Sunday, February 17, 2008

2 vikna skammtur.....

vá hvað tíminn líður hratt... komnar 2 vikur frá síðasta bloggi... sorry :þ en er líka búin að vera upptekin við að uppgötva ný blogg hehe systurnar Affí og Ádda frænkur mínar eru báðar farnar að blogga :o) ekkert smá gaman að lesa skrifin þeirra... linkar inn á bloggin þeirra til hægri á síðunni minni.
Síðustu helgi var nóg að gera, var ekki að vinna :) og í staðinn bara í rólegheitum með fjölskyldunni. Danstími eins og venjulega á laugardeginum en fórum ekki í sunnudagaskólann, það var sameiginlegur sunnudagaskóli í Grafarvogi (minnir mig) og við nenntum ekki :þ Á laugardag gerðist ég rosa dugleg og bakaði ger-kanilsnúða.... Sigga datt í hug að ég gæti það fyrst ég gat bakað gerbollur fyrir bolludaginn. Hringdi í mömmu og fékk uppskrift :o) og þeir voru bara ljómandi góðir. Tengdamamma og Benna systir hennar voru á rúntinum og kíktu við í kaffi og snúða. Um kvöldið fórum við í pizzuveislu til Möllu, Þorgerður og co voru þar líka og við mættum auðvitað með snúða með okkur í eftirmat.... verð að minnast á að snúðarnir voru með brúnum glassúr, bleikum, bláum, grænum og gulum glassúr :D og svo auðvitað glassúrlausir fyrir pjattrófurnar hehehe ekki allir fyrir svona litagleði :þ
Á sunnudeginum vorum við bara heima í rólegheitum... ég steikti pönnukökur....

Það er sko verið að spara á heimilinu hehehe og það er mun ódýrara að baka en að kaupa bakkelsi í bakaríinu :o)

Svo bara gekk vikan fyrir sig eins og venjulega... reyndar aðeins öðruvísi þriðjudagur en vanalega. Ég var í fríi (búin að vinna svo mikið undanfarið að ég átti inni svefnfrídag) og Siggi leyfði mér að sofa :D en Ingibjörg var hálf undarleg... borðaði allan morgunmatinn, fór í fötin, burstaði tennur og átti svo að fá að leika sér en var svo þreytt að hún vildi bara fara aftur að sofa... lagðist í rúmið og sofnaði og við héldum að hún væri bara að verða lasin þannig að hún fékk bara að sofna og ég sá fram á dag heima í fríi föst heima :S En svo vakti ég hana rétt fyrir kl 10 og þá var hún bara eldhress (við höldum að það sé vaxtarkippur í gangi... þau borða vel og þurfa MIKIÐ að sofa).
Við mæðgur áttum ákaflega huggulegan dag... fórum í Rekstrarvörur (eða klósettpappírsbúðina eins og Ingibjörg kallar hana) og svo í Vogue, í apótek og í heimsókn til Sigga í nýju vinnuna. Svo fórum við á McDonald´s í hádegismat og fórum svo heim að baka meiri snúða í frystikistuna. Þá var Ingibjörg reyndar farin að segja "hvenær eigum við að sækja Þorlák bróður minn" hehehe farin að sakna hans mikið. Svo þegar hann kom heim þá sagði hún "svo á morgun þá fer ég á Dal og Þorlákur fær að vera heima hjá þér" en það var því miður ekki svoleiðis... en ég stefni á dekurdag með Þorláki á næstunni. Henni fannst þetta æðislegur dagur :þ frábært að hafa heilan dag með alla athyglina frá mér hehehe

Þessa helgina kom ég heim þar sem Siggi var með gormana og Dag Elís, svo kom Þorgerður að sækja Dag og þá bauð Siggi Degi Elís í súkkulaðiköku næsta dag... og ég varð auðvitað að standa við það!!! Bakaði enn meiri snúða, Betty súkkulaðiköku og kippti einni marensköku úr frystinum (sem Ássý frænka færði okkur um daginn, frystirinn í bakaríinu bilaði vúhú við heppin :D ) og Þorgerður kom með sitt lið og Malla með sitt lið í kaffi.
Tinna Ösp kíkti við í hádeginu, Gunni hennar var að vinna og hún bara að þvælast :o) hún er voða dugleg að kíkja í heimsókn sem er bara ljómandi gaman (og hún er búin að læra að gera lasagna eins og ég geri :þ... ég er orðin ótrúleg húsmóðir hehehe).

Í dag fórum við í nestisferð :o) hundleiðinlegt veður og við nenntum ekki í göngutúr þannig að við fengum okkur nokkra snúða og kókómjólk í nesti, keyrðum upp í Heiðmörk og borðuðum nestið í bílnum hehehe vorum sko að sjá lóðina okkar frá Heiðmörkinni :o).

Svo kíktum við aðeins til Möllu og Össa, Siggi aðeins að laga Corsuna í bílskúrnum þeirra... þarf að komast í gegnum skoðun fljótlega.
Svo kom tengdamamma í kvöldmat, í lasagne (ég held að hún haldi að við eldum ekkert annað hehehe alltaf lasagne þegar hún kemur) og kom með heklaðar hosur handa mér og var búin að gera við hinar hosurnar mínar, sem hún gaf mér fyrir nokkrum árum :o) takk fyrir það :o).

