Wednesday, September 10, 2008

Jæja þá....

HæHæ...
ég er að hugsa um að byrja að blogga aftur.... ætlaði alltaf að skrifa heilan helling um sumarfríið en það er bara betra að kíkja á heimasíðu barnanna og sjá ferðasöguna í myndum :o)....
Fríið var frábært, var í rúmar 4 vikur fyrir norðan, mest í Mývó og á Illugastöðum en svo líka á Akureyri og Húsavík og aðeins í Aðaldal.... nóg um það hér... meira á barnanetinu :þ

Haustið er komið, runnarnir farnir að roðna verulega í garðinum okkar... og nú búum við í Borg Bleytunnar (eins og Pési laxabóndi segir :þ)... endalaus helv.. rigning en samt frekar öðruvísi að oftast fer rigningin beint niður!!! ekki á hlið!!!

Þorlákur og Ingibjörg eru byrjuð í fimleikum, búin að fara í 2 tíma og eru hrikalega hrifin af þessu. Ekki veitir af enda eru þau tvö bæði með stuttu vöðvana aftan á lærunum eins og foreldrarnir báðir... datt í hug að fimleikar væru fínir til að reyna að bæta aðeins úr því. Svo byrjar dansinn næstu helgi, þau verða í dansi á laugardögum og í fimleikum á sunnudögum... sjáum svo til um áramót hvort þetta sé of mikið.

Var með saumaklúbb í gær, Mývó-konurnar (af því að ég er í þremur saumaklúbbum hehehe). Þvílíkt góð mæting, m.a.s. Aldís Björns sem býr í Þjóðverjalandi en er hér þessar vikurnar, fer heim aftur í þessari viku. Hér voru sem sagt 9 konur í klúbb, mikið fjör og mikið hlegið og alltaf jafn yndislegt að hitta þessar hressu kellur. Gerði 2 gerðir af muffins úr fína blaðinu mínu sem heitir "Cupcakes and Fairycakes"... annað var karamellumuffins en hitt hvítt muffins með jarðarberjum og frosting-kremi ofaná... frekar jummí :þ.

Jæja... er þetta ekki nóg sem fyrsta blogg haustsins... takk fyrir að ýta á mig :þ
kv
Krizzza

já og ps... sendi batakveðjur til aumingja mömmu, sem er olnbogabrotin heima á Akureyri... vildi óska þess að það væri styttra til hennar :s

4 comments:

Anonymous said...

Ummmm ég væri alveg til í eins og eitt já eða tvö muffins núna, svona rétt fyrir svefninn ;) Kv. Malla

Anonymous said...

Já, væri til í svona karamellumuffins... Leið eins og ég væri komin inn í þáttinn "What about Brian", bara svona fyrir aðra TV-fíkla sem horfa líka á hann!

Þú ert hér með komin aftur inn í blogghringsrúntinn minn, var að verða búin að afskrifa þig...

Anonymous said...

SKOO...það vantar alveg inn í bloggskrifin hvað þið eruð að tala um í þessum saumaklúbbum. Við Arnhildur getum ekki komið og borðað muffins og önnur herlegheit svo það er nú það minnsta að fá alla vega að heyra einhverjar krassandi kjaftasögur. Svo út með sprokið!! hverjar eru óléttar, hver var sér síðast til skammar og hvernig, hvað hafa karlarnir gert af sér, osfrv. Kv affí

Anonymous said...

Skelfing gott að sjá eitthvað á þessari síðu:)Tek undir skrif Affíar um helstu kjaftasögur. Þetta fer nú ekki lengra:)Svo væri hægt að setja uppskriftina á bloggið svo við gætum smakkað þessi karamellumuffins!!!! Vertu svo dugleg að blogga. Bestu kveðjur þín Ádda frænka.