Saturday, October 27, 2007

Glasgow og fleira :þ

Átti alltaf eftir að skrifa um Glasgow... kom heim á sunnudag, sofnaði fyrir kl 9 á mánudagskvöld, saumó á þriðjudag, vakt á miðvikudag (og það er læstur aðgangur á blogspot-síður á LSH!! óþolandi) og svo komu Tinna, Gunnar og Siggi frændi í mat á fimmtudagskvöldið hehehe og svo bara þreytt í gær heheheh
Glasgow var ljómandi, ég og Ágústa vorum fínar saman í búðunum... skiptum okkur í hópa 2 og 2 saman og hittumst svo inn á milli, Sigrún og Hildur voru mest saman. Hittumst í hádegismat og kaffi og borðuðum svo kvöldmat saman, fyrra kvöldið á indverskum stað sem var frekar undarlegur... leit út eins og glataður Hawaii staður en var svo með ljómandi góðan mat og smeðjulegan þjón sem hefði gert allt fyrir okkur hehehe. Svo borðuðum við á ítölskum stað einu sinni í hádegi og svo á TGI Friday´s (var ekki mín hugmynd hehehe og matseðillinn var mun styttri en í Stokkhólmi og Kópavogi hehehe).
Á föstudeginum fórum við loftið kl 7:20 um morguninn, flugið bara 1:50 og svo bara beint í leigubíl og beint upp á hótel. Frekar mikið fyndið að sjá innfallnar tómar töskur á færibandinu á flugvellinum hehehe. Svo hittum við Sigrúnu og Hildi og fórum að borða og svo að versla :o). Á laugardeginum var verslað frá 10-18... var svo sárfætt á sunnudagsmorguninn þegar ég steig út úr rúminu að ég hefði ekki trúað því að þetta væri hægt heheh Sunnudagurinn fór bara í að koma sér í flug, morgunmatur á flugvellinum og síðustu búðirnar og vorum svo lent heima kl 12:30.

Nóg um Glasgow... takk fyrir ferðina stelpur og við drögum hinar tvær með í næstu ferð :þ

Nóg að gera alla vikuna... fékk að sofa í morgun :þ Starfsdagur í leikskólanum fimmtudag og föstudag... Siggi var heima á fimmtudag... og ég reyndar líka en ég var sofandi eftir næturvinnu. Svo þegar ég vaknaði um kl 13 þá skelltum við okkur í Kringluna og keyptum kuldaskó á krílin, buxur á Sigga og smá í Duka fyrir gjafakort :o)
Á föstudag var bara allt í rólegheitum hjá okkur þremur, Siggi að vinna... fórum út á róló eftir hádegi og löbbuðum í búðina... vorum svo heppin að við vorum rétt komin inn þegar skall á rok og haglél (eða boltasnjór eins og við köllum það hehehe) fengum okkur bara heitt kakó og þau fengu snúð en ég brauð með osti... fengum öll að dýfa í kakóið heheheh

Jæja... Hildur Valdís í mat (restin af familíunni á Akureyri) krílin að sofna og laugardagslögin í imbanum...

kv
Krizzza

No comments: