Friday, October 10, 2008

Heja Norge...

jebbs.... mamma og pabbi komu í kaupstaðarferð í gær. Á sunnudag er nefnilega óformlegt fjölskyldukaffi... afkomendur Ömmu Dúu og Afa Kristjáns ætla að hittast :o) og borða auðvitað :þ. Svo heppilega vill til að í dag á Malla systir afmæli... Til lukku með daginn elsku litla systir, er ekki gaman að vera 33 eins og ég???.... og í gær átti Dagur Elís elskulegur frændi 5 ára afmæli, loksins orðinn eldri en Þorlákur og Ingibjörg :D.

Á morgun förum við Siggi með systrum Sigga í smá óvissuferð með tengdaforeldra mína, þau áttu 40 ára brúðkaupsafmæli í maí og á mánudag verður tengdapabbi sextugur (og Sigginn minn 36 ára)... vil ekki skrifa hér hvað á að gera, það er leyndó :þ

En í dag var ég í fríi, tók mér einn dag í frí til að snúast aðeins með mömmu og pabba... og þar sem við stóðum á Stjörnutorgi í Kringlunni og vorum að reyna að velja okkur mat kom maður til okkar og vildi fá að tala við okkur, þá var þetta sem sagt maður frá norska sjónvarpinu NRK og hann langaði að fá að taka mynd af okkur að panta mat... og svo mynd af okkur að borða matinn... og svo spurði hann mig nokkurra spurninga um efnahagsástandið á Íslandi.... og svo getið þið skoðað viðtalið á netinu http://www1.nrk.no/nett-tv/nyheter/spill/verdi/76851 ef þið viljið....

Frekar skondið að lenda í svona og bara fyndið.... honum fannst agalega spennandi að ég ynni í Blóðbankanum hehehe og svo að ástandið hefði haft þau áhrif á mig og mitt heimili að við þyrftum að hætta við að byggja á næsta ári.... svo sagði ég allskonar annað en það var bara klippt út hehehe

Jæja... ætla að fara að sofa, Siggi í Gogogic partýi og nóg að gera um helgina.

Heyrumst... takk fyrir kommentin
kv
Kristín

8 comments:

Anonymous said...

Heja Kristín! Þú stóðst þig vel!

:-)

Kristín E. said...

TakkTakk :þ

Anonymous said...

Hva mín bara orðin fræg í Noregi:)
Góður!
kv. Helga

Anonymous said...

Ekkert smá flott fólk í þessari frétt ;)

Anonymous said...

You go girl!!!!-Arnhildur

Anonymous said...

Magga móða er að verða unglegri en ég.,, ég sem hélt að sjónvarpið gerði fólk frekar gildara en það er og hafði því séð fyrir mér framtíðarstarf sem sjónvarpsþula, fengi þá smá fyllingu og mjúkar línur, en nei! Kemur ekki Magga móða í sjónvarpið, aldrei verið flottari-og Stína stuð rúllar norsaranum um fingur sér. Já hún lætur ekki að séð hæða Steinahliðarslektin!
kv affí

Anonymous said...

hahaha.. þú ert ágæt Affí!!
Svooooo langt síðan ég hef hitt þig og hlegið með þér, fer nú heldur betur að verða kominn tími á það!!

Anonymous said...

Hvernig er það frænka. Þarf að loka facebókinni fyrir þér svo þú farir að skrifa á bloggið í staðinn fyrir að vera að kaupa dýr og klappa öðrum dýrum!!! Sakna þess að finna ekkert nýtt á blogginu. Bestu kveðjur frá Áddu gömlu :) :) :)