í rúmið sitt, því betur.... en við fórum í að taka utan af sænginni minni, lakið af og svo þurfti að taka úr þurrkaranum, úr þvottavélinni í þurrkarann og á snúruna og skella ullanu í þvottavélina... Ingibjörg bara beið á meðan. Svo bara nýtt utanum og handklæði undir prinsessuna og hún sofnaði aftur hjá okkur. Svo vaknaði hún einu sinni aftur en ég var svo snögg að ég náði að teygja mig í dall og allt fór þangað!!!
Eru þetta ekki skemmtilegar lýsingar??? heheheh
En allavegana ég er heima í dag með músina mína, hún ekkert búin að gubba meira og búin að standa sig vel í að borða Cheerios og ristað brauð og vatn með.... hana langar voðalega mikið í mjók eða skyr en fær það bara seinna.

Ég er voðalega fegin að hafa ekki náð í Völla og Þóru í gær, ætluðum að fá þau í mat í gærkvöldi..... hefði fengið nett taugaáfall ef litli Baldvin Snær hefði náð sér í fyrstu gubbupestina hjá okkur.... reynum aftur í kringum næstu helgi.

En allavegana... síðasta helgi, nóg að gera :o) en engin vinna hjá mér, bara Sigga :þ. Á föstudagskvöldið var hittingur hjá grunnskólapíunum, ég sótti Önnu Rósu, Helgu og Lóu og keyrði með þær upp í Mosó á vinnustofuna hennar Hörpu. Þar beið okkar rauðvín, ostar og fleira gúmmulaði og það var ekkert smá gaman að hitta allar, full mæting í fyrsta skiptið í langan tíma :o) 9 skvísur. Hlógum alveg endalaust mikið og blöðruðum og ég var ekki komin heim fyrr en rétt fyrir kl 3 um nóttina.
Laugardagurinn... var þokkalega þreytt en börnin voru voða stillt fyrir framan sjónvarpið eftir að Siggi fór í vinnuna þannig að ég gat sofið aðeins lengur :S ekki veitti af hehhe. Svo kl 11 var fyrsti danstíminn þetta haustið, mættum alveg á mínútunni og þ.a.l. var Þorlákur svolítið feiminn við allt fyrst en eftir fyrsta dansinn og loforð um sleikjó eftir danstímann var hann voðalega duglegur og tók þátt í öllu, Ingibjörg var bara voða dugleg frá byrjun. Þeim finnst svo rosalega gaman í danstímunum :D. Komum við í Krónunni á heimleiðinni og versluðum smá í matinn og tvo sleikjóa :þ og svo kl 15 var Siggi kominn heim og við skelltum okkur í 4 ára afmæli hjá Antoni Oddi vini okkar (sonur Írisar og Jónasar, sem var veislustjóri með Þóru í brúðkaupinu okkar). Frábært afmæli, fjölskylduafmælið var fyrr í vikunni þannig að þarna voru 6 börn og 5 fullorðnir :o) alveg passlegt :D og eftir pizzu hjá börnunum fóru þau inn að leika og svo að horfa á Dóru í sjónvarpinu þannig að það var hægt að spjalla alveg heilmikið í stofunni :D og auðvitað að gúffa í sig... Takk fyrir okkur. Svo fengu börnin köku og klaka og því var bara léttur kvöldmatur í Húsalindinni.
Um kvöldið rákumst við Siggi á Lord of the Rings í sjónvarpinu, fyrsta myndin, og horfðum auðvitað á hana (þó við eigum hana á DVD hehe) og tókum svo myndir nr. 2 og 3 á sunnudeginum :D bara snilld.
En sem sagt, sunnudagur. Siggi enn og aftur í vinnuna :S og ég fór með börnin í fimleikatíma, hann er kl 12-13 og hún svo frá 13-14... gekk voðalega vel auðvitað eftir að ég var búin að fylgja þeim út á gólfið. Svo var bara farið heim, smá borðað og hárið lagað á IS fyrir næsta afmæli. Nú var það 4 ára afmælisveisla hjá Malen sem er besta vinkona Ingibjargar á Dal og kærastan hans Þorláks :þ (Ingibjörg er ólofuð ennþá... en sagði áðan að sér finnist Anton Oddur svo sætur... en hann getur ekki verið kærastinn hennar af því að hann er ekki á Dal heheheh). Meðan þau voru í afmælinu gátum við haldið áfram að horfa á Lord of the Rings nr. 2 en tókum svo nr. 3 eftir kvöldmat.

Góð helgi í Húsalindinni, nóg um að vera og allt gekk vel.... ætlaði reyndar að gera enn fleira en það er bara svona :S

Farin að sinna Ingibjörgu, fann Litlu Snillingana (Little Einsteins) á Disney Playhouse Channel... dásamlegt að hafa gervihnattasjónvarp þegar börnin eru veik :D

Takk fyrir kommentin... ætla að reyna að standa mig í blogginu í vetur
kv
kr.e.

Wednesday, September 10, 2008

Jæja þá....

HæHæ...
ég er að hugsa um að byrja að blogga aftur.... ætlaði alltaf að skrifa heilan helling um sumarfríið en það er bara betra að kíkja á heimasíðu barnanna og sjá ferðasöguna í myndum :o)....
Fríið var frábært, var í rúmar 4 vikur fyrir norðan, mest í Mývó og á Illugastöðum en svo líka á Akureyri og Húsavík og aðeins í Aðaldal.... nóg um það hér... meira á barnanetinu :þ

Haustið er komið, runnarnir farnir að roðna verulega í garðinum okkar... og nú búum við í Borg Bleytunnar (eins og Pési laxabóndi segir :þ)... endalaus helv.. rigning en samt frekar öðruvísi að oftast fer rigningin beint niður!!! ekki á hlið!!!

Þorlákur og Ingibjörg eru byrjuð í fimleikum, búin að fara í 2 tíma og eru hrikalega hrifin af þessu. Ekki veitir af enda eru þau tvö bæði með stuttu vöðvana aftan á lærunum eins og foreldrarnir báðir... datt í hug að fimleikar væru fínir til að reyna að bæta aðeins úr því. Svo byrjar dansinn næstu helgi, þau verða í dansi á laugardögum og í fimleikum á sunnudögum... sjáum svo til um áramót hvort þetta sé of mikið.

Var með saumaklúbb í gær, Mývó-konurnar (af því að ég er í þremur saumaklúbbum hehehe). Þvílíkt góð mæting, m.a.s. Aldís Björns sem býr í Þjóðverjalandi en er hér þessar vikurnar, fer heim aftur í þessari viku. Hér voru sem sagt 9 konur í klúbb, mikið fjör og mikið hlegið og alltaf jafn yndislegt að hitta þessar hressu kellur. Gerði 2 gerðir af muffins úr fína blaðinu mínu sem heitir "Cupcakes and Fairycakes"... annað var karamellumuffins en hitt hvítt muffins með jarðarberjum og frosting-kremi ofaná... frekar jummí :þ.

Jæja... er þetta ekki nóg sem fyrsta blogg haustsins... takk fyrir að ýta á mig :þ
kv
Krizzza

já og ps... sendi batakveðjur til aumingja mömmu, sem er olnbogabrotin heima á Akureyri... vildi óska þess að það væri styttra til hennar :s

Saturday, July 12, 2008

Helstu fréttir... og svo farin norður í sumarfrí :D

HæHæ...
já ég veit... ég er lotubloggari hehehe blogga annaðhvort daglega eða ekkert í 2 vikur :þ...

Nú blogga ég í dag og svo sennilega ekki aftur fyrr en um miðjan ágúst. Á mánudag er nefnilega stefnan tekin á Mývatnssveitina, mamma og pabbi eru þar og ég ætla að skella mér á norðurlandið í sumarfrí. Byrjaði reyndar í fríinu á föstudag og verð sko í heilar 5 vikur, hef aldrei áður tekið svona langt frí í einu og hlakka þvílíkt til. Ég fer sem sagt aftur að vinna 18. ágúst!!! Ætlum að hafa það þvílíkt huggulegt í fríinu, aðallega í afslappelsi og útiveru með börnunum og því búin að panta gott veður (ekkert smá bjartsýn hehehe) en annars finnst krökkunum ekkert verra að vera úti í rigningu þannig að þetta kemur bara allt í ljós.

Frá verslunarmannahelginni eigum við bústað á Illugastöðum í Fnjóskárdal, ætla að birgja okkur vel upp fyrir vikuna og vera bara þar í rólegheitum, ekki að eyða bensíni í að rúnta fram og aftur eins og þegar við vorum þar fyrir 2 árum hehehe enda kostaði bensínið helmingi minna þá en núna!!!


En allavegana, það sem helst ber til tíðinda er fæðing litla drengs Þóru og Völundarsonar. Drengurinn er þvílíkt yndi, fæddist á 2 ára brúðkaupsafmæli foreldra sinna. Þorlákur er búinn að nefna hann, þau mega sko velja á milli tveggja nafna... Þorlákur eða Þorlákur Völundur!!! mjög þjált nafn fyrir Bahamas hehehe Við erum búin að reyna að útskýra fyrir honum að foreldrar hans velji nafnið en hann bara bakkar ekkert með þetta, þannig að við ætlum bara að salta þetta mál í bili og tökum það upp aftur þegar foreldrarnir eru búnir að nefna/skíra gorminn :þ Hér er ein mynd af litla sæta Þorláki Völundi þegar hann var 2 daga gamall, ég fékk að kíka í heimsókn á sjúkrahúsið :D.


