Friday, February 29, 2008

Föstudagskvöld :þ

.... og ég bara næstum ein heima... börnin sofnuð inni í rúmi (enda klukkan orðin 20:03 hehee) og Siggi stalst aðeins í vinnuna aftur, það er svo mikið að gera þessa dagana í nýju skemmtilegu vinnunni... ég er alveg sátt við aukavinnu meðan það er eftir kvöldmat og börnin helst komin í bólið hehehe ég er erfiða eiginkonan :þ
Tengdamamma var að hringja í mig, var að þakka aftur fyrir snúðana sem ég bakaði fyrir hana til að gefa gamla fólkinu á Holtsbúð :o) snúðarnir vöktu víst mikla lukku og svo á tengda líka afgang af snúðum í kistunni og er auðvitað hæstánægð með það :D gott að geta hjálpað til við góðverk, ekki spurning :o)
Í vikunni kom boðskort til okkar fjögurra, rosalega spennandi. Ingunn Elfa og Gísli eru að fara að gifta sig, 25. maí :o). Þann dag fyrir 40 árum síðan átti Ásta amma Sigga 35 ára afmæli, Ásta Birna næstelsta systir Sigga var skírð og tengdaforeldrar mínir giftu sig í leiðinni. Þau fá sem sagt eina af bestu brúðkaupsafmælisgjöfunum sem hægt er, yngsta dóttirin að gifta sig :o).... og reyndar eitt enn, fyrir 4 árum komu Þorlákur og Ingibjörg heim til sín af vökudeildinni í fyrsta skiptið á æfinni :o). Ég hlakka auðvitað þvílíkt til, þetta verður svo gaman. Athöfnin og veislan verða í Svarfaðardal, sem er ekki verra, ástæða fyrir að fara norður :D. Þorlákur og Ingibjörg eru líka voða spennt fyrir þessu, enda muna þau ótrúlega langt aftur í tímann hehehe ég hélt að tæplega 4 ára börn gætu ekki munað svona margt sem gerist, þau eru enn að tala um Bahamas og ströndina og Reggie og Völla og Þóru.... rúmu ári eftir að við vorum hjá þeim (reyndar þegar þau heyra í Birtu og Bárði í Útvarpi Latabæ þá eru þetta auðvitað Þóra og Völli hehehe og við erum bara ekkert að leiðrétta það!!!).
Um helgina eru Þorlákur og Ingibjörg að fara í fyrsta afmælið hjá öðrum en ættingjum... Binni vinur þeirra á Gulu-lind er að verða 4 ára og öllum á deildinni er boðið í afmæli í Veröldinni okkar í Smáralind á sunnudag :o), ég er búin að hringja í Þorgerði og ræða þetta aðeins hehehe við kunnum ekkert á svona... eigum eftir að kaupa afmælisgjafir (vil helst að þau gefi sinn hvorn pakkann en sjáum bara til) og erum búin að fræða þau um að þau fari í afmælið og pabbi og mamma fari svo heim á meðan og komi aftur (þó Þorlákur reyni enn að halda fram að okkur sé líka boðið hehehe). Við bara hlökkum til að sjá hvernig þetta gengur :D
Nú eru bara rúmir 2 mánuðir í tvöfalt 4 ára afmæli á þessu heimili og ég strax farin að hugsa hvernig við viljum hafa þetta... ekkert ákveðið ennþá :þ
Jæja... nú styttist í American Idol á ITV2 og þá er best að vera búin að leggja tölvuna frá mér (horfi sko á amerískt sjónvarpsefni eins og Affí frænka mín :þ)
Takk fyrir kommentin
kv
Kristín E.

4 comments:

Anonymous said...

Þetta er lítið mál að senda ormana í svona afmæli, bara láta foreldra barnsins fá símanúmer til vonar og vara ;) Og slappa svo af á meðan :) Luv, Malla

Kristín E. said...

Ég veit :þ en þetta er bara svo spennandi :o) þau eru orðin svo stór allt í einu hehehe
Það hefur aldrei verið vandamál með þau í heimsókn eða pössun þannig að ég veit að þetta verður ok :o)

Anonymous said...

Elsku frænka. Hvaðan hefur þú fengið þessi þýsku gen. Það eru TVEIR mánuðir í afmælið. Reddar maður ekki einu barnaafmæli eins og verið væri að drekka vatn!!!! Bestu kveðjur úr rigningunni og rokinu. Þín Ádda.

Anonymous said...

Á mínu heimili er afmæli undirbúið með 2ja tíma fyrirvara hámark! Ferming og student með 2ja daga fyrirvara hámark! Vantar þetta skipulagsgen. Var í Rvík allan laugard en lítill tími í heimsóknir þó ég hefði viljað fara til allra, það verður bara næst. kv affí