Monday, December 21, 2009

Meira jólasveina

Bjúgnakrækir kom færandi hendi með 5 skrímslanaríur handa gaurnum og 5 ballerínunaríur handa prinsessunni :o)

Gluggagægir mætti með náttföt, star wars handa afskaplega ánægðum dreng og barbie handa sælli stúlku :o)

Jólaundirbúningur gengur bara vel... kláruðum að gera jólaísinn í gær, ömmu Dúu ís (vanilluís) og tobleroneís líka :o) Keypti líka skírnarservíettur, kerti og smá skraut fyrir skírnina í gær.

Farin að sauma
kv
kr.e.

Saturday, December 19, 2009

jóla jóla

Askasleikir færði þeim ljómandi fín tattoo... hún fékk álfadísir með svakalega fína vængi en hann fékk mörg mismunandi, flest með eld, hauskúpur, dreka eða þess háttar :þ

Hurðaskellir kom færandi hendi með sitt hvora mandarínuna og sitt hvora límmiðaörkina... annað fékk Sollu stirðu límmiða en hitt fékk Íþróttaálfs límmiða... giskið hvort fékk hvað :þ

Skyrgámur var hæstánægður með skyrið sem systkinin gáfu honum.... dreifði reyndar úr því út um allan glugga en samt :S hann fékk R2D2 pez kall og 5 pör af svörtum sokkum fyrir jólin... hún fékk Pocahontas pez kall og þrennar nælonsokkabuxur fyrir jólin :o)

Bjúgnakrækir kemur í nótt... með???


Annars gengur allt vel hér fyrir jólin... eftir að kaupa eina jólagjöf, klára að sauma eina, klára að pakka einni... kortin öll farin nema þau sem fara ekki í póst... bakaði eina sort af smákökum í viðbót í dag.
Á morgun eða mánudag þarf að fara í að kaupa servíettur, kerti og þess háttar fyrir skírn Margrétar (sem verður 27. des) og þyrfti að prófa að gera hvítt marsípan (sem er alls ekki marsípan en samt kallað þetta). Ætla að reyna að redda skírnartertunni sjálf :þ

Farin að éta nammi og horfa á eitthvað í imbanum.... Siggi á jólahlaðborði Gogogic, ég fer bara með á næsta ári... borgar sig ekki að mæta með litlu Margréti með sér.. þá væri ég bara stressuð og hún þar af leiðandi pirruð :þ

kv
Krizzzzzzza

Wednesday, December 16, 2009

Jólasveinarnir

Stúfur kom þriðji og færði þeim systkinunum 2 jólastjörnur og jólalímmiða í glugga :o)

Þvörusleikir kom fjórði með playmó handa stóru systkinunum... hann fékk víking og hún fékk regnboga-dís.

Pottaskefill sá fimmti, átti 2 sippubönd í pokanum sínum handa Þorláki og Ingibjörgu.

Spurning hvað Askasleikir finnur í sínum poka :þ

Margrét hefur ekki enn sett sinn skó í gluggann... enda skilur hún lítið í þessum jólasveinum þetta árið :þ

kv
Krizzza

Sunday, December 13, 2009

JólaJóla.....

HæHæ
stutt blogg.... ekki beint jólalegt úti þó nú sé 13. desember, 9 stiga hiti og reyndar ekki rigning núna en allt frekar blautt :S
Komin með jólaseríur í barnaherbergisgluggana og stofuna og jólastjörnu í eldhúsgluggann... verða að henda upp fleiri seríum til að fá smá jólastemningu :o)
Margrét dafnar vel, svo dugleg þessi litla snúlla. Hún er farin að sofa allar nætur, vaknar oftast um kl 7 til að drekka :o) og sofnar þá aftur. Er hætt á magalyfinu og farin að brosa og brosa og spjalla svo mikið við okkur, líður greinilega betur. Hún er svo sterk að sitja, gæti setið sjálf ef hún hefði jafnvægi en er ekki eins klár á maganum, enda bakflæðisstelpa... en þar sem bakflæðið er að skána þá er henni hent á bak og maga stanslaust til að styrkja hana.

Smá um jólasveinana, Stekkjastaur kom fyrstur, aðfaranótt laugardags og færði þeim stóru bangsímon og félaga súkkulaðimola... rjómasúkkulaði og hvítt súkkulaði og það kom í ljós að þeim finnst hvítt súkkulaði ekki gott :S eins og vel flest annað nammi :S vilja helst bara súkkulaði og ekkert vesen :þ
Giljagaur kom annar og var verulega hugulsamur, færði Þorláki 3 pör af Ben 10 sokkum sem vakti mikla lukku (hann er skyndilega voðalega hrifinn af Ben 10, veit ekki af hverju) og Ingibjörg fékk þrjú pör af Hello Kitty sokkum, með vetrarmyndum :o) og var jafn vel tekið og Þorláks sokkum.

Búin að baka 3 sortir, kókostoppa, rístoppa og smjörkökur og mamma sendi kókoshringi, piparkökur, mömmukökur (sem ég bakaði með henni), loftkökur og hvíta og brúna tertu og svo tók ég þátt í laufabrauðsgerð fyrir norðan í lok nóvember :o). Lilla sendi okkur kleinur :D sem eru svo góðar.
Farin að gera eitthvað gáfulegra, í dag á að baka, þrífa, þvo þvott, pakka inn jólagjöfum og skreyta (á bara eftir að kaupa 3 gjafir og aðeins í ábót handa Sigga :o) ).
kv
Kristín