Sunday, October 5, 2008

Nýr mánuður :S

Jæja já.... eitthvað stendur á sér þetta með bloggdugnaðinn :S Ætlaði að vera þvílíkt dugleg að blogga í september en svo bara hefur allur tíminn farið í annað.
Er reyndar ansi oft á Facebook.... en það er líka hægt að hanga þar inni nánast hugsunarlaust, ágætis slökun þegar maður er þreyttur :S
Síðastliðinn hálfan mánuð (eða reyndar seinnipart september) er ég búin að vinna eins og brjálaðingur.... ofan á alla dagvinnuna þá vann ég um 70 tíma yfirvinnu á aðeins 12 dögum!!! Geri aðrir betur (eða ekki... mæli ekki með þessu :S).
Ofan á þetta allt er ég búin að reyna að standa mig þvílíkt vel sem Sparnaðarfrú!!! Búin að breyta ýmsu... ekki að við séum ekki búin að vera að spara á fullu undanfarna mánuði... árangurinn er farinn að sýna sig og þá bara tvíeflist maður og heldur áfram í sparnaðinum :þ Maður verður að vera duglegur að spara ef maður ætlar að byggja, ekki satt.... ekki fær maður allavegana lán í banka hehehhe

Nokkur sparnaðarráð!!!
  1. Nú erum við nánast hætt að kaupa plastpoka í búðunum, förum bara með taupokasafnið okkar og plastpoka að heiman. Hver helv... plastpoki kostar 15 krónur!!! 4 poka ferð í Bónus er þá á 60 kall og til hvers að versla í Bónus til að spara og eyða svo öllum sparnaðinum í endalausa plastpoka.
  2. Taka slátur.... ekki nóg með að það sé hrikalega ódýrt þá er það bara svo gaman.... gerði slátur í síðustu viku með Þorgerði og Möllu systrum og svo var þar Diddi frændi minn og Sigyn konan hans... að ógleymdum hjálparkonunum Erlu tengdamömmu Þorgerðar og Ássý frænku, sem voru þarna einungis til að hjálpa okkur!!! Takk fyrir það :D
  3. Baka Baka Baka.... ég splæsti í 1 snúð og 2 kleinuhringi í bakaríi í vikunni (fyrir börnin af því að þau stóðu sig svo hrikalega vel hjá tannlækninum!!!) og það kostaði um 600 kall!!! Euroshopper hveitið í Bónus er bara ljómandi fínt... kostar bara 98 kall 2 kíló!!!

Sendi fleiri sparnaðarráð á næstunni.
Já og eitt yndislegt.... þegar við vorum í sláturgerðinni þá kom Diddi í inn í eldhús og sagði að það væri farið að snjóa... við litum út um gluggan og hlógum bara.... hann sagði að þetta væru bara örfá snjókorn... svo einhverju síðar litum við aftur út og þá var garðurinn orðinn nokkuð vel hvítur en Diddi kíkti út og sagði að göturnar væru alveg auðar.... en svo bara snjóaði og snjóaði og við öll á sumardekkjum hehhee en ég keyrði bara varlega heim og fór efri leiðina til að sleppa við bröttu brekkuna upp að mínu húsi.... ca 5-6 cm snjór á bílnum :þ Bara yndislegt og hressandi ofan í helv... kreppufréttirnar sem ætla alla að drepa þessa dagana.... Ég er á fullu í því að forðast fréttir af því að á mínu heimili er engin kreppa, maður má ekki missa sig alveg niður í svartsýnina með hálfvitunum sem stjórna hér.... bankamennirnir sem fá milljónir í laun á mánuði og eru svo bara með allt í rassgati :S

