Wednesday, October 10, 2007

Tókst ekki...

Jæja... þá kom að því, blóðprufAN mikla var í morgun og þá komumst við að því að þessi meðferð okkar tókst ekki. Við eigum eina lokatilraun eftir en niðurstöðu úr því er ekki að vænta fyrr en í mars/apríl... stefnum á að byrja meðferðina í jan/feb og tekur hún allavegana 8-10 vikur...

Auðvitað er erfitt að takast á við þetta en svona er þetta bara. Sigginn minn var svo yndislegur að sækja krílíusana fyrir mig á Dal og þegar þau komu heim þá knúsuðu þau mig þvílíkt mikið :o) börn eru svo næm á það hvernig manni líður.

Nú er bara næst á dagskrá að halda áfram afmælistörninni miklu sem byrjaði í gær með 4 ára afmæli Dags Elísar og svo er Malla litla systir orðin jafn gömul mér frá og með deginum í dag :o). Til lukku með afmælin :o). Næsti afmælisdagur er svo á laugardag, þá á Siggi minn afmæli og líka tengdapabbi og þann dag fær litli Lund (sem gerði Sigga minn að ömmubróður heheh) nafnið sitt. Svo á Hildur Valdís "litla" frænka 16 ára afmæli á mánudag... og svona heldur þetta áfram.

Friðarsúlan hennar Yoko Ono byrjaði að lýsa í gær á afmæli Dags Elísar og mun lýsa á hverju kvöldi þar til afmælisdagur afa Sigga rennur upp (8. des) þá er mesta afmælistörnin gengin yfir :þ

Eftir rúma viku fer ég svo til Glasgow með tvíburamömmunum... við förum reyndar bara 4, ein gat ekki komið með okkur og svo veiktist Guðrún Óla og kemst ekki heldur :( hugsum til hennar. 2 fara út 18. okt og ég og Ágústa förum svo saman 19. okt og svo komum við allar heim aftur 21. okt... ég hlakka þvílíkt til að slappa aðeins af í búðunum heheheh og svo auðvitað að fara út að borða og sofa út :þ

Takk fyrir allar góðar hugsanir undanfarna daga, fann alveg fyrir því þó ég hafi ekki viljað að allir vissu allar dagsetningar, það fylgir því smá óþarfa pressa.
Heyrumst
kv
Krizzza

ps... leitin að Mannfreði er alls ekki hætt... nú er Helga Sigurborg grunuðust
pss... er komin á Facebook :þ

8 comments:

Anonymous said...

Það er rosalega erfitt að segja eitthvað uppörvandi á svona stundu - ég man alltof vel hvað það var sárt að fá nei'in - og ekkert sem nokkur sagði hafði mildandi áhrif á særindin. Farið vel með ykkur! Ég hugsa mikið til ykkar.

Ég mæli hiklaust með búarápi í Glasgow - Adams búðin t.d. er æði!!

knúúúúús

Anonymous said...

Knús knús frá stóru systur!!

Anonymous said...

Knús til þín dúllan mín : * búin að hugsa mikið til ykkar.

Kveðja
Fjóla

Anonymous said...

Elsku Kristín og Siggi,
ömurlegt að heyra og vá hvað ég sendi ykkur hlýja strauma og allt gott sem til er í heiminum. Þetta er svo ósanngjarnt!!!!
Knús,
Þóra

Anonymous said...

Elsku fraenka, vid skiljum oft ekki af hverju, en svona eru hlutirnir. Gott ad geta huggad sig vid thad, sem madur a. Og thu ert rik modir!!!! Og hver veit hvad er manni fyrir bestu. Njottu helgarinnar med fjölskyldunni. Og mundu hvad serhver litil sal er mikils virdi,- thu att nu thegar gull og gersemar. Astarkvedjur thin Adda.

Anonymous said...

Knús og kossar elsku þið....

Dagný

Anonymous said...

og hvað varðar leitina að Mannfreði þá myndi ég skjóta á hjónaleysin fyrir norðan í Nesi :-)

Dagný

Anonymous said...

Æ þetta er svvooo erfitt ferli..... en ég trúi því að þetta gangi upp næst ;)