Vinna á morgun, engin vakt alla vikuna :o) loksins enda er ég komin með 95 yfirvinnutíma frá 16. jan til 15. febrúar... fæ ágætlega útborgað næst!! en er orðin svolítið þreytt :S
Á þriðjudagskvöldið fer ég með tengdamömmu, Berglindi og Ingunni á Lionsfund, 20 ára afmæli Lions-klúbbsins sem tengdamamma er í :o) spennandi að kíkja með.

Annars bara róleg vika framundan, enginn saumaklúbbur :o) allavegana ekki planað ennþá... en svo kemur bissí helgi... Mamma kemur á föstudag, útskrift Möllu á laugardag (hún snillingurinn fékk 9 fyrir lokaverkefnið... ég fékk bara 8 :S), afmæli Ássýar frænku á laugardag, tónleikar með Þursaflokkinum á laugardagskvöld (ég fer með Þorgerði og Gilla... Sigga langaði ekki) og útskriftarveisla Möllu á sunnudag... því betur verð ég ekki að vinna- þriðju helgina í röð :D

Takk fyrir öll kommentin
kv
Kristín

11 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ, vá hvað þú ert dugleg við baksturinn, hér er það aðallega Aldís sem sér um þau mál. Gaman að heyra hvað þið eruð öll dugleg að hittast stórfjölskyldan, fæ smá´,, Áslaugar viðkvæmni" yfir mig og vildi geta hitt ykkur öll oftar. Ingibjörg greinilega skýr stelpa, mjög rökrétt að tala um klósettpappírsbúðina, þessi börn okkar eru nú líka alveg sérstaklega klár... ættgengt að sjálfsögðu! Kveðjur til allra frá mið-bloggsysturinni Affí

Anonymous said...

Fékk líka 9 ;) - hehe...
Verður nóg að gera um helgina hjá okkur - óperan með mömmu á föstudagskvöldið og hlakka mikið til.
Takk fyrir alla snúðana - með og án glassúrs.
Það væri ekki slæmt að geta hitt þig oftar Affí og hlæja svolítið með þér. Hitti ykkur um páskana og verð að kíkja á Ásveginn!

Anonymous said...

Úff bara verið að auglýsa litlu sysss :S Ég roðna bara "on line", er það ekki ábyggilega hægt??? Kv. litla sysssss

Anonymous said...

Loksins aftur eitthvað nýtt á blogginu. Er ekki komin í gang með að baka, en með aldrinum líkist ég mömmu meir og meir. Ef ég geri eitthvað er það í törnum, he he. Það er sem sé bara byrjunin, sem er erfið. Getur þú ekki tekið mynd af tilvonandi heimilislóðinni?
Eru einhver viss ákvæði með stærð, lögun og útlit hússins? Ég myndi byggja í U lagi. Þá er sko alltaf logn í miðjunni, sem ekki veitir af á þessu rokrasskati, sem þið þurfið öll að hrúga ykkur á!!!!
Hverjum datt í hug að byggja höfuðborgina þarna? Ég bara spyr.
Svo er mjög gott að vera með svefnherbergið sitt í öðrum endanum, og barnaherbergin í hinum--langt á milli og engin truflun þegar börnin grenja-. (eins og alþjóð veit færi ég sko aldrei til að hugsa um grátandi barn um miðja nótt- eða þannig) Aðalstaðurinn væri svo eldhúsið í miðjunni. Gengið út í garðinn milli svefnherbergisálmanna um miklar glerdyr, og stórt borð er svo úti fyrir , sem gamlar frænkur myndi sitja við þegar þeim er boðið í morgunkaffi og heimabakkelsi!!!! Sem mér skilst að verði áfram ,er það ekki.
Góða skemmtun í kvöld, þín Ádda frænka í útlöndum.

P.S. Datt einhverjum í hug að Þorgerður skyldi líka vera svona gáfuð?

Anonymous said...

Vá ekkert smá langt blogg þegar það loksins kom:-) Þú ert alger ofurhúsmóðir í bakstrinum greinilega... Sjáumst í saumó í næstu viku.... ta ta

Anonymous said...

hmmmm.... ég fékk bara 9,5 og var ógeðslega fúll að fá ekki 10.

Mannfreður Mannsson

Anonymous said...

nb. Var s.s. að tilkynna kjellingunni það að ég væri hinn eini sanni Mannfreður. Og hún varð brjáluð og sagði eitthvað sem ég man ekki. Hljóma eins og bla, bla, bla, bla, bla, bla, bla og bla.....

Kv. Siggi

Anonymous said...

vá maður verður bara svangur að lesa bloggið þitt.....snúðar, súkkulaðikaka og lasagne...hljómar vel.
Skilaðu kveðju til litlu systur frá okkur, ekkert smá seig kellan!
kv. Helga og co.

Anonymous said...

Mannfreður - þetta grunaði nú margan manninn...
Og frúin þín hafði Gilla greyið grunaðan!

Anonymous said...

p.s. er svo "hátt uppi" eftir þessa frábæru Þursaflokkstónleika að ég get ekki sofnað,
kveðja, Þorgerður hat gesagt Einarsdóttir :)

Anonymous said...

Hahahaha... Siggi er sumsé Freðurinn :-) ég segi nú bara eins og Þorgerður að mann grunaði hann helst. Verst að það skuli ekki vera næsti klúbbur hjá þér miðað við allan baksturinn síðustu daga;-) en við sjáumst í næstu viku

Knús Dagný