Í gær vorum við hér á fullu, Siggi fór út úr húsi fyrir kl 8 og skellti sér á Esjuna með Völla Snæ!!! Þokkalega ruglaðir. Þar sem Siggi minn var bara í strigaskóm þá fóru þeir "bara" upp að Steini, algjörar hetjur. Ég fór með Þorlák og Ingibjörgu og Palla Pöndu (bangsa sem leikskólinn á og börnin skiptast á að fá að taka með sér heim.... í fyrra var þetta Nasi Nashyrningur en hann er sennilega farinn í ruslið og Palli Panda kominn í staðinn hehehe). Eftir hádegismat fórum við í Bónus í Ögurhvarfi.... þar voru allir algjörlega að missa sig.... ég og Siggi með endalausa brandara um að kaupa tómata og gúrku áður en það klárast í landinu (kaupum reyndar alltaf íslenskt grænmeti) og keyptum extra mikið af mjólk og eggjum (var með góða dagsetningu hehehe) og svo ætlaði ég að kaupa pakkningu af hveiti.... hélt reyndar að það væru 6 í pakka en það voru 9.... og mér fannst svo fíflalegt að það voru bara til tæplega 2 pakkningar og því hirti ég aðra þeirra heheheh sem sagt 18 kíló af hveiti á þessu heimili (reyndar 16 kíló... komin langleiðina með einn). Svo keyptum við sykur... hann var að verða búinn!!! og ýmislegt annað var orðið tómlegt í hillunum... allir að tapa sér í ruglinu!!!
Svo bara fórum við heim og ég skellti í eina uppskrift af snúðum og bakaði Heiðu-skúffuköku á meðan það hefaði sig... gerði kremið sjálf og skreyttum með kókos og sykurblómum (sem var til í skúffunni). Snúðarnir fengu að hefa sig heillengi, við bara fengum okkur skúffuköku á meðan. Svo var farið í tilraunastarfsemi með snúðana. Gerði fyrsta skammtinn með pizzasósu innan í.... voða gott en setti of mikla sósu :S (þróunarverkefni hehehe). Svo ætlaði ég að gera næsta skammt með kanelsykri, rúsínum og marsípani (sem var alveg að renna út eftir síðustu jól) en átti bara ca 14 rúsínur hehhe.... þannig að sumir snúðarnir eru með 1 rúsínu en aðrir enga hehehe. Svo var næsti skammtur bara venjulegur með olíu og kanelsykri en síðasti skammturinn var frumlegastur. Íris og Jónas kíktu við og eftir smá brainstorming þá setti ég smá pizzasósu, Ítalskt pastakrydd frá pottagöldrum og svo rifinn ost innan í síðustu snúðana.... jummí góðir. Næst fer aðeins meiri pizzasósa, meiri ostur og kannski bara líka skinka :o). Gaman að breyta til og prófa sig áfram.
Fyrst ég var byrjuð að baka þá skellti ég í 3 kryddbrauð... ofninn hvort eð er heitur..... og svo var bara farið að elda, svínahnakkasneiðar í raspi, brún sósa, kartöflur, grænar baunir og sulta :o) eðalfínt.
Kristján Örn dúllufrændi var í mat og gisti svo í nótt. Hann er svo mikið ljós, sagði við mömmu sína í forstofunni hjá okkur að hann væri svo spenntur :o). Hann reif í sig matinn og sofnaði fyrstur og svo vaknaði allt gengið kl 7 í morgun!!!! aðeins of spennandi að hafa næturgest. Þau sváfu öll í Ingibjargar herbergi, rosalega gaman. Eina er að þau tóku upp á því að hanga í gardínunum hennar Ingibjargar og beygluðu gardínustöngina en þegar við sáum það var slökkt á sjónvarpinu og þau skikkuð í að tala til sem þau gerðu.... meðan Siggi lagaði stöngina :þ.

Nú eru þau systkinin og Palli Panda búin að fara í fimleikatíma og eru að leika sér. Klukkan 16 hefjast tvö afmæli.... við förum fyrst í 1 árs afmæli hjá Davíð Leó syni Önnu Bjargar frænku Sigga og svo fá þau að kíkja á efri hæðina hér í afmæli hjá Söru vinkonu þeirra, alltaf nóg að gera.

Svo bara byrjar ný vika með blóm í haga (eða reyndar rigningu og roki ef maður er raunsær) en næstu helgi koma mamma og pabbi suður, sunnudaginn 12. okt er ættarmótskaffi, afkomendur ömmu Dúu og afa Kristjáns ætla að hittast :o) ekkert smá spennandi. Þar að auki er partý í vinnunni hjá Sigga á föstudagskvöld, við förum út að borða með tengdó og tengda á laugardagskvöldið (þau áttu 40 ára brúðkaupsafmæli í maí og tengdi verður 60 ára 13. okt) og svo verður 5 ára afmæli Dags Elísar á laugardag!!! Fullbókuð helgi eins og alltaf :þ enda ekki við öðru að búast þar sem afmælistörnin í fjölskyldu okkar Sigga er byrjuð :o)

Sem sagt... nóg að gera, frystikistan full af mat og bakkelsi og bara gaman.
Takk fyrir öll kommentin... ætla að reyna að standa mig í blogginu í október.... sé til hvernig það gengur :þ
kv
Kristín Sparnaðarfrú

10 comments:

Anonymous said...

