Friday, February 29, 2008

Föstudagskvöld :þ

.... og ég bara næstum ein heima... börnin sofnuð inni í rúmi (enda klukkan orðin 20:03 hehee) og Siggi stalst aðeins í vinnuna aftur, það er svo mikið að gera þessa dagana í nýju skemmtilegu vinnunni... ég er alveg sátt við aukavinnu meðan það er eftir kvöldmat og börnin helst komin í bólið hehehe ég er erfiða eiginkonan :þ
Tengdamamma var að hringja í mig, var að þakka aftur fyrir snúðana sem ég bakaði fyrir hana til að gefa gamla fólkinu á Holtsbúð :o) snúðarnir vöktu víst mikla lukku og svo á tengda líka afgang af snúðum í kistunni og er auðvitað hæstánægð með það :D gott að geta hjálpað til við góðverk, ekki spurning :o)
Í vikunni kom boðskort til okkar fjögurra, rosalega spennandi. Ingunn Elfa og Gísli eru að fara að gifta sig, 25. maí :o). Þann dag fyrir 40 árum síðan átti Ásta amma Sigga 35 ára afmæli, Ásta Birna næstelsta systir Sigga var skírð og tengdaforeldrar mínir giftu sig í leiðinni. Þau fá sem sagt eina af bestu brúðkaupsafmælisgjöfunum sem hægt er, yngsta dóttirin að gifta sig :o).... og reyndar eitt enn, fyrir 4 árum komu Þorlákur og Ingibjörg heim til sín af vökudeildinni í fyrsta skiptið á æfinni :o). Ég hlakka auðvitað þvílíkt til, þetta verður svo gaman. Athöfnin og veislan verða í Svarfaðardal, sem er ekki verra, ástæða fyrir að fara norður :D. Þorlákur og Ingibjörg eru líka voða spennt fyrir þessu, enda muna þau ótrúlega langt aftur í tímann hehehe ég hélt að tæplega 4 ára börn gætu ekki munað svona margt sem gerist, þau eru enn að tala um Bahamas og ströndina og Reggie og Völla og Þóru.... rúmu ári eftir að við vorum hjá þeim (reyndar þegar þau heyra í Birtu og Bárði í Útvarpi Latabæ þá eru þetta auðvitað Þóra og Völli hehehe og við erum bara ekkert að leiðrétta það!!!).
Um helgina eru Þorlákur og Ingibjörg að fara í fyrsta afmælið hjá öðrum en ættingjum... Binni vinur þeirra á Gulu-lind er að verða 4 ára og öllum á deildinni er boðið í afmæli í Veröldinni okkar í Smáralind á sunnudag :o), ég er búin að hringja í Þorgerði og ræða þetta aðeins hehehe við kunnum ekkert á svona... eigum eftir að kaupa afmælisgjafir (vil helst að þau gefi sinn hvorn pakkann en sjáum bara til) og erum búin að fræða þau um að þau fari í afmælið og pabbi og mamma fari svo heim á meðan og komi aftur (þó Þorlákur reyni enn að halda fram að okkur sé líka boðið hehehe). Við bara hlökkum til að sjá hvernig þetta gengur :D
Nú eru bara rúmir 2 mánuðir í tvöfalt 4 ára afmæli á þessu heimili og ég strax farin að hugsa hvernig við viljum hafa þetta... ekkert ákveðið ennþá :þ
Jæja... nú styttist í American Idol á ITV2 og þá er best að vera búin að leggja tölvuna frá mér (horfi sko á amerískt sjónvarpsefni eins og Affí frænka mín :þ)
Takk fyrir kommentin
kv
Kristín E.

