Tuesday, October 2, 2007

Karkur...... áfram

Fór aðeins í það að gúggla þessi undarlegu nöfn....

Karkur er leyfilegt íslenskt karlmannsnafn, karkur um kark frá karki til karks.
Karkur er líka flugvöllur í Ísrael
Karkur er nafn á þræl í Ólafs sögu Tryggvasonar (og ég hélt að þetta væri nýmóðins nafn)
Karkur Talh er dalur í Líbíu-eyðimörkinni

Irpa er skammstöfun fyrir International Radiation Protection Association (www.irpa.net)
Irpa er líka skammstöfun fyrir Institut Royal de Patrimoine Artistique (belgísk stofnun um verndun á lista-arfleifðinni)
Irpa er líka skammstöfun fyrir Institut Régional du Patrimoine (sem ég skil ekki af því að ég kann ekki frönsku)
Irpa stendur fyrir lög í Kanada sem heita Immigration and Refugee Protection Act
Irpa er skammstöfun fyrir Islamische Religionspaedagogische Akademie í Austurríki
Irpa er nafn á fyrirtæki í Ítalíu sem selur feldi og skinn
Á bloggsíðu fann ég fínar myndir af foldaldi sem heitir Irpa

ÍMA er skammstöfun fyrir íþróttafélag MA
Íma og Jón frá Berunesi er saga úr Þjóðsögum Jóns Árnasonar
Íma Jonsdottir er fiðlukennari... með heimasíðu á ensku
Íma frá Dunhaga er hestur fæddur 1940
Skil ekki spænsku en til er eitthvað sem heitir Íma de Geladeira

Siggi segir að ég sé dóni að skrifa svona ljótt um þessi fínu barnanöfn..... vona að enginn verði sár...
kv
Kristín

8 comments:

Anonymous said...

takk fyrir greinagoda könnun a islenskum furdunöfnum, hi,hi. Var mikid hugsad til ykkar blodthyrstu systra i gaer thegar verid var ad plokka ur mer synin, he,he. Held ad thad se nu eitthvad fyrir minar fraenkur. Hvernig er haegt ad vinna med blod????? Her er fri a morgun hurra. Stefnt a laufabraudsgerd. Goda nott Adda og Hilla fraenka.

Anonymous said...

Það er nú alltaf gaman að pæla í þessum nöfnum-og gott að heita svona fallegu íslensku nafni eins og ég og svo auðvitað dóttir min!!!

Anonymous said...

Svo bara muna að nafnið Mist er það sama og shit á þýsku

Anonymous said...

Hehehe, Arnhildur, þú ert enn með skemmtilegan húmor, gott mál :) En systir góð, hefur þú svona lítið að gera á daginn, tihi. Þetta er samt uppbyggilegra en að horfa á breskt fólk keppa í því að versla !!!!! En auðvitað náðum við að hlæja okkur í hel yfir því ;)

Kristín E. said...

heheheheheh þið eruð allar snillingar :o)

Anonymous said...

Það er sko til margt verra en að leita sér upplýsinga um mannanöfn sér til dægrarstyttingar, ég held ég sé að nálgast meiraprófið í því, hahaha.... En fyrir vikið verður maður líka svo ótrúlega klár þannig að þetta er spurningin um að slá tvær flugur í sama höfuðið!!! fræðast og stytta sér stundir.
Kv Dagný

Anonymous said...

Hvaða rugl er þetta eiginlega? Hvað á það að þýða að vera að setja út á nöfn annarra? Ja, mér finnst nú bara Kristín asnalegt nafn, verð nú bara að segja það. Vissuð þið að Kristin þýður "asni", æji þarna næstum því hestur, á armensku.

Kv. Mannfreður Mannsson

Anonymous said...

Ég segi bara íslenskt já takk
kv. Helga