Thursday, October 4, 2007

Karma.....

Hætt að vera dóni heheheeh í bili

Undarlegt í gærkvöldi, heyrðum allt í einu brothljóð, þvílíkan hávaða. Hlupum inn til barnanna og allt ok þar, inn í eldhús, fundum ekkert. Kíktum út og út á pall og bara sáum ekkert.... fyrr en ég opnaði eldhússkáp og fann þar eitt stykki glas í tætlum, botninn ekki einu sinni heill!!! Hafði greinilega verið neðra glas af því að eitt glas lá á hliðinni... krafturinn var svo mikill að það voru glerbrot ofan í hinum glösunum í skápnum!!!
Siggi minn hreinsaði þetta allt og skolaði öll glösin og alla diskana úr þessari hillu.... skiljum ekkert í þessu.

Kannski slæmt karma eftir að gera grín að barnanöfnum??? hehehhe

kv
kr.e.

2 comments:

Anonymous said...

já ég held ég sé sammála þessu með karma-í morgun vaknaði ég við svaka brothljóð, annar kötturinn búinn að klifra uppí hillu og skellti niður stórri mynd í ramma, kertaglasi og og gler ilmolíustandi, glerbrot útum allt gólf og Kristínu brá svo mikið að hún vaknaði grátandi. ég mun ekki gera grín að barnanöfnum aftur!!! Talandi um karmað hjá okkur-Mannfreð Mannson hafði rétt fyrir sér......

Anonymous said...

Ég vissi það, ykkur myndi hefnast fyrir þetta. Ég vann næstum því í lottóinu, af því að ég var svo góður að vera á móti ykkur. Ef ég hefði verið aðeins ákveðnari er ég viss um að ég hefði unnið eins og gæjinn fyrir norðan

kv. Mannfreður Mannsson