Súpermamma!!! Svo talar fólk um að ég sé ofvirk..Nú er farið að framleiða ísl heilhveiti hér á landi, og með því að sleppa sykri þá er hægt að baka ýmsar hollar kökur úr ALíslensku hráefni. Eigum við að hafa hænur öll saman?? getum skipst á að passa þær, samnýtum eggin, nýtum matarleifar, og sköpum börnunum tækifæri til að taka þátt og finna tilgang í lífinu.... GGVVVÖÖÖÖÐÐ, þetta hljómar ekkert smá vel!
Kv affí

Kristín E. said...

hehehehe ég ætti að koma einum hænsnakofa í garðinn... veit ekki hvað "skemmtilegi" nágranninn segði við því hehehhe

Anonymous said...

Uhuhuhu... get sennilegast ekki haft veisluna á laugardaginn eins og til stóð vegna kreppunnar - djók, vegna kóræfingar sem ég á vera á...
Læt þig vita betur síðar!

Anonymous said...

Frábært að heyra frá þér frænka sæl. Voða varstu dugleg að baka. Bara farin að líkjast þýskum húsmæðrum, sem eru löngu hættar að kaupa plastpoka i verslunum :)Eitt gott r´ða til að spara er að vera ekki með stand by á nokkru tæki. Það safnast saman. Og lækka á hitanum í þeim herbergjum, sem lítið eru notuð til langrar setu. Við erum t.d. ekki með neinn hita á ofninum á baðinu niðri.(Langar setur bara uppi :)) Líst vel á tillögur Affíar. Arnhildur og Fúsi eru bara með greyin (hænurnar) í kanínubúri. Eins gott að dýrasamtökin komist ekki í það. Ástarkveðjur þín Ádda.

Anonymous said...

Við Fúsi erum svo á undan okkar samtíð-vissum alveg að allt færi í klessu í fjármálum landsins og fengum okkur þessvegna hænur...híhí! Og svo bara kanínusteik um jólin og kattasokkar og skott treflar á börnin- og svo ætlum við að byggja okkur torfkofa fyrir sumarbústað!Kannski fer maður svo á andanefjuveiðar og fyllir frystihólfið af spiki! kveðja Arnhildur, ruglaða frænkan

Anonymous said...

Og múffur fyrir karlpeninginn í jólagjöf Arnhildur?? Hehe...

Fór í þessa fínu sumarbústaðaferð um helgina í Húsafell, en þangað hef ég nú aldrei komið áður. Rosalega fallegt haustveður á laugardeginum, fórum í góðan göngutúr og skoðuðum litadýrðina. Krakkarnir nýttu pottinn vel, lært og spilað. Panta strax aðra ferð eftir áramótin!!

Svo á að prófa nýja slátrið í kvöld, vona að það sé eins gott og Diddi lýsir. Mikið var þetta nú gaman, og verður endurtekið að ári!!!

Anonymous said...

Iss ég hef ekki keypt plast haldapoka í mörg ár, muna bara að taka nokkra þar sem þeir eru ókeypis, t.d. elko, byko, garðheimar :) Ég fer með taupokana um allt og Össi líka!! Stel svo reglulega brakpokarúllum eins og frægt er orðið, brýt paprikustilka og annað grænmetisdrasl af sem ég ætla ekki að borða hvort eð er (óþarfi að borga fyrir aukaþyngd,tihi). Kveðja Malla snaróða!!!!!!!!!
p.s. KÖ sagði að hann væri svakalega spenntur, hvorki meira né minna. Takk takk fyrir að passa hann.

Anonymous said...

Já ég held að Malla ætti að gefa sig út fyrir sparnaðarráðleggingar. Það er örugglega nóg að gera í því þessa dagana og hún gæti grætt á kreppunni:)
Nei án djóks þá held ég að manni veiti ekkert af smá skynsemi og sparnaðarráðleggingum, það er búið að hræða úr manni lífstóruna með þessu helv... krepputali og maður þorir ekki að taka upp veskið því það er örugglega ekkert þar að finna!
Haltu áfram að baka og geyma í frysti því það er aldrei að vita nema við skellum okkur í borgina fljótlega:)
kv. Helga Sigurbjörg

Anonymous said...

Hummm... varðandi skrjáfpokana.. Kom einn daginn heim með tvær rúllur af færibandinu í Nettó, var þvílíkt að hamast við að moka vörunum í pokann að þetta slæddist með.Nú er öllu þjófpakkað í ísskápinn!
Kv affí

Anonymous said...

Þið eruð ágætar...