Saturday, October 27, 2007

MyndirMyndirMyndir

Nokkrar myndir....

Siggi sæti eiginmaðurinn minn á afmælisdaginn...
að fara að blása á kertin :þ


Fallegustu krílin í heiminum að hrúga í sig súkkulaðiköku



Nörrahjónin í Guitar Hero hehehe



Þóra beib orðin dáleidd með gítarinn hehehhe


Ein í restina af bestu systrunum ever og Þórdísi frænku...
tekin í sjötugsafmæli Láka frænda í ágúst

Glasgow og fleira :þ

Átti alltaf eftir að skrifa um Glasgow... kom heim á sunnudag, sofnaði fyrir kl 9 á mánudagskvöld, saumó á þriðjudag, vakt á miðvikudag (og það er læstur aðgangur á blogspot-síður á LSH!! óþolandi) og svo komu Tinna, Gunnar og Siggi frændi í mat á fimmtudagskvöldið hehehe og svo bara þreytt í gær heheheh
Glasgow var ljómandi, ég og Ágústa vorum fínar saman í búðunum... skiptum okkur í hópa 2 og 2 saman og hittumst svo inn á milli, Sigrún og Hildur voru mest saman. Hittumst í hádegismat og kaffi og borðuðum svo kvöldmat saman, fyrra kvöldið á indverskum stað sem var frekar undarlegur... leit út eins og glataður Hawaii staður en var svo með ljómandi góðan mat og smeðjulegan þjón sem hefði gert allt fyrir okkur hehehe. Svo borðuðum við á ítölskum stað einu sinni í hádegi og svo á TGI Friday´s (var ekki mín hugmynd hehehe og matseðillinn var mun styttri en í Stokkhólmi og Kópavogi hehehe).
Á föstudeginum fórum við loftið kl 7:20 um morguninn, flugið bara 1:50 og svo bara beint í leigubíl og beint upp á hótel. Frekar mikið fyndið að sjá innfallnar tómar töskur á færibandinu á flugvellinum hehehe. Svo hittum við Sigrúnu og Hildi og fórum að borða og svo að versla :o). Á laugardeginum var verslað frá 10-18... var svo sárfætt á sunnudagsmorguninn þegar ég steig út úr rúminu að ég hefði ekki trúað því að þetta væri hægt heheh Sunnudagurinn fór bara í að koma sér í flug, morgunmatur á flugvellinum og síðustu búðirnar og vorum svo lent heima kl 12:30.

Nóg um Glasgow... takk fyrir ferðina stelpur og við drögum hinar tvær með í næstu ferð :þ

Nóg að gera alla vikuna... fékk að sofa í morgun :þ Starfsdagur í leikskólanum fimmtudag og föstudag... Siggi var heima á fimmtudag... og ég reyndar líka en ég var sofandi eftir næturvinnu. Svo þegar ég vaknaði um kl 13 þá skelltum við okkur í Kringluna og keyptum kuldaskó á krílin, buxur á Sigga og smá í Duka fyrir gjafakort :o)
Á föstudag var bara allt í rólegheitum hjá okkur þremur, Siggi að vinna... fórum út á róló eftir hádegi og löbbuðum í búðina... vorum svo heppin að við vorum rétt komin inn þegar skall á rok og haglél (eða boltasnjór eins og við köllum það hehehe) fengum okkur bara heitt kakó og þau fengu snúð en ég brauð með osti... fengum öll að dýfa í kakóið heheheh

Jæja... Hildur Valdís í mat (restin af familíunni á Akureyri) krílin að sofna og laugardagslögin í imbanum...

kv
Krizzza

Thursday, October 18, 2007

Glasgow beibí

Glasgow here I come.... fer í fyrramálið :o) Ágústa ætlar að mæta hér kl 4:45 til að sækja mig, taskan nánast tilbúin og ætlaði snemma að sofa en nú er Þóra beib í heimsókn og við auðvitað í Guitar Hero hehehe ekkert smá snilld... hún hefur aldrei prófað aftur og ég held bara að hún endi á að kaupa Playstation2 og Guitar Hero þegar hún kemur heim til Bahamas hehehe

Jæja.... farin að sinna gestinum og spila hehehe
Takk fyrir öll kommentin :þ
kv
Kristín

ps... VISA frændi verður sko tekinn með hehehe fær aðeins að svitna :D

Monday, October 15, 2007

Ofurnörrar.....