Algjört bjútí... ekki spurning. Sáum hann líka aðeins í dag, Siggi var að laga tölvu fyrir þau og við fengum að fara með og skila henni :D.. notum öll tækifæri til að hitta stubbinn.

Síðustu helgi fórum við í útilegu með fullt af tvíburaforeldrum, vorum samtals 8 fullorðnir og 8 4. ára börn, 6 strákar og 2 stelpur. Ekkert smá gaman. Ætluðum að fara í Hraunborgir og tjalda þar en þar sem þetta var stærsta ferðahelgi ársins og veðurspáin góð þá leit það ekki sérstaklega vel út... en svo vel vildi til að foreldrar Sigurlaugar eiga bústað við Gíslholtsvatn (aðeins lengra en Þjórsárbrú) og hann var laus þessa helgina, þannig að á föstudegi fóru Sigurlaug, Palli og synir með fellihýsið sitt, Guðrún, Bjarki og synir með fellihýsið sitt og svo Ágústa, Raggi og börn sem fengu að gista inni í bústaðnum, á staðinn :o). Ég var á 22 tíma vakt á föstudeginum en náði að sofna um leið og ég kom heim á laugardagsmorgninum og svaf til 12:30 og Siggi skellti sér svo í búðina meðan ég tók mig til og svo bara allt út í bíl og af stað. Komin af stað um kl 14:30 sem mér finnst nú bara ansi gott.
Þetta var yndisleg helgi, frábær aðstaða í bústaðnum og tjaldið okkar var bara ekki svo slæmt... í minningunni var það orðið hálf sjúskað en það var bara rennilásinn á fortjaldinu sem er hálf ónýtur á annarri hliðinni, en Ásta Birna saumaði hann saman fyrir nokkrum árum þegar þau fengu tjaldið lánað :o).
Börnin höfðu nóg við að vera, voru ótrúlega góð saman. Risastórt trampólín, sandkassi, dúkkuhús og svo auðvitað nóg af náttúru... fín hæð við húsið þar sem hægt var að fara í fjallgöngu, sáum þau alltaf frá bústaðnum og þetta eru bara mosavaxnar þúfur og ekkert grjót þannig að þó þau væru alltaf að detta í þúfunum þá héldu þau bara áfram :o). Svo var brekkan niður að lóðinni notuð sem rennibraut :o) yndislegt.

Þetta var sem sagt frábær helgi og vonandi getum við sem fyrst farið aftur með tvíburaforeldrunum í útilegu... og vonum að Hildur og Sigrún komist þá líka með.

Jæja... ætla að fara að leggja mig... var að setja yfir 400 myndir inn á barnanetssíðuna, 7 mánaða skammtur takk fyrir!!! Njótið vel og vonandi munið þið lykilorðið... það er millinafnið hans pabba en ekki með stórum staf.

Farin í frí.... efast um að ég komist í tölvu í Mývó en fæ að stelast í pabba tölvu á Akureyri ef ég verð eitthvað þar.
Hafið það gott
kv
Kristín

Tuesday, June 24, 2008

Afmælisdagur Gísla :o)

Já... í dag á Gilli mágur afmæli, til lukku með daginn elsku Gilli.
Ég fór aðeins að hugsa þetta.... kynntist Gilla fyrst sennilega sumarið 1988... eða hitti hann fyrst þá þegar hann og Þorgerður systir voru að byrja að vera saman.

Ein skemmtileg minning er þegar þau sátu í bílnum hans Gilla fyrir utan Steinahlíðina í lengri lengri tíma og mömmu og pabba fannst tími til kominn að Þorgerður kæmi inn að sofa. Ég var send að sækja hana og auðvitað þorði ég ekki út þannig að ég bara blikkaði ljósinu í forstofunni hehehe.

Gilli er eiginlega meira eins og bróðir minn en mágur minn enda búin að þekkja hann svo hrikalega lengi. Ég var bara nýfermd sumarið 1988!!!

Svo fór ég að hugsa meira og man eftir ferð sem ég fékk að fara með þeim Þorgerði og Gilla í Ásbyrgi, man ekki hvaða ár en þetta var ferð farin út af afmælinu hans Gilla. Ég fékk að koma með!!! takið eftir... og var ekkert smá ánægð með það. Þetta var æðisleg ferð, ég gaf Gilla Benetton rakspíra í afmælisgjöf, í svörtu boxi, sexhyrnt.... og þetta var sennilega í fyrsta skiptið sem ég fékk að fara eitthvað með þeim tveimur, ótrúlega spennandi.

Svo man ég eftir ferð sem ég fór með þeim tveimur og Erin frænku okkar... á rosalega flottar myndir (á pappír en ekki digital :S) af okkur á gömlu brúnni yfir Skjálfandafljót hjá Goðafossi, Gilli með brúnu stóru gleraugun sín með plastumgjörðinni (voru enn stærri en þau sem Þorgerður átti hehehe) en hann var auðvitað með gleraugun á hvolfi hehehe.

Svo var alltaf svo spennandi að koma til þeirra í Norðurgötuna, þau í sinni eigin íbúð ótrúlega flott :þ. Passaði stundum elsku litlu Hildi mína og fékk að gista á svefnsófanum í stofunni, rosalega spennanid.

Svo bara flutti ég suður og hitti þau ekki eins mikið en svo fluttu þau hingað í hverfið til mín :o) þvílíkt lán..... og hann þarf að búa við það að ég og mín fjölskylda æðum inn um allt í Funalindinni ansi oft :þ
Til lukku með daginn elsku Gilli
kv
Kristín litla mágkona

Komst að því að ég á voðalega fáar myndir af Gilla,
þarf að bæta úr því en hér er hann með konunum sínum og Degi Elís
á fermingardegi Hildar Valdísar

Saturday, June 21, 2008

Laugardagur :o) og enn sól :D

HæHæ.... bara alltaf að blogga :þ
Í gær var ég að vinna, 22 tíma vakt en ég fékk að taka langan kvöldmat þar sem okkur var boðið í grill hjá Völla og Þóru. Tilefnið var að Isabel og Morgan sem við hittum á Bahamas eru á landinu, gaman að hitta þær mæðgur aftur. Þar voru líka Hreinn, Olga og börn, Arna systir Þóru, Siggi maðurinn hennar og synir, Ólöf mamma Þóru og Palli Rós og Rut.... rosalega fínt og ekkert smá gott að slíta vaktina aðeins í sundur og fá grillaða almennilega hamborgara :o).
Svo var það bara vinnan, nóg að gera eins og alltaf... svaf í um 2 tíma.
Því næst kom ég bara heim og svaf til um 13, þá voru börnin á leiðinni út, voru úti á róló í lengri lengri tíma og fóru svo að leika sér í garðinum (fóru líka í morgun... þá að hjóla), voru í yfir hálftíma að klifra upp á steininn í garðinum og syngja :o) og voru úti til um 15:30 þegar við fórum hjólandi í kaffi til Möllu, hún var að baka skúffuköku og bauð okkur og við ákváðum að fara bara hjólandi. Fengum hjólavagninn sem nágrannar okkar eiga lánaðan og hjólið þeirra með svo það þyrfti ekkert að færa vagninn. Rosa fjör og góð skúffukaka og æðislegt veður á pallinum hjá Möllu. Ætluðum svo að fara að koma okkur heim og í búð að kaupa í kvöldmatinn þegar Malla bara bauð okkur í kvöldmat, Össi grillaði folald og pylsur jummí. Ég át alveg yfir mig og átti svo eftir að hjóla heim hehehe en það bara gekk vel og nú eru börnin vonandi sofnuð inni í herbergi.
Á morgun er planið að taka daginn tímanlega og skella sér í sund, hjólum væntanlega saman öll fjölskyldan, eða að ÞS og IS hjóli og við löbbum með, kemur í ljós.

Læt hér fylgja með 3 myndir frá 17. júní, til vitnis um að Þorgerður mín hafi verið með á Rútstúni hehehe fyrst ég gleymdi henni í 17. júní blogginu heheheh

Góða helgi
kv
Krizzza

Siggi og Ingibjörg sæta á Rútstúni


Ég og mömmustrákur... að borða snúða... hann hertók einn pokann og át og át :þ


Gilli, Þorgerður og Dagur Elís í blíðunni

Thursday, June 19, 2008

Smá breyting

Já... smá breyting... golfarinn sem ætlaði ekki að mæta á golfmótið á Englandi hætti við að hætta við og því er Siggi væntanlega ekki á leiðinni til Englands að spila golf :S.
Hjörvar greyið alveg miður sín yfir þessu en Siggi bara hress eins og alltaf... alveg sáttur auðvitað :þ
Ég reyni bara að vera dugleg að hleypa honum á golfvöllinn í staðinn, ekki gengur annað.

Í gær sótti ég gormana í leikskólann, hitti þar Guðrúnu Ólu sem var á leiðinni á rólóinn bak við húsið okkar að hitta þar Ágústu með sína krakka. Ég mætti auðvitað líka og sat í sólinni og brann smá... gleymdi alveg að fá mér sunblock enda kaldur vindur þó það væri hlýtt í skjóli :þ Rosa gaman og þessi 6 börn okkar léku sér vel saman, stefnum á svona hitting á róló aftur á næstunni.