Sunday, February 24, 2008

Þursar og Caput

Góð helgi alveg að verða búin :o) og vakt á morgun :( en það er allt í lagi ef ég hugsa bara um hvað það borgar vel að vinna alla þessa yfirvinnu (eða sem sagt... hvað það lagar lágu launin mín að vinna fullt af yfirvinnu hehehe).
Vikan gekk bara vel fyrir sig... enginn saumaklúbbur sem er frekar óvenjulegt (allavegana að mati Sigga :þ).
Á þriðjudagskvöld fór ég með tengdamömmu, Ingunni og Berglindi systrum Sigga á Lionsfund hjá Lionsklúbbnum Eik. Tengdamamma er þar í góðum félagsskap og fékk að taka með sér gesti á sérstakan afmælisfund, 20 ára afmæli klúbbsins. Gaman að fara með þeim, vantaði bara Ástu Birnu með :þ en aðeins of langt frá Húsavík fyrir eitt kvöld. Auðvitað var góður matur, lambalæri og tilheyrandi og súkkulaðikaka í eftirmat, fullt af skemmtiatriðum og bara gaman. Takk kærlega fyrir boðið Ingibjörg :o). Tók að mér að baka fyrir tengdamömmu, það gekk listi um salinn til að finna konur sem væru til í að baka bakkelsi til að taka með á Holtsbúð (elliheimili í Garðarbæ) á miðvikudag, ég er búin að baka eina uppskrift af bollum og ætla að baka aðra á þriðjudag þegar ég vakna :o) þetta á að vera tilbúið á miðvikudag handa gamla fólkinu :o)
Föstudagurinn rólegur, fengum okkur megavikupizzu frá Domino´s og áttum rólegt kvöld yfir American Idol á ITV2 :þ.
Laugardagurinn byrjaði vel, fékk að sofa aðeins lengur (takk Siggi minn) og hjálpaði Sigga svo að koma krílunum í bað, í föt og út úr húsi í danstíma. Ég fór svo með mömmu í Smáralindina, hún kom á föstudagskvöld og fór með Þorgerði í Óperuna. Við mæðgur áttum góða stund saman, hún keypti sér skyrtu og ég keypti mér peysu. Svo fórum við bara heim í smá stund og þaðan í afmælisveislu til Ássýar frænku :o) fullt af frábærum veitingum auðvitað.
Svo komum við okkur heim og vorum bara svo södd ennþá að Siggi borðaði bara upphitaða pizzu, börnin fengu sér engjaþykkni og ég borðaði bara ekkert (enda södd ennþá og að drepast í bakinu og óglatt :S ). Svo bara fékk ég mér íbúfen, lagði mig sá, tók mig til og var svo sótt af Þorgerði og Gilla og fór á tónleika í Laugardagshöllinni.... hélt að ég myndi aldrei upplifa það að fara á tónleika með Þursaflokkinum en svo bara byrjuðu þeir aftur :D og auðvitað voru þetta GEÐVEIKIR tónleikar!!!! Ekkert smá frábært. Þursaflokkurinn alveg massívur og Caput með Guðna Franzsyni fyrrverandi klarinettukennaranum mínum sem stjórnanda. Ótrúlega gaman og endurnærandi. Keypti auðvitað pakkann með öllum diskunum þeirra í lok tónleikanna, ekki annað hægt þó svo að ég eigi einn þessara 5 diska fyrir hehehe reyni kannski að selja hann síðar :þ eða á bara tvo eins.
Svo kom ég heim, fékk mér smá af pizzunni (sem er ennþá til hehehe) og svo fórum við bara að sofa... vöknuðum svo um kl 5, þá var Ingibjörg komin upp í til okkar, lág hálf ofan á löppunum á Sigga... og vöknuðum sem sagt við það að hún var hálfsofandi að æla :/ greyið litla. Hún ældi nokkrum góðum gusum yfir okkur og við skelltum bara öllu í þvott og settum nýtt utanum og reyndum að þrífa Ingibjörgu aðeins. Hún var alveg miður sín, sagði að þetta hafi verið alveg óvart... hún er svo mikil mýsla. Svo vaknaði Þorlákur og var auðvitað alveg hundfúll yfir að fá ekki að koma upp í til okkar en skildi þetta alveg þegar ég sagði að Ingibjörg hefði verið að gubba. Svo reyndum við að sofna aftur en þegar við vorum alveg að sofna þá gubbaði Ingibjörg aftur... en hún er svo dönnuð að nú fór bara allt í balann sem var við hliðina á henni :o) algjör dúlla.
Svo bara gubbaði hún ekki meira en var frekar slöpp og orkulaus í dag en dugleg að drekka og borðaði nokkra bita í kvöldmatnum.
Í dag fórum við Þorlákur svo í heillanga útskriftarveislu til Möllu, byrjaði á æðislegri súpu í hádeginu og svo bættist fleira fólk í hópinn og við fengum kökur í kaffinu, góður dagur og börnin ótrúlega stillt, voru mest inni í herbergi... enda hent öfugum inn aftur ef þau voru með hávaða af því að Kristján Örn var sofandi í hjónaherberginu :D.
Nú erum við hjónin að horfa á Lost á SkyOne :o) ekkert smá hrifin af SKY ruglaranum okkar, börnin sofa og allt ljómandi fínt.. vakt á morgun sem þýðir frí á þriðjudag og þá á að baka aðeins meiri bollur fyrir gamla fólkið :o), saumaklúbbur hjá Lólu á þriðjudagskvöldið og bara fjör eins og vanalega :o)
Takk fyrir öll kommentin :D
kv
Kristín

Sunday, February 17, 2008

2 vikna skammtur.....

vá hvað tíminn líður hratt... komnar 2 vikur frá síðasta bloggi... sorry :þ en er líka búin að vera upptekin við að uppgötva ný blogg hehe systurnar Affí og Ádda frænkur mínar eru báðar farnar að blogga :o) ekkert smá gaman að lesa skrifin þeirra... linkar inn á bloggin þeirra til hægri á síðunni minni.
Síðustu helgi var nóg að gera, var ekki að vinna :) og í staðinn bara í rólegheitum með fjölskyldunni. Danstími eins og venjulega á laugardeginum en fórum ekki í sunnudagaskólann, það var sameiginlegur sunnudagaskóli í Grafarvogi (minnir mig) og við nenntum ekki :þ Á laugardag gerðist ég rosa dugleg og bakaði ger-kanilsnúða.... Sigga datt í hug að ég gæti það fyrst ég gat bakað gerbollur fyrir bolludaginn. Hringdi í mömmu og fékk uppskrift :o) og þeir voru bara ljómandi góðir. Tengdamamma og Benna systir hennar voru á rúntinum og kíktu við í kaffi og snúða. Um kvöldið fórum við í pizzuveislu til Möllu, Þorgerður og co voru þar líka og við mættum auðvitað með snúða með okkur í eftirmat.... verð að minnast á að snúðarnir voru með brúnum glassúr, bleikum, bláum, grænum og gulum glassúr :D og svo auðvitað glassúrlausir fyrir pjattrófurnar hehehe ekki allir fyrir svona litagleði :þ
Á sunnudeginum vorum við bara heima í rólegheitum... ég steikti pönnukökur....

Það er sko verið að spara á heimilinu hehehe og það er mun ódýrara að baka en að kaupa bakkelsi í bakaríinu :o)

Svo bara gekk vikan fyrir sig eins og venjulega... reyndar aðeins öðruvísi þriðjudagur en vanalega. Ég var í fríi (búin að vinna svo mikið undanfarið að ég átti inni svefnfrídag) og Siggi leyfði mér að sofa :D en Ingibjörg var hálf undarleg... borðaði allan morgunmatinn, fór í fötin, burstaði tennur og átti svo að fá að leika sér en var svo þreytt að hún vildi bara fara aftur að sofa... lagðist í rúmið og sofnaði og við héldum að hún væri bara að verða lasin þannig að hún fékk bara að sofna og ég sá fram á dag heima í fríi föst heima :S En svo vakti ég hana rétt fyrir kl 10 og þá var hún bara eldhress (við höldum að það sé vaxtarkippur í gangi... þau borða vel og þurfa MIKIÐ að sofa).
Við mæðgur áttum ákaflega huggulegan dag... fórum í Rekstrarvörur (eða klósettpappírsbúðina eins og Ingibjörg kallar hana) og svo í Vogue, í apótek og í heimsókn til Sigga í nýju vinnuna. Svo fórum við á McDonald´s í hádegismat og fórum svo heim að baka meiri snúða í frystikistuna. Þá var Ingibjörg reyndar farin að segja "hvenær eigum við að sækja Þorlák bróður minn" hehehe farin að sakna hans mikið. Svo þegar hann kom heim þá sagði hún "svo á morgun þá fer ég á Dal og Þorlákur fær að vera heima hjá þér" en það var því miður ekki svoleiðis... en ég stefni á dekurdag með Þorláki á næstunni. Henni fannst þetta æðislegur dagur :þ frábært að hafa heilan dag með alla athyglina frá mér hehehe

Þessa helgina kom ég heim þar sem Siggi var með gormana og Dag Elís, svo kom Þorgerður að sækja Dag og þá bauð Siggi Degi Elís í súkkulaðiköku næsta dag... og ég varð auðvitað að standa við það!!! Bakaði enn meiri snúða, Betty súkkulaðiköku og kippti einni marensköku úr frystinum (sem Ássý frænka færði okkur um daginn, frystirinn í bakaríinu bilaði vúhú við heppin :D ) og Þorgerður kom með sitt lið og Malla með sitt lið í kaffi.
Tinna Ösp kíkti við í hádeginu, Gunni hennar var að vinna og hún bara að þvælast :o) hún er voða dugleg að kíkja í heimsókn sem er bara ljómandi gaman (og hún er búin að læra að gera lasagna eins og ég geri :þ... ég er orðin ótrúleg húsmóðir hehehe).

Í dag fórum við í nestisferð :o) hundleiðinlegt veður og við nenntum ekki í göngutúr þannig að við fengum okkur nokkra snúða og kókómjólk í nesti, keyrðum upp í Heiðmörk og borðuðum nestið í bílnum hehehe vorum sko að sjá lóðina okkar frá Heiðmörkinni :o).

Svo kíktum við aðeins til Möllu og Össa, Siggi aðeins að laga Corsuna í bílskúrnum þeirra... þarf að komast í gegnum skoðun fljótlega.
Svo kom tengdamamma í kvöldmat, í lasagne (ég held að hún haldi að við eldum ekkert annað hehehe alltaf lasagne þegar hún kemur) og kom með heklaðar hosur handa mér og var búin að gera við hinar hosurnar mínar, sem hún gaf mér fyrir nokkrum árum :o) takk fyrir það :o).

Vinna á morgun, engin vakt alla vikuna :o) loksins enda er ég komin með 95 yfirvinnutíma frá 16. jan til 15. febrúar... fæ ágætlega útborgað næst!! en er orðin svolítið þreytt :S
Á þriðjudagskvöldið fer ég með tengdamömmu, Berglindi og Ingunni á Lionsfund, 20 ára afmæli Lions-klúbbsins sem tengdamamma er í :o) spennandi að kíkja með.

Annars bara róleg vika framundan, enginn saumaklúbbur :o) allavegana ekki planað ennþá... en svo kemur bissí helgi... Mamma kemur á föstudag, útskrift Möllu á laugardag (hún snillingurinn fékk 9 fyrir lokaverkefnið... ég fékk bara 8 :S), afmæli Ássýar frænku á laugardag, tónleikar með Þursaflokkinum á laugardagskvöld (ég fer með Þorgerði og Gilla... Sigga langaði ekki) og útskriftarveisla Möllu á sunnudag... því betur verð ég ekki að vinna- þriðju helgina í röð :D

Takk fyrir öll kommentin
kv
Kristín

Monday, February 4, 2008

Bolludagur :þ


Gleðilegan bolludag :o)

Ég náði að baka bollur í gær, í fyrsta skiptið sem ég geri það sjálf!!! Langaði bara svo hrikalega í ekta bollur eins og mamma og Lilla gera... gerbollur í bakaríunum eru bara eins og hamborgarabrauð með engu korni!!! og þannig eiga þær alls ekki að vera.


Hér er mynd af bollunum mínum, Þorgerður hjálpaði mér að skella rjómanum á og setja glassúrinn ofaná. Bleiku bollurnar eru auðvitað með jarðarberjarjóma á milli (og smá rauðan matarlit til að fá bleikan lit á rjómann) og brúnu bollurnar eru með glassúr ofan á, rabarbarasultu á neðri botninum og hvítum rjóma á milli!!! Allt eins og mamma og Lilla myndu gera þetta!!!



Mínar glæsilegu bollur (ein smá montin hehehe)



Þorgerður keypti nokkrar vatnsdeilsbollur fyrir Sigga,
sem við svo skreyttum og settum rjóma á milli



Þessi fjögur voru hæstánægð með bollurnar, Þorlákur, Dagur Elís, Nasi (sem býr á leikskólanum þeirra en fær að fara heim um helgar með krökkunum til skiptis) og Ingibjörg


Sko bara, mínar bollur ruku út!!! Bara ein eftir!!! (fyrir utan þær sem fóru til Þorgerðar í gær og voru í eftirmat eftir pizzurnar sem Hildur og Þorgerður bökuðu handa okkur... og verða í kaffinu hjá mér í dag og í eftirmat í kvöld!!)



Meira eftir af vatnsdeilsbollunum (meira mont hehehe)



Svo koma hér 2 myndir sem fundust í myndavélinni, voru á innra minni vélarinnar en ekki á kortinu, teknar í nóvember 2006!!!

Þorlákur montrófa með tyggjó hehehe


Ingibjörg mestamús í skokk af Hildi Valdísi

Eigið góðan bolludag, góðan sprengidag og ekki síst góðan öskudag :þ

kv
Kristín
sem á 6 mánaða brúðkaupsafmæli í dag.... hangikjöt í kvöldmatinn og bollur í eftirmat!!!

Saturday, February 2, 2008

...................

.............

Ein ég sit og sauma
inní stóru húsi
enginn kemur að sjá mig
nema Securitas-sendillinn

en ég ætla samt að búa til bollur á morgun :þ vona að ég nái að sofa eitthvað í nótt

kv
Kristín í vinnunni....