Sunday, February 24, 2008

Þursar og Caput

Góð helgi alveg að verða búin :o) og vakt á morgun :( en það er allt í lagi ef ég hugsa bara um hvað það borgar vel að vinna alla þessa yfirvinnu (eða sem sagt... hvað það lagar lágu launin mín að vinna fullt af yfirvinnu hehehe).
Vikan gekk bara vel fyrir sig... enginn saumaklúbbur sem er frekar óvenjulegt (allavegana að mati Sigga :þ).
Á þriðjudagskvöld fór ég með tengdamömmu, Ingunni og Berglindi systrum Sigga á Lionsfund hjá Lionsklúbbnum Eik. Tengdamamma er þar í góðum félagsskap og fékk að taka með sér gesti á sérstakan afmælisfund, 20 ára afmæli klúbbsins. Gaman að fara með þeim, vantaði bara Ástu Birnu með :þ en aðeins of langt frá Húsavík fyrir eitt kvöld. Auðvitað var góður matur, lambalæri og tilheyrandi og súkkulaðikaka í eftirmat, fullt af skemmtiatriðum og bara gaman. Takk kærlega fyrir boðið Ingibjörg :o). Tók að mér að baka fyrir tengdamömmu, það gekk listi um salinn til að finna konur sem væru til í að baka bakkelsi til að taka með á Holtsbúð (elliheimili í Garðarbæ) á miðvikudag, ég er búin að baka eina uppskrift af bollum og ætla að baka aðra á þriðjudag þegar ég vakna :o) þetta á að vera tilbúið á miðvikudag handa gamla fólkinu :o)
Föstudagurinn rólegur, fengum okkur megavikupizzu frá Domino´s og áttum rólegt kvöld yfir American Idol á ITV2 :þ.
Laugardagurinn byrjaði vel, fékk að sofa aðeins lengur (takk Siggi minn) og hjálpaði Sigga svo að koma krílunum í bað, í föt og út úr húsi í danstíma. Ég fór svo með mömmu í Smáralindina, hún kom á föstudagskvöld og fór með Þorgerði í Óperuna. Við mæðgur áttum góða stund saman, hún keypti sér skyrtu og ég keypti mér peysu. Svo fórum við bara heim í smá stund og þaðan í afmælisveislu til Ássýar frænku :o) fullt af frábærum veitingum auðvitað.
Svo komum við okkur heim og vorum bara svo södd ennþá að Siggi borðaði bara upphitaða pizzu, börnin fengu sér engjaþykkni og ég borðaði bara ekkert (enda södd ennþá og að drepast í bakinu og óglatt :S ). Svo bara fékk ég mér íbúfen, lagði mig sá, tók mig til og var svo sótt af Þorgerði og Gilla og fór á tónleika í Laugardagshöllinni.... hélt að ég myndi aldrei upplifa það að fara á tónleika með Þursaflokkinum en svo bara byrjuðu þeir aftur :D og auðvitað voru þetta GEÐVEIKIR tónleikar!!!! Ekkert smá frábært. Þursaflokkurinn alveg massívur og Caput með Guðna Franzsyni fyrrverandi klarinettukennaranum mínum sem stjórnanda. Ótrúlega gaman og endurnærandi. Keypti auðvitað pakkann með öllum diskunum þeirra í lok tónleikanna, ekki annað hægt þó svo að ég eigi einn þessara 5 diska fyrir hehehe reyni kannski að selja hann síðar :þ eða á bara tvo eins.
Svo kom ég heim, fékk mér smá af pizzunni (sem er ennþá til hehehe) og svo fórum við bara að sofa... vöknuðum svo um kl 5, þá var Ingibjörg komin upp í til okkar, lág hálf ofan á löppunum á Sigga... og vöknuðum sem sagt við það að hún var hálfsofandi að æla :/ greyið litla. Hún ældi nokkrum góðum gusum yfir okkur og við skelltum bara öllu í þvott og settum nýtt utanum og reyndum að þrífa Ingibjörgu aðeins. Hún var alveg miður sín, sagði að þetta hafi verið alveg óvart... hún er svo mikil mýsla. Svo vaknaði Þorlákur og var auðvitað alveg hundfúll yfir að fá ekki að koma upp í til okkar en skildi þetta alveg þegar ég sagði að Ingibjörg hefði verið að gubba. Svo reyndum við að sofna aftur en þegar við vorum alveg að sofna þá gubbaði Ingibjörg aftur... en hún er svo dönnuð að nú fór bara allt í balann sem var við hliðina á henni :o) algjör dúlla.
Svo bara gubbaði hún ekki meira en var frekar slöpp og orkulaus í dag en dugleg að drekka og borðaði nokkra bita í kvöldmatnum.
Í dag fórum við Þorlákur svo í heillanga útskriftarveislu til Möllu, byrjaði á æðislegri súpu í hádeginu og svo bættist fleira fólk í hópinn og við fengum kökur í kaffinu, góður dagur og börnin ótrúlega stillt, voru mest inni í herbergi... enda hent öfugum inn aftur ef þau voru með hávaða af því að Kristján Örn var sofandi í hjónaherberginu :D.
Nú erum við hjónin að horfa á Lost á SkyOne :o) ekkert smá hrifin af SKY ruglaranum okkar, börnin sofa og allt ljómandi fínt.. vakt á morgun sem þýðir frí á þriðjudag og þá á að baka aðeins meiri bollur fyrir gamla fólkið :o), saumaklúbbur hjá Lólu á þriðjudagskvöldið og bara fjör eins og vanalega :o)
Takk fyrir öll kommentin :D
kv
Kristín

