Monday, October 1, 2007

Undarleg nöfn.....

eru greinilega í tísku í dag......

Fann stórundarleg nöfn á börnum framan á Fréttablaðinu í morgun....
Aumingja litlu börnin heita Irpa, Karkur, Hekla, Viktor og Íma.... hvað er í gangi????

Hef bara aldrei heyrt annað eins, Hekla og Viktor skera sig reyndar út úr með því að vera eðlileg nöfn en hin þrjú hef ég bara aldrei heyrt, vona að blaðamaðurinn hafi heyrt nöfnin eitthvað skakkt... það er alltaf smá sjens á því :o) vona það barnanna vegna hehhee

kv
Kristín (alþjóðlegt og gamaldags íslenskt nafn!!!)

6 comments:

Anonymous said...

Mér finnast þau bara flott

kv. Mannfreður Mannsson

Anonymous said...

Manstu eftir Leifi Arnari? Og Birki Fjalari Viðarsyni. Hí hí, og svo auðvitað eru líka flott nöfn eins og Blængur og Íva Brá!! Alltaf gaman af barnanöfnum..kveðja

Anonymous said...

Lúkas Sanktus stendur líka alltaf fyrir sínu, eins og Dagbjört Nótt og Kolbrá Sól, tvíburarnir :) Fólki finnst nafnið mitt líka eitthvað skrítið, en það hlýtur bara að vera skrítið fólk, tihi.

Anonymous said...

Rakst einmitt á þessi nöfn í blaðinu í gær og var að undrast á þessu. Beygjast nú sennilega nokkuð vel á íslensku samt. Já, þau eru mörg undarleg nöfnin...
Líður eins og ég sé með marga þumalputta - kveðja slysósnillinn!

Thordisa said...

já þetta eru furðuleg nöfn sem verið er að skella á aumingja börnin...

Anonymous said...

Þú ættir þá að koma í leikskólann hans Antons Odds og skoða nöfnin á hólfum barnanna. Þau eru mörg skemmtilega skrítin. Mér fannst t.d. Haki lengi vel undarlegt nafn - en vandist furðu fljótt :-)