Saturday, October 13, 2007

13. október

Góður dagur í dag... Siggi minn 35 ára, tengdapabbi 59 ára og litli sæti Davíð Leó Lund fékk nafn á Húsavík í dag :o) til lukku þið þrír :þ

Fórum með krílíusana í dans í morgun, gekk rosalega vel. Þorlákur var með óþægð síðast og fékk því engin verðlaun og er búinn að tala um það alla vikuna að hann ætli að standa sig vel næst!!! sem hann og gerði og þau fengu bæði límmiða í verðlaun í dag og svo smá nammi heima eftir hvíldina :þ
Ég fór í Elkó og svo í Smáralindina og keypti 3 afmælisgjafir, Guitar Hero 80´s handa Sigga og svo gjafir handa Degi Elís og Hildi Valdísi, afmælisveislan þeirra er á morgun.
Eins og í fyrra þá eru Þorlákur og Ingibjörg orðin alveg ringluð á öllum þessum afmælum hehehe enda ekki skrítið.
Þegar ég kom heim fór ég svo í það að baka köku handa Sigga, krílin fengu að hjálpa mér. Fínasta súkkulaðikaka sem var skreytt með skrautsykri og nafninu hans Sigga hehehe
Í kvöld er svo von á gestum, Þorgerður, Gilli og börn og afi Einar með Einar Örn og Kristján Örn ætla að koma í mat... Malla og Össi eru í Þýskalandi og afi Beggi og amma Ingibjörg eru á Húsavík í skírnarveislu... þau koma bara seinna í mat.

Takk fyrir öll fallegu kommentin....
kv
Kristín

ps... Helga og Pési Nesbúar eru verulega grunuð um að vera Mannfreður Mannson... hafa ekki borið af sér sakirnar enn!!!

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með bóndann skvís :-)

Kv Dagný

Anonymous said...

Til hamingju með bóndann:) Við hjónaleysin könnumst ekkert við blessaðan Mannfreð eða hvað hann nú heitir, þú verður bara að halda áfram að leita.
Kv. Helga og co.