Tengdamamma og Tinna Ösp komu svo í mat og fengu hjá okkur grillað lambalæri og tilbehör... ljómandi fínt.

Jæja... ætla að fara að leggja á borðið, afgangar frá því í gær og í fyrradag :þ bara veisla hehehe
og svo vakt á morgun, fyrst tannlæknir :S
Takk fyrir kommentin... ekki síst frá litlu uppáhaldsfrænku á Akureyri, kíki við hjá þér í dónabúðinni þegar ég mæti í sumarfrí hehehe
kv
Krizzza

Wednesday, June 18, 2008

Hmmmmmm

Já elsku Þorgerður mín, gleymdi að minnast á að þú, Gilli og Dagur Elís voruð auðvitað með okkur á Rútstúni í gær... var bara búin að skrifa svo mikið og átti að vera farin að elda... Siggi reddaði því :S.... er smá brunnin eftir sólina í gær, hélt að ég væri ekkert brunnin en er smá rauð á bringunni og svo sveið svolítið mikið framan á sköflungana á mér í sturtunni í morgun hehehe tók ekkert eftir því í gær en ég er sem sagt rauð framan á.... upp á miðjan sköflung um það bil og svo hvít þar fyrir ofan hehehe var í leggings :þ

Gleymdi líka að segja frá því að ég fór með fjölskylduna mína í Blóðbankahlaupið í síðustu viku... hef aldrei áður farið en þetta er árlegt hlaup á Alþjóða blóðgjafadeginum. Veðrið var bara svo gott að við skelltum okkur og svo var ekki verra að eftir hlaupið var boðið upp á grillaðar pylsur... alltaf gott að fá frían kvöldmat í kreppunni hehehe Þorlákur og Ingibjörg voru svo hrikalega þreytt að þau voru bara í kerrunni.... vegna veðurs fóru þau með deildinni sinni á leikskólanum í strætó í Guðmundarlund (hluti af Heiðmörk í landi Kópavogs, við hæðina sem húsið okkar mun rísa!!!) og voru þar nánast allan daginn, fengu hádegis mat þar og allt hreint.... og höfðu því ekki orku í göngutúr :þ
Hlaupið gekk vel, pylsurnar fínar og börnin sofnuðu vel eftir allt saman.
Um kvöldið bauð ég Þorgerði systur í sund með mér í Laugardagslaug (Malla var búin í sundi þann daginn og var því ekki boðið með :þ). Við reyndar snerum nærri því við á bílastæðinu, sáum þar tvo menn koma gangandi annar með bolinn yfir hausinn á sér... við auðvitað "nei er verið að steggja einhvern" en svo voru þetta tveir útlendingar, töluðu hátt á hrognamáli og fóru að berjast þarna á bílastæðinu!!! Við bara hörfuðum frá og ég hringdi í lögguna sem var nú frekar afslöppuð yfir þessu öllu.... svo fór annar gaurinn upp í bíl og keyrði í burtu en hinn bara inn í afgreiðsluna og talaði þar við starfsmann, fór með starfsmanninum út og við héldum að hann væri bara farinn... þangað til við sáum hann við heitu pottana rétt áður en við fórum upp úr sundinu aftur... sáum lögguna aldrei koma :S

Eftir sundið langaði okkur í ís og Þorgerður dreif mig vestur í bæ í ísbúð rétt hjá Melabúðinni þar sem hægt er að panta nýjan ís og gamlan ís, gamli ísinn er líkur Brynjuís en samt ekki eins :þ. Stóðum þar heillengi í röð og voru alveg að frjósa... og komumst að því að það er búið að opna aðra svona ísbúð á Grensásvegi.... vitum af því næst.

Og eitt enn sem ég átti eftir að skrifa um.... fyrir einhverju síðan, kannski 2 vikur, kannski meira kannski minna.... er ekki með tímaskyn í lagi :S þá fengu ÞS og IS að fara alveg sjálf og velja sér föt og borga alveg sjálf fyrir með peningum sem þau fengu í afmælisgjöf. Ég ætlaði upphaflega að nota þennan pening til að borga niður Visa-reikninginn eftir H&M ferðina í Stokkhólmi en ákvað að leyfa þeim frekar að kaupa eitthvað sem þau langaði í. Fórum í Hagkaup og þar voru til Henson Latabæjargallar sem þeim finnst auðvitað æði. Þau fóru á sinn hvorn kassann og borguðu alveg sjálf, rosalega stolt... og fóru svo í Toys r´ us og keyptu sér smá dót fyrir afganginn :þ

Jæja....
þarf að hunskast út í góða veðrið og sækja börnin, tengdamamma og Tinna Ösp væntanlegar í kvöldmat... Siggi ætlar að elda lærið sem við ætluðum að hafa í gær, frestuðum því um einn dag svo við gætum verið lengur á Rútstúni :þ

Takk fyrir öll kommentin, þið eruð yndi :D
kv
Kristín.... með styttra blogg en áður jeijei

Tuesday, June 17, 2008

Næsta brúðkaup, fjölskyldudagur, Þjóðhátíð og fleira

JáJáJá... ég veit.... ég er alltof léleg að blogga :S.... sem er sennilega af því að ef ég blogga þá er það þvílík langloka að ég er svo lengi að skrifa að ég gef mér ekki tíma í það :þ
En allavegana... kominn tími til.
Í dag er 17. júní... ekkert smá frábær 17. júní... en skrifa um það síðar... ætla að byrja á að skrifa um brúðkaupið sem við hjónin fórum í þann 7. júní. Þá voru Hildur Ýr og Öddi að gifta sig... ég kynntist þeim fyrir tæpum 4 árum, sumarið 2004, fyrir hálfgerða tilviljun. Ég og Siggi eignuðumst Ingibjörgu og Þorlák og fórum á foreldranámskeið til að undirbúa okkur undir komu tvíburanna. Þar hittum við Guðrúnu Ólu og Sigrúnu sem eignuðust sína tvíburastráka í júlí og ágúst 2004. Guðrún Óla á vinkonu sem var með stelpuna sína á vökudeild á sama tíma og við og því komumst við í samband við hana. Ágústa sem eignaðist sína tvíbura í júlí var með mér í öðrum spjallhóp og líka Sigurlaug. Ég, Ágústa og Guðrún fórum að hittast með börnin í göngutúrum og í einum slíkum rákumst við á Sigrúnu sem býr í næstu götu við okkur Sigga. Sigurlaug sem eignaðist sína stráka í júlí fór að hafa samband við Guðrúnu og Ágústa og Hildur Ýr , sem eignaðist sín börn í júlí, bjuggu rétt hjá hvor annarri og hvort þær voru ekki á sama foreldranámskeiði.
Allar þessar tilviljanir urðu til þess að þessar 6 tvíburamömmur fóru að hittast í göngutúrum og svo í heimahúsum með börnin með sér. Yndislegir hittingar sem voru til þess að draga hver aðra í göngutúr og svo í heimahús þar sem hægt var að ræða saman, stynja saman, brosa saman og skilja hver aðra!!! Þegar börnin voru orðin rúmlega eins árs hættum við að hittast með börnin með okkur (enda 12 börn!!! 9 strákar og 3 stelpur) og fórum að hittast á kvöldin í "saumaklúbb" og höfum haldið því áfram síðan, nú eru að verða komin 4 ár frá því við hittumst fyrst allar saman. Við höfum reyndar tvisvar hist með öll börnin og alla karlana líka, eða þá sem hafa komist, því að Hildur Ýr er danskennari... kennir Þorláki og Ingibjörgu að dansa.... og gat því boðið okkur að hittast í salnum þar sem danskennslan fer fram. Gerðum það í jan/feb bæði á þessu ári og í fyrra... gekk ótrúlega miklu betur á þessu ári enda börnin öll að verða 4 ára.

