Tuesday, October 7, 2008

Ákvarðanir.....

HæHæ.....
eftir miklar pælingar ákváðum við hjónin í gær að skila inn lóðinni okkar.... áttum að fá hana afhenta í byrjun næsta árs en reyndar er ekki farið að gera götur í hverfinu þannig að því hefði seinkað. En þar sem allar forsendur hafa breyst þá ákváðum við að fá 1,5 millurnar okkar endurgreiddar frá Kópavogsbæ og salta byggingamálin í bili.
Ástæðan fyrir því að við ætluðum að byggja var sú að íbúðir/hús sem okkur langaði í hér í hverfinu voru orðnar svo hrikalega dýrar að það hefði verið ódýrara að byggja en að kaupa hér.... en nú er allt í rugli í þjóðfélaginu og því stefnir í lækkun á íbúðaverði og þá höfum við vonandi (kannski eftir 1-2 ár) efni á því að kaupa okkur stóra og flotta íbúð í Lindarhverfinu.... það kemur í ljós en allavegana er ekki gáfulegt að ætla að byrja að byggja á næsta ári... bankarnir í fokki og því ekki hægt að fá lán og ekki eigum við fyrir heilu húsi :S

Við erum algjörlega sátt við ákvörðunina, peningarnir koma sér bara alveg ágætlega :o) vonum bara að bankinn okkar fari ekki á hausinn í næstu viku :S

Takk fyrir skemmtilegar umræður í kommentunum á síðustu færslu.... set inn fleiri sparnaðarráð síðar :þ

kv
Kristín sparnaðarfrú

7 comments:

Anonymous said...

Viltu ekki bara koma norður og hjálpa mér að byggja torfkofa í garðinum..þá sleppum við nefnilega við að láta laga klóakið undir húsinu og spörum!!
Allir í fjölskyldunni koma svo í búðina og við búum til nýjar DVD myndir í stíl gömlu merkjamyndanna dönsku, afi getur meira að segja talað dönsku inná þær..sko við getum bara haft þetta svona multi national myndir, þýska,hollenska,enska,danska og fleira...er alveg viss um að þær seljist!!!! kv A.H.

Kristín E. said...

hehhehe snillingur :o)

Anonymous said...

Ertu búin að láta pabba og mömmu vita??? Veit að þau eiga eftir að sofa betur eftir þessar kkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkkk
fréttir. KÖ setti inn káin hérna fyrir ofan ;)

Kristín E. said...

Heyrði í mömmu áðan :þ

Anonymous said...

Líst vel á þetta hjá ykkur, best að anda rólega og hafa það eins áhyggjulaust og hægt er á þessum skrítnu tímum.
kv affí

Anonymous said...

Ruglaðist og kommentaði óvart á Þórdísar síðu það sem átti að fara inn hér, svo hér kemur taka tvö:

Líst vel á þetta með lóðina, enda viljum við í Fjallalindinni hafa ykkur áfram í hverfinu...

Auglýsi frábæra tónleika í Neskirkju á sunnudag kl. 17 og miðvikudagskvöld kl. 20 með Söngsveitinni Fílharmóníu og systkinunum Ragnheiði og Hauki Gröndal ásamt hljómsveit. Hressileg gyðingatónlist sem ætti að kæta alla í þessu endalausa krepputali!! Ódýrari miðar hjá mér en við innganginn - DIDDI, stutt fyrir þig að fara...

Segi nú bara eins og einn 5 ára sagði um daginn: Kreppa, slaka, kreppa, slaka...

Gudrun said...

Ég skil þessa ákvörðun mjög vel. Ekki gaman að fara í svona framkvæmdir þegar allt virðist hreinlega vera að fara til fjandans í þessu þjóðfélagi.