Monday, February 4, 2008

Bolludagur :þ


Gleðilegan bolludag :o)

Ég náði að baka bollur í gær, í fyrsta skiptið sem ég geri það sjálf!!! Langaði bara svo hrikalega í ekta bollur eins og mamma og Lilla gera... gerbollur í bakaríunum eru bara eins og hamborgarabrauð með engu korni!!! og þannig eiga þær alls ekki að vera.


Hér er mynd af bollunum mínum, Þorgerður hjálpaði mér að skella rjómanum á og setja glassúrinn ofaná. Bleiku bollurnar eru auðvitað með jarðarberjarjóma á milli (og smá rauðan matarlit til að fá bleikan lit á rjómann) og brúnu bollurnar eru með glassúr ofan á, rabarbarasultu á neðri botninum og hvítum rjóma á milli!!! Allt eins og mamma og Lilla myndu gera þetta!!!



Mínar glæsilegu bollur (ein smá montin hehehe)



Þorgerður keypti nokkrar vatnsdeilsbollur fyrir Sigga,
sem við svo skreyttum og settum rjóma á milli



Þessi fjögur voru hæstánægð með bollurnar, Þorlákur, Dagur Elís, Nasi (sem býr á leikskólanum þeirra en fær að fara heim um helgar með krökkunum til skiptis) og Ingibjörg


Sko bara, mínar bollur ruku út!!! Bara ein eftir!!! (fyrir utan þær sem fóru til Þorgerðar í gær og voru í eftirmat eftir pizzurnar sem Hildur og Þorgerður bökuðu handa okkur... og verða í kaffinu hjá mér í dag og í eftirmat í kvöld!!)



Meira eftir af vatnsdeilsbollunum (meira mont hehehe)



Svo koma hér 2 myndir sem fundust í myndavélinni, voru á innra minni vélarinnar en ekki á kortinu, teknar í nóvember 2006!!!

Þorlákur montrófa með tyggjó hehehe


Ingibjörg mestamús í skokk af Hildi Valdísi

Eigið góðan bolludag, góðan sprengidag og ekki síst góðan öskudag :þ

kv
Kristín
sem á 6 mánaða brúðkaupsafmæli í dag.... hangikjöt í kvöldmatinn og bollur í eftirmat!!!

8 comments:

Anonymous said...

Ógeðslega góðar bollur

Siggi

Anonymous said...

Já það voru þær - takk fyrir mig og mína!!

Anonymous said...

Myndarskapur er þetta! Mjööög girnilegar bollur. Og voðalega eru þessir sætu krakkalingar orðnir stórir allir saman.

Hafið það gott og til lukku með hálfsársbrúðkaupsafmælið- Svanhildur

Anonymous said...

Her gleymdist nu bolludagurinn barasta! Getur thù sent mér uppskriftina thína? Er nefnilega ansi gód i vatnsdeigsbollum, en Margrét er ekki hrifin af slíku. Og audvitad thá líka hita og tímann á thessu. Rosa girnilegt hja ykkur! Til lukku med hálfs árs brúdkaupsafmaelid!!! Vona ad allir skemmti sér vel i dag. Ádda í útlöndum.

Anonymous said...

OOOOOOOOOOOOO ég þjáðist allan bolludaginn af einskæru bolluleysi. Er hægt að panta endurtekningu á bolludeginum þegar ég kem heim???? Eða kannski bara saltkjöt eða hangikjet...

En til hamingju með 6 mánuðina - ég átti nú aldrei von á að þetta myndi halda svona lengi DJÓÓÓÓÓÓK!

Knústu herra apakött frá mér.. héðan biðja allir kærlega að heilsa.

Þóra, Völli, Reggie, Láki og Fúsi fimleikastjarna...

Kristín E. said...

:o) ég skal reyna að muna að senda þér uppskriftina Ádda :o) svo bara muna að gera bleikan rjóma eins og Lilla gerir... þeyttur rjómi+jarðarberjasulta :o)

Þóra... fyrst ég er svona klár í að gera bollur hehehe þá skal ég bara bjóða þér í bollukaffi þegar þú kemur aftur á klakann!!! hringdu bara og láttu vita hvenær þú kemst :þ

Kristín E. said...

Ádda... gleymdi sko að segja að ég er í vinnunni og verð í alla nótt og því kannski búin að gleyma þessu með uppskriftina á morgun, en reyni að muna um helgina :D

Anonymous said...

Gott að ég gat komið uppskriftinni til þín sysss, fyrst ég var ekki fyrir sunnan til að halda bollukaffið þetta árið ;) Bollurnar hjá Lillu voru geggjaðar, eins og þínar :) Takk kærlega fyrir reddingu á öskudagsbúningi, eins og alltaf. Ég var svaka flott!!!