Wednesday, March 4, 2009

LoksinsLoksinsLoksins :o)

Já elsku kæru tryggu lesendur síðunnar, það kom að því... ég er að blogga.

Sit hér í tölvu hjá Möllu systur og fékk að laumast í tölvuna, er í fríi í dag... á svo hrikalega mikið frí, aumingja ég hehehe, og Malla er farin að vinna hálfan daginn þannig að það er eðalfínt að kíkja til hennar og sníkja smá nasl :þ

En ástæðan fyrir þessu bloggleysi mínu er einfalt, síðustu 5 vikur hafa farið í hálfgerð veikindi hjá mér, er búin að æla og æla og vera hundslöpp og þreytt.... en af yndislegri ástæðu. Við Siggi komumst að því 20. janúar að ég er ólétt!!! Já ekki lýg ég því..... fengum smá sjokk þegar prufan varð jákvæð og komst strax í sónar daginn eftir (af því að ég þekki svo dásamlega lækna :o) ) og var þá komin 6 vikur og 2 daga á leið... og ekki í minna sjokki.
Við fórum í glasameðferð í október sem tókst ekki, áttum að fara aftur í mars en í byrjun janúar sendi ég þeim mail og afpantaði meðferðina, treysti mér bara ekki í fleiri meðferðir í bili.... en þessi meðferð hefur haft svona fín áhrif á okkur og við svona hrikalega heppin að þetta bara gerðist heima!!! Ótrúlega gamaldags reyndar hehehe

Í morgun fór ég svo í sónar, komin 12 vikur og 2 daga og áætluð mæting nýjasta fjölskyldumeðlimsins um miðjan september. Í kvöld ætlum við svo að segja tvíbbalingunum fréttirnar, þau eru alveg undrandi á því að mamma sé enn með gubbupest, af hverju ég sé alltaf lasin.... og reyndar af hverju bumban mín sé svona stór, búin að fá spurninguma "ertu kannski með barn í bumbunni" nokkrum sinnum heheheh en hef svarað neitandi til þessa.

Við Siggi erum sem sagt alveg í skýjunum.... þegar ég trúi þessu :þ og krepputal og annað leiðindi fer bara inn um annað og út um hitt!!!

Nú bara vona ég að heilsan fari að skána, svo ég geti farið að halda heimili aftur (Sigginn þarf að sjá um ALLT á heimilinu þar sem ég ligg bara eins og klessa eftir að ég kem heim úr vinnunni :S) og þá kannski get ég líka farið að hitta fólk aftur, búin að missa af saumaklúbbum, matarboðum og partýi vegna slappleika..... en af góðri ástæðu.

Jæja.... ætla að reyna að verða duglegri að blogga næstu vikur
Takk fyrir þolinmæðina
kv
Kristín E.

ps... Ádda, bíð spennt eftir súkkulaðisírópinu :D