Sit hér og blogga meðan Siggi minn er að spila Police lag í Guitar Hero 80´s hheeh gaf honum leikinn í afmælisgjöf um helgina... höfum ekkert spilað í marga marga mánuði, var búin að gleyma hvað þetta er gaman hehehe
En er þreytt í puttunum og höndunum núna, dottin úr æfingu....

Glasgow á föstudag, hlakka svo til

kv
Kristín

Saturday, October 13, 2007

13. október

Góður dagur í dag... Siggi minn 35 ára, tengdapabbi 59 ára og litli sæti Davíð Leó Lund fékk nafn á Húsavík í dag :o) til lukku þið þrír :þ

Fórum með krílíusana í dans í morgun, gekk rosalega vel. Þorlákur var með óþægð síðast og fékk því engin verðlaun og er búinn að tala um það alla vikuna að hann ætli að standa sig vel næst!!! sem hann og gerði og þau fengu bæði límmiða í verðlaun í dag og svo smá nammi heima eftir hvíldina :þ
Ég fór í Elkó og svo í Smáralindina og keypti 3 afmælisgjafir, Guitar Hero 80´s handa Sigga og svo gjafir handa Degi Elís og Hildi Valdísi, afmælisveislan þeirra er á morgun.
Eins og í fyrra þá eru Þorlákur og Ingibjörg orðin alveg ringluð á öllum þessum afmælum hehehe enda ekki skrítið.
Þegar ég kom heim fór ég svo í það að baka köku handa Sigga, krílin fengu að hjálpa mér. Fínasta súkkulaðikaka sem var skreytt með skrautsykri og nafninu hans Sigga hehehe
Í kvöld er svo von á gestum, Þorgerður, Gilli og börn og afi Einar með Einar Örn og Kristján Örn ætla að koma í mat... Malla og Össi eru í Þýskalandi og afi Beggi og amma Ingibjörg eru á Húsavík í skírnarveislu... þau koma bara seinna í mat.

Takk fyrir öll fallegu kommentin....
kv
Kristín

ps... Helga og Pési Nesbúar eru verulega grunuð um að vera Mannfreður Mannson... hafa ekki borið af sér sakirnar enn!!!

Wednesday, October 10, 2007

Tókst ekki...

Jæja... þá kom að því, blóðprufAN mikla var í morgun og þá komumst við að því að þessi meðferð okkar tókst ekki. Við eigum eina lokatilraun eftir en niðurstöðu úr því er ekki að vænta fyrr en í mars/apríl... stefnum á að byrja meðferðina í jan/feb og tekur hún allavegana 8-10 vikur...

Auðvitað er erfitt að takast á við þetta en svona er þetta bara. Sigginn minn var svo yndislegur að sækja krílíusana fyrir mig á Dal og þegar þau komu heim þá knúsuðu þau mig þvílíkt mikið :o) börn eru svo næm á það hvernig manni líður.

Nú er bara næst á dagskrá að halda áfram afmælistörninni miklu sem byrjaði í gær með 4 ára afmæli Dags Elísar og svo er Malla litla systir orðin jafn gömul mér frá og með deginum í dag :o). Til lukku með afmælin :o). Næsti afmælisdagur er svo á laugardag, þá á Siggi minn afmæli og líka tengdapabbi og þann dag fær litli Lund (sem gerði Sigga minn að ömmubróður heheh) nafnið sitt. Svo á Hildur Valdís "litla" frænka 16 ára afmæli á mánudag... og svona heldur þetta áfram.