7 comments:

Anonymous said...

Takk fyrir góðan dag, yndislega hjálp og fallega gjöf ;) Kv. Malla

Anonymous said...

Já, takk fyrir skemmtilega helgi, þessir tónleikar voru hreinasta snilld - á eftir að lifa á þessu lengi...
Þarf svo ekkert að borða meira þessa vikuna held ég eftir þetta át hjá Möllu og Ássý!!
Sjáumst amk. í saumó hjá Lólu á þriðjudagskvöldið...

Anonymous said...

Til hamingju með litlu systur, já og Malla, ef þú lest þetta þá hjartanlega til hamingju. Heyri að það hefur heldur betur verið gaman hjá ykkur öllum, nóg að snæða og örugglega mikið talað...
Kv affí

Anonymous said...

Gangi þér vel við að vinna fyrir húsinu þínu. Leitt að heyra um veikindin. Vona að þið hin sleppi.Saknaðarkveðjur frá Meinersen. Þín Ádda frænka.

Anonymous said...

Hvaða hvaða, á ekkert að slúðra um evróvisjón og Friðrik Ómar sem vogaði sér að fara með málshátt fyrir framan alþjóð?!!Var bara enginn að horfa á þessa milljóna keppni á RÚV? Ég reyndar sá hana ekki sjálf en það er nú ekki aðalmálið eða??! kveðja Arnhildur-alltaf fyrst með fréttirnar...he he!

Anonymous said...

P.S.Öfunda ykkur geðveikt af tónleikaferðinni!!!-A.H.

Anonymous said...

Aumingja litla músin - ég geri ráð fyrir að hún sé búin að jafna sig núna. Láki litli kom af sjúkrahúsinu í gær og ég er BRJÁLUÐ! Í fyrsta lagi er hann langt frá því að vera gróinn auk þess sem það blæddi úr sárinu í gær og það er mjög rautt og illa útlítandi. Svo var hann ein taugahrúga, með sár á hálsinum eftir skerminn og í ofanálag með flær! Hann var í svo miklu rusli í þegar við sóttum hann að hann gerði númer 2 út um ALLT skottið á bílnum hennar Isabel. Sem betur fer var dúkur undir þannig að það var ekkert mál að þrífa allt upp. Tek það fram að flær og kúkur eru alfarið mín deild - er ekki að sjá fyrir mér hvernig Völli verður þegar Fúsi byrjar að gubba og kúka á hann... hahahahhaha kannsi tekur hann bara Össann á þetta - en ég held samt ekki. Hef 100% trú á honum!