En þetta er sem sagt forsagan að þessu öllu... fullt af yndislegum tilviljum sem leiddu okkur allar saman og svo ákváðu Hildur Ýr og Öddi að gifta sig og þau buðu öllum þessum tvíburamömmum og mökum að njóta dagsins með þeim. Ágústa og Raggi komust ekki, þau voru erlendis en við hinar gátum allar mætt og karlarnir með okkur.
Hildur Valdís mætti til að passa fyrir okkur, athöfnin var kl 18 og veislan strax á eftir. Athöfnin var auðvitað yndisleg, séra Pálmi gifti þau (sem fermdi mig) og Regína og Friðrik Ómar sungu í kirkjunni. Regína fyrstu tvö lögin en svo kom Friðrik Ómar og söng "Hún hring minn ber" og Regína aðeins með honum og þetta var svo stórglæsilegt hjá þeim að þegar þau voru búin að syngja lagið fóru bara allir ósjálfrátt að klappa!!!
Veislan var svo haldin á 20. hæð í Turninum við Smáratorg, höfum aldrei komið þangað áður. Glæsilegur salur og hrikalega skondið að horfa út um gluggann og niður á húsið okkar... sem stendur uppi á hæð :þ. Maturinn var hrikalega góður, Siggi Gísla vinur Völla Snæs er yfirkokkur þarna og stóð sig auðvitað vel, hörpuskel í forrétt, hreindýr í aðalrétt og súkkulaðikaka frá Hafliða í Mosfellsbakaríi í eftirrétt.
Skemmtiatriðin ljómandi. Þau afþökkuðu allar gjafir og vinir Ödda gáfu honum í staðinn skemmtiatriði, Jónsi kom og söng og skemmti. Við tvíburamömmurnar gáfum SOS-barnaþorpunum pening í þeirra nafni svo við kæmum ekki alveg tómhentar. Sigurlaug og Guðrún skelltu saman ræðu við borðið en fyrst fór Guðrún Óla og söng eitt lag án undirleiks fyrir þau tvö, fór aðeins á klóið til að æfa sig :þ alveg óundirbúið fram að því... og stóð sig ekkert smá vel :D Svo voru fleiri ræður og svo var auðvitað sýndur dans... í kjólum sem Hildur Ýr dansaði í fyrir yfir 20 árum síðan!!! Svo mætti hljómsveitin, Milljónamæringarnir og Margrét Eir og Raggi Bjarna sungu. Tvíburaforeldrarnir voru komnir í þvílíkt stuð, með Mojito og fleira og dönsuðum og dönsuðum. Svo skelltum við okkur heim til Sigrúnar.... tók reyndar sennilega um 30-40 mínútur að fá leigubíl en það tókst.... og svo eftir stopp þar þá skelltum við okkur heim, labbandi og pöntuðum svo leigubíl fyrir Hildi heim.
Rosalega gaman auðvitað og við ótrúlega hress daginn eftir miðað við allt :þ.

Svo man ég ekkert allt sem ég gerði eftir það, vaktir, saumaklúbbur hjá Brynju (Glerárskóla-saumaklúbburinn), átti að fara í Heiðmörk að grilla með Mývó-saumó en það endaði í sundferð (sem við urðum að sleppa af því að Þorlákur slasaði sig í leikskólanum þann dag og Þorgerður þurfti að líma sárið saman) og svo McDonald´s ferð á eftir sem við mættum í og höfðum gaman að.

Síðustu helgi áttum við rólega helgi, loksins :þ allar helgar frá því í byrjun maí búnar að vera planaðar í botn en loksins kom að helgi sem ekki var plönuð.... reyndar ætlaði ég að reyna að komast með börnin norður í Mývó í fermingu Huldu Maríu frænku minnar en það gekk ekki, því miður. Á föstudagskvöldið voru reyndar GogoLeikar í vinnunni hjá Sigga... liðið hans tapaði :( en hægt er að skoða myndband frá leikunum á YouTube, linkurinn er http://youtube.com/watch?v=5dvoR6gbGBI ef ykkur langar að skoða vitleysuna :þ. Á laugardeginum vorum við hjónin í letistuði, börnin frekar stillt, fengu morgunmat um kl 9:30 og svo sjónvarpið á eftir og við ekki á fætur fyrr en um 10:30!!! Sem sagt næstum því að sofa út :þ. Þá skelltum við okkur í sund, ÞS og IS hjóluðu á nýju hjólunum sínum (sem við keyptum í Byko nýlega, tvíhjól með hjálpardekkjum). Rosa stuð í sundi auðvitað, svo var smá hádegismatur eftir sundið, þau fóru aðeins að leika við Maríu vinkonu sína sem býr hér í götunni (hún og Sigrún sem er líka á gulu-lind á Dal búa í sama húsi en Sigrún var í útilegu og María því mikið að spyrja eftir ÞS og IS þessa helgi). Svo skelltum við okkur í Húsdýragarðinn, ekkert smá gott veður. Það var glampandi sól en ekki mikill hiti (um 12-14 gráður sennilega) en það var nánast alveg logn í Húsdýragarðinum og því vel heitt og gott á íslenskan mælikvarða!!! Við vorum þar nánast fram að lokun, sennilega í 3 klukkutíma, þau fóru 2 ferðir í hringekjuna og eina ferð í lestina. Fullt af nýjum dýrum auðvitað og fullt af fólki en samt enginn troðningur. Svo var bara leti á heimleiðinni, keyptum McDonald´s handa gormunum og KFC handa okkur í kvöldmatinn :þ. Svo fóru þau aðeins upp til Söru eftir kvöldmatinn (enda borðuðum við svo snemma) og svo voru það 2 verulega þreytt börn sem sofnuðu það kvöld um kl 8 eins og vanalega :þ.
Á sunnudeginum ætluðum við aftur í sund en það var bara leiðinlegt veður þannig að við vorum aðallega í afslappelsi, bakaði snúða.... og náði auðvitað að slasa mig við það. Var bara rétt að byrja, græjan á hrærivélinni uppi og ég teygði mig yfir skálina undir hnoðarann til að setja græjuna niður, nema hvað að ég ýtti á vitlausan takka, hnoðarinn fór að snúast og auðvitað beint á framhandlegginn á mér og stoppaði nánast þar enda var hendin bara alveg föst þarna undir :S Ég var nánast með gat inn í handlegginn og er með hrikalegan marblett á hendinni... OFURAULI!!! bara ofuraular slasa sig á hrærivélinni sinni hehehe.... náði að klára að gera deigið sem fékk svo að hefa sig lengi lengi meðan við Siggi gláptum á handbolta og fótbolta til skiptis og börnin léku sér. Snúðarnir enduðu bara sem eftirréttur eftir kvöldmatinn :þ

Í gær, vinna.... ekkert spennandi.... og svo er komið að því að skrifa smá um 17. júní.

Siggi fór aðeins í vinnuna í morgun, Jónas framkvæmdastjóri Gogogic á leiðinni í frí til Spánar og Siggi aðeins að komast inn í hlutina og klára smá í friði, gott að vinna þegar þeir eru bara tveir á staðnum.
Þegar Siggi kom heim vorum við alveg tilbúin að fara á Rútstún. Börnin komin í fín föt og ég til með aukaföt og nesti. Hafði með restina af snúðunum síðan á sunnudag úr frystinum, 6 kókómjólk, 4 appelsínusafa og 2 stútfullar flöskur af Soda Stream sódavatni.... sennilega eina Soda Stream nestið á staðnum hehehe. Svo auðvitað með fína teppið sem Ádda og Klaus gáfu okkur hér um árið, ullarteppi með plast/ál bakhlið þannig að maður verður aldrei rassblautur á því að sitja á því, algjör snilld sem vekur mikla athygli á Rútstúni á hverju ári!!
Fórum í skrúðgöngu frá MK yfir á Rútstún, börnin fengu að labba en nestið og aukafötin voru í kerrunni hehehe.
Dagurinn æðislegur, sennilega um 16 stiga hiti, glampandi sól en svolítill vindur en hann var á bakið á okkur og því allt ok. Ekkert eðlilega margir á túninu, hef aldrei áður séð svona fjölda þar á 17. júní, en við fundum okkur samt góðan stað í brekkunni þar sem við fylgdumst með skemmtiatriðum. Ég held að ég hafi ekkert brunnið enda búin að bera sólarvörn á alla fjölskylduna áður en við mættum á staðinn. Börnin fengu candy-floss (og fannst það ekkert spes hehehe) og svo átum við snúða, var með svo mikið að við náðum ekki að klára þá :þ sem er gott.

Svo bara erum við komin heim, er að fara að steikja hakk í kvöldmatinn og svo stefni ég á að skella mér í Reykjarvíkurhátíðahöld í kvöld, ætla með Þorgerði systur og reyna að sjá Ný dönsk og Þursaflokkinn þar og jafnvel að mæta aftur á Rútstún og klára daginn þar, kemur í ljós.

Siggi var að fá símtal frá Hjörvari vini sínum sem er orðinn svæðisstjóri Icelandair í London (nýfluttur út aftur, við heimsóttum þau til London þegar ég varð þrítug en svo fluttu þau heim og svo aftur út núna þar sem hann er orðinn svæðisstjóri). Icelandair halda alltaf (eða styrkja eða eitthvað svoleiðis) eitt stykki golfmót í júní á hverju ári. Siggi hefur verið "varamaður" undanfarin ár ef einhverjir afboða sig og það kom að því, mótið er í næstu viku og það er laust pláss fyrir Sigga, hann fer út á mánudagskvöld og kemur aftur á miðvikudagskvöld... ég þarf bara að reyna að redda þessu öllu, á að vera á bakvakt á mánudag og auðvitað að vinna 9-17 á þriðjudag en börnin eru með pláss á leikskólanum til 17. Reyni bara að breyta vaktinni og fá Þorgerði systur í að sækja börnin fyrir mig á mánudag/þriðjudag eða að fá að fara fyrr heim úr vinnunni í 2 daga, það kemur í ljós og ég veit að það reddast :o). Spennandi fyrir Sigga... sem er rétt að byrja í golfinu þetta árið, þarf að vera duglegur á golfvellinum fram á mánudag :þ

Jæja.... Siggi farinn að elda þar sem ég var svo lengi að blogga....
Gleðilega Þjóðhátíð allir sem nenna að lesa... reyni að hafa bloggið styttra næst :þ
kv
Kristín E.

Wednesday, June 4, 2008

Ingunn og Gísli gift, komin frá Sverige.. og fleiri fréttir :þ

HæHæ....
já ég er komin aftur frá Sverige, reyndar tæp vika síðan en það er búið að vera nóg að gera.... eins og vanalega hehehe
Ferðin gekk ljómandi vel...... hmmmmm átti víst eftir að skrifa um annað líka, byrja þar.
Helgina fyrir Sverige fórum við hjónin og börnin til Akureyrar. Láki frændi fékk far með okkur norður, hann var í Minneapolis með Dóra flug frænda okkar.. Dóri er flugstjóri og bauð Láka með sér af því að hann var í stoppi í Minneapolis, gaman að því :o). Ástæðan fyrir norðurferðinni var auðvitað að fara í brúðkaup Ingunnar og Gísla... en það var ekki fyrr en á sunnudag.... byrjunin fyrst.
Ferðin norður gekk vel, fengum okkur kvöldmat í Borgarnesi og börnin sofnuðu eftir það og sváfu alla leið. Svo skiluðum við Láka í Norró og þau vöknuðu aðeins þar og hittu Lillu sem kom auðvitað út að bíl til að sjá þau. Jonni veifaði til okkar frá svölunum :o). Svo fórum við heim í Steinahlíð og þá voru ÞS og IS alveg í stuði, rosalega gaman að hitta afa og ömmu. Þau sofnuðu svo uppi í ömmu og afa rúmi, ég og Siggi vorum í mínu gamla herbergi og pabbi greyið í Þorgerðar herbergi hehehe honum var úthýst fyrir los tvíbbos (hann er orðinn vanur þessu.... síðan barnabörnum fór að fjölga :þ). Á laugardag var auðvitað grautur í hádeginu í Norró, við Siggi sváfum aðeins lengur en vanalega en aumingja amma var fyrst vakin um kl 5 af Þorláki, sem sofnaði aftur en vaknaði svo fyrir klukkan 7!!! reyndar eins og vanalega en hér heima þá bíður hann í sínu herbergi þar til við leyfum honum að koma til okkar.... heragi hjá þreyttu foreldrunum hehehe.
Eftir grautinn (já smá um grautinn, Lilla var auðvitað búin að sjóða sérstaklega slátur fyrir Siggann minn, hann borðar nebblega ekki súrt slátur en finnst voðalega gott að fá nýtt slátur með grautnum... ofurdekraður hjá minni familíu :þ) þá vorum við bara í rólegheitum áfram í Norró, mamma og pabbi fóru að undirbúa kvöldið (sko Eurovisionkvöldið!!!) og við sáum smá af brúðkaupi Jóakims og Maríu í danaveldi, sáum gestina koma og auðvitað þegar brúðurin gekk inn kirkjugólfið... og ég fékk auðvitað tár í augun þegar ég sá brúðgumann fá tár í augun....
Svo skelltum við okkur í Brynju í ísferð, klikkum stundum á því en það mátti ekki klikka núna hehhe. Fyrir utan Brynju sátum við og borðuðum ís og sáum kött... og þá datt mér í hug að kíkja til Arnhildar litlu frænku minnar í heimsókn (hún er sko ennþá litla frænka mín þó hún sé orðin þrjátíuogeins.... og miklu hærri en ég :þ) og það var rosa gaman að hitta hana. Hún var ein heima með kanínunni sem vakti auðvitað mikla lukku hjá okkar börnum (sem biðja ansi oft þessa dagana um hund!!!) og svo kom annar kötturinn þeirra heim sem vakti ekki minni lukku. Við stoppuðum bara stutt en kíkjum vonandi aftur í sumar.... reikna með að verða ansi mikið fyrir norðan í sumarfríinu :D.
Svo fórum við bara heim að undirbúa Eurovisionkvöldið mikla. Ekki reiknuðum við nú með sigri Íslands en vorum samt í góðu stuði eins og alltaf þegar Eurovision er haldið. Mamma rifjaði upp gamla tíma með því að hafa fondue fyrir okkur, ég kom með fonduepottinn minn með norður og Siggi fékk 6 gaffla þannig að hann væri búinn með meira en 6 bita á klukkutíma hehehe ekki alveg uppáhaldið hans Sigga :þ. Rosalega góður matur, 4 tegundir af kjöti, 4 tegundir af sósu, grænmeti og salat... og svo ekki verra að mamma var með súkkulaðifondue í eftirrétt.... jarðarber, ferskur ananas, perur og sykurpúðar!!! öllu dýft í brætt súkkulaði og mars :D ógó gott. Friðrik Ómar og Regína stóðu sig þrælvel og við fengum atkvæði frá þeim sem við bjuggumst við... aðalatriðið er að hafa gaman að þessu... sem við höfðum.
Svo sunnudagur.... við hjónin sváfum aftur aðeins lengur en vanalega. Fengum okkur svo morgunmat og Siggi frændi kom í heimsókn til okkar með Ninnu, hana langaði svo að hitta Þorlák og Ingibjörgu... og við hittum hana meira í júlí/ágúst vonandi. Gaman að eiga jafnaldra-frænku :o) (eða 3 árum yngri eins og Arnhildi litlu frænku mína hehehe). Svo var bara að koma sér í sparidressin... Þorlákur og Ingibjörg í jólafötunum sínum og Siggi í nýrri skyrtu og með nýtt bindi (sem við keyptum í JMJ á laugardeginum) og ég í kjól sem ég keypti í Debenhams í haust.... og svo var haldið af stað áleiðis að Vallakirkju í Svarfaðardal... þar bjó Gísli Davíð í mörg mörg ár á bæ sem stendur alveg við hliðina á kirkjunni. Æðislegt veður :o) og falleg kirkja. Ég sá um bæði krílin, Siggi var á videovélinni í kirkjunni. Ég sat við hliðina á Bennu móðursystur Sigga og hún hjálpaði mér með börnin. Hún var í því að lyfta Ingibjörgu svo hún sæi betur... ég á um að lyfta Þorláki. Ingunn var í hrikalega fallegum brúðarkjól sem hún pantaði á netinu frá Kína... hvítur með grænum "borða" með útsaumi, Gísli og Hallgrímur í íslenskum búningi og Jóhanna Sigríður í hvítum og grænum kjól sem tengdamamma prjónaði :o)... Ingunn búin að setja inn nokkrar myndir sem Vala vinkona hennar tók á http://brudkaup2008.blogcentral.is/myndasafn/241212/ Athöfnin var rosalega falleg, Ásta vinkona Ingunnar (og dóttir Hófíar vinkonu mömmu) söng, Eyþór (sem vann í Bandinu hans Bubba) söng líka og spilaði undir á gítar og svo sungu allir í kirkjunni einn sálm (Dag í senn... sem var líka sungið yfir okkur Sigga hhehehe).
Veislan var svo haldin á Húsabakka, hinum megin í Svarfaðardalnum. Ekkert smá flottar kökur :o) Þorlákur og Ingibjörg voru aðallega í því að leika sér úti og Þorlákur borðaði endalaust margar rice krispies kökur (og endaði reyndar á að gubba um miðja nótt eftir að við komum heim.... sennilega of mikið af rice krispies kökum og of lítið af venjulegum mat :þ).
Svo bara var haldið heim... upp úr kl 18 enda ég á leiðinni í loftið til Sverige kl 7:50 næsta morgun....
Við komum nokkuð tímanlega heim, ég færði snyrtidótið úr einni tösku í aðra... ég var auðvitað búin að pakka niður fyrir Svíþjóðarferðina á fimmtudegi, pakkaði þá niður fyrir mig í tvær ferðir og fyrir helgina fyrir börnin... og lét Sigga pakka niður þegar hann kom heim úr fótbolta :þ. Svo bara reynt að sofa... sem gekk ekki vel reyndar... ég svolítið þreytt og spennt og með illt í maganum (sem gerist alltaf hjá mér eftir langan akstur og líka fyrir flug hehehe).... og eins og áður sagði þá vaknaði Þorlákur um miðja nótt og gubbaði..... reyndar svo snyrtilegur að það fór nánast allt í klóið, smá á gólfið á baðinu en ekkert í rúmið!!!! Duglegur 4 ára snáði.
Svo fór ég bara á fætur um kl 4:30, var sótt kl 5:20 af leigubíl.
Svíþjóðarferðin var sem sagt á ráðstefnu í Luleå (eða svo hélt ég :þ) með Palla líffræðingi sem vinnur með mér, Þorbirni lækni sem vinnur með mér og Sigga sem vinnur hjá Fastus, umboðsaðila BioVue og AutoVue á Íslandi (sem sagt tækin og græjurnar sem við notum og vorum að fara að fræðast um á ráðstefnunni). Flugið var á réttum tíma... ég hundstressuð að fljúga (sem ég skil ekki alveg.... var aldrei flughrædd og er það eiginlega ekki, finnst svo gaman að fljúga!!!) og flugið gekk auðvitað ljómandi vel.
Lentum í Stokkhólmi og tókum Arlanda Expressen lestina inn í miðborg. Svo bara löbbuðum við á hótelið, sennilega 4-5 mínútna rölt frá lestarstöðinni :o). Þegar við ætluðum að tékka okkur inn var smá vesen.... óvart hafði verið bókað á okkur eitt 4 manna herbergi í staðinn fyrir 4 eins manns herbergi heheheh en því var bara reddað. Ég spændi með töskurnar upp á herbergi, fékk mér kort í lobbíinu og fann hvar ég var og spændi beint á Hamngatan og í stærstu H&M búðina þar (þær eru 3 við sömu götuna, bara nokkur hús á milli en ég vissi hvar best var að fara!!!). Verslaði og verslaði föt á Þorlák, Ingibjörgu, Sigga, Einar Örn, Kristján Örn og Dag Elís. Afskaplega almennilegt starfsfólk sem fundu bara hillu fyrir mig fyrir aftan búðarkassana til að stafla fötunum hehehe. Svo borgaði ég og rölti með þetta upp á hótel, kom þessu fyrir í tösku og skoðaði hvað ég hafði keypt fyrir hvern.... fann eina þjófavörn og fattaði að ég hafði einhversstaðar lagt frá mér tvennar gallabuxur sem ég ætlaði að kaupa fyrir Einar Örn og Dag Elís og fór því aftur í H&M. Losnaði við þjófavörnina og fann buxurnar aftur og skoðaði smá föt fyrir mig (fann einar stuttar gallabuxur, leggings og sokka fyrir mig... sem sagt minnst fyrir mig eins og alltaf :þ) og borgaði aftur og skilaði þessu upp á hótel. Þá voru liðnir um 2 tímar og vísa frændi búinn að borga ca 70 þúsund kall í H&M... var að koma í veg fyrir kreppu í Stokkhólmi :þ. Og þar með var ég búin að versla.... þetta var eini tíminn sem ég hafði og ég notaði tímann vel. Svo fórum við út að borða á Jensen´s steikhús.... fékk ljómandi fínan kylling (kiðling eða kjúkling.... spyrjum frænku að því hehehe smá einkahúmor :þ) og fór bara snemma að sofa enda vel þreytt eftir mikil ferðalög... kallarnir fóru á barinn.
Á þriðjudegi var ég fyrst í morgunmat (enda búin að sofa í 10 tíma hehehe) og svo var haldið aftur út á lestarstöð, aftur með Arlanda Expressen út á flugvöll og í flug til Luleå. Þar beið okkar rúta sem ók með okkur í hátt í 1,5 tíma á Hotell Storforsen... hótel sem stendur eitt og sér við "storsta forsen i Europa" sem við skiljum sem stærsta fossinn í Evrópu... en í raun eru þetta 5 km langar flúðir... og flúðir eru bara alls ekki foss hehehe En fallegar voru flúðirnar. Þetta er 4 stjörnu hótel, allt ljómandi vel skipulagt. Við fengum límmiða með nöfnunum okkar til að merkja töskurnar og þær voru teknar úr rútunni fyrir okkur og upp á herbergi (ég með svo mikinn farangur að ég var spurð hvort ég ætlaði að ferðast mikið um Svíþjóð eftir ráðstefnuna hehehe) þið getið skoðað hótelið á http://www.storforsen-hotell.se/ og athugið að á myndunum sjást bara neðstu 2 km af 5 km flúðunum. Ég kíkti aðeins inn á herbergi og við fengum smá að borða og svo bara byrjuðu fyrirlestrarnir, rúmir 2 klst. Svo áttum við að fara í hlýrri föt og betri skó og fengum leiðsögumann til að sýna okkur flúðirnar (reyndar 4 leiðsögumenn fyrir 4 hópa, svolítið mörg). Ég var nú bara í nýju galla-stuttbuxunum, langerma bol og gallajakka og í Ecco strigaskóm... ekki fannst mér kalt þarna miðað við á Íslandi hehehe. Fallegar flúðir, flott umhverfi og ég væri alveg til í að kíkja þangað aftur og fara í dagsgönguferð til að skoða svæðið betur.
Um kvöldið var svo þrælfínn matur, reyktur lax í forrétt, svínasteik, lax og hreindýr í aðalrétt og svo panna cotta í eftirrétt.
Svo var bara spjallað og kíkt á bar sem var ca 200m frá hótelinu, ég bara labbaði í hælaskónum mínum hehehe og sat þar í smá stund áður en ég fór að sofa... enda byrjuðu fyrirlestrarnir kl 8 næsta morgun... og þá þurfti að vera búið að tékka sig út úr herberginu. Já sem sagt, næsta dag fyrirlestrar kl 8-10 og þá bara beint út í rútu sem fór að splunkunýju sjúkrahúsi sem við áttum að fá að skoða. Þetta sjúkrahús er mitt á milli Luleå og Boden... út á miðju túni langt frá allri byggð... þetta er sem sagt leið Svía til að mætast á miðri leið, það voru miklar deilur um hvar þetta nýja fína sjúkrahús ætti að vera og af því að það voru deilur um hvort það ætti að vera í Luleå eða Boden þá var það bara sett þar mitt á milli... ekki eitt einasta hús sjáanlegt frá sjúkrahúsinu hehhehe og kannski bara allir fúlir eða??? Flott sjúkrahús en agalega úldinn svíi sem sýndi okkur það, talaði lágt og fannst þetta bara almennt leiðinlegt hehehe en svo var voða fín kona sem sýndi okkur blóðbankann, sem var bara lítil blóðstöð... engir blóðgjafar og engin vinnsla á blóðhlutum, það er allt gert í Luleå og Boden hehehe en engu að síður gaman að sjá þetta.
Svo fengum við að borða sjúkrahúsmat hehehe sem var öllu skárri en á Lansanum :þ ég fékk fínasta pasta með osta og skinkusósu.
Og þaðan var haldið aftur út á flugvöll og flogið til Stokkhólms og aftur í Arlanda Expressen og út í leigubíl... á annað hótel. En þá var hin ameríska Lísa (Condoleezza Rice) stödd í Stockholm og öll umferð stoppuð í miðbænum í um 45 mínútur!!! Sem sagt lengi áður en hún keyrði framhjá og lengi eftir að hún fór... og allan tímann sat ég inni í leigubíl og beið eftir að komast af stað :þ en hótelið var fínt, reyndar leit lobbíið ekki vel út.... hótelið nýopnað og greinilega smá þjófstartað þar sem það var verið að vinna á neðstu hæðinni, þvílíkur hávaði en það heyrðist ekkert upp á okkar hæð. Ég og Palli með herbergi hlið við hlið og ákváðum að fara í smá göngutúr áður en við ætluðum að hittast og fara í kvöldmat. Konan hans Sigga var mætt á staðinn, Guðbjörg, og þau ætluðu að eiga notalega barnlausa daga í Stokkhólmi. Ég og Palli löbbuðum og skoðuðum Vasagarðinn, rosalega flottur garður með risa trjám, fullt af fuglum og fullt fullt af fólki út um allt. Leiktæki fyrir börnin og allt bara æðislegt, langaði svo að hoppa á risa hálfgerðu trampólíni með börnunum mínum. Hittum svo restina af liðinu á hótelinu og fórum á Indverskan stað að borða... frábær þjónusta og hrikalega góður matur. Svo bara upp á hótel að sofa. Næsta dag fórum við snemma af stað, flugið var ekki fyrr en kl 14:20 en það voru endalausar fréttir um umferðarhnúta og lokaðar götur út af Condoleezzu þannig að við ákváðum að vera tímanlega... ég ætlaði sko ekki að vera of sein og missa af því að skila tax free miðunum mínum!!! (ca 7-8 þúsund takk fyrir :þ). Svo komumst við bara að því að það væri ómögulegt að taka leigubíl, allt lokað í miðbænum, þannig að við löbbuðum í ca 10 mínútur (eða 15 mínútur) og tókum neðanjarðarlest niður í miðbæ og svo í fjórðu ferðina í Arlanda Expressen og út á flugvöll. Mætt snemma og orðin ógó klár í að tékka okkur sjálf inn hehehe og ég náði að skila tax free dótinu á rétta staði :D. Svo bara kláruðum við síðustu sænsku krónurnar, ég keypti smá gjafir handa liðinu heima, eyrnalokka fyrir mig og Esprit "skyrtu" handa mér. Flugið á réttum tíma, flugþjónn Íslands að sinna okkur og allt ljómandi fínt.
Svo auðvitað verslaði ég smá í Fríhöfninni, kvaddi karlana og dreif mig í gegnum tékkið þar sem Þorlákur, Ingibjörg og Siggi biðu mín :D :D :D það var starfsdagur í leikskólanum þannig að ég plataði þau til að sækja mig :o).
Æðislegt að hitta þau aftur... ég verð alltaf svo hrikalega ástfangin af manninum mínum eftir nokkurra daga aðskilnað, nauðsynlegt við og við.
Siggi passaði í allt sem ég keypti handa honum og Þorlákur fékk derhúfu og Ingibjörg fékk nýjan kjól (langaði reyndar í Ariel kjól eða Hello Kitty kjól en ég keypti bara rauðköflóttan kjól sem hún var hæstánægð með).
Svo bara vinna, 8 tímar á föstudegi, 20 tímar á sunnudegi :þ....

Næstu helgi verður svo næsta brúðkaup, Hildur Ýr og Öddi tvíburaforeldrar að gifta sig, veislan verður á 20. hæð í nýja turninum við Smáralind :o) og okkur hlakkar til... alltaf gaman í brúðkaupum.

Jæja... Siggi heldur að enginn nái að lesa svona langt.... þessi langloka er aðallega skrifuð svo ég muni seinna hvernig þetta allt var... vona samt að einhver nenni að lesa :þ treysti á Áddu frænku ;)
Heyrumst
kv
Kristín blaðurskjóða

Thursday, May 22, 2008

:D:D:D:D:D:D:D:D

:D:D:D:D:D já já fullt fullt af brosköllum.... við komumst áfram í Eurovision!!!!! Það kom að því loksins :D
Spennan var gífurleg, lögin í kvöld miklu miklu betri en lögin í fyrri undanriðlinum... ekkert smá stressandi.
Við ætluðum að vera hér heima og grilla en svo er Láki frændi hjá Þorgerði og við vorum að spá í hvar hann myndi vera í kvöldmat og ákváðum svo bara að vera öll hjá Þorgerði og Ássý kom líka, grilluðum ýsu, pylsur, grísasneiðar og bbq-rif :o) bara fjölréttað hehehe.
Góður matur, góð lög, spennandi keppni og nú er ég komin heim, krílin að sofna og Ísland í úrslitakeppnina... eins og öll hin Norðurlöndin :þ

Jæja... þarf að drattast í að pakka niður, var bara á þvælingi í dag þrátt fyrir að ég væri í fríi, ætlaði að pakka en fór fyrst með Láka frænda til augnlæknis og í Bónus á meðan ég beið, svo í hádegismat með Láka í IKEA, svo sýndi ég honum hæðina þar sem húsið okkar mun rísa, skilaði honum svo í Hole in One-golfbúðina og fór í sjúkraþjálfun. Fór svo að sækja hann í Fjallalindina og þá voru Helga og Þorgerður komnar heim þannig að ég borðaði þar og fór svo að sækja Þorlák, Ingibjörgu og Dag Elís í leikskólann... Þorgerður fór með Helgu í klippingu :o)

Nú er ég deffinetlí að fara að pakka, þarf að pakka fyrir okkur 4 fyrir helgina (læt reyndar Sigga pakka fyrir sig... engin þjónusta hér heheh) og fyrir mig til Svíþjóðar, svo ég nái að sofa aðeins á sunnudagskvöldið eftir að ég kem að norðan og áður en ég skelli mér til Sverige :o)

Heyrumst síðar
kv
Kristín E.

Tuesday, May 20, 2008

Fyrsti í Eurovision :o)

ó já... og ég bara verð að blogga beinni lýsingu :þ

Hér féll snilldarsetning um pólsku gelluna sem á lögheimili í ljósabekk og datt í brúnkuspraytunnu :þ "hún ætti að taka aðeins af rassgatinu og færa það ofar" ... spurning hvort hún sé með botox í rassinum :þ eða hefði allavegana frekar átt að fjárfesta í sílíkon en ljósabekkjabrúnkuspraymeðferð

Hreinasta hörmung flest lögin.. sem gerir þetta bara skemmtilegra. Skildum ekkert í því þegar Bóas fór að syngja áðan (Bóas er frá Ísrael) að kona héti Bóas hehehe en svo var þetta bara sennilega karlmaður með ofurskæra rödd.... við erum samt ekki sannfærð!!!

Börnin eru búin að dissa flest lögin, Ingibjörgu fannst samt norska lagið fínt.....

Nú er Írland að tjá sig í gegnum kalkúna.... og hefðu bara átt að halda sig heima....

Svo vakti aumingja konan á sófanum með bangsann sinn athygli (frá Moldóvíu) þar sem Sigmar sagði að ef hún lendir ekki í topp 10 í keppninni þá þarf hún að borga allan kostnað við keppnina sjálf!!! Hún var svo stressuð enda algjörlega ljóst að hún þarf að fara heim á puttanum :þ

Andorra... sjitturinn hún er í málmdressi með horn á höfðinu.... greyið... en Þorláki finnst þær allar í flottum kjólum...

Við hér höldum að Armenía komist áfram.... en hætta á að Holland hætti keppni eftir þetta ár... eru búin að hóta því :þ

Vó.... Finnarnir ekkert smá flottir, það passar þvílíkt vel að syngja almennilegt rokklag á finnsku, allir hér sammála :D

ómæ... pissustopp.... Rúmenía drepur stemninguna algjörlega niður ælælæl

og Sigmar snillingur.... Rússarnir með þvílíkt atriði með 4 milljóna dollara fiðlu sem ekkert heyrist í (enda allt undirspil af bandi) og svo eins og Sigmar segir "Evrópumeistara á skautum sem skautar á plastsviði á stærð við heitapottinn í Garðabæ... svipað og fyrir heimsmeistara í bruni að renna sér niður hraðahindrun" heheheheh ekki gott lag en flottur skautadúddi, hef séð hann skauta en get samt ekki skrifað nafnið hans :þ

Grikkland líklegt áfram.... en komumst bara að því seinna, veit ekki alveg hvenær...

En allavegana, við reiknum með að þessar þjóðir komist áfram í kvöld: Grikkland, Finnland, Armenía, Rússland, Slóvenía... höldum bara að restin detti út :þ en samt... verðum að velja 10 lög og því bætast við: Svartfjallaland, San Marino (af því að þeir eru í fyrsta skiptið með), Aserbadjan (þó þeir geti ekki sungið), Andorra og Siggi vill veðja á að kalkúnninn frá Írlandi komist áfram :þ

Hamborgararassakeppni... ótrúlega margar skutlur með símastaura-lappir :þ

Sem sagt bara stuð og við bíðum spennt eftir framhaldinu.
kveðja
Kristín, Siggi, Ingibjörg, Þorlákur og Tinna Ösp


Smá viðbót... þau lönd sem komust áfram eru:
Grikkland, Rúmenía!!!!, Bosnía Hersegóvenía!!!!, Finnland, Rússland, Ísrael!!!!, Aserbadjan, Armenía, Pólland!!!! með botoxrassinn, Noregur!!!! haaaaa Slóvenía ekki áfram.... 5 rétt og 5 röng... Ég reyndar hélt að Bosnía kæmist áfram en fékk það ekki samþykkt hjá herra Sigurði :þ sem veðjaði frekar á kalkúnafjandann hehehe hlökkum til fimmtudagsins :þ

Thursday, May 15, 2008

Kreisi bissí :o)

Brjálað að gera.... já ó já... er sko bókuð allar helgar fram í miðjan júní hehehhe
Síðustu helgi var ég fyrst að vinna í 22 tíma á föstudeginum og svo mætt kl 8 á sunnudagsmorgni :þ og hafði þess vegna ekki heilsu í að fara með systrum mínum á Eurobandið á Players... er ennþá pínu fúl yfir þessu vaktaskipulagi :S
Á annan í hvítasunnu fór ég svo í sund með familíunni um morguninn, frítt í sund í tilefni af opnun á aðalsundlaugunni í Kópavogi eftir breytingar, við fórum bara í Salalaug eins og vanalega, löbbuðum til að spara bensín hehehe.
Eftir hádegi hitti ég svo nokkrar hressar konur á GAS-bensínstöðinni við Rauðavatn... 8 konur mættar til að gæsa Ingunni Elfu litlu mágkonu mína. Rosalega skemmtilegur dagur auðvitað. Byrjuðum á því að klæða hana í glæsidress, eitthvað af því fann ég í kassa úti í geymslu og annað komu aðrar með.. svo fórum við með hana í Blómaval og létum hana kaupa mismunandi fræ fyrir hverja okkar í garðinn sinn sem hún er að starta... hún á að muna hver á hvaða fræ og á að sinna okkur almennilega, við getum kíkt á árangurinn og séð hverja okkar hún hugsar best um :þ Svo fórum við niður í bæ, létum hana labba með bundið fyrir augun niður að tjörn þar sem hún sá um að reka mávana burt fyrir litlu börnin sem voru að gefa öndunum brauð. Fengum okkur þar cider og súkkulaði og fórum svo í Kolaportið. Þar keypti hún sér sundföt og prúttaði svo og keypti sér veski undir sundfötin fyrir 113 krónur!!!
Svo var haldið í Baðstofuna í Laugum þar sem við höfðum það afskaplega huggulegt... Ingunn í nýju sundfötunum heheheh. Ætluðum að borða þar en þá var eldhúsinu lokað kl 5, tvær voru búnar að hringja og tékka hvort við gætum ekki örugglega borðað kvöldmat þarna en fengu röng svör!!! en við redduðum þessu bara, tvær fóru aftur í búningsklefann og redduðu okkur borði á Caruso þar sem við borðuðum kvöldmat og kvöddum svo Ingunni eftir góðan dag :o)

Svo bara vinna á þriðjudag og svo saumó hjá Unu um kvöldið... mikið hlegið og mikið borðað og gaman að skoða nýju íbúðina hennar Unu sem er með útsýni úr stofunni yfir hæðina þar sem húsið okkar mun rísa :D Ég gerðist hetja og hjólaði í klúbbinn, úr Húsalind í Ásakór og er bara ansi hreint stolt af sjálfri mér!!!

Í gær svaf ég lengur, fór svo og gekk frá bankaviðskiptaskiptum... er komin í Kaupþing eins og Siggi minn :o) fékk meira að segja Eva Solo MemoryBlock í inngöngugjöf hehehe þarf að sýna Þorgerði og Ingunni gjöfina, þær eru báðar sjúkar í Eva Solo hehehe fara kannski bara líka í Kaupþing :þ Svo bara í vinnuna frá 14-8... brjálað að gera eins og vanalega en var svo þreytt að mér gekk vel að sofna þrátt fyrir ansi mörg truflandi símtöl í nótt :S

Svo bara í dag smá stúss, Bónusferð (er svo dugleg að spara þessa dagana :þ hata að versla í Bónus en er að spara fyrir húsinu okkar) og svo í RL magasín þar sem ég keypti bleikar gardínur fyrir Ingibjörgu sem eru myrkvunargardínur :o) þannig að hún þarf ekki lengur að sofa með flísteppi fyrir glugganum. Svo bara heim og gerðist aftur dugleg, fór labbandi að sækja börnin í leikskólann. Dagur Elís kom með okkur, þau léku sér hér og svo skellti ég þeim í bað enda vel skítug eftir endalausa útiveru í góða veðrinu.

Og þá er bara komið núna... á morgun er vinna og svo Jet Black Joe og Gospel tónleikar í Laugardagshöll :þ Hildur Valdís ætlar að passa, við systur förum allar og líka Siggi og Össi... hlakka svooooo til... er að spá í hvort ég ætti að fara í mexíkönsku mussunni sem ég keypti mér á Jet Black Joe árunum hehehe fann hana í kassa úti í geymslu :þ
Svo er heil vinnuvika og svo norður sem sagt eftir rúma viku, verðum á Akureyri og förum svo í giftingu Ingunnar og Gísla í Svarfaðardal sunnudaginn 25. maí... á 40 ára brúðkaupsafmæli tengdaforeldra minna, 75 ára afmæli Ástu ömmu Sigga og 40 ára skírnarafmæli Ástu Birnu systur Sigga og svo eru þá líka 4 ár síðan Þorlákur og Ingibjörg komu heim af vökudeildinni!!! Stór dagur :o) og við hlökkum mikið til... ég er búin að velja mér föt og búin að finna föt fyrir krílin, Siggi stefnir á nýja skyrtu og nýtt bindi líka!!!
Ekki má gleyma að næsta vika er holyholy vika hjá okkur, Eurovision á þriðjudag, fimmtudag og laugardag!!! náum laugardagskeppninni hjá mömmu og pabba á Akureyri... hlakka mikið til þess líka :þ
26. maí fer ég svo til Svíþjóðar í vinnuferð, flýg til Stokkhólms og við verðum þar fyrstu nóttina sem þýðir að ég hef nánast allan daginn til að láta visakortið mitt svitna í H&M... vantar svo að kaupa helling af fötum fyrir börnin mín :þ. Á þriðjudeginum fljúgum við svo áfram til Luleå sem er í norður Svíþjóð, við botn Eystrasaltsins þar sem ráðstefnan er haldin. Ráðstefna eftir hádegi og fínn dinner um kvöldið, förum líka í skoðunarferð í Blóðbanka í Luleå sem er verulega spennandi :þ. Á miðvikudeginum verður haldið áfram með ráðstefnu og svo til Stokkhólms um kvöldið þar sem gist verður eina nótt og svo heim á fimmtudeginum.
Ég fer með þremur köllum í ferðina hehehe Palla líffræðingi sem vinnur með mér, Þorbirni lækni í Blóðbankanum og Sigurði sem vinnur hjá Fastus... Fastus er fyrirtækið sem er að senda okkur út.. umboðsaðili tækja og hvarfefna frá Ortho sem við erum að fara að ráðstefnast um í Sverige :o) Bara verulega spennandi...

Helgina eftir það er lítið planað annað en ég er á aðalvakt sunnudaginn 1. júní þannig að laugardagurinn verður rólegheit.

Svo er næsta brúðkaup 7. júní.. Hildur Ýr og Öddi tvíburaforeldrar eru að gifta sig þann dag, veislan í nýja turninum við Smáratorg... ekkert smá spennandi :o) Eigum eftir að redda pössun fyrir þann dag, fer í það á næstunni :o)

Þá er komið að helginni þar sem 14. júní er okkur boðið í fermingu hjá Huldu Maríu frænku minni í Mývatnssveit.... vonandi komumst við þangað, stefni á það en þarf aðeins að sjá til :þ

Sem sagt... brjálað prógram framundan, allt rosalega spennandi og við hlökkum mikið til :D

En nóg um blaður í bili... ætla að skella mér í heitt bað með dauðahafsbaðsalti frá Volare (sem Dagný Bald seldi mér um daginn... gerir húðina undurmjúka) til að reyna að róa mig niður svo ég sofni í kvöld... eftir síðustu sólarhringsvakt var ég andvaka í 4 tíma áður en ég sofnaði kvöldið eftir!!!

Heyrumst og takk fyrir öll kommentin :o)
kv
Krizzza

Monday, May 5, 2008

Nokkrar myndir úr seinni í afmæli :o)

Já... nú er seinni afmælisveislan líka búin. Hingað komu 38 gestir á laugardag, 3. maí. Veislan gekk ljómandi vel, við reyndar fórum aðeins fram úr sjálfum okkur við Siggi... ætluðum okkur aðeins of mikið en með aðstoð góðra kvenna sem mættu snemma í veisluna þá tókst þetta allt ljómandi vel, takk Íris, Guðný, tengdamamma og Fjóla fyrir alla hjálpina :o).
Ég byrjaði undirbúininginn á föstudegi eftir vinnu, hefði mátt gera aðeins meira þá en Siggi var upptekinn í vinnunni, voru með innflutningspartý fyrir viðskiptavini og smá partý á eftir, en hann hjálpaði mér þeim mun meira á laugardeginum. Við byrjuðum kl 9:30 á laugardagsmorgni og svo byrjaði veislan kl 3 og þá vorum við öll búin í sturtu og komin í föt, þó annað væri ekki alveg eins mikið til og það átti að vera. Stelpurnar sem ég taldi upp áðan og fleiri til hjálpuðu við að leggja á borðið og börnin byrjuðu að borða Tomma Togvagnköku, Prinsessukastalaköku og köngulær á skikkanlegum tíma. Við bara ákváðum að gera allt tilbúið fyrir börnin fyrst, koma þeim af stað í að borða og redda svo veitingum fyrir fullorðna fólkið á eftir.
Svo gekk þetta bara allt eins og í sögu, það átti að vera rigning en hún kom ekki fyrr en seint þannig að það var hægt að vera úti á palli og svo fóru börnin út í garð að leika sér meðan fullorðna liðið var að borða... þannig kemur maður 38 manns í veislu í litlu íbúðina okkar, þetta verður minna mál í fína húsinu okkar, hvenær sem það verður :þ
Síðustu gestirnir fóru heim upp úr kl 6 og við borðuðum svo kvöldmat og gormarnir fóru að sofa alsæl með veisluna... við fórum í frágang og vorum búin að öllu um 12 tímum eftir að við byrjuðum :o).
Á sunnudag var svo veislan hjá Steina langafa, hann á 80 ára afmæli í dag, á sama afmælisdag og Þorlákur og Ingibjörg og er þar að auki tvíburi eins og þau. Fínasta veisla og Þorlákur og Ingibjörg borðuðu algjörlega yfir sig þar... sérstaklega Þorlákur mathákur hehehe
Í dag er svo afmælisdagurinn... loksins segja börnin :þ. Þau fengu pínusmá nammi eftir morgunmatinn í morgun og fóru svo á Dal og fengu þar kórónur, skildi myndavélina eftir en Siggi gleymdi að taka hana með heim þegar hann sótti þau í dag, sjáum bara á morgun hvernig myndirnar hjá þeim tókust. Í kvöldmatinn fengu þau svo kjúkling og íspinna í eftirmat og svo skemmtum við okkur öll fjögur yfir gömlum myndum af börnunum, þau skoðuðu bumbumyndir, myndir af þeim nýfæddum, afmælismyndir úr 1, 2 og 3 ára afmælisveislunum og Bahamamyndir líka... þeim finnst ótrúlega fyndið að skoða myndir af sér þegar þau voru litlubörn :o).

En allavegana, hér koma nokkrar myndir... er svo alveg að fara í að setja inn fullt fullt af myndum á barnanetið :o)
Njótið vel, kveðja Kristín stórubarnamamma


Þorlákur á laugardag, búinn að fá afmælisgjöfina frá mömmu og pabba,
Star Wars geimflaug og Star Wars kall. Ákváðum að það gengi ekki að gefa þeim afmælisgjöfina á afmælisdaginn og senda þau svo beint í leikskólann!!!


Ingibjörg á laugardag að fá sína gjöf frá mömmu og pabba,
Littlest Pet Shop hús sem vakti mikla lukku


Prinsessukastalakakan sem ég gerði fyrir laugardagsafmælið, hefði orðið flottari ef ekki hefði verið ansi mikil tímaþröng... fyrstu gestirnir komnir áður en hún var til :þ
En aðalatriðið er að Ingibjörg var hæstánægð með kökuna sína :D


Og þetta er lestarkakan hans Þorláks, nánar tiltekið Tommi Togvagn
Svo tókum við ekki mikið fleiri myndir í veislunni,
foreldrarnir voru uppteknir við að sinna gestunum :þ


Fallegasta afmælisstelpan, mynd tekin yfir morgunmatnum á afmælisdaginn


Fallegasti afmælisstrákurinn, rosalega glaður á 4 ára afmælisdaginn... loksins :D