Friðarsúlan hennar Yoko Ono byrjaði að lýsa í gær á afmæli Dags Elísar og mun lýsa á hverju kvöldi þar til afmælisdagur afa Sigga rennur upp (8. des) þá er mesta afmælistörnin gengin yfir :þ

Eftir rúma viku fer ég svo til Glasgow með tvíburamömmunum... við förum reyndar bara 4, ein gat ekki komið með okkur og svo veiktist Guðrún Óla og kemst ekki heldur :( hugsum til hennar. 2 fara út 18. okt og ég og Ágústa förum svo saman 19. okt og svo komum við allar heim aftur 21. okt... ég hlakka þvílíkt til að slappa aðeins af í búðunum heheheh og svo auðvitað að fara út að borða og sofa út :þ

Takk fyrir allar góðar hugsanir undanfarna daga, fann alveg fyrir því þó ég hafi ekki viljað að allir vissu allar dagsetningar, það fylgir því smá óþarfa pressa.
Heyrumst
kv
Krizzza

ps... leitin að Mannfreði er alls ekki hætt... nú er Helga Sigurborg grunuðust
pss... er komin á Facebook :þ

Saturday, October 6, 2007

Stóra spurningin.....

..... hver er Mannfreður Mannsson???

Tillögur óskast í comment.... sem flest heheh

kv
Krizzza

Thursday, October 4, 2007

Karma.....

Hætt að vera dóni heheheeh í bili

Undarlegt í gærkvöldi, heyrðum allt í einu brothljóð, þvílíkan hávaða. Hlupum inn til barnanna og allt ok þar, inn í eldhús, fundum ekkert. Kíktum út og út á pall og bara sáum ekkert.... fyrr en ég opnaði eldhússkáp og fann þar eitt stykki glas í tætlum, botninn ekki einu sinni heill!!! Hafði greinilega verið neðra glas af því að eitt glas lá á hliðinni... krafturinn var svo mikill að það voru glerbrot ofan í hinum glösunum í skápnum!!!
Siggi minn hreinsaði þetta allt og skolaði öll glösin og alla diskana úr þessari hillu.... skiljum ekkert í þessu.

Kannski slæmt karma eftir að gera grín að barnanöfnum??? hehehhe

kv
kr.e.

Tuesday, October 2, 2007

Karkur...... áfram

Fór aðeins í það að gúggla þessi undarlegu nöfn....

Karkur er leyfilegt íslenskt karlmannsnafn, karkur um kark frá karki til karks.
Karkur er líka flugvöllur í Ísrael
Karkur er nafn á þræl í Ólafs sögu Tryggvasonar (og ég hélt að þetta væri nýmóðins nafn)
Karkur Talh er dalur í Líbíu-eyðimörkinni

Irpa er skammstöfun fyrir International Radiation Protection Association (www.irpa.net)
Irpa er líka skammstöfun fyrir Institut Royal de Patrimoine Artistique (belgísk stofnun um verndun á lista-arfleifðinni)
Irpa er líka skammstöfun fyrir Institut Régional du Patrimoine (sem ég skil ekki af því að ég kann ekki frönsku)
Irpa stendur fyrir lög í Kanada sem heita Immigration and Refugee Protection Act
Irpa er skammstöfun fyrir Islamische Religionspaedagogische Akademie í Austurríki
Irpa er nafn á fyrirtæki í Ítalíu sem selur feldi og skinn
Á bloggsíðu fann ég fínar myndir af foldaldi sem heitir Irpa

ÍMA er skammstöfun fyrir íþróttafélag MA
Íma og Jón frá Berunesi er saga úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar
Íma Jonsdottir er fiðlukennari... með heimasíðu á ensku
Íma frá Dunhaga er hestur fæddur 1940
Skil ekki spænsku en til er eitthvað sem heitir Íma de Geladeira

Siggi segir að ég sé dóni að skrifa svona ljótt um þessi fínu barnanöfn..... vona að enginn verði sár...
kv
Kristín

Monday, October 1, 2007

Undarleg nöfn.....

eru greinilega í tísku í dag......

Fann stórundarleg nöfn á börnum framan á Fréttablaðinu í morgun....
Aumingja litlu börnin heita Irpa, Karkur, Hekla, Viktor og Íma.... hvað er í gangi????

Hef bara aldrei heyrt annað eins, Hekla og Viktor skera sig reyndar út úr með því að vera eðlileg nöfn en hin þrjú hef ég bara aldrei heyrt, vona að blaðamaðurinn hafi heyrt nöfnin eitthvað skakkt... það er alltaf smá sjens á því :o) vona það barnanna vegna hehhee

kv
Kristín (alþjóðlegt og gamaldags íslenskt